Tíminn - 01.06.1991, Page 12

Tíminn - 01.06.1991, Page 12
20 HELGIN Laugardagur 1. júní 1991 A FJORIIM HJÓLUM iam|fndir: Pjej Daihatsu Applause 4x4 rrr í ív s ' 1 \ 'i i Skynsamlegur bíll og ansi viðkunnanlegur Daihatsu Applause með sídrifí á öllum fjórum hjólum er framhald, eða framþróun af bíl með sama nafni sem bfíad- ellukarl Tímans tók til kostanna í september 1989. Sá bfíl hafði marga góða kosti sem nýtast hinni dæmi- geröu meðalfjölskyldu og það hefur vitanlega ekkert breyst í þessum nýja Applause nema á þann veg að kostimir em heldur fleiri. Þar munar vitanlega mest um fjórhjóladrifið. Daihatsu Applause er, sem fyrr, fimm manna bfíl, bærilega rúmgóður og ósköp skynsamlega og allþægilega innréttaður. Aðal hans sem notadrjúgs fjölskyldubfíl er hvernig skottið á honum opnast. Skottlokið er nefnilega á hjörum við efri brún afturgluggans og opnast bókstaflega alveg frá aftur- stuðaranum og upp í þak. Þetta er afskaplega notadrjúgt og gott og einhver sagði að bíllinn væri nánast skutbfll með skotti. Þá eru rafdrifnar samlæsingar á öllum fjórum (fimm) dyrum, rúðuvindur eru sömuleiðis rafdrifnar, svo og úti- speglar. Mér fannst framhjóladrifsbfílinn á sínum tíma með nokkuð slagstutta fjöðrun og svona „týpisk" japönsk. Á malarvegum, sérstaklega þar sem bæði voru holur og lausamöl fannst mér honum hætta til að verða dálítið laus á veginum. í fjórhjóla- drifsbfínum hefur þessu verið breytt mjög merkjanlega því hann er bæði nokkru hærri á hjólunum og fjöðrunin slag- lengri og auk þess kemur fjórhjóladrifið til skjalanna og það munar sannarlega um minna. Mér fannst þessi nýja útgáfa Daihatsu fara verulega betur á vegi en hin eldri, sem þó var ekkert afleit. Á vegum með föstu undirlagi er hann alveg ágætur, bæði stöðugur og rásfastur, enda var reynslubíllinn á sérstökum lághliða og breiðum hraðbrautadekkjum sem voru afbragðsgóð þar sem þau áttu við. Sama var hins vegar ekki að segja um þau á malarvegum því að þau vildu ansi mikið fljóta ofan á lausamölinni. Eg er hins vegar viss um að veggrip bfísins yrði afbragðsgott á mal- arvegi á góðum alhliða dekkjum. Bflnum var reynsluekið austur yfir fjall, um Þrengsli, yfir Óseyrarbrú og austur Gaulverjabæ, upp með Þjórsá, upp Skeið, Tungur, Laugardal og síðan yfir Gjábakkahraun til Þingvalla og þaðan til Reykjavíkur. Þannig gafst ágætt tæki- færi til að reyna bfíinn á mjög misgóðum malarvegum og misgóðum vegum með bundnu slitlagi. Sem fyrr segir villtu hraðbrautadekkin dálítið um fyrir öku- manni á lausamölinni en voru hins vegar alveg prýðileg á malbikinu. Tálsverður snjór og hálka var á köflum á veginum yfir Gjábakkahraun og þar naut fjórhjóladrifið sín afar vel og eins hvað Applausinn var hár á hjólunum. Hann fór léttilega yfir skaflana án þess að draga vömbina í hjólförunum eftir jeppa- og vélsleðamenn sem þarna voru á ferð auk Tíma- manns í reynsluakstri. Þá nutu hraðbrautadekkin sín reynd- ar ágætlega í snjónum, þau voru nefnilega svo breið að þau fleyttu bflnum yfir snjóinn. Vegdynur er nokkur í Applause, sérstaklega á malarvegum en þó ekki óheyrilegur, það eru margir miklu verri en þessi bfll með það, þótt dýrari séu. Innréttingin er snyrtileg, allur frágangur er góður. Sætin eru allgóð og aftursætinu er skipt upp þannig að leggja má helming baksins fram og auka farangursrými. (Að sjálfsögðu má einnig leggja allt sætið fram þannig að samfellt farang- ursrými myndist fram að bökum framsætanna.) Helstu mál bfísins eru þessi: Daihatsu Applause fjórhjóladrifsbíllinn er afar snyrti- legur aö innan og allt, sem ökumaður þarf að ná til, er innan seilingar. Auk hraðamælis og snúnings- hraðamælis eru mælar fyrir bensíngeymi og vélar- hita en aðvörunarljós fyrir önnur atriði, svo sem olíu- þrýsting, hemla, o.fl. mt2 Applause er sérstakur fyrir það hvernig skottið opnast og því er ekki að neita að hugmyndin er hreint afbragð. Lengd 4,26 m, breidd 1,66 m, hæð 1,38 m, lengd milli hjóla 2,47 m, breidd milli hjóla að framan 1,43 m, -aftan 1,42. Vélin er 1589 rúmsentimetra, 16 ventla og er 91 hestafl. Há- markssnúningshraði er 6 þúsund sn. mín. og hámarkstog er 130 Nm við 3.500 sn. Hámarkshraði er 175 km. Gírkassinn er fimm gíra þar sem bæði fjórði og fimmti eru yfirgírar: Fjórði gír hefur hlutfallið 0,916 og fimmti 0,750. Niðurstaðan er sú að Daihatsu Applause er mjög skynsam- legur bfíl í alla staði. Hann er ágætlega aflmikill og verður ekki vélar vant. Hann er rúmgóður og þægilegur í allri um- gengni, léttur í stýri, enda með vökvastýri, útsýni úr öku- mannssæti er gott til allra átta, sætin eru þægileg og síðast en ekki síst er verðið mjög gott miðað við hvað gengur og gerist um fjórhjóladrifsbfía í sama stærðarflokki. Svo er þess að gæta að Daihatsu Applause hefur reynst ágætlega og lítið verið um að þeir bili. Þar sker hann sig ekkert úr öðrum jap- önskum bfíum sem flestallir bila mjög lítið og sjaldan. Sem sagt - ágætlega eigulegur bfll. Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.