Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 2
2 Tímlnn
Föstudagur 7. júní 1991
Aðalfundur SÍS:
Afkomubati upp
á röskan milljarð
Rekstramiöurstaða Sambandsins sýnir nú hagnað upp á
kr. 330 milljónir í samanburði við 751 milljón króna
halla á síðasta ári. Heidarveltan á síðasta ári nam 23.7
milljörðum og jókst á árinu um 10%. Mikligarður var
eina fyrirtækið, með eignaraðild Sambandsins, sem rek-
ið var með tapi á síðasta ári. Samvinnuháskólanum í Bif-
röst var gefínn eignarhluti Sambandsins þar.
Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu
Sambands íslenskra samvinnufélaga
sem lögð var fram á aðalfundi þess í
gær. f henni segir að batinn stafí að
langmestu leyti af lækkun fjár-
magnskostnaðar sem tengist geng-
isfalli dollarans á árinu.
Þá kemur jafnframt fram að hagn-
aður af sölu eigna hafi numið 1247
milljónum króna á móti 282 millj-
ónum árið áður. Tálað er um að sá
sigur sem vannst við að færa verð-
bólguna niður i 7% svo og árangur-
inn af þjóðarsáttinni verði seint of-
metinn.
Eignasalan skýrist ekki síst í Ijósi
þess að á síðasta ári var ákveðið að
gera Sambandið að eignarhaldsfé-
lagi og yfirfæra rekstur þess til sex
nýrra hlutafélaga sem yrðu a.m.k í
helmingseign Sambandsins.
Að sögn Sigurðar Markússonar,
stjórnarformanns Sambandsins, er
rekstrarskipulagningin komin vel á
veg en ýmsu er ólokið. Þar á hann
aðallega við endurskipulagningu á
efnahagsreikningi. Ber þar hæst
sölu á mörgum eignum sem eftir er
að selja. Hann segir hagnað af sölu
eigna megi rekja til þessara skipu-
lagsbreytinga.
Mikligarður er eina fyrirtækið, af
sex með eignaraðild Sambandsins,
sem sýndi tap á siðastliðnu ári. í
október 1990 samþykkti stjórn Sam-
bandsins að innflutningsstarfsemi
verslunardeildar skyldi sameinuð
starfsemi Miklagarðs hf. Sigurður
segir að með því að settar voru 400
milljónir í Miklagarð sem áttu að
fara í verslunardeild eftir þessa
skipulagsbreytingu megi gera ráð
fyrir að dæmið snúist við. Hann vildi
ekki gefa upp hversu mikið tapið
hefði verið þar sem eftir sé að halda
aðalfund Miklagarðs.
í árskýrslu Sambandsmanna kem-
ur fram að í öðrum deildum fyrir-
tækisins hafi verið unnið að hag-
ræðingarmálum og þá sérstaklega
með það markmið í huga að lækka
kostnað. Sagt er að afkoma sjávaraf-
urðadeildar og skipadeildar hafi
batnað verulega og hafi báðar deild-
irnar verið reknar með hagnaði.
Einnig er greint frá því að mikill bati
hafi orðið á afkomu skinnadeildar
en hagnaður varð af henni eftir tap-
rekstur undanfarin ár.
Á ársfundinum var Samvinnuhá-
skólanum á Bifröst færðar þær eign-
ir sem Sambandið átti þar en það
átti um einn þriðja hluta þeirra. Áð-
ur hafði Olíufélagið gefið skólanum
sinn eignarhluta. Upphaflega áttu
þessi tvö félög sinn þriðjung hvort á
móti Samvinnutryggingum. -HÞ
Ályktun fulltrúaþings KÍ um kjaramál:
UADAAD AA^CDAID
nAnDAR ADGcRDIR
HÆRRITAXTALAUN
Kennarasamband tslands stefnlr
að því að kjaradeilusjóður þess
verðl sterkur í haust koml til
harðra aðgeröa. Þetta kemur m.a.
fram í ályktun fulltrúaþings
Kennarasambands íslands sem
lauk f fyrradag. Þar kom og fram
að fulltrúaþing KÍ felur stjórn
þess að hefja nú þegar undirbún-
ing kjarasamninga í haust. Kenn-
arar krefjast stöðugleika í vaxta-
og verðlagsmálum og lögð er
áhersla á hækkun taxtalauna og
aukinn kaupmátt. Þá leggja kenn-
arar áherslu á að komió verði á
kaupmáttartryggingu og herör
verði skorín upp gegn því launa-
misrétti sem viðgengst í þjóðfé-
iaginu sem bitni ekki síst á kon-
um.
Fulltrúaþingið telur að þrátt fyr-
ir þjóðarsátt hafi raunvextir af
lánum banka og lífeyrissjóöa verið
mjög háir og þjónustugjöld lána-
stofnana hærri en góðu hófi gegn-
Sr. Þetta komi sér verst fyrir tekju-
iítið fóik sem þurfi að verja stór-
um hiuta launa sinna f húsaleigu
vegna þess að því standi ekki aðrir
kostir f húsnæðismálum til boða.
Kennarar vilja að hagnaður af at-
vinnurekstri og fjármagnstekjum
sé skattlagður meira en nú er gert
með það að markmiöi að jafna
lífskjör.
-HÞ
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tekur við söfnunarfénu úr
hendi Árna Gestssonar, formanns landgræðsluátaksins.
Landgræðsluátaki sem staðið
hefur í 3 ár er nú lokið:
Landgræðslan
fékk 19 miljónir
Átaki í landgræðslu iauk formlega í gær þegar Árni Gestsson, for-
maður átaksins, afhenti Sveini Runólfssyni landgræðslustjóra
söfnunarféð sem alls voru 19. milljónir. Við afhendinguna sagði
Árni að hann vonaðist til þess að fjármagnið kæmi landgræðslunni
til góða svo og almenningi. Það fé sem safnaðist á að nota til þess
að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu á Haukadalsheiði f Árnes-
sýslu. Það svæði sem á að græða upp er um 7000 hektarar að stærð.
Það er friðað og girt er allt í kringum það. Ákveðið hefur verið að
girta svæðið verði sérstaklega tileinkað átakinu.
Landgræðsluátakið var formlega 10 milljónir króna, komu inn í
stofnað í Gunnarsholti 14. júní söfnunina í gegnum sölu á happ-
1988 og var þá ákveðið að það
skyldi starfa í 3 ár. Árið 1990 var
gert hlé á söfnuninni til þess að
gefa Skóræktarfélagi íslands tæki-
færi til fjársöfnunar vegna 60 ára
afmælis þess. Forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, hefur verið
sérstakur verndari átaksins.
Sveinn þakkaði Vigdísi fyrir
stuðning við átakið. Hann sagði
að hún, með eldmóði sínum, hefði
gefið landsmönnum öllum fagurt
fordæmi og hvatt bæði unga og
aldna til dáða með áhuga sínum á
landgræðslu, gróðurrækt og skóg-
rækt.
í upphafi átaks var það markmið
sett að safna milli 25 og 30 millj-
ónum. Það takmark náðist, því
alls söfnuðust tæplega 27 milljón-
ir en af þeim fóru tæpar 8 milljón-
ir í rekstur átaksins og ýmis gjöld.
Mestur hluti söfnunarinnar, um
drættismiðum og má því segja að
almenningur hafi látið háa upp-
hæð af hendi til fjársöfnunarinn-
ar. Einnig lögðu mörg fyrirtæki og
stofnanir átakinu lið. Gallup á fs-
landi framkvæmdi skoðanakönn-
un fyrir átakið þar sem m.a. kem-
ur fram að um 80% aðspurðra
vilja að fjármagn til landgræðslu
verði aukið, 40% telja að gróður-
eyðing á íslandi fari vaxandi en
einungis um 20% aðspurðra hafa
tekið þátt í landgræðslu- eða
skógræktarstarfsemi.
-UÝJ
Svipaður
fjöldi
afferða-
mönnum
Alls lögðu 74.503 ferðamenn með
skipum og flugvélum leið sína til
íslands frá 1. janúar á þessu ári til
30. maí. Þar af vom 34.856 útlend-
ingar. Ferðamenn voru 1500 fleiri
á sama tíma í fyrra, en fækkunin
nú stafer af færri ferðalögum ís-
lendinga. Útlenskir ferðamenn em
áþessu ári um 1000 fleiri.
I maímánuði kom 10.771 íslend-
ingur hingað til lands og 11.563
útlendingar. Samtals gerir það
22334 ferðamenn hingað til
lands, en þeir voru 20.993 í maí í
fyrra. Flestir erlendir ferðamenn í
maí voru frá Þýskalandi, 2191,
einnig komu margir frá Banda-
ríkjunum, Svíþjóð, Bretlandi og
Danmörku. GS.
Almannavarnir sviðsetja stórt þotuslys við Keflavíkurflugvöll á laugardaginn:
Stórslysaaðgerðir
æfðar og samræmdar
Á laugardaginn munu Almanna-
vamir sviðsetja þotuslys í alþjóða-
flugi í nágrenni Keflavíkurflugvall-
ar. Að sögn Guðjóns Petersen hjá
Almannavömum er tilgangurinn að
þjálfa þá fjölmörgu aðila sem vinna
Ný verslun í Kringlunni:
BODY SHOP
Búið er að opna Body Shop á
íslandi. Verslunin er staðsett í
Kringlunni Body Shop vörurn-
ar eru seldar í yfir 600 verslun-
um í 39 löndum. Aðeins eru 12
ár síðan fyrsta verslunin var
opnuð en síðan hefur þeim farið
sífjölgandi um allan heim.
Body Shop fylgir þeirri stefnu
að vinna vörur sínar úr náttúr-
legum efnum og hafa umbúðir
umhverfisvænar. Mögulegt er
að láta endurfylla á áður notað-
ar umbúðir. Vörurnar eru unn-
ar úr jurtum, blómum og græn-
meti.
Fyrirtækið notar dýr ekki í til-
raunaskyni og hafnar slíku al-
gjörlega.
-SIS
þurfa sem heild eftir neyðarskipu-
íagi flugvallaríns.
Þessi æfing fer þannig fram að til-
kynnt er um þotu í alþjóðaflugi sem
hrapar í aðflugi að Keflavíkurflug-
velli með 150 manns innanborðs.
Hundruð björgunarmanna taka þátt
í æfingunni og þurfa þeir að vinna
saman sem ein heild. Samræming
aðgerða verður í höndum Almanna-
varnanefndar Suðurnesja en vett-
vangsstjóri á „slysstað" verður
slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvall-
ar.
Guðjón Petersen segir að stórt
flugslys sé eitt af alvarlegri áföllum
sem þjóðfélagið geti orðið fyrir. Því
sé mikilvægt að allur viðbúnaður sé
sem skipulagðastur og æfingar séu í
raun forsenda þess að hann virki
sem skyldi ef til kastanna kæmi.
-sbs.
Grásleppuvertíð lengd:
Veitt
uppí
gerða
Sjávarútvegsráðuneytið hcfur
ákveðiö að grásleppuvertíð
standi tveim vikum lengur í ár
en undanfarin ár. Ákvörðun
þessi er teldn að tillögu Lands-
sambands smábátaeigenda.
Heistu röksemdir fyrir fram-
lengingunni eru: 1. Vöntun er á
grásleppuhrognum til að standa
við gerða söiusamninga. 2.
Samkvæmt áliti fiskfræðings,
sem annast hefur rannsóknir á
grásleppu undanfarin ár, má
ekki rekja dræma veiði í ár til
ofveiði. Hann telur að aukin
veiði í ár geti ekki skaðað stofn-
inn. 3. Vilji er tfl að kanna hvort
grásleppa gangi til biygninga
lengur fram á sumar en hingað
tii hefúr verið talið.
Samkvæmt þessn verður síð-
asti vciðidagur á svæði fyrir
Suðurlandi, Vcsturlandi og
Vestflörðum 5. ágúst, í Húna-
flóa 16, júií, fyrir austanverðu
Norðuriandi 26. júnf og fyrir
Austfjörðum 6. júií. -SIS