Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 11
 föstudagur 7. júní 1991 Oi* Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR JORDAN LEIDDICHICAGO SEM BURSTADI LAKERS — staðan nú jöfn í viðureign liðanna — þrír næstu leikir í Los Angeles rai99i klNBA PLAYOFFS- Frábær hittni leikmanna Chicago Bulls í síðari hálfleik í öðrum leik liðsins gegn Los Angeles Lakers í úrslitum NBA-deildarinnar í körfu- knattleik í fyrrinótt, gerði sigur- vonir Lakers að engu. Chicago var með 73% skotnýtingu í hálfleikn- um á móti 32% nýtingu hjá Lakers og því var ekki að spytja að leiks- lokum. Chigaco vann stórt, 107- 86, og er staðan í viðureign liðanna nú jöfn, 1-1. Lakers getur tryggt sér meistaratitilinn með sigri í næstu þremur leikjum, en þeir fara allir fram í Los Angeles. Komi til 6. eða 7. leiks, þá verða þeir í Chic- ago. Eftir ósigurinn í fyrsta leiknum, komu leikmenn Chicago ákveðnir til leiks í fyrrinótt, léku stífa vörn og Michael Jordan lék í stöðu leik- stjórnanda. Fyrir vikið komust allir leikmenn Chicago inn í leikinn frá byrjun, en í fyrsta leiknum voru þeir Jordan og Scottie Pippen einu leik- Aganefnd KSÍ: Pétur í bann Pétur Óskarsson, leikmaður með Fylki, var dæmdur í eins leiks bann, vegna brottvísunar, á fundi aganefndar KSÍ á þriðjudaginn. Auk hans var Ólafur Torfason UMSE b í 4. deild og fjórir leik- menn úr yngri flokkunum dæmd- ir í eins leiks bann af sömu ástæðu. BL mennimir sem náðu að skora 10 eða meira. Það var einkum Horace Grant sem var heitur nú, en hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum. Chicago leiddi mestallan fyrri hálf- leik og var yfir í leikhléi, 48-43. í síðari hálfleik tók Jordan Ieikinn í sínar hendur, eftir aðeins 10 stig í fyrri hálfleik. Hann hitti úr 13 skot- um í röð í hálfleiknum og Chicago var komið í 79-61 forystu eftir þriðju lotuna. Liðið gerði á tímabili 23 stig gegn 10 stigum Lakers. Jord- an skoraði 14 stig í lotunni og átti fjölmargar stoðsendingar. í fjórðu lotu var Lakers liðið eins og byrj- endur, leikmennirnir áttu í mestu vandræðum með að hitta körfu- hringinn, en allt gekk upp hjá Chic- ago-liðinu, sem var með 62% skot- nýtingu í leiknum og vann öruggan sigur, 107-86. Jordan gerði alls 33 stig og var að auki með 13 stoðsendingar. Pippen og Grant voru báðir með 20 stig og John Paxson, sem varla brenndi af skoti í leiknum, var með 16 stig. Þá var gamli miðherjinn Bill Cartw- right með 12 stig. Hjá Lakers voru þeir stigahæstir James Worthy með 24 stig, Vlade Divac með 16 og Mag- ic Johnson með 14 stig. „Við vorum dálítið taugastrekktir í fyrsta leiknum, en í kvöld vorum við afslappaðir," sagði Michael Jordan eftir leikinn. „Ég var mjög heitur í síðari hálfleiknum, en við gerðum ekkert annað en við erum vanir, við höfðum bara meiri orku að gefa í leikinn." Vörn Chicago í leiknum var frábær og Iiðið stal 10 sinnum boltanum af Lakers mönnum. Stærstan þátt í varnarleiknum átti Scottie Pippen, sem elti Magic Johnson um allan völl og truflaði hann. „Ég reyndi að gæta hans allan völlinn, svo hann gæti ekki keyrt upp völlinn og splundrað vörninni hjá okkur," sagði Pippen. Þjálfari Chicago var leikmönnum sínum sammála. „Það var krafturinn í okkur sem vann leikinn. Vörnin var góð og Pippen stóð sig vel í að gæta Johnsons," sagði Phil Jack- sons, þjálfari Bulls. „Við verðum að leika betur en þetta, þeir náðu stjórn á leiknum með góðri vörn og meiri grimmd," sagði Magic Johnson. „Leikurinn í kvöld og úrslit hans voru í samræmi við grimmd og ákveðni leikmanna Chicago Bulls. Þeim tókst að leika frábæra vörn gegn okkur, en nú förum við heim og höfum enn forskot í fleiri heima- NBA-deildin: Pat Riley þjálfar New York Knicks Fat Ríley, fyrrum þjáifari Los hefur hann starfað hjá CBS sjón- Angeles Lakers, hefur verið ráð- varpsstööinni, en þar hafði hann inn þjáifari New York Knicks. Ril- svipaðar tekjur. Riley saknaði þess ey gerði samning til fimm ára, að vera við stjömvölinn, en hann sem metinn er á 6 milljónir dala, setti það sem skilyrði fyrir dvöl eða tæpar 370 milljónir ísl. króna. slnni hjá Knicks að Patrick Ewing Sfðan hann hætti með Lakers yrði áfram hjá iiðinu. BL Knattspyrna: Dansaö og sungið á götum Óslóborgar leikjum. Við látum þá ekki stjórna ferðinni á heimavelli okkar," sagði Mike Donleavy, þjálfari Lakers, eftir tap sinna manna. Eins og áður segir verða þrír næstu leikir í Los Angeles, sá fyrsti aðfara- nótt laugardags að ísl. tíma. reuter-BL Scottie Pippen átti mjög góðan leik í fyrrinótt, skoraði 20 stig og hélt Magic Johnson að auki niðri með góðum varnarleik. Það var kátt á hjalla í Ósló í fyrra- kvöld og nótt, eftir að norska lands- liðið í knattspymu lagði ítali að velU 2-1 í riðlakeppni Evrópumóts lands- Uða. Fólk dansaði, drakk og söng langt fram á nótL Fyrir AzegUo Vic- ini, þjálfara ítala, gæti tapið þýtt að ferU hans sem landsUðsþjálfara væri nú senn lokið. Norsku blöðin í gær voru full af glaðklakkalegum yfirlýsingum og stríðsfyrirsögnum. Verdens Gang sagði í forsíðufyrirsögn: „ítölsku knattspymumillarnir stráfelldir af Norðmönnum." í sama blaði stóð: „Ég er ekki viss um að Mona Lísa sé enn brosandi. Ef ég væri ítali mundi ég huga að skakka tuminum í Písa. Annaðhvort hallar hann meira en fyrr, eða hann er fallinn, hruninn, líkt og ítalska landsliðið." Þessum sigri er líkt við 2-1 sigurinn á Englendingum árið 1981 og brons- verðlaun Norðmanna á Óympíuleik- unum í Berlín 1936, en til þessa hafa þeir sigrar verið taldir toppamir í norskri knattspymusögu. Mörk Norðmanna í leiknum gerðu þeir Tore Andre Dahlum og Lars Bo- hinen í fyrri hálfleik, en Salvatore Schillaci, sem kom inn á sem vara- maður,náði að minnka muninn í síð- ari hálfleik. Norsku blöðin hefja Egil Olsen, þjálfara liðsins, upp til skýjanna og kalla hann þjóðhetju. Olsen tók við Iiðinu seint á síðasta ári. Hann er kallaður „snillingur" og „Midas kon- ungur" og sagt að ailt sem hann snerti verði að gulli. Sjálfur telur hann möguleika Norðmanna á að komast áfram upp úr riðlinum sára- litla. Norðmenn hafa nú leikið 8 leiki í röð án þess að tapa, sem er met. Ósigurinn hefur valdið miklum usla á Ítalíu. Sjónvarpsþulur líkti hinum við ósigurinn gegn N-Kóreu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á HM1966 og ítalska pressan skartaði fyrirsögn- um á borð við: „Vicini kominn á leið- arenda" og .Aumingja Ítalía". Taliö er líklegt að Vicini hætti fljótlega með liðið og talað er um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Mflan, sem eftir- mann hans. Samningur Vicinis renn- ur ekki út fyrr en eftir rétt ár. BL Úrslitaleikir Chicago Bulls og Los Angeles Lakers: Stöð 2 sýnir beint fra urslitaleikjunum í kvöld kl. 01.00 eftír mið- aður hefur verið hindrunin. Nú milU liðanna og staðan er jöfn, nætti geta áhorfendur Stöðvar hafa tekist samningar við evr- 1-1. Fjórði leikurinn verður 2 fylgst með þriðja úrsiitaleik ópsku sjónvarpsstöðina Scre- sýndur á sunnudagskvöld kl. Los Angeles Lakers og Chicago ensport um að Stöð 2 komi inn 01.30, Fimmti leikurinn nk. Bulls í beinni útsendingu. Svo f beinar útsendingar þeirra frá miðvikudag kl. 01.00 eftír mið- verður einnig um þá leiki sem ieikjunum. Jón Albert vildi ekki nætti (aðfaranótt flmmtudags). eftlr eru í úrslitunum, en þeir upplýsa kostnað Myllunnar af Komi tíl sjötta leiks verður gætu orðið flmm talsins. þessum útsendingum, en Ijóst hann á dagskrá nk. föstudag og Það er MyUan-Brauð hf. sem er að um verulegar fjárhæðir er sjöundi og síðasti leikurinn, ef kostar útsendingu leikjanna. að ræða. af verður, verður á dagskrá Að sögn Jóns Alberts Kristíns- Fyrsti leikurinn verður sýndur sunnudaginn 16. júní. sonar hjá Myllunni hefur að í kvöld kl. 01.00 eftír mið- Það lið sem fyrr sigrar í fjór- undanförnu staðið tíi að sýna nættí, eins og áður var sagt, en um lcikjum verður meistari. leikina beint, en mikill kostn- leikurinn er sá þriðji í röðinni BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.