Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. júní 1991 Oi'M'TH ■ Tíminn 5 Jón Baldvin Hannibalsson ræðir nú við utanríkisráðherra EB og bendir þeim á öflugt samningsvopn íslands: ísland gegnir mikilvægu hlutverki í öryggismálum í viðræðum, sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hef- ur átt við ýmsa utanrfldsráðherra landa Evrópubandalagsins í tengslum við fund NATO sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn, hefur hann bent ráðherrum EB á það mikla hlutverk sem ísland gegnir í öryggissamstarfl í Evrópu og því sé mfldlvægt að samning- ar um Evrópskt efnahagssvæði náist. Er því ljóst að þátttaka íslands í Evrópsku efnahagssvæði snýst ekki einungis um það hvort EB er tilbúið til að veita frjálsan aðgang fyrir fisk- afurðir heldur einnig hvort EB vilji hafa ísland inni í því öryggissam- starfi sem í efnahagsbandalaginu felst. Ein meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun að ísland og Noregur fylg- ist að í samningaviðræðum er því sterk staða þeirra hvað varðar ör- yggissamstarf í Evrópu. „Ég notaði tækifærið til að ræða sameiginlega öryggishagsmuni og benti utanríkisráðherrum Evrópu- bandalagsins á það að samningar um Evrópskt efnahagssvæði væri ekki mál sem snerist einungis um tolla, fisk og landbúnað. Heldur einnig samstöðu þessara þjóða þeg- ar kæmi að þýðingarmeiri hlutum hvað varðar framtíð öryggissam- starfsins, ekki síst í Norður-Evrópu," segir Jón. Sameiginlegur leiðtogafundur EFTA og EB verður haldinn í Lux- emburg þann 18.júní. Hefur Jón lagt áherslu á í samræðum sínum við utanríkisráðherra að búið verði að leysa öll ágreiningsmál fyrir þann fund, en eitt af þeim er krafa íslend- inga og Norðmanna um tollfrjálsa verslun með fiskafurðir. „Reyndar lagði ég að þeim að gefa þessu máli svolítinn tíma því málið væri á loka- stigi og raunverulega ekki nema helmingslíkur á samkomulagi, nema því aðeins að Evrópubanda- lagið gerði sér ljóst að lausn sem byggðist á hugmyndum um einhliða veiðiheimildir væri ekki á dagskrá, ekki hvað varðar íslendinga og ekki heldur Norðmenn," segir Jón. - En þó svo staða íslendinga og Norð- manna sé svipuð hvað varðar örygg- ismál, er ekki óhagstætt að vera í samfloti með Norðmönnum þar sem hagsmunir íslendinga hvað varðar fiskveiðar eru talsvert meiri? .Jdeðan EFTA hefur sameiginlega samningsaðstöðu eru þau öll á sama báti. Meðan ekki er séð að EB komi fram með neina tillögu sem byggir á sérlausn fyrir ísland þá fara hags- munir íslendinga og Norðmanna saman," sagði Jón. GS. Utanríkisráðherrar Danmerkur og íslands vilja að efna- hagsaðstoð við Sovétríkin renni beint til lýðveldanna: Líklegra að aðstoðin komi að góðum notum A utanríkisráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins í Kaup- mannahöfn lögðu utanríkisráð- herrar íslands og Danmerkur, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Uffe Elleman Jensen , fram til- lögu þess efnis að efnahagsað- stoð vestrænna ríkja til Sovét- ríkjanna yrði beint til lýðveld- anna. „í lýðveldunum er að finna þá sem eru í fararbroddi fyrir þeim raunverulegu lýðræðisöflum sem hafa pólitískan vilja og áætlanir uppi um breytingar á efnahags- kerfinu. Þá væri líklegra að að- stoðin kæmi að einhverjum not- um,“ segir Jón Baldvin. ,Auk þess á augljóslega nú, þegar Sovétríkin eru í mikilli þörf fyrir bæði efna- hagslega og tæknilega aðstoð, að skilyrða hana, sérstaklega hvað varðar Eystrasaltsríkin, þannig að Sovétríkin tækju í raun á sig skuldbindingu um að hefja alvöru samningaviðræður við þessi ríki um það að fallast á lagalegan rétt þeirra til sjálfstæðis innan ein- hverra tímamarka." Tillaga Dana og íslendinga hlaut nokkra umfjöllun á fundinum, en hún var lögð fram í tengslum við umræður um Sovétríkin. Vék James Baker, utanríkisráðherra Bandarfkjanna, að þessum málum í svipuðum tóni. GS. Stjóm Landssambands fiskeldis- og hafbeit- arstöðva um tillögur landbúnaðarráðherra: Væntingar fiskeldis- manna ekki uppfylltar Á fundi stjómar Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva í fyrra- dag var gerð samþykkt þar sem seg- ir að framkomnar tillögur um að- gerðir í fiskeldi uppfylli ekki vænt- ingar fiskeldismanna. Hvergi sé minnst á viðvarandi rekstrarvanda fiskeldis eða framkomnar tillögur fiskeldismanna um úrbætur á rekstrarvandanum. DREGIÐ HJÁ DAS Dregið var 2. flokki Happdrætt- is DAS í gær. Hæsti vinningur var 3ja milljón króna vinningur til íbúðakaupa. Hann kom á miða nr. 43867. Næsthæsti vinningur var 500 þúsund króna vinningur til bifreiðakaupa. Hann kom á miða nr. 17737. Vmningaskráin verður birt síðar í heild sinni hér í blaðinu. -sbs. í dag hefur stjórn LFH boðað til sérstaks félagsfundar fiskeldis- manna kl. 16 þar sem tillögur verða ræddar ítarlega og endanleg ályktun um tillögur landbúnaðarráðherra mótaðar. —SE I mengunarvamareglugerð frá 28. september 1990, útgefmni af um- hverfismálaráðuneytinu, er gert ráð fyrir að allir nýir bílar verði útbúnir hreinsibúnaði. Áætlaður kostnaður er 70-100 þúsund krónur á ökutæki. Á landinu eru 130 þúsund ökutæki. Lauslega áætlað myndi hreinsibúnað- ur í bílaeign landsmanna kosta 8 milljarða króna, miðað við næstu 10 ár sem er meðalaldur bifreiðar. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi umrædds hreinsibúnar. Áður fyrr eyddu margir bílar 15 1 af bensíni á 100 km í stað 7 1 nú. Sala á blýlausu bensíni er komin upp í 70% af bensín- Þannig kemur Skeiðará undan jökli; kolmórauð og ógnvekjandi. Rennsli Skeiðarár hélt áfram að minnka í ckki duisi vio maupi Rennsii Skeiðarár hélt áfram að dragast saman í gær eins og síðustu daga. Er vatn árinnar nú mun minna en eðlilegt er. Stefán Bene- diktsson, þjóðgarðsvörður í Skafta- felli, segist, samt sem áður, ekki bú- ast við Skeiðarárhlaupi á næstu sól- arhringum í Ijósi sögulegra stað- reynda. ,Á sfðustu vikum hafa orðið aD- miklar breytingar á Skeiðaráijökli. Hann þykknað og gengið fram og um síðustu helgi dró mjög úr vatns- rennsll Skeiðarár," sagði Stefán Benediktsson í samtaB við Tfmann í gær. Hann gat ekki sagt tll um hve miklu minna vatn væri í ánni en það er venjulega, en eðlilegt sumar- rennsU Skeiðarárer200 rúmmetrar á sekúndu. Þess má geta að í gær og fyrradag var mjög kalt í SkaftafelU sem hafði sín áhrif á rennsUð. Stefán sagði að í Ijósi sögukgra staðreynda byggist hann ekki við Skeiðaráhlaupi á næstu sólarhring- um. Árin 1861 og 1903 hefði það gerst að rennslið dróst saman í janú- ar en hins vegar hljóp áin ckki fyrr en í maí. En þá komu líka stærstu Skeiðaráriilup sögunnar. Árið 1929 minnkaði rennsUð einnig vemlega og í kjölfarið breytti áin um farveg. Undanfari Skeiðarárhlaupa er að áin dökknar og af henni leggur fnyk. Það hefúr ekki gerst núna. Síðast hljóp Skeiðará árið 1986. Vísindamenn, framkvæmdasfjóri Almannavama og menn frá Vega- gerðinni í VTk f Mýrdal ætia f dag austur og skoða aðstæður og bera saman hækur sínar að því búnu. -sbs. reglugeröir í gildi sölu olíufélaganna. Því er haldið fram að aka þurfi 5-10 km til þess að hreinsibúnaðurinn nái að hitna og fari að virka. Stór hluti af akstri ís- lendinga er úr og í vinnu. Af þeim sök- um á ekki það sama við á Islandi og t.d. í Þýskalandi þar sem fólk ekur 100 km til að komast í vinnu. Einnig er talið að bifreið útbúin hreinsibúnaði sé bensínfrekari og auki þar með koltvísýring í andrúms- loftinu. Á Norðurlöndum hafa tollar af bif- reiðum með hreinsibúnað verið lækk- aðir sem nemur kostnaði búnaðarins. Ekki hefur heyrst um slík áform stjómvalda hér á landi. Athyglisvert er að tvær mengunar- vamareglugerðir virðast vera í gangi. Um er að ræða reglugerð umhverfis- ráðuneytisins frá árinu 1990 og hins vegar reglugerð dómsmálaráðuneyt- isins frá árinu 1989, en eftir þeirri reglugerð fer Bifreiðaskoðun íslands. Á landsþingi Félags ísl. bifreiðaeig- enda í maí sl. var þess krafist að meng- unarvamareglugerðinni frá 1990, þar sem kveður á um hreinsibúnað í ný ökutæki, verði breytt. Guðni Karlsson í dómsmálaráðu- neytinu sagði í samtali við Tímann að í gildi væri reglugerð dómsmálaráðu- neytisins frá 1989 um gerð og búnað bifreiða. f þeirri reglugerð er ekki krafist efnahvarfa (hreinsibúnaðar). Guðni sagði einnig að breytinga væri ekki að vænta á næstunni á reglu- gerðinni frá dómsmálaráðuneytinu. Hins vegar væri verið að kanna hvaða leiðir væm færar og hvað væri eðlilegt að ganga langt á þessu stigi, áður en dýr búnaður yrði gerður að skyldu. Guðni sagði að lokum að hann teldi ekki nokkum vafa leika á því að hreinsibúnaður yrði hluti af ökutæk- inu. Spumingin væri bara hvenær. Ekki náðist í fulltrúa hjá umhverfis- ráðuneytinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.