Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.06.1991, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. júní 1991 Tíminn 9 Guðmunda Guðjónsdóttir Hjálmholti Fædd 15. ágúst 1914 Dáin 30. maí 1991 í dag, föstudag 7. júní, er til moldar borin frá Hraungerðiskirkju Guð- munda Guðjónsdóttir. Mér er mikil hryggð í huga þegar ég set hér á blað nokkur orð í virð- ingarskyni og þökk fyrir að hafa fengið að kynnast svo yndislegri konu sem Guðmunda var. Það er sárt til þess að hugsa að Munda, eins og hún var alltaf köll- uð, sé farin. Hún veiktist fyrir rúm- um fimm mánuðum með þeim af- leiðingum að kallið kom. Það er erf- itt að sætta sig við það, en huggun að vita að henni verði vel tekið í Himnaríkinu. Mundu kynntist ég fyrir sex árum. Hún reyndist mér yndisleg tengda- móðir og áttum við margar ánægiu- stundir saman. Oft kom hún niður til mín og við spjöliuðum saman yf- ir kaffibolla. Munda var fædd 15. ágúst 1914, dóttir hjónanna Guðjóns Sigurðs- sonar, bónda í Hrygg, og konu hans Kristínar Láru Gísladóttur. Hún var elst af átta systkinum, hin voru: Sig- urður, d. 10. sept. 1988, Gísli, bóndi í Hrygg, Ásta, búsett í Reykjavík, Ág- úst, bóndi í Hrygg, Pétur, d. 1. des. 1990, Guðrún, búsett í Reykjavík, og Þorbjörg, bóndi á Læk. Munda var dugmikil kona, hún átti marga og góða vini. Snemma fór hún að hjálpa til við bústörf heima í foreldrahúsum. Hún fluttist að Hjálmholti árið 1936 og fór að búa með Ólafi Ög- mundssyni, bónda í Hjálmholti, síð- ar eiginmanni hennar, en þau gengu í hjónaband 1. ágúst 1949. Mann sinn missti hún 15. febrúar 1982. Ólafur missti heilsuna snemma og var heilsulaus alla tíð. Munda gekk því bæði í úti- og innistörf og ól þeim hjónum 9 börn. Tvö dóu á fyrsta ári, en 7 komust til fullorðins- ára, þau eru: Ágústa, f. 6. nóv. 1937, húsfrú í Út- hlíð, gift Birni Sigurðssyni, þau búa í Úthlíð og eiga 4 börn. Kolbeinn, f. 3. júní 1940, býr í Hjálmholti. Krist- inn, f. 10. mars 1945, bílstjóri, giftur Guðbjörgu Sigurðardóttur, þau búa á Selfossi og eiga 3 börn. Kristín Lára, f. 4. júní 1946, bankastarfs- maður, gift Guðmundi Jónssyni, þau búa á Selfossi og eiga 3 börn. Þormóður, f. 26. nóv. 1951, bóndi, giftur Valdísi Bjarnþórsdóttur, þau búa í Hjálmholti og eiga 3 börn. Sig- urður, f. 17. september 1953, bóndi í Hjálmholti. Bergur Ingi, f. 12. júlí 1958, bóndi í Hjálmholti. Barna- börnin voru orðin 13 og bama- barnabörnin 6. Munda var alltaf létt í skapi og var mikið fyrir flölmenni. Þótti henni alltaf tilhlökkun þegar fjölskyldan kom saman á jóladag og skemmti sér og drakk kaffi saman. Var alltaf mikið fyrir þessum degi haft, enda voru allir kátir og glaðir. Munda var gestrisin kona, hún var hlýleg og vildi öllum gera gott. Hún var félagslynd og var virk í kvenfé- laginu. Eg kveð Mundu með sárum sökn- uði og þakka henni fyrir góðar stundir. Ég á margar yndislegar minningar um hana áfram. Megi Munda hvíla í friði og guð blessi minningu hennar. Valdís Bjamþórsdóttir Á fegursta degi vorsins barst mér sú harmafregn að tengdamóðir mín í Hjálmholti sé látin. Guðmunda er gengin til æðri heima eftir farsælt ævistarf, svo sem veðrið á hennar hinsta degi hér á jörð. Sú dánar- fregn kom fjölskyldunni ekki á óvart, því hún hafði um skeið dvalið á sjúkrahúsinu á Selfossi við góða umönnun. Skyndilega var komið að vistaskiptum. Húsfreyjan í Hjálm- holti aftur farin í vist til bónda síns, Ólafs Ögmundssonar, er bjó allan sinn búskap á föðurleifð sinni í Hjálmholti. En Ólafur lést 15.02.1982. Guðmunda var fædd í Hrygg í Hraungerðishreppi 15.08.1914. Hún var elst barna hjónanna sem þar bjuggu, Guðjóns Sigurðssonar og Kristínar Láru Gísladóttur. Þeim hjónum varð níu barna auðið, þar af lifa fimm Guðmundu. Með þeim systkinum var mjög kært alla tíð. Á árunum, sem Guðmunda var að vaxa úr grasi, var hart í ári hjá fá- tæku bændafólki og unglingar fljótt látnir vinna sem þeir gátu. Guð- munda varð fljótt afburðadugmikil stúlka og stoð og stytta foreldra sinna sem elsta barn í stórum systk- inahópi. Er Guðmunda var 22 ára gömul kom hún sem kaupakona til Ólafs í Hjálmholti og móður hans, til að létta undir með umönnun háaldraðs tengdaföður hennar. Hjálmholts- heimilið hafði frá fornu fari verið höfuðból. Ólafur bóndi, þá 37 ára, hafði búið með móður sinni frá 1925. Hún var dóttir Ólafs Þormóðs- sonar, bónda og smiðs í Hjálmholti. Ögmundur, tengdafaðir Guðmundu, var þá látinn, en Kolbeinn, afi Ólafs, lifði í hárri elli. Hann hafði fylgt Ög- mundi syni sínum er hann settist að í Hjálmholti. Ólafur í Hjálmholti var einstakur maður að allri gerð. Hann var fjöl- greindur gleðimaður. Þegar Guð- munda kom til hans sem kaupakona hafði hann um tíu ára skeið glímt við erfiðan sjúkdóm, sem var lömun í fótum. Um skeið hafði hann dvalið á sjúkrahúsi í Danmörku. Þar var talið að hann gæti í mesta lagi lifað í fimm ár. En úr þeim teygðist, því hann lifði í 82 ár. Ólafur og Guð- munda hófú sambýli á vordögum ár- ið 1937, en giftu sig 01.08.1949. Þau hjónin bjuggu myndarbúi alla tíð. Þau voru landsfræg íyrir fram- gang á kynbótum á kúm. Þau áttu oft á tíðum verðlaunagripi fyrir af- urðir. í þeim efnum gaf húsfreyjan ekkert eftir, sinnti oft ein stóru fjósi, svo og öllum öðrum bústörfum hvort sem var úti eða inni. Á efri ár- um þeirra sem bændur stóðu þau að því með ungum sonum sínum, er þá höfðu stofnað með þeim félagsbú, að byggja upp allt í annað sinn, fjós og hlöðu og glæsilegt íbúðarhús. Þau hjónin eignuðust níu börn, en tvö dóu f bemsku. Þau, sem upp komust, eru: Ágústa Margrét, f. 06.11.1937, hús- freyja í Úthlíð í Biskupstungum, gift Birni Sigurðssyni, bónda þar. Þau eiga fjögur börn. Elstur er Ólafur, héraðsdómslögmaður á Selfossi, kvæntur Ingu Margréti Skúladóttur félagsráðgjafa og eru þau búsett á Selfossi ásamt börnum sínum tveimur. Sigríður, við nám í dýra- lækningum í Óslóarháskóla, sam- býlismaður hennar er Ólafúr Ingi Sigurgeirsson, líffræðingur í Ósló. Hjördís íslenskufræðingur, gift Þor- steini Sverrissyni tölvunarfræðingi, og eiga þau tvo drengi. Jónína Birna stúdent, unnusti er Hjörtur Freyr, einnig stúdent. Kolbeinn, f. 03.06.1945, ókvæntur og heimilismaður í Hjálmholti alla tíð. Kristinn, f. 11.03.1945, bifreiða- stjóri á Selfossi. Hans kona er Guð- björg Sigurðardóttir frá Selfossi. Börn þeirra eru: Fjóla Steindóra og Sigurður Óli, bæði við nám í Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Sonur Kristins er Ingimundur, vélvirki á Selfossi. Kristín Lára, f. 04.06.1946, gift Guðmundi Jónssyni, framkvæmda- stjóra á Selfossi. Börn þeirra eru: Jón Birgir, íþróttakennari og við nám í sjúkraþjálfun í Ósló. Hans sambýliskona er Ragnhildur Sigurð- ardóttir íþróttakennari. Börn henn- ar eru tvö. Ólafur stundar nám við íþróttakennaraskóla íslands. Hauk- ur, stúdent á Selfossi. Þormóður, f. 26.11.1951, kvæntur Valdísi Bjarnþórsdóttur og eiga þau tvo syni, Ólaf og Brynjar Þór. Áuk þess á Valdís Þórdísi. Sigurður Ingi, f. 17.09.1953, bóndi og skólabílstjóri í Hjálmholti. Ritari Laus er staða ritara (100% starf) í viðskiptaráðuneyt- inu. Skilyrði er að viðkomandi hafi gott vald á ís- lensku, ensku, dönsku og ritvinnslukerfinu Orðsnilld (WordPerfect). Umsóknir sendist viðskiptaráðuneyt- inu fyrir föstudaginn 14. þ.m. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Viðskiptaráðuneytið,____- 5. júní 1991 Bergur Ingi, f. 12.07.1958, bóndi í Hjálmholti. Eins og á þessari upptalningu má sjá er fjölskylda Guðmundu orðin stór. Hún fylgdist grannt með öllum og lagði sig fram um að mæta í barnaafmæli og önnur boð sem lutu að fjölskyldunni. Það eru rúm þrjátíu ár síðan undir- ritaður kvaddi dyra í Hjálmholti þeirra erinda að fastna sér konu, elstu dótturina, sem verið hafði for- eldrum sínum styrk stoð. Á eftir íylgdu æ fleiri tengdabörn og hverj- um var fagnað af þeim hlýhug er fylgir foreldrum sem staðráðnir eru í að Iáta hamingju og ást til barn- anna ganga fyrir öllu. Þegar nýr ætt- liður fór að sjá dagsins ljós og hlut- verk ömmunnar varð að veruleika, kom í ljós hve vel hún hugsaði um börnin sín og barnabörn. Á stuttum tíma var hópur barnabarnanna orð- inn stór, 12, og amma í Hjálmholti gleymdi engum og gjafirnar allar stórfenglegar. Mikil var gleðin er unga fólkið kom í heimsókn í Hjálmholt og þegar stokkið var upp um hálsinn á ömmu var uppskorið svo sem sáð hafði verið. Með mildu hamingjubrosi sagði hún: „Það er ekkert að þakka.“ Guðmunda í Hjálmholti safnaði hvorki gulli né silfri á veraldar vísu, en hún safhaði gulli í brjóst ástvina sinna og vinanna mörgu sem bjuggu í kringum hana. Hún hafði á yngri árum plægt og sáð í akurinn og þar uppskar hún ríkulega á efri árum. Hún var elskuð og virt sem glæsileg eiginkona, húsmóðir, tengdamóðir, amma og langamma. Með slíkan bakgrunn er Ijúft að skilja við ástvinina hér á jörð og hverfa á vit vinanna sem á undan eru gengnir. Mild mun moldin á móti taka, og mjúkur mun beður þinn. Ég kveð þessa kæru móður og bið henni blessunar í æðri heimi. Bjöm Sigurðsson, Úthlíð FLUGMÁLASTJÓRN EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR Ný flugbraut FORVAL VERKTAKA Flugmálastjórn mun viðhafa forval á bjóðendum til lokaðs útboðs í 5. verkáfanga Egilsstaðaflugvallar, þ.e. efnis- vinnslu í efra burðarlag og útlögn þess svo og efnisvinnslu, framleiðslu og útlögn malbiksslitlags á flugbraut, tengi- brautir, flughlað og axlir, alls um 165.000 m2. Eftirfarandi magntölur gefa til kynna stærð verksins: Burðarlag (mulið berg): 40.000 m3 Slitlag (malbik): 36.000 tonn ídráttarrör: 9 km Áætluð verklok eru haustið 1992. Þeir verktakar, sem áhuga kunna að hafa á að bjóða í verkið, geta keypt forvalsgögn á Almennu verkfræðistof- unni hf., Fellsmúla 26 (4. hæð), Reykjavík, og hjá um- dæmisstjóra Flugmálastjórnar, Egilsstöðum. Verð kr. 1000,- eintakið. Flugmálastjóm Hjartanlegar þakkir til ykkar, sem glödduð mig ósegjanlega með hamingjuóskum, gjöfum, skeytum, og simtölum á 90 ára afmæl- inu. Sérstakar þakídrflyt ég hinumfjölskyldunum á Skálpastöð- um, sem önnuðust allan undirbúning fyrir afmælið og veiting- ar á afmælisdaginn. Með blessunaróskum til ykkar allra. Skálpastöðum, 2. júní 1991, Þorsteinn Guðmundsson Sumartími skrífstofu Framsóknarflokksins Frá 15. mal verður skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III hæð, opin frá kl. 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarfbkkurinn MUNIÐ aft sklla tilkynníngum (flokksstarfið tímanlega - þ.e. fyrirk). 4 daginn fyrir útkomudag. Suöurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðuriandi, Eyrar- vegi 15, Selfossi, verðuropiná þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17. Simi 98-22547. Félagar hvattir til að Irta inn. KSFS Stjómarmenn SUF 4. stjómarfundur SUF verður haldinn föstudaginn 7. júni nk. kl. 19.00 að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Formaður SUF Reyknesingar- nærsveitamenn Framsóknarfélög Kópavogs efna til ferðar um Reykjanes sunnudaginn 16. júnl næstkomandi. Lagt verður af stað frá Kópavogi kl. 10 og komið aftur um kl. 18. Hægt verður að panta hádegisverð I Sjómannastofunni I Grindavik áöur en lagt verður af stað. Leiösögumaður verður Steinunn F. Harðardóttir og fararstjóri Guðnin Alda Harðardóttir. Áætlað verð 1500-2000 krónur. Tekið verður á móti pöntunum hjá Sigurbjörgu Björgvinsdóttur I slma 43774 á kvöldin og Guðrúnu Öldu Harðardóttur I slma 45672 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.