Tíminn - 08.06.1991, Qupperneq 1

Tíminn - 08.06.1991, Qupperneq 1
Sagt frá drukknun þriggja sjó- manna á Dýrafiröi haustið 1899 og manni þeim er varð valdur að dauða þeirra, hin- um harð- svíraða Svía, Nilson skipstjóra Kynleg örlög yfirgangsmanns Fyrir síðustu aldamót var fiskveiðifloti íslendinga ekki upp á marga físka. Þessi þjóð, sem átti sér ein gjöfulustu mið heims, reri á sjó á úreltum kútterum og opnum bátum með handfæri sín og aflinn var ekki mikilfenglegur í samanburði við nýja togara erlendra þjóða, sem sóttu upp að ströndum landsins og mok- uðu upp físki með hinni stórvirku tækni. Þessi sorglejgi aðstöðumun- ur gekk mörgum hjarta nær, svo sem kemur fram í „Islandsljóðum“ Einars Benediktssonar og víðar. Þá var sjómönnum það sífelld skap- raun er hin erlendu skip plægðu miðin blygðunarlaust í íslenskri landhelgi og skertu þannig aflamöguleika þeirra sjálfra, svo ekki sé minnst á allra handa yfírgang er margir erlendir skipstjómendur sýndu. Dönsku varðskipin sýndu lítinn áhuga í eftirlitsstarfí sínu og urðu að skotspæni landsmanna er þau lágu langtímum í höfnum meðan skipstjómarmenn nutu lífsins eftir föngum. íslenskir lög- gæslumenn höfðu í raun réttri enga möguleika á að koma af sjálfsdáðum lögum yfír hina erlendu veiðiþjófa, sem venjulega svifust einskis í viðskiptum sínum við landsmenn. Tilraunir þær, sem þrátt fyrir það vom gerðar til að hremma ræningjaskipin, vom því tíðast ekki aðeins algjörlega vonlausar, heldur umfram allt til þess fallnar ----að stofna mannslífum í hættu, eins og mörg dæmi sýndu. Ekki getur hjá því farið að ýmsar frásagnir um þessar herferðir ís- lendinga gegn erlendum veiðiþjóf- um hafi yfir sér næsta barnalegan svip í okkar augum, en reyndar sýna þær einungis hið sorglega um- komuleysi þjóðarinnar. Þannig greinir Franz Siemsen, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, frá einni slíkri ferð sem hann gerði til Keflavíkur hinn 14. september 1898, en honum hafði þá borist kvörtun þaðan um óvenjumikla ágengni breskra togara. Er greinar- gerðin birt í blaðinu ísafold og segir sýslumaðurinn þar m.a.: „Snemma næsta morgun sáust nokkur botn- vörpuskip vera að veiða í botnvörpur skammt fyrir utan höfnina. Fór ég þá á skipi út í eitt þeirra, „Fides“ H 372. Skipstjóri játaði þegar fyrir mér að hann væri að veiða í landhelgi... og skipaði ég honum að halda kyrru fyrir, sem hann undirgekkst, meðan ég færi út í hin skipin sem voru þar rétt hjá — ég áleit sem sagt rangt að taka hann einan en sleppa hinum. En þegar við vorum farnir úr skipi þessu hélt hann með öllum hraða til hafs. Næsta skipið sem við komum að var „Lord Beresford" H 341, en þar var okkur varnað uppgöngu og stjakað burtu... Seinna um daginn, um kl. 5. fórum við út í annað botn- vörpuskip, sem var að veiða í botn- vörpu fyrir utan Gerðar í Garði. Það var skipið „Cockoo" H 309... Ég átti tal við skipherra, hinn áður þekkta Nilson, en hann var með öllu ófáan- legur til þess að hlýðnast fyrirskip- unum mínum og hefðum við því orðið að taka hann með valdi; en það áræddi ég ekki, þar sem við vorum með öllu vopnlausir, en eftir því sem út leit gátum við búist við öllu illu... Við urðum því að svo búnu að fara úr skipi þessu og komumst við illan leik á land kl. 7 um kvöldið." Eins og af frásögn þessari má ráða hafði „hinn áður þekkti Nilson" komið hér fyrr við sögu og átti hann þó eftir að gera það betur. Er ekki að orðlengja það að þessi sami Nilson varð til þess einu ári seinna aö safna að sér í einu vetfangi meira og al- mennara hatri meðal íslendinga en nokkur annar erlendur maður hafði mátt sæta síðustu aldirnar og verð- ur nú brátt vikið nánar að tildrögum þess. IIIH^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.