Tíminn - 08.06.1991, Síða 3
Laugardagur 8. júní 1991
HELGIN
11
11
- | j ... .- ..... .
. . ■ _... ■ ;... iÍBýTV't -prlfr ' grj HKHIggfa
Gömul mynd frá Þingeyri við Dýrafjörð og sögusvið atburða á
sjónum framundan.
eftir sjóvolkið. Hann lét þó ekki
undanfallast að halda próf í málinu
og gat hann þannig komið réttar-
skýrslunni með fyrstu skipsferð til
Reykjavíkur. Vakti fregnin af atburð-
um þessum eins og að líkum lætur
gífurlega athygli og m.a. voru þegar
„ráðstafanir gerðar til að koma sög-
unni um athæfi þetta í ensk blöð og
jafnvel þýsk“ (Þjóðólfur). ísafold
birti frásögnina í forsíðugrein undir
fyrirsögninni „Manndráp" og komst
af því tilefni m.a. þannig að orði:
„Svo langt er þá ójöfnuður botn-
verpinga kominn — Landhelgisbrot
framið fyrir allra augum hvern dag-
inn eftir annan, mótþrói, ofbeldi,
banatilræði haft í frammi gegn yfir-
valdinu, stolið af lögreglustjóra
sjálfum, meðvitundarlitlum, og
menn drepnir! Sögulegri virðast að-
farir þessara illræðismanna ekki
geta verið.“ Og Þjóðólfur, annað
stærsta blað landsins, tekur f sama
streng: „Sannarlega fer vemd Dana
að verða lítils virði, ef útlendir lög-
brjótar og þorparar geta að ósekju
traðkað hér á öilum Iögum og rétti
og framið þar að auki manndráp."
Um þann hug, sem menn báru til
Nilsons skipstjóra sérstaklega, er
vitanlega þarflaust að fjölyrða.
En hér reyndist eins og oftar að
vegir forsjónarinnar em órannsak-
anlegir. Þegar póstskipið Laura, sem
flutti réttarskjölin í togaramálinu til
Kaupmannahafnar, fór fram hjá Jót-
landsskaga hinn 8. nóvember hittist
svo á að danskt varðskip var að taka
þar breskan botnvörpung í land-
helgi og skemmtu farþegamir sér
við að horfa á þetta. TVyggvi Gunn-
arsson, bankastjóri og frændi Hann-
esar Hafstein, frétti samdægurs og
Laura kom til Hafnar að umræddur
togari væri enginn annar en Roya-
list H 423. Brá hann sér þegar á ís-
lensku stjórnarskrifstofuna í Höfn
og tjáði embættismönnum þar að
togarinn væri sá sami og unnið
hefði hermdarverkin á Dýrafirði.
Tbldi hann sennilegt að réttarskjölin
væm enn um borð f Lauru og bæri
því nauðsyn til að tafið yrði fyrir
hinum breska togara með einhverj-
um hætti, uns til þeirra næðist.
Féllst stjómarskrifstofan á þetta. Var
þegar sent skeyti til Fredrikshavn á
Jótlandi og ráðstafanir gerðar til að
hamla brottför hins illræmda tog-
ara.
Fréttir af ódæðisverkinu höfðu
reyndar með einhverjum leiðum
borist til Danmerkur á undan póst-
skipinu og Ramsing, Iögreglustjóri í
Fredrikshavn, hafði að fyrra bragði
fengið hugboð um að sökudólgur-
inn mundi genginn ’sér í greipar.
Tók hann því þegar upp hjá sjálhim
sér að draga mál togarans á langinn,
þar til hann gæti fengið fulla vissu
sína í þessu efni. En þegar til þess
kom að yfirheyra stjórnendur skips-
ins fyrirfannst þar enginn skipherra
með nafninu Nilsonl Sá maður, sem
taldi sig hafa skipstjórnina á hendi,
hét Holmgreen, og sagðist honum
svo frá að Nilson hinn sænski væri
farinn af skipinu. Skyggði þetta
óþægilega á fögnuðinn yfir hand-
töku togarans og leit nú enn svo út
sem ekki mundi takast að koma lög-
um yfir höfuðpaurinn í glæpamál-
inu.
En ekki var samt öll nótt úti. Þegar
Holmgreen „skipstjóri“ hafði verið
tekinn í land og farið var að yfirheyra
hann um síðustu veiðiför skipsins til
íslands, kvað hann sér algjörlega
ókunnugt um hana, þar eð hann væri
nýtekinn við skipinu. En brátt rak þó
að því að Holmgreen varð tvísaga í
málinu og neyddist hann þá til að
viðurkenna að hann hefði ekki aðeins
tekið þátt í íslandsferðinni sem stýri-
maður, heldur hefði hann einungis
að beiðni Nilsons gengist við skip-
herratigninni í þetta sinn, en sjálfur
dyldist hinn raunverulegi skipstjóri
um borð í togaranum. Var þá undinn
bráður bugur að því að leita Nilson
uppi og kom hann fljótlega í leitimar.
Voru þá báðir, Nilson og stýrimaður,
hnepptir í gæsluvarðhald og Ioks öll
skipshöfnin. Barst fréttin um þessi
málalok þegar um alla Danmörku og
síðan til íslands og vakti hvarvetna
hinn mesta fögnuð.
En þar með var samt ekki allur
vandinn leystur. Var enn eftir að
kveða á um það hvar refsimálið skyldi
rekið og var í fyrstu rætt um að senda
mennina alla til íslands og Iáta dóm
ganga yfir þá þar að íslenskum lög-
um. Vegna hins mikla umstangs og
kostnaðar, er slíkt hlaut að hafa í för
með sér, var samt aftur horfið frá því
ráði, en samþykkt í þess stað að reyna
ef unnt væri að finna lagagrundvöll
fyrir því að málareksturinn mætti
fara fram fyrir dönskum dómstóli.
Þar sem slíkt mundi þó taka mjög
mikinn tíma þótti ekki gerlegt af
milliríkjaástæðum að kyrrsetja hið
erlenda skip svo lengi í Danmörku og
var togaranum því Ioks sleppt gegn
tryggingu. Nam hún 6000 dönskum
krónum og þótti slíkt gífurleg upp-
hæð í þá daga.
Með þessum atvikum gerðist það að
Nilson hinn sænski fékk enn einu
sinni ráðrúm til að sigla skipi sínu til
hafs, þrátt fyrir allt það er hann hafði
af sér gert. Þótti mörgum þetta að
vonum súrt í brotið. Böndin höfðu
reyndar borist ískyggilega að honum
við þessar aðgerðir, en þó var enn
undir hælinn lagt hvort komið yrði
við persónulegri refsingu á hendur
honum. Það gat meðal annars oltið á
ríkisstjóm Bretlands eða vilja for-
sjónarinnar.
Enginn má sköpum
renna
Þannig líða vikur og mánuðir og
verða að árum. Lífið heldur áfram
sfnum vanagangi og meira að segja
hinir sviplegu atburðir á Dýrafirði
taka smám saman að þoka fyrir nýj-
um og nýjum viðfangsefnum. Það er
til dæmis einmitt um þessar mundir
að Búastríðið í S-Afríku stendur sem
hæst og jafnvel hér á íslandi verður
þessi ójaftii leikur í ffamandi heims-
álfu aðalumræðuefni almennings.
En það er enginn ritsími kominn til
íslands og póstsamgöngur við útlönd
eru af skornum skammti. Ritsjórar
blaðanna verða því að grípa hvert
tækifæri sem gefst til að henda nýjar
fréttir á lofti og þegar íslenskum
manni, Helga Jónssyni frá Þorláks-
höfn, er skotið á land frá erlendu
fiskiskipi í ársbyrjun 1900 er vitan-
lega sjálfsagt fyrir ritstjóra ísafoldar
að leita hjá honum erlendra tíðinda.
Maður þessi hefúr lagt af stað frá
Englandi 1. janúar og hann hefúr það
eitt að segja frá Búastríðinu að þar
gangi allt í sama þófi. Enn fremur
getur hann þess að fjöldi breskra tog-
ara sé að búast á íslandsmið og tekur
loks sérstaklega fram að fyrir einu
skipinu sé .Jlilson sænski, fanturinn
sem bátnum hvolfdi á Dýrafirði
haustið 1899“.
Ekki þarf að efa að þessar upplýsing-
ar hafa þótt nokkrum tíðindum sæta
og orðið til þess að blása að glóðum
hins foma haturs á Nilson skipstjóra.
En hafi menn gert sér vonir um að
geta nú loks haft hendur í hári hans
þá brugðust þær algjörlega. Hins
vegar héldu hinir bresku togarar
uppteknum hætti og röðuðu sér
næstu daga eins og áður á heimamið
íslendinga. Einn af þessum togurum,
,Analby“, strandaði í dimmviðri ná-
lægt Húsatóftum í Grindavik aðfara-
nótt hins 14. janúar. Brotnaði skipið í
spón og fórust allir sem á því voru.
Þetta hörmulega slys, sem gerðist
þama rétt við bæjarvegginn, vakti
vitanlega almenna sorg og hluttekn-
ingu. En hér varð engu um þokað og
ekkert að gert, nema að huga að þeim
Ifkum, sem kynni að reka, og búa
þeim greftrun. Var gengið á fiörur
næstu dagana þeirra erinda og komu
þá brátt lík þriggja skipbrotsmanna í
leitimar. Eitt þeirra var höfuðlaust,
en þótt kynlegt mætti þykja var það
eina lfkið sem kennsl urðu borin á. Af
fangamarki, sem var á fötum þess,
mátti auðveldlega ráða að þar var
enginn annar kominn en — Niison
skipstjóri!
Þannig hafði þá þessi ógæfúmaður
skotið sér að fullu og öliu undan
þeirri maklegu refsingu er mannlegt
varaldarvald hafði honum fyrirhug-
að. En eins og ísafold tekur fram í
frásögn sinni af slysinu mátti það
teljast „einkennilegur örlagadómur"
að hann skyldi bíða slíkan dauðdaga
jafhskjótt og hann vitjaði landsins
aftur. Og hvort sem menn vilja telja
þetta til tilviljunar eða ekki þá er hitt
vafalaust að á sínum tíma trúði al-
menningur því að hér hefði forsjónin
sjálf gripið í taumana til fullnæging-
ar hinu eina og undanbragðalausa
réttlæti.
REYKVISK
HEIMILI,
FLOKKI URGANGINN
Þetta fer á gámastöövar
en alls ekki í sorptunnuna:
• Málmhlutir
• Grjót Og steinefni (smærri farmar, stærri
farmar fara á „tippa")
• Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í
efnamóttöku og á öörum viðurkenndum stööum
s. s. lyf hjá apótekum og rafhlöður á bensínstöðvar)
Þetta má afhenda á gámastöövum
en er óæskilegt í sorptunnuna:
I • Prentpappír
• Garðaúrgangur sem ekki er notaður í heimagarði
I • Timbur (smærri farmar)
«
I sumarbyrjun tóku íbúar höfuðborgarsvæðisins upp nýja umgengni við
úrgang - ný vinnubrögð og nýjar reglur.
Fullkomin flokkunarstöö úrgangs - SORPA - er tekin til starfa.
Hvert heimili og hver vinnustaður þarf að temja sér strax nauðsynlegar
flokkunaraðferöiref árangurá aö nást. Við höfum skyldum aðgegnagagn-
vart lífríkinu og komandi kynslóöum.
Ellilífeyrisþegar í Reykjavík geta hringt í hverfisbækistöðvar gatnamála-
stjóra ogfengiö sóttan garöaúrgangsem erí pokum við aðkomu lóðar.
Sorppokar veröa hirtir eins og áöur ef þeir eru settir endrum og eins við
hlið sorpíláta. Þeir sem þurfa hins vegar oft aukapoka verða að nota sér-
merkta poka frá Reykjavíkurborg sem eru til sölu á bensínstöövum.
Upplýsingarfást hjá skrifstofu borgarverkfræðings í Reykjavík, sími
i 80 00, hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar, sími 1 32 10 og hjá
SORPU, sími 67 66 77.
(táay'fC} iiiu>u
Tökum á fyrir hreinni framtíð
Jo i!i! 1311 U'JiiLjlUV %\j 1 r> tfiyjiC' *
Boigarverkfræöingurinn í Revkjavík