Tíminn - 08.06.1991, Síða 11

Tíminn - 08.06.1991, Síða 11
Laugardagur 8. júní 1991 HELGIN TP 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Líkin fimm fundust grafin í gólf hlöðunnar vlð býlið þar sem söfnuðurinn haföi haldið til. fyrirskipað síðan fjöldasjálfsmorð og fengið fólkið til að drekka gosdrykk með blásýru út í. Hún fór þá að velta því fyrir sér hvort vera kynni að Lund- gren væri farinn með fylgismenn sína í svipaðan leiðangur í leit sinni að „Gullna sverðinu". Þegar hún var spurð nánar um mannfómimar, sagði konan þær hafa hafist þann 16. april 1989 og hafa tek- ið þrjá daga. Hún kvaðst ekki vera viss um hvemig þær hefðu verið fram- kvæmdar, en taldi að þar hefði Lund- gren sjálfur verið að verki ásamt elsta syni sínum og tveimur öðrum karl- mönnum í söftiuðinum. Það eina, sem hún vissi fyrir víst, var að Avery-fjölskyldan hvarf. Hún heyrði sagt að þau hefðu verið tekin af lífi í hlöðunni við bæinn og að aftök- umar hefðu tekið þrjá daga. Sagt var líka að líkin hefðu verið sett í eina gröf í moldargólfi hlöðunn- ar. Allur hópurinn yfirgaf Kirtland 1. maí 1989 og hélt til Kansas City. Lundgren, eiginkona hans, elsti son- ur úr öðru hjónabandi og þrjú ung böm úr núverandi hjónabandi yfir- gáfu síðan Kansas City ásamt nokkr- um meðlimum safnaðarins í leit sinni að „Gullna sverðinu". Lundgren kvaðst mundu hafa samband við þau, sem eftir urðu, þegar hann hefði fengið frekari fyrirmæli. fyrir aðild að morðunum. Nokkrir safnaðarmeðlimir vom nú handteknir og yfirheyrðir. Þeir sögðu allir sömu sögu og konan hafði sagt lögreglunni í Kansas City. Enginn þeirra hafði efast um vald Lundgrens eða nauðsyn þess að færa mannfóm- imar til að hreinsa sig áður en haldið væri í leitina að „Gullna sverðinu". Fólkið hafði ekki heldur spurt um mikilvægi „Gullna sverðsins" né hvers vegna þyrfti endilega að finna það. Það hafði meðtekið boðskap Lundgrens skilyrðislaust og því beðið fyrirmæla frá honum af þolinmæði. Vopnaður og hættuleg- ur guðsmaður Leit var nú gerð að Lundgren og fylgifiskum hans um öll Bandaríkin. Vitað var að hann var þjálfaður bar- dagamaður eftir veru sína í Víetnam, að hann var grár fyrir jámum og tal- inn mjög hættulegur. Lögreglan taldi líklegt að Lundgren hefði haldið með lið sitt til fjallahér- aðanna í Missouri, því þar var hann kunnugur. Símar voru hleraðir hjá safnaðarmeðlimum í þeirri von að Lundgren hefði samband við þá og bæði þá um að koma til liðs við sig. Lögreglumennimir töldu það ólík- legt að Avery-fjölskyldan hefði verið drepin af trúarástæðum. Helst töldu Leiðtogi safnaðarins, Jeffrey Lundgren, haföi ótrúlegt vald yfir fylgjend um sínum og öllum hans fýrirskipunum var hlýtt hugsunariaust ings á bæ rétt fyrir utan borgina. Duayne Chynoweth hélt á staðinn ásamt 8 ára gamalli dóttur sinni. Skömmu eftir brottför feðginanna kom maður með byssu inn í verslun- ina. Hann skaut Mark tvisvar í höfuð- iðafstuttufæri. Staðurinn, þar sem feðginin héldu til, reyndist vera óbyggð lóð. Þar beið þeirra maður með byssu. Hann skaut Duayne tvisvar í hnakkann af stuttu færi og skaut síðan litlu stúlkuna tvisvar þar sem hún sat í bílnum. Á nánast sama tíma var Edwin Mars- ton, 32 ára, skotinn tvisvar í höfuðið við heimili sitt í Texas. Hann hafði verið einn af þeim sem grunaður hafði verið um aðild að morðinu á dr. Allred, en var sýknaður. Ekkert þessara morða er að fullu upplýst. Yarborough lögreglustjóri sagði lög- reglumönnunum í Kansas City að hann gæti hvorki sannað né afsannað að söfnuður Lundgrens tengdist þess- um morðum. En hann sagði allt benda til þess að söfnuðurinn fylgdi reglunum í bók LeBarons, þar sem hann boðaði blóðhefndir og ofbeldi. ,Allur hópurinn fór héðan í maí síð- astliðnum," sagði Yarborough. „Ég hef ekki hugmynd um hvert hann fór. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þess- ar upplýsingar um morðin á fjöl- skyldunni væru réttar, ef miðað er við sögu þessara safnaðarbrota í gegnum árin. Vandamálið er bara hvar á að leita og hverjir hafa verið myrtir. Get- urðu veitt okkur einhverjar nánari upplýsingar?" „Við reynum það,“ svaraði lögreglu- maðurinn frá Kansas City. „Ég ætla þá að hafa samband við Al- ríkislögregluna og athuga hvort þeir hafi einhverjar upplýsingar um hvert Lundgren og hyski hans hafa haldið," sagði Yarborough og kvaddi. Gullna sverðið Maðurinn í Kansas City, sem fyrst hafði gefið upplýsingar um morðin, var nú yfirheyrður. Hann var tregur til aó gefa upp nafnið á heimildar- konu sinni, en gerði það samt að lok- um. Hún var yfirheyrð og henni lofað lögregluvemd. Hún var hvött til að skýra frá öllu sem átt hafði sér stað á búgarði safnaðarins í Kirtland. Konan skýrði frá því að hún hefði verið meðlimur í söfnuðinum þegar Jeffrey Lundgren var predikari í Kansas City. Hún var þá nýlega frá- skilin, var einmana og leið illa, og leitaði til kirkjunnar eftir hjálp. Þegar Lundgren stofnaði kommúnuna í Kirtland gekk hún til liðs við söfnuð- inn þar. Hún skýrði frá því að snemma árs 1989, líklega skömmu eftir að lögreglan kannaði starfsemi safnaðarins, hefði Lundgren fengið vitrun frá guði um að hann ætti að leiða söfnuð sinn út í óbyggðimar í leit að „Gullna sverðinu". En áður en þau færu yrðu þau að hreinsa sig með því að fóma tíu mannslífum. Síðar breytti Lundgren þessari til- skipun og sagðist hafa hlotið nýja vitrun um að guð léti sér nægja að fimm manns yrði fómað. Lundgren trúði nokkrum meðlima safnaðarins fyrir því að fólkið, sem valið hefði ver- ið til fómarinnar, væri hinn 49 ára gamli Dennis Avery, kona hans Cher- yl, 42 ára, og dætur þeirra þrjár — Trina 13 ára, Rebecca 9 ára og Karen 5ára. „Vissir þú af þessu og gerðir ekkert í því?“ spurðu lögreglumennimir kon- una. „Ég trúði þessu þá," svaraði konan. „Við trúðum því öll að Lundgren væri spámaður guðs og allt sem hann segði væru fyrirmæli frá guði almátt- ugum." „Hvenær hættirðu að trúa því?“ spurði einn lögreglumaðurinn. Konan útskýrði þá að eftir fómimar hefðu meðlimir safnaðarins yfirgefið kommúnuna í Kirtland. Hún sneri aftur til Kansas City og átti að bíða þar fyrirmæla frá Lundgren þegar guð hefði látið hann vita hvar „Gullna sverðið" væri að finna. Vitnið sagði að á meðan hún beið fyrirmælanna frá Lundgren hefði hún lesið bók um Jim Jones, sem hafði farið með söfnuð sinn til Guyana og Allt samkvæmt bókínni Konan vissi nöfn og heimilisfang nokkurra safhaðarmeðlimanna sem höfðu orðið eftir í Kansas City, en hafði ekkert heyrt frá Lundgren og fylgdarliði hans. Hún var aftur spurð hvemig staðið hefði á því að hún og aðrir safnaðar- meðlimir hefðu samþykkt mannfóm- imar athugasemdalaust og svaraði hún því þá aftur til að þau hefðu trú- að því af öllu hjarta að þetta væru fyr- irmæli frá guði, sem komið hefði ver- ið á framfæri í gegnum Lundgren. „Hafði verið einhver ágreiningur á milli Lundgrens og Avery- fjölskyld- unnar?" Konan kvaðst ekki vita til þess og sagðist ekki hafa spurt hvers vegna einmitt þau hefðu valist sem fómar- lömb. Upplýsingar, sem konan hafði gefið, voru nú sendar til Yarborough lög- reglustjóra sem sendi þær áfram til Alríkislögreglunnar. Síðan hélt hópúr lögreglumanna til yfirgefna býlisins og innan skamms fannst gröfin með fimm manna fjölskyldunni í moldar- gólfi hlöðunnar. Öll höfðu þau verið bundin og kefl- uð. Öll höfðu verið skotin tvisvar sinnum í hnakkann af stuttu færi. Af- tökumar höfðu verið framkvæmdar með sama hætti og þær sem átt höfðu sér stað í Utah og Texas. Saksóknarinn í Lake-sýslu gaf gaf nú út morðákæru á hendur Lundgren og syni hans. Aðrir safnaðarmeðlimir, sem verið höfðu á staðnum þegar morðin vom framin, vom ákærðir þeir að Avery hefði verið farinn að hafa sínar efasemdir um Lundgren og fjölskyldan verið drepin til að koma í veg fyrir að hann færi til yfirvalda og segði frá meðferðinni sem konur og böm máttu sæta innan safnaðarins. Skömmu síðar var hringt í einn af meðlimum safnaðarins, en þar hafði síminn verið hleraður. Sá sem hringdi kynnti sig sem Jeffrey Lund- gren. Þegar honum varð ljóst að hann var ekki að tala við einn fylgjenda sinna lagði hann á, en þó náðist að rekja símtalið til National City í Kali- fomíu, rétt við landamæri Mexíkó. Lögreglunni í National Cify og Alrík- islögreglunni var snarlega gert við- vart og þeir beðnir að leita allra bragða til að ná Lundgren og hyski hans sem fyrsL Líkur vom taldar á að þau hygðust fara til Mexíkó, og ef þau næðu að komast þangað yrði erfitt að finna þau og fá þau framseld tij Bandaríkjanna. Þegar Lundgren hringdi til Kansas Cify hafði hann minnst á að hann vantaði einhvem til að gæta yngstu bamanna á meðan hann héldi áfram leitinni að „Gullna sverðinu". Lögreglumaður í National Cify fékk þær upplýsingar á gistiheimili, skammt frá þeim stað sem símtal Lundgrens hafði verið rakið til, að þar hefði komið kona með þrjú ung böm tveim vikum áður. Hún hefði leigt heila íbúð og sagst vera nýfarin frá manni sínum og vildi vera sem lengst að heiman á meðan öldumar lægði. Starfsmaður gistiheimilisins sagðist hafa séð mann ganga inn og út úr íbúðinni og talið að þar væri eigin- maðurinn kominn að reyna að ná sáttum. Lýsingin á manninum átti vel við Jeffrey Lundgren. Starfsmaðurinn leit út og sagðist sjá að hann væri þar núna, hann þekkti bílinn. Lögreglumaðurinn kallaði þegar á stuðning þar sem Lundgren var tal- inn vopnaður og hættulegur. Lög- reglan réðst síðan inn í íbúðina og þar vom fyrir Lundgren og fjölskylda hans. Lundgren var óvopnaður og gafst upp mótþróalaust. Þau vom nú flutt í gæsluvarðhald. Þegar leitað var að Lundgren fannst kvittun fyrir geymsluhólfi í nágrenni gistiheimilisins. Þegarvarfengin leit- arheimild og hólfið opnað. Þar var talsvert magn af AR- 15 vélbyssum, skammbyssum, gasgrímum, her- mannafatnaði og útilegubúnaði. Eftir handtöku foringjans fann lög- reglan son hans og þrjá aðra safnað- armeðlimi, sem bjuggu á hótelum í nágrenninu. Eiginkona Lundgrens reyndi að halda því fram að hún hefði ekki ver- ið viðstödd þegar morðin vom fram- in. Hún hefði komist að því eftir á og hefði aðeins þagað vegna þess að maður hennar hefði hótað henni með skammbyssu og því að reiði guðs kæmi yfir hana og bömin ef hún segði frá. Lögreglan lagði takmarkaðan trún- að á að eiginkona Lundgrens hefði verið sú eina innan safriaðarins sem ekki vissi um fyrirætlanir hans. Síðan bættust við upplýsingar annarra safn- aðarmeðlima, sem bám það að henni hefði verið fullkunnugt um morðin og að hún hefði farið inn í íbúð Avery- fjölskyldunnar og hirt þar það sem hana langaði í þegar þau vom öll. Verjendur hjónanna reyndu ekki að sanna sakleysi þeirra, heldur ein- beittu sér að því að koma í veg fyrir að þau yrðu tekin af lífi. Saksóknari kom fram með þær upp- lýsingar að ástæðan fyrir morðunum hefði alls ekki verið trúarlegs eðlis, heldur hefði Lundgren skuldað hjón- unum 10.000 dollara og þar að auki verið farinn að efast um hollustu þeirra gagnvart sér. Bæði hjónin vom fundin sek um að hafa rænt og myrt Avery-Qölskyld- una. 29. ágúst 1990 var eiginkona Lundgrens dæmd í fimmfalt ævilangt fangelsi. Lundgren hafði ekki verið dæmdur þegar þetta var skrifað og sonur hans ásamt öðmm safriaðarmeðlimum vom enn að bfða þess að mál þeirra kæmu fyrir rétt “fúliii £• lí^bv UlUt IIJ Ul£pV tí£U^<ÍJJlJ Uto •''ÍM’'

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.