Tíminn - 13.06.1991, Page 5

Tíminn - 13.06.1991, Page 5
Tíminn 5 Fimmtudagur 13. júní 1991 Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, kallar ummæli Friðriks Sophussonar um að ríkið beri enga ábyrgð á SR hlægileg: ABYRGÐ RIKISINS ER ALVEG ÓTVÍRÆÐ „Þetta eru næstum því að segja hlægilegar fullyrðingar. Það er þingkjörin stjórn í fyrirtæki, sem rfldð á hundrað prósent í. Það heyrir undir ráðherra.“ Þetta sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, í gær þegar borin voru undir hann ummæli Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um stöðu Sfldarverksmiðja rfldsins og ábyrgð rík- isins á skuldum SR. Friðrik vitnaði í lög um SR, en þar ábyrgð á þeim skuldum, sem Sfldar- segir m.a.: „Ríkissjóður ber eigi verksmiðjur ríkisins stofna til eftir 1. desember 1937, nema heimild sé veitt til þess af alþingi." Friðrik sagði að ef á reyndi myndi ríkið vita- skuld halda því fram að lögin um SR hefðu einhverja merkingu, enda sýndist sem löggjafinn hefði ætlað að firra sig ábyrgð á skuldbinding- um SR sem stofnað yrði til án sam- þykkis alþingis. Sverrir sagði að Landsbanki íslands hefði gengið út frá ábyrgð ríkisins sem vísri, „... enda höfum við reynd- ar um það yfirlýsingar frá fyrri ráða- mönnum, að þessi stjórn og þessi ráðherra, sem þarna hafa yfirum- sjón, að þeir framkvæmi lögin, sem Alþingi setur. Þess vegna er það al- veg ótvírætt að ríkið ber hundrað prósent ábyrgð á skuldbindingum Sfldarverksmiðjanna. Við í Landsbankanum vorum enda í góðri trú. Við höfum ekki vitað bet- ur en allar skuldbindingarnar væru með ríkisábyrgð. Ekki á Landsbank- inn að sjá um framkvæmd laga, sem sett eru yfir ríkiskjörna stjórn og ráðherra. Þetta er alvcg skýrt, en menn geta svosem, ef þeir vilja, teygt lopann og tímann, stefnt þessu fýrir dómstóla. En það munum við óhræddir sækja,“ segir Sverrir Her- mannsson Landsbankastjóri. -aá. Vandinn í Ólafsvík. Formaður bankaráðs Landsbankans segir eitt, bankastjórinn annað: Verður togarinn Már booinn upp eða ekki? „Ég veit ekki til annars en að uppboð- ið á togaranum fari fram á föstudag- inn, eins og staðið hefur til,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Túnann í gær, aðspurður um hvort Már, togari Olafsvíkinga, yrði boðinn upp. Hins vegar var haft eftir Eyjólfi Sig- urjónssyni, formanni bankaráðs Landsbankans, í fréttum í gær að upp- boðinu yrði frestað um óákveðinn tíma. Yrði ákvörðun um framhaldið Fouad Sultan, férða- og flugmála- ráðherra Egyptalands, ásamt Halldóri Blöndal, samgöngu- og landbúnaðarráðherra. Ráðherra frá Egyptalandi Hér á landi er nú staddur ferða- og flugmálaráðherra Egyptalands, ásamt föruneyti sínu. Hann er hér- lendis til þess að endurgjalda heim- sókn Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi samgöngumálaráð- herra, til Egyptalands í fyrra. Á blaðamannafundi í gær sagði ráðherrann að áhugi væri fyrir hendi um gerð loftferðasamnings við Flugleiðir um ferðir milli Eg- yptalands og íslands. Hann sagði að samningurinn gæti tekið gildi í haust, en aðal ferðamannastraum- urinn til Egyptalands er í september og október. Hann sagði jafnframt að hann væri mjög ánægður með dvöl sína hér á landi og landslagið hefði komið honum mjög á óvart, því hann hefði búist við miklum ís á ís- landi. tekin á fundi bankaráðsins í næstu viku. Þess vegna ríkir í raun algjör óvissa í málinu. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. var lýst gjaldþrota í fyrradag. Fjórir aðilar -hafa í huga að endurreisa rekstur þess: Verkalýðsfélagið Jökull, útgerð- aríyrirtækin Útver og Tlmgufell og loks Bæjarsjóður Ólafsvíkur. Fulltrú- ar þessara aðila munu eiga fund með Jóhanni Níelssyni, bústjóra þrotabús- ins, í dag. Skuldir togarans Más eru í kringum 350 milljónir króna. Td stóð að hann yrði boðinn upp á föstudag, en nú hefur Landsbankinn tekið ákvörðun um að fresta uppboðinu um óákveð- inn tíma. Ákvörðun um framhaldið verður tekin á fundi bankaráðs Landsbankans í næstu viku. Endurreisn atvinnulífsins í Ólafsvík byggist ekki síst á að Már, eini togari byggðarlagsins, haldist á staðnum. Eða með öðrum orðum hvort hráefni fæst til vinnslu. -sbs. Skretting kom Is- tess á kaldan klaka Guömundur Stefánsson, framkvæmdastjórí ístess hf., segir aö Skretting, einn af aðaieigendum fyrírtækisins, hafi skilið með- eigendur sína, lánardrottna og starfsmenn eftir á köidum Idaka til að bjarga eigin skinni. Á hiuthafafundi hjá ístess hf. í gærmorgun var ákveðið að starf- semi fyrirtækisins verðí hætt. Fógeti mun skera úr um hvort fyr- irtækið verður sett í gjaldþrot eða hvort önnur leið verður farin. Guðmundur telur líklegt að fyr- irtækið verði Jýst gjaldþrota, þar sem búið væri að eyðileggja reksturinn. Hann segir að vel komi til greina að nýtt fyrirtæki verði stofnað um reksturínn og eru umræður um það þegar hafnar, en ekki verður Ijóst fyrr en í næstu viku hvort úr því verður. í samstarfssamningi ístess hf. víð Skretting kemur fram að ef honum verður sagt upp, má Ist- ess ekki framleiöa það fóður, sem það hefur framleitt, né skyldar vörur næstu þrjú árin. Vegna þessa segir Guðmundur að rekstrinum hjá ístess sé nán- ast sjálfhætt. Skuldir fyrirtækisins eru 400 milljónir. Það eru að mestu lang- tímalán og afurðalán. Guðmund- ur sagði að til væru eignir á móti skuldunum, bæði útistandandi kröfur og fastaljármunir, svo sem verksmiðja, skrifstofuhús- næði, lager og fleira. Velta Istess hf. hefur verið á milli sex og sjÖ hundruð milljón* ir. Guðmundur telur eiginfjár- stöðu fyrirtækisins ekk! verri en gerist og gengur mjög víða. „Auðvitað eru hér erfiðleikar, en ef menn hefðu snúið bökum saman og teklð af alefli á í fyrir- tælrinu hefði það unnið sig útúr þeim. Þess í stað kaus Skretting að draga sig út úr rekstrinum á frekar óviðfeldinn hátt.“ Aðspurður um hvaða áhrif þetta kæml til með að hafa á fiskeldlð, sagð) hann að ef rekstrinum yrði haldið áfram yrði það þv« tll góðs frekar en hitt. Þær kröfur, sem ístess hefur á fiskeldisfyrirtæki, fara væntan- lega úr höndum þess og mögu- legt er að genglð verði nærri þeim og þau þannig sett á haus- inn ICka. Það fer eftir því hvem- ig bústjóri snýr sér í því efni. -SIS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.