Tíminn - 15.06.1991, Page 10

Tíminn - 15.06.1991, Page 10
26 Tíminn Laugardagur 15. júní 1991 MINNING Guðmundur Bjarnason Fæddur 17. október 1910 Dáinn 5. júní 1991 „Frómt líf og farsæll dauði fylgjast með réttu að, af hverjum heimsins auði helst vilda ’ ég kjósa það. “ Hallgrímur Pétursson Ef marka má þessi orð var hann pabbi minn auðugur maður. Miklu ríkari en margir hugðu að fátækur sveitadrengur, Guðmundur frá Fjalla- Skaga, gæti nokkurn tíma orðið. Og þótt hann síðar á ævinni hefði vel til hnífs og skeiðar var það ekki efnishyggjan sem hann innprentaði okkur börnum sínum. Ég man að einhvern tíma var mér ungum órótt, gat ekki sofnað því hugsunin um dauðann varð mér til andvöku. Þá voru orð hans mér fró. Ég man ekki hvað hann sagði, en ég man hljóminn í orðunum sem fullvissuðu mig, barnið í vitaskipt- unum, að óhætt væri að sofna, og deyja. Ég man líka þegar pabbinn sat með tvo yngstu hvolpana og lét þann eldri stauta. Þessir þrír höfðu áhuga á bókum, enda innprentað í þá alla frá blautu barnsbeini. Ekki af hörku eða metnaði, heldur af fróðleiksfysn og af því að vissulega væri bókvitið setjanlegt í alla aska. Ef til vill var það uppeldi hans og atlæti móður þeirra systkinanna sem gerði það að verkum að hann stóð alltaf eins og brjóstvörn og var börnum sínum skjól þegar veður voru válynd. Ég held samt að það hafi verið upplagið sem varð þess valdandi að barnssálin treysti hon- um. Hvað er betra fyrir þá sem eru að vaxa úr grasi en að fá uppörvun? Ekki skorti hana frá honum pápa mínum. Hann dró sjaldan úr og fá- ir sýndu jafnvel ánægju sína en hann þegar góður vitnisburður var annars vegar. Og þótt hann væri ekki eins góður hjá öllum var aldr- ei fárast yfir því heldur glaðst yfir þeim ávinningi sem þó hafði náðst. Hann ólst upp á einum afskekkt- asta bæ sveitarinnar, svo fjarri öðr- um að spænsku veikinnar varð ekki vart heima hjá honum. En í fásinninu lærði hann það sem þjóðin hafði þraukað við í þúsund ár, að taka öllu sem Guð gefur og tekur því með jafnaðarró. Og veik- indum sínum tók hann með jafn- aðargeði. Þakklátur fyrir að fá að vera sem mest heima og fá að deyja heima hjá sér og konu sinni. Þakk- látur fyrir að það þjóðfélag, sem hann og kynslóð hans lagði grunn- inn að, skyldi hafa alið af sér af- kvæmi eins og heimahlynning Krabbameinsfélagsins er. Nú er vor vestur á Fjörðum. Æð- arfuglinn úar og þegar innlögnin hættir er fjörðurinn spegilsléttur. Bjarkirnar á Lambadalshlíðinni laufgast og ilma og skaflinn í Röndinni minnkar dag frá degi. Þá er gott að vera Vestfirðingur og eiga rætur. Bjarai sonur {gær, föstudaginn 14. júní, var til moldar borinn Guðmundur Bjarnason frá Innri-Lambadal í Dýrafirði. Hann lést að kvöldi 5. júní, áttræður að aldri, eftir erfiða sjúkdómslegu. Guðmundur var fjórði af 15 systk- inum og eru nú aðeins 6 eftir á lífi. Guðmundur ólst upp að Fjalla- Skaga í Dýrafirði. Guðmundur gekk í barnaskóla að Núpi og fór síðan til náms að Gagnfræðaskólanum á Laugar- vatni, en lengra varð ekki úr námi, sennilegast vegna fjárskorts. Víst er að hann hafði alla hæfileika til að fara í langskólanám, svo glögg- ur sem hann var og minnugur að undrum sætti oft meðal okkar. Létt lá fyrir honum að hjálpa drengjun- um sínum með menntaskólabæk- urnar, sérstaklega stærðfræðina, þótt hann hefði aldrei lært þær áð- ur og væri þá kominn yfir sextugt. Sem ungur maður gegndi Guð- mundur ýmsum störfum til sjávar og sveita eins og algengt var á þeim tíma, fór til sjós á Akranes og í Grindavík. Við teljum að sjó- mennskan hafi ekki átt alls kostar við hann, heldur hafi hugur hans hneigst meira til búskapar fyrst ekki varð af langskólanámi. Guð- mundur setti upp bú að Innri- Lambadal í Dýrafirði, einum falleg- asta firði landsins. Sá staður er eitt fegursta bæjarstæði á landinu, fjallið fyrir ofan bæinn kjarri vaxið og sést út allan Dýrafjörðinn. Er rétt hægt að ímynda sér tilfinningu ungs manns sem byrjar búskap í slíku umhverfi. Hann kynntist ungri stúlku úr Bolungarvík, Þór- laugu Finnbogadóttur, og tókust ástir með þeim og gengu þau í hjónaband í janúar 1947 og höfðu því verið gift í 44 ár þegar hann lést. Þarna í Innri-Lambadal bún- aðist þeim vel og eignuðust þar 4 börn. Sesselju hárgreiðslumeist- ara, gifta Birgi Finnssyni, búsett í Reykjavík. Ágúst, trésmið og jarð- fræðing, kvæntan Guðrúnu Ein- arsdóttur, búsett í Reykjavík. Gunnjónu bankastarfsmann, gifta Jóhanni Bjarnasyni, búsett í Mos- fellsbæ, Þóri Örn rafvirkjameist- ara, kvæntan Borgnýju Gunnars- dóttur, búsett á Þingeyri. Eftir að hafa búið í Lambadal í 16 ár kom að þeirri ákvörðun að bregða búi og flytjast burt. Heilsa Þórlaugar var slæm og börnin þurfti að senda burt í skóla. Þótt þar hafi verið erfitt að sjá á bak fal- legri jörð og myndarbústofni lét Guðmundur engan bilbug á sér finna. Tíl Reykjavíkur var flutt, því þar var helsta von um hjálp vegna veikinda Þórlaugar. í Reykjavík starfaði Guðmundur fyrsta kastið við ýmis verkamannastörf, en fór síðan að starfa við timburverslun Ásbjarnar Ólafssonar og vann þar allt til hún var lögð niður. Fyrst starfaði Guðmundur með Jóhann- esi bróður sínum, en er hann lést stjórnaði Guðmundur versluninni. Hann hafði ánægju af þessu starfi, þarna kynntist hann mörgum mönnum sem versluðu við hann ár eftir ár og þarna mynduðust góð tengsl við viðskiptavinina sem voru honum mikils virði. Eftir að verslun Ásbjarnar var lögð niður setti Guðmundur á stofn verslun með hluta af þeim vörutegundum sem höfðu verið hjá Ásbirni. Gekk sú verslun vel og við hana starfaði hann uns ævistarfi lauk. Guðmundi líkaði vel í Reykjavík. Hann kom sér upp einbýlishúsi við Vorsabæ 8, eignaðist 2 drengi til viðbótar, þá Bjarna stúdent er starfar við landvörslu, leiðsögn og kennslu og Halldór Inga stúdent er rekur innflutningsfyrirtæki. Hall- dór er í sambúð með Kristjönu Magnúsdóttur. Guðmundur og Þórlaug tóku fósturson, Pál Tryggva Karlsson. Við, sem þessar línur ritum, kynntumst Guðmundi er við tengdumst inn í fjölskyldu hans. Strax við fyrstu kynni var manni tekið sem þeirra eigin börnum. Alltaf var hægt að leita ráða hjá þeim og uppörvun að fá þegar á móti blés. Þegar farið var að reisa sér hús yfir fjölskyldurnar voru tengdaforeldrarnir ætíð með hug- ann hjá manni og lögðu til góð ráð. Tengdapabbi valdi af kostgæfni hverja fjöl sem í húsið átti að fara. Og þegar farið var að rækta lóðir þá kom hann með orfið sitt og Ijáinn til þess að slá nýræktina. Tengdapabbi lifði þær stærstu breytingar sem orðið hafa í okkar þjóðfélagi, þær mótuðu hann og skoðanir hans. Hann var hógvær og rólegur maður og Iítið fyrir að trana sér fram. Hann tók ætíð mál- stað þeirra sem á var hallað. Hann var söngmaður góður eins og öll hans systkini og eru ógleymanleg- ar ánægjustundirnar þegar farið var í fjörðinn fagra, hvort sem það var á stór ættarmót eða þar var ein- göngu samankomin hans fjöl- skylda. Unun var að heyra hversu minnugur hann var á öll kennileiti stór sem smá. Guðmundur var heilsuhraustur alla sína ævi, þar til fyrir einu og hálfu ári að hann fékk þann sjúk- dóm sem dró hann til dauða. Guð- mundur lést að heimili sínu í Hvassaleiti 58 að kvöldi 5. júní eft- ir erfiða sjúkdómslegu. Hann fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að Ijúka ævikvöldinu heima. Aðdáunarvert var að sjá hvernig hans góða kona hjúkraði honum og vakti yfir hon- um ásamt börnum þeirra og heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins þessar erfiðu vikur. Þeim sé þökk. Við kveðjum elskulegan tengda- föður og þökkum allt sem hann gerði fyrir okkur. Innilegar samúð- arkveðjur til tengdamóður okkar og annarra ættingja. Guð blessi minningu Guðmundar Bjarnason- ar. Birgir Finnsson Guðrún Einarsdóttir í gær var gerð útför Guðmundar Bjarnasonar frá Lambadal í Dýra- firði. Hann var fæddur í Minna- Gerði í Dýrafirði 17. október 1910, hinn fjórði í aldursröð 14 alsystk- ina. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Sigurðsson og Gunnjóna Vigfúsdóttir. Þau fluttu vorið 1912 á Fjallaskaga og bjuggu þar í 14 ár til 1926 er þau fluttu þaðan að Lambadal innri. Systkinin 14 náðu öll fullorðins- árum. Það segir sig sjálft að ekki hefur mátt slá slöku við til að bjargast með þann hóp. Að vísu voru sum systkinin að nokkru alin upp annars staðar, en þó ekki nema þrjú þeirra. Má því gera ráð fyrir að fólki, sem þar átti bernsku og æsku, hafi lærst réttara og raun- hæfara verðmætamat en ýmsum þeim sem við allsnægtir búa. Guðmundur ólst upp með foreldr- um sínum, en fljótlega eftir ferm- ingu vistuðust þau systkini annars staðar svo létti á heimilinu. Hugur hans stóð nokkuð til skólanáms. Hann var einn vetur í héraðsskól- anum á Núpi og annan á Laugar- vatni. Að öðru leyti vann hann búi foreldra sinna heima, þegar þess þurfti með, en sótti atvinnu þess í milli. Stundum var farið á vertíð syðra, t.d. í Grindavík, eða í eyrar- vinnu eða sjósókn vestra og síðan vegavinnu eftir að farið var að tengja vestfirskar byggðir bílfær- um ruðningum. Þannig var at- vinnulíf alþýðumanna vestra fyrri hluta aldarinnar fram að seinna stríði og hernámi. Smám saman færðist vinnan heima í Lambadal meira og meira á herðar Guðmundar, svo að hann tók þar við búi. Hann kvæntist 25. janúar 1947 Þórlaugu Finnboga- dóttur frá Bolungarvík. Hún er dóttir Finnboga Bernódussonar fræðimanns. Þau bjuggu í Lambadal til 1960 að þau fluttu til Reykjavíkur. Þar varð Guðmundur fljótlega sinn eigin húsbóndi og rak verslun með þil- plötur. Þau Guðmundur og Þórlaug eiga sex börn. Þau eru Sesselja hár- greiðslumeistari, Ágúst jarðfræð- ingur, Gunnjóna sem lengi var bankaritari, Þórir Örn rafvirkja- meistari, Bjarni og Halldór Ingi sem báðir eru stúdentar. Barna- börnin eru 13 á lífi. Auk þessa eiga þau einn fóstur- son, Pál Tryggva Karlsson. Guðmundur Bjarnason stríddi síðustu árin við krabbamein. Hann lá þó ekki á sjúkrahúsi nema með köflum síðustu mánuði. Síðustu vikurnar var hann heima í umsjá konu og barna og þar skildi hann við þennan heim 5. þ.m. Börnin vöktu yfir honum nótt og dag uns yfir lauk. Svo atvikaðist að við Guðmundur urðum, auk þess að vera skóla- bræður, vinnufélagar bæði á sjó og landi. Þar með var lagður grund- völlur að þeim kynnum sem seint fyrnast. Samferðamenn og starfs- bræður móta samverustundirnar og hafa þannig áhrif á hugsanir okkar, kenndir og alla líðan. Guðmundur Bjarnason var maður æðrulaus og ekki kvartsár. Hann hafði góða greind og skemmtilegt kímniskyn, en þó alvörumaður svo sem ætla má vegna uppeldis og ævistarfa. Æskumenn dreymir um að eiga þátt í að móta betra mann- félag en við er tekið. Það gerir kröf- ur til hvers og eins. En þegar kem- ur á efri ár verður hlutverkið eink- um að skila nýrri kynslóð til starfa á akri þjóðlífsins. Það tókst þeim hjónum vel og nú er það niðjanna að skila lengra þeim arfi sem þess- ari þjóð hefur best dugað frá kyni til kyns. H.Kr. Það er svo margs að minnast núna, þegar hann afi okkar er dá- inn. Hann afi sem sagði okkur sög- ur eða las fyrir okkur ærslabelgina þegar við heimsóttum þau ömmu í Hvassaleitið. Ferðirnar, sem við fórum með honum afa vestur í Dýrafjörð, voru sannkallaðar ævintýraferðir. Eftir- minnilegust er ferðin á ættarmótið sem haldið var á Núpi sumarið 1988. Þá sigldum við á bátum frá Núpi út að Fjallaskaga, sem er við mynni Dýrafjarðar. Á leiðinni út- eftir sagði afi okkur frá ýmsum at- burðum sem gerst höfðu þegar menn og skepnur voru hætt komin í fjallshlíðunum milli Alviðru og Fjallaskaga. Á Fjallaskaga hafði bernskuheimili afa staðið, umgirt hrikalegum fjöllum annarsvegar og úthafinu hinsvegar. Afi sagði okkur frá því hvernig þurft hafði að sæta lagi við að lenda bátum, vegna brims, og hve litlu mátti skeika. Hann sagði okkur frá því þegar pabbi hans fór að sækja mó inn að Alviðru til að kynda upp bæ- inn og þegar hann kom aftur út að Fjallaskaga hafði veðrið versnað svo mikið, að sjórinn tók allan mó- inn, en þeir sem á bátnum voru sluppu naumlega. Við gengum síðan með honum um Skagamalirnar og skoðuðum ummerki horfinna verbúða. Því næst lá leið okkar upp á hólinn þar sem bærinn hafði staðið. Við geng- um inn í grónar húsatóftirnar og nutum veðurblíðunnar. Þá sofnaði annar okkar úrvinda af þreytu und- ir tóftarveggnum og naut hvfidar á sama stað og rúmið hans afa hafði staðið sjö áratugum áður. Hann afi hafði svo sannarlega lif- að tímana tvenna, og það var alveg ógleymanlegt að fá að skyggnast með honum til horfinna lífshátta. En fyrst og fremst viljum við þakka honum afa fyrir þá miklu hlýju og skilning sem hann sýndi okkur bræðrunum. Guð blessi minningu hans. Bjarai Ingvar og Jökull. Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apóteka I Reykjavlk 14.-20. júnl er I Vesturhæjarapótekl og Háaleitisapótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 aö morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknls- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I sima 18B8S. Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafóiks um alnæmisvandann vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeina, sími 28586. Laeknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjarnames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá Id. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tlmapant- anir I sima 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sóiar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar i sím- svara 18888. Ónæmlsaðgerðlr fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Hellsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarflörður: Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sfmi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Bamaspítall Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. öldrunartæknlngadelld Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og ki. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Helmsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspltalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið:Eftirumtaliogkl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspltall: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspitall Hafnarflrðl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarhelmili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurlæknlshéraðs og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavlk-sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúslð: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur. Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 22222. fsaljörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið sími 3300, branasimi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.