Tíminn - 15.06.1991, Page 15

Tíminn - 15.06.1991, Page 15
Laugardagur 15. júní 1991 Tíminn 31 Nýr bæklingur er kominn út þar sem allt sem máli skiptir um tákn þjóðarinnar er ritað. Öllum vafa um bláa litinn hefur verið eytt: Heiðblár, mjalla- hvítur, eldrauöur Þarfur og tímabær bæklingur um íslenska fánann hefur nýlega ver- ið gefinn út í kjölfar starfs sérstakrar nefndar sem endurskoðaði reglur um fánann. Nefndin gerði tillögur um ákveðna litastaðla í fánanum til að tryggja að litimir yrðu ávallt réttir, en nokkuð hafði borið á um skeið að nokkur sjónarmunur væri á litunum, sérstak- lega þeim bláa. Nú hefur öllu slíku misræmi verið eytt og allir ís- lenskir fánar eins, hvar svo sem þeir kunna að verða framleiddir í framtíðinni. Sýnishorn af þessum litastöðlum eru til hjá lögreglustjórum. Þá var, að tillögu nefndarinnar, gefinn út nýr forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma, það er hvaða daga og á hvaða tíma skuli hafa fána uppi. Fána handa hjálendunni Haustið 1913 óskaði Hannes Haf- stein, ráðherra íslands, eftir því við Kristján konung X. að hann felldi konungsúrskurð um sérfána fyrir ís- land. Þetta féllst konungur á. En í úrskurði hans er jafnframt kveðið á um að þegar íslenski fáninn sé dreg- inn að hún við Stjómarráð íslands skuli Dannebrogsfáninn það jafn- framt. Við heimkomu sína þetta haust skipaði Hannes Hafstein sérstaka neftid til að kanna vilja þjóðarinnar í fánamálunum og gera tillögur í því efni. Nefndin kom fram með tvær til- lögur að litum íslenska fánans. Ann- ars vegar sams konar fána og Matthí- as Þórðarson þjóðminjavörður hafði lagt til árið 1906, fána með heiðblá- um lit, hvítum krossi og hálfrauðum krossi innan í honum. Hins vegar var tillaga um hvítan fána með heið- bláum krossi og blárri rönd að utan, beggja vega. Nokkuð þóf varð um tillögur þessar. Loks fór svo að í júní 1915 var gefinn út konungsúrskurður um fýrrnefnda fánann og það er sá fáni sem íslend- ingar eiga í dag. Fáninn er tákn fullveldisins Frá því íslendingar hófu baráttu fyr- ir íslenskum fána var baráttan sam- ofin baráttunni fýrir endurheimt frelsis og fullveldis. íslenski fáninn, eins og við þekkjum hann í dag, var fýrst tekin formlega í notkun 1. des- ember 1918, daginn sem ísland varð fullvalda ríki. f ávarpi Sigurðar Eg- gerz ráðherra við það tækifæri segir m.a. „Og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána ís- lands, sem blaktir frá í dag yfir hinu íslenska ríki ... íslenski fáninn er tákn fullveldis vors..." Eldrauður, heiðblár og mjallahvítur Á fundi Alþingis á Þingvöllum 17. júní 1944 voru samþykkt sérstök Iög um þjóðfána íslendinga. Þar segir að íslenski fáninn sé heiðblár með mjallahvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Skuli hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar vera 18 á móti 25. Sam- kvæmt þessum lögum notar al- menningur hinn almenna þjóðfána en opinberar stofnanir svokallaðan tjúgfána. Hann er frábrugðinn hin- um fánanum að því leyti að ytri reit- ir hans eru þrefalt lengri en stangar- reitimir og klauf upp í hann að fram- an. Póstur & sími og Tollgæslan hafa sérstaka tjúgfána. Póstfáninn er tjúgfáni með silfurlituðu póstmerki í miðjum efri stangarreit og toll- gæslufáninn er með stórt T á sama stað. Fánatími og fánadagar í bæklingnum sem þessi grein er byggð á er að finna leiðbeiningar um notkun íslenska fánans. Þar segir að fáni skuli ekki vera á stöng fýrr en klukkan sjö að morgni og ekki leng- ur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis. Fánadagar eru fæðingardagur for- seta íslands, nýársdagur, föstudagur- inn langi. páskadagur, sumardagur- inn fýrsti, 1. maí, hvítasunnudagur, sjómannadagurinn, 17. júní, 1. des- ember og jóladagur. Alla þessa daga skal flaggað í heila stöng nema á föstudaginn langa. Þá skal, eðli málsins samkvæmt, flaggað í hálfa stöng. Á fánadögum skulu opinberar byggingar flagga og í leiðbeiningun- um segir að æskilegt sé að almenn- ingur geri hið sama. Ifánalögum segir að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Þannig má til dæmis ekki hafa aukamerki í fánanum, önnur en þau sem eru heimiluð eru í fánalögum. Bannað að nota fánann í auglýsinga- skyni. Þegar fáni er dreginn að hún Þegar fáni er dreginn að hún skal halda honum samanbrotnum undir holhendi og eiga festingar að snúa fram. Þegar fánalína hefur verið leyst er sá endi hennar sem vindur ber lengra frá stönginni hnýttur með fánahnút við efri festingu fánans en hinn endinn við lykkjuna að neðan, einnig með fánahnút. Fáninn skal dreginn með jöfnum hraða og skal efra hom hans falla að húninum. Þegar fáni er dreginn niður er það gert með jöfnum og hægum hraða. Fáninn er leystur af neðri festingu, tekin saman undir holhendi og síðan leystur frá efri festingu. Þá er fána- snúran jöfnuð, snúruendar lagðir saman og hnýttur á þá lykkjuhnútur og snúran síðan vafin um snerilinn og fest tryggilega. Flaggið á hátíðlegum stundum í mars 1944 var samþykkt á Alþingi þingsályktun frá þeim Gunnari Thoroddsen og Sigurði Bjamasyni þar sem skorað var á landsmenn að auka notkun íslenska fánans. Þessi þingsályktun er enn í fúllu gildi en með henni ályktaði Alþingi; „... að fela ríkisstjórninni að hvetja bæjar- stjórnir, sýslunefndir og hrepps- nefndir um allt land og félög og fé- Iagasamtök er vinna að menningar- og þjóðemismálum til þess að beita áhrifum í þá átt að sem flest heimili, stofhanir og fýrirtæki eignist ís- lenskan fána, komi sér upp fána- stöngum og dragi íslenska fánann að hún á hátíðlegum stundum." -sbs. Landsstjórn Nýfundnalands nefnir landið Vínland í einn sólarhring: Tilefni nafnabreytingarinnar er koma víkingaskipa þangað í tilefni þess að þúsund ár eru liðin síðan Leifur Eiríksson fann meginland Norður-Ameríku og gaf því nafnið Vínland hefur landsstjórnin í Nýfundnalandi gefíð út tilskipun um að þessi hluti Kanada skuli heita Vínland í einn sólarhring. Nýfundnaland mun bera nafnið Vínland frá miðnætti 1. ágúst þessa árs til mið- nættis 2. ágúst. Eins og flestum er orðið kunnugt stendur yfir sérstakt kynningarátak af hálfu fslendinga og Norðmanna til að minnast sjóferða víkinganna vestur um haf fýrir 1000 ámm. Vík- ingaskipið Gaia, sem nýkomið er til íslands, er einn af kynningarliðun- um í því átaki. Það hóf siglingu sína frá Bergen í Noregi í átt að Vínland- inu á þjóðhátíðardegi Norömanna 17. maí síðastliðinn. Áætlað er að skipið komi til Nýfundnalands 2. ág- úst og er koma skipsins þangað til- efni nafnabreytingarinnar. Hápunktur ferðar- innar er koma Gaiu til Nýfundnalands Á Nýfundnalandi kemur Gaia fýrst að landi í L’Anse-aux-Medows sem liggur við norðurströndina. Þar búa milli 50 og 60 manns en áætlað er að allt að 4500 manns verði við- staddir þegar skipið leggur að höfn þar. Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, sagði að í rauninni væri koma skipsins til Nýfundnalands á margan hátt há- punktur ferðarinnar því vitað er að norrænir menn hafi búið þar og margir telja að það sé Vínlandið þó svo að ekki séu allir sammála því. f L’Anse-aux-Medows fundust einnig rústir eftir byggð norrænna manna og hafa þær nú verið byggðar upp og gerðar að safni. Einnig er talið er að Leifur heppni hafi búið þar nokkra vetur. Forseti íslands verður í Ný- fundnalandi á þessum tíma og mun hún taka á móti skipinu. Auk Gaiu eru tvö önnur og minni víkingaskip á Ieið til Vínlandsins. Það eru skipin Oseberg og Saga Siglar. Skipstjóri Gaiu er Norðmað- urinn Ragnar Thorseth en alls eru um 20 manns í áhöfnum skipanna. Þar af eru 5 íslendingar en einn þeirra er um borð fýrir hönd Græn- lands. Nafn skipsins er kom- ið frá forseta íslands Gaia er smíðuð að fýrirmynd Gauk- staðarskips og það var forseti ís- Iands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem átti hugmyndina að nafni skips- ins en í grísku goðafræðinni var Ga- ia þokkadís jarðarinnar. Tilgangur leiðangursins er ekki eingöngu að minnast ferða víkinganna til vestur- heims. Knut Utstein Kloster, en hann sty>-kir leiðangurinn, segir að nafn skipsins gefi skýrt til kynna út á hvað leiðangurinn snúist. „Tilgang- urinn er að skapa betri skilning á því um hvað Gaia eða móðir jörð snýst og hvað þarf að gera til þess að Ragnar Thorseth skipstjórí stendur hér í stafni Oseberg. Gaia er vinstra megin á myndinni og Saga Siglar er hægra megin. hugsa vel um hana.“ Jafnframt segir hann að við þurfum að bera virð- ingu fyrir umhverfinu sem við erum einungis hluti af. Eftir allar upp- finningar og Iandafúndi síðustu 1000 ára höfum við ekki ennþá lært að lifa í sátt og samlyndi við jörðina eða hvert annað. Gaia kemur til Reylgavíkur 17.júní Gaia kom til Vestmannaeyja aðfara- nótt sl. miðvikudags. Á leið sinni til íslands kom skipið við á Orkneyjum, Hjaltlandi og í Færeyjum. Á laugar- daginn heldur skipið frá Vestmanna- eyjum áleiðis til Reykjavíkur. Skipið kemur til Reykjavíkur um kl. 17:00 á þjóðhátíðardegi okkar íslendinga, 17. júní. Koma þess mun vera hluti af hátíðarhöldum 17. júní. Þjóðhá- tíðarnefnd hefur sent frá sér dagskrá og þar kemur fram að sérstök mót- tökuathöfn verður við höfnina í til- efni komu skipsins. Forseti borgar- stjórnar mun taka á móti skipinu og lúðrasveit, barnakór og listamenn frá Noregi koma þar fram. Ingjaldur Hannibalsson segir að norski fáninn verði dreginn niður og sá íslenski dregin upp því að skipið verði skráð á íslandi. Þar á eftir mun forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skíra skipið en það hefur ekki ennþá verið gert. Frá og með næsta mánu- degi mun það formlega heita Gaia. Einnig flytur menntamálaráðherra Noregs ávarp og veitir verðlaun í rit- gerðasamkeppni sem AFS á íslandi hefur staðið fyrir. „Hluti af siglingu skipsins er að minna á mikilvægi þess að við lifum í sátt og samlyndi við náttúnjna.j\ð_við VQrndym hana eins og við getum og eyðileggjum hana ekki. Við eigum að skila henni til mæstu kynslóðar helst betri en þegar við tókum við henni. Reynt verður að minna á þetta á öllum við- komustöðum skipsins," sagði In- gjaldur. í framhaldi af því sagði hann að ungt fólk á öllum viðkomu- stöðum skipsins hefði tekið þátt í ritgerðarsamkeppnum skiptinema- samtakanna AFS um umhverfismál og náttúruvernd í heiminum og að það tengdist leiðangri skipsins. Héðan fer skipið 25. júní og heldur þá til Grænlands og þaðan fer það til Nýfundnalands. Ferð víkingaskipsins umhverfís hnöttinn Þann 9. október næstkomandi mun skipið koma til Washington og segir Ingjaldur að það sé annar hápunkt- ur ferðarinnar því 9. október er op- inber dagur Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum. Forseti Bandaríkj- anna hefur í nokkur ár lýst því yfir að einn dagur, yfirleitt í október, sé dagur Leifs Eiríkssonar. Eftir dvöl- ina í Washington mun skipið halda áleiðis til Suður-Ameríku, Asíu, að vesturströnd Ástralíu og til Afríku. Meðal annarra staða kemur skipið að landi á Kúbu og í Panama. Það fer einnig til Táhiti, Fiji, Indónesíu, Malasíu, Sri Lanka, Egyptalands og Ítalíu og verður í Sevilla á Spáni á heimssýningunni á næsta ári en heldur síðan aftur til Noregs. Áætlað er að skipið komi til Noregs síðsum- ars 1992 eftir heilsárs siglingu. -UÝJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.