Tíminn - 29.06.1991, Side 7
HELGIN
Laugardagur 29. júní 1991
.....
Laugardagur 29. júní 1991
HELGIN T 15
FJALLABILL A FÍNU VERÐI
Lada Sport er ódýr 4 manna íerOabíll sem treysta
má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið
gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri.
Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði
með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
Farangursrými má stækka með því að velta fram
aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár.
& LADA SPORT
BIFHEIDAR S LANDBUHADARVÉLAR HF.
Armúla 13108 Reykjavík Símar 681200 & 312 36
Með einleikarann í blóðinu kallast þátturinn í röðinni Fólkið í landinu sem sýndur
verður í Sjónvarpinu á laugardagskvöld kl. 21.30. Þar ræðir Sonja B. Jónsdóttir við
Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiöluleikara, sem fyrir skemmstu vakti feiknaathygli fyrir frá-
bæra frammistöðu í Sibelíusar-tónlistarkeppninni í Helsinki.
virtuosoverk. Svo eru inni á milli ljúf og falleg lög, sem eru
auðveldari."
- Hefur verið gaman að vinna að þessari plötu?
„Það var ofsalega gaman. Við Selma Guðmundsdóttir pí-
anóleikari fórum í hljóðver í byrjun maí. Svo héldum við
tónleika með öllum þessum lögum og maður hefúr aldrei
haldið eins skemmtilega tónleika. Þetta eru svo skemmtileg
lög og áhorfendum fannst mjög gaman."
- Þannig að það er gaman að spila þessi verk?
„Það er ofsalega gaman. Verkin á plötunni eru öll verk sem
ég fíla alveg í botn.“
- Valdir þú lögin sjálf?
,Já, ég valdi lögin sjálf, safnaði hinum og þessum stykkjum
saman.“
- Á að kynna plötuna eitthvað frekar með tónleikum?
„Upphaflega, þegar við um jólin ákváðum að gefa út plöt-
una, þá áttu þessir tónleikar í maí að vera útgáfutónleikar og
þá átti diskurinn að vera tilbúinn. En hann var ekki alveg til-
búinn. En nú er hann kominn. Reyndar er ég að fara að
halda tónleika á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði með Þor-
steini Gauta píanóleikara. Þá ætla þeir hjá Steinum að selja
geisladiska á lægra verði."
- Spilar þú þá einhver lög af plötunni?
„Nei, því miður. Kannski sem aukalög, það er aldrei að
vita.“
- Hvaða verk eru á efnisskrá tónleikanna á morgun?
„Þetta er dálítið sérstakt prógramm. Til dæmis spila ég
Gershwin-prelúdíur. Gershwin skrifaði fyrir píanó, en við
ætlum að spila útsetningu fyrir fiðlu og píanó.“
- Verður létt yfir þessum tónleikum?
,Já, frekar létt. En ég spila líka Beethoven-rómönsu og eitt
íslenskt einleiksverk. Svo spilum við tvö lög eftir Such og
ítalska svítu eftir Stravinsky. Þegar ég valdi verk fyrir þessa
tónleika þá hafði ég það í huga að þetta eru sumartónleikar
og það má ekki hafa þá of þunga."
- Þú spilar verk eftir Gershwin. Eru þau djössuð eins og
hans er von og vísa?
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari í viðtali
um nýja plötu, Cantabile:
„Þetta eru
svo skemmth
leg lög
Tónlistarunnendur geta stungiö sér kollhnís af gleði
þessa dagana, því út er aö koma geisladiskur meö
Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Selmu Guð-
mundsdóttur píanóleikara. Diskurinn ber nafnið
Cantabile og hefur að geyma léttklassísk verk, þó í erf-
iðari kantinum, sem allir ættu að hafa gaman af að hlýða
á. Blaðamaður sló á þráðinn til Sigrúnar, þar sem hún
dvelst nú um stundarsakir í foreldrahúsum og æsku-
stöðvum sínum í Garðabæ. Sigrún var að æfa sig á
fiðluna, en tók vel í lítið spjall um plötuna og fleira úr
heimi tónlistarinnar. Eftir kynningar og önnur forms-
atriði var samþykkt samhljóða að hefja viðtalið.
Kaupmannahöfn
KR. 17.400
Flogið alla miðvikudaga og föstudaga.
Frjálst val um hótel, bílaleigur og
framhaldsferðir.
— FLUGFEROIR
= SULRRFLUC
Öl verö eru s
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
Sniiftaöviö^gengM^jJebLjlugvaHagjöld^ogJortallat^gging^ekkHnnifalinJ^veröurm
„Eigum við ekki bara að hespa þetta
af?“
- Jú, endilega, platan fyrst. Hvers
konar plata er þetta?
„Þetta er svona plata með eintóm-
um aukalögum, ef svo má að orði
komast. Þetta eru óskaplega
skemmtileg lög og falleg. Lög sem
maður spilar gjaman sem aukalög á
tónleikum. Þetta er mjög skemmti-
leg plata og það er gaman að hlusta á
hana. Þama em til dæmis nokkur
spönsk lög, mjög melódísk og mót-
tækileg."
- Þessi tónlist kemur þá til með að
falla í kramið hjá hlustendum?
,Já, einmitt. Það var einmitt það sem
þeir hjá Steinum hf. vom spenntir fyr-
ir. Það þarf einhvem veginn að brjót-
ast í gegn til fólksins. Þessi plata er
mjög sniðug að því leyti."
- Hvað em þetta mörg lög?
„Þetta em sextán lög. Þar af em tvö
íslensk."
- Nú já, eftir hverja?
„Eitt er eftir Þórarin Jónsson og heit-
ir Húmoreska. Það er mjög fallegt.
Svo er hitt eftir Jón Nordal og heitir
Ása systir í Garðshomi. Það er mjög
þjóðlegt og skemmtilegt."
- Em þetta erfið stykki í heildina séð?
Já, frekar. Þessi hraðari stykki em
dálítið erfið. Þetta em einskonar
- Er það nýtt fyrir þér að spila djöss-
uð stykki?
,Já, já, einmitt."
- En aftur að plötunni, hvað vomð
þið lengi að taka hana upp?
„Við gerðum þetta á mettíma. Við
tókum upp á þremur eða fjómm dög-
um í byrjun maí. Við gerðum þetta
mjög fljótt."
- Og þú ert ánægð með árangurinn?
,Já, já, platan er alveg ágæt. Það er
æðislega gaman að eiga hana. Ég vona
bara að hún seljist."
- Býst þú ekki alveg eins við því?
,Jú, en maður veit aldrei, þetta er
frumraun Steinars á þessu sviði."
- Og þá líka fmmraun þín á plasti?
Já, já, einmitt. Þetta er alveg minn
diskur. Það er líka fínt að eiga þennan
disk til að geta kynnt sig með honum."
- Em fleiri plötur í bfgerð?
„Ekki eins og er, en það er aldrei að
vita.“
- Hvað er annars á döfinni hjá þér?
„Ég er alltaf að spila á tónleikum. Nú,
svo fer ég út aftur bráðum, þangað
sem ég bý.“
- Hvar er það?
„í Indiana, eða Indianapolis heitir
það. En svo kem ég heim í ágúst og fer
til Skotlands með strengjasveit. Ég
spila einleik í verki með þeirn."
- Em fleiri keppnir eins og Sibelius-
arkeppnin á næstunni?
„Það em, að ég held, þrjú ár í næstu
stóm keppnina. Ég er að spá í að fara.“
- Krefst þátttaka í slíku mikils og
langs undirbúnings?
Já, það er langur undirbúningur, og
þó, maður fær náttúrlega ekkert að
vita hvað maður á að spila fyrr en um
það bil hálfu ári fyrir. Maður þarf bara
að vera sniðugur og vera búinn að æfa
og spila öll þessi verk áður.“
- Þú æfir alla daga, er það ekki?
Jú, ég æfi ofsalega rnikið."
- Hvað æfir þú mikið á dag að meðal-
tali?
„Svona fimm tíma að meðaltali,
stundum fer ég upp í átta þegar ég er
að fara í keppnir eða spila á tónleik-
um.“
- Hefurðu fulla atvinnu af tónleika-
haldi?
„Nei, ekki enn þá. Ég fékk sem betur
fer starfslaun, þannig að ég lifi á þeim
núna. En ég get ekki einungis lifað á
tónleikum enn sem komið er.“
-Á að nota starfslaunin í einhver sér-
stök verkefni?
Já, t.d. að fara í keppnir. Nú er þetta
allt saman að byrja hjá mér, fólk er að
byrja að heyra í mér og nú má ekki
láta deigan síga.“
- Er stefnan tekin á heimsfrægð?
„Nei, ég held bara að það gangi ekki.
En bara það að fá að spila nógu mikið
og að fólk viti af manni er nóg. Mér
finnst eins og ég hafi mikið fram að
færa. Það má að minnsta kosti reyna
þetta.“
- Og það er alltaf jafn gaman að
þessu?
Já, veistu, það er alltaf jafn gaman að
þessu. Alveg meiriháttar."
GS.
London
KR. 16.900
Flogið alla miðvikudaga.
| Frjálst val um hótel, bílaleigur og
framhaldsferðir.
= FLUGFEROIR
= SGLRRFLUG
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
Öjhgrö^erujtaSgraiasju^ 1, leb. llugvallagjóld og forfallatrygging ekki innifalin i verflum.
5 MANNA FÓLKSBÍLL MEÐ VÖRUPALLI
TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR
Kjörinn bíll fyrir:
B Vinnuflokka
■ Bændur
■ Iðnaðarmenn
■ Útgerðarmenn
■ Verktaka
■ Fjallamenn
Verð kr. 1.394.880.- m.vsk.
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ
Búnaður:
■ Dieselhreyfill
■ Tengjanlegt aldrif
■ Tregðulæsing á afturdrifi
■ Framdrifslokur
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
a m
MITSUBISHI HEKLA
MOTORS LAUGAVEGI 174
SÍMI695500