Tíminn - 29.06.1991, Síða 8
16 JL HELGIN
L V í TÍMANS RÁS m WKj i
ATLI MAGNÚSSON:
„Enginn þekkir álfakóngsins mæðu“
Það lítur ekki út fyrir að vera
næðissamur starfí að vera land-
læknir á íslandi. Fyrir nokkru
varð hann að hlaupa í vörn fyrir
kollega er áttu um sárt að binda
eftir viðskipti við „sérviskufólk"
í heilbrigðismálum, þ.e. þá
heilsuhælismenn í Hveragerði,
sem stuggað höfðu tveimur
læknum (öðrum þeirra doktor),
út af stofnun sinni. Læknunum
hafði orðið það á að vega beint
eða óbeint að ýmsum þeim
kenningum er stórdrekar Nátt-
úrulækningafélagsins töldu
bera uppi grundvöll reglu sinn-
ar og fengu þeir sína „Behandl-
ung“ í samræmi við það—voru
reknir á dyr á miðri kvöldvakt.
Af svipaðri vandlætingu sveiaði
Frelsarinn víxlurunum út úr
musterinu, er þeir höfðu gjört
hús föðurins að ræningjabæli.
En ekki hefur landlækni fyrr
tekist að bera klæði á vopnin í
Hveragerði, en enn ein ólukk-
ans vandræðin knýja dyra. Nú
er það Seltjarnarnesið, sem er
sögusvið atburða. Á sína vísu er
það táknrænt, því þar er sjálf
Nesstofa, aðsetur fyrstu lyfsala
og landlækna vorra. En nú eru
hinir leiku fríir af allri sök, og
valdur að vandræðunum er
sprenglærður doktor, sem
óvænt hefur tekið upp á að
pakka niður gömlu patólógí-
unni og lyfjaskránni og taka
þau fræði er honum voru fyrr
kennd til gagngerrar endur-
skoðunar. Hefur hann að sögn
fundið sér nýja meistara, sem
vér kunnum ekki upp að telja,
en virðast sumir af skóla þeirra
manna er gerðu veg Nesstofu
sem mestan með bíld og iglur
að vopni. Meðal þeirra gæti ver-
ið Jón gamli Hjaltalín sem fyrir
miðja síðustu öld rak vatns-
lækningar á Klampenborg.
Hann pakkaði fólki inn í lök
langtímum saman, eins og nú
heyrist að sé orðinn mikill sið-
ur á Seltjarnarnesi. Þá sætir
ekki minni tíðindum, ef satt er,
að sér til ráðuneytis hafi lækn-
irinn mann af indíánaættum,
sem þá býr líklega yfir eldfornri
kunnáttu úr fórum þeirra „Sitt-
ing Bull“ og „Gömlu krumlu“
og hvað þeir gömlu og vísu
menn nú annars hétu. Ekki er
umtalsvert að þessi siðbótar-
maður í læknavísindum á Nes-
inu iðkar nálastungulækningar,
eins og Kínverjar, enda munu
þær hafa öðlast nokkra viður-
kenningu meðal starfbræðra
hans er enn halda sig við
„gömlu“ aðferðirnar. í hnotsk-
urn virðist sem læknirinn vilji
hafa við sem náttúrlegastan
máta bæði í fræðum sínum og
dagfari öllu. Segir enda sagan
að hann hafi lýst yfir í sjónvarpi
að hann hafi ímugust á allri
sápu, einkum þegar hann fer í
sundlaugarnar, enda noti hana
ekki aðrar skepnur en maður-
inn. Þessi yfirlýsing var þó ekki
beint heppileg í ljósi nýjustu at-
burða, því hún hefur tryggt
landlækni atfylgi allra sund-
laugabaðvarða í höfuðborginni.
Landlæknir á þó sem skilja
gefur úr vöndu að ráða. Hann
hefur sem starfsbróðurlegast
reynt að fá „kollegann" á Nes-
inu til að fallast á það með sér
að hann sé tjúllaður (þ.e. sá á
Nesinu), en ekki hefur heyrst að
greiðlega hafi gengið saman
með þeim í því efni hvað komið
er. Annars væru þá hæg heima-
tökin á Nesinu, því það var al-
geng og gild aðferð hér fyrrum
að vefja þá inn í lök, sem eitt-
hvert rutl var komið á. En svo
er ekki að vita nema lækninga-
aðferðir þessar eigi sér formæl-
endur fleiri en margur rennir
grun í og að það sannist að vís-
indi þeirra gamla Jóns og
Gömlu krumlu boði „nýtt“
skeið í læknavísindum. Hver
veit. — En margt á landlæknir
vor við að rjá og gæti hann tek-
ið undir með harmkvælaskáld-
inu: „Enginn þekkir álfakóngs-
ins mæðu.“ Má enda hamingjan
vita hverjum verður á endanum
pakkað inn í lak...
Gettu nú
Laugardagur 29. júní 1991
Við sáum kirkjuna
á Reynistað í
Skagafirði á mynd-
inni hér á dögun-
um.
Nú er spurt um
vatnsfall sunnan-
lands, sem fjöllin í
norðri gefa vís-
bendingu um hvert
muni vera.
KROSSGÁTA