Tíminn - 29.06.1991, Side 11
t'augárdágur 29.'júnM‘991
r.r
HELGIN 1
19
MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
setja lykilinn í skrána, en þegar
dyrnar vildu ekki opnast sparkaði
hann í hurðina og hélt inn.
Skömmu síðar heyrði hún gler
brotna.
Lögreglumaðurinn ræddi einnig
við ættingja Joy Whitted og komst
að sögunni um garðsöluna.
Einnig var rætt við Sharon Duke,
sem skýrði frá ferð föður síns í
brúðkaupið í Kaliforníu.
Þann 8. desember 1988 hélt lög-
reglan til Whitted-hjónanna og
bað þau um að fylgja sér á stöðina.
Hjónin samþykkti það, en lögðu
áherslu á að þau gætu ekki verið
lengi, þar sem þau yrðu að skilja
10 mánaða gamalt barn sitt eftir
eitt heima.
Þau voru fyrst spurð að því
hvernig á því stæði að þau byggju í
húsinu.
Hústaka
Joy sagði að þau hefðu verið borin
út úr íbúð sinni þann 8. aprfl 1988.
Hún var viss um dagsetninguna,
þar sem maður hennar átti afmæli
daginn eftir. Þau héldu þá til húss-
ins í Pennsauken og þegar enginn
kom til dyra, og þar sem þau áttu
ekki í önnur hús að venda, braut
David glerið í hurðinni og þau
héldu inn með börnin þrjú.
Joy sagði einnig að bfll ömmu
hennar heitinnar hefði verið í inn-
keyrslunni og þar sem þau voru
bíllaus og gátu ekki fundið lyklana
að bflnum fengu þau lásasmið til
að smíða nýja lykla svo þau gætu
haft afnot af bflnum.
Latham rannsóknarlögreglumað-
ur vildi fá að vita hvaða álit Joy
Whitted hefði á Alphonsus Mahon-
ey.
Hún svaraði því til að hann væri
vondur maður, sem bæri ábyrgð á
dauða afa hennar og ömmu. Hvað
garðsöluna varðaði sagðist hún
hafa selt allt sem í húsinu var, því
það tilheyrði henni með öllum
rétti, þar sem amma hennar var
látin. Hún bætti því við að foreldr-
ar hennar hefðu yfirgefið hana og
systkini hennar og hefðu afi þeirra
og amma alið þau upp.
I miðri yfirheyrslunni kom hinn
sveri, 23 ára gamli David Whitted
með fullan poka af bleium, mat og
fötum handa barninu.
Hann var spurður hvort hann
hefði séð Alphonsus.
Hann neitaði að hafa séð eða vit-
að neitt um dauða hans.
Síðar, þegar Joy og David voru yf-
irheyrð sitt í hvoru lagi, hafði Joy
aðra sögu að segja lögreglunni.
„Lemdu hann
með einhverju!"
Hún sagði að þegar Mahoney
hefði komið að húsinu hefðu hún
og David legið uppi í sófa og verið
að horfa á sjónvarpið. Þegar þau
heyrðu hljóð við dyrnar spruttu
þau þegar á fætur og hlupu að dyr-
unum. Þar sáu þau Mahoney vera
að reyna að komast inn.
Joy sagði að David hefði hrópað
„Lemdu hann. Lemdu hann með
einhverju." David réðst þá á Ma-
honey og þeir tókust á. Joy sagðist
þá hafa hent í hann vatnsglasi,
sem vitanlega hafði lítið að segja.
„Lemdu hann með blómavasa,"
orgaði David.
Mahoney reyndi að komast út úr
húsinu, en David, sem var 50 kfló-
um þyngri og 44 árum yngri, hélt
gamla manninum föstum tökum.
Joy réðst einnig að honum og reif í
hár hans og saman drógu þau
hjónin manninn inn í húsið.
„Lemdu hann aftur,“ gargaði Dav-
id og Joy barði gamla manninn aft-
ur í höfuðið með vasanum, en það
virtist engin áhrif hafa. Næst greip
hún viftu og henti í hann, enn til
einskis. Þá greip hún hljóðnema
úr málmi og sló Mahoney einu
sinni enn.
Nú féll gamli maðurinn til jarðar
meðvitundarlaus. David sló Ma-
honey líka í höfuðið með kylfu,
ekki verið frelsuð og kristin eins
og við,“ bætti móðirin við.
Réttarhöldin
Minnstu munaði að réttarhöldin
færu út um þúfur þegar dómari
vildi láta dæma þau ógild, þar sem
nokkrir kviðdómendur urðu upp-
vísir að því að hafa lesið um málið
í blöðunum. Af því varð þó ekki.
Verjandi Joy bar það fyrir sig að
hún hefði ekki vitað neitt um
erfðaskrána eða misklíð vegna
Þetta hús og það sem í því var olli miklum deilum eftir lát eigandans.
sagði Joy. Skömmu síðar lést
hann.
Hjónin náðu nú í sængurföt og
vöfðu líkið inn í þau. Þegar það var
afstaðið notuðu þau límband og
rafmagnssnúrur til að ganga frá
bögglinum. David bar líkið út í bíl-
inn og setti það í skottið. Hann
varð að brjóta fótleggi Mahoneys
til að koma líkinu fyrir. Síðan
sagði Joy að þau hjónin hefðu sest
upp í bílinn og ekið til Pennsylvan-
íu.
Hún minntist þess að hafa ekið
eftir dimmum vegi í Chestersýslu
með tvö börn í framsætinu og lík-
ið af Mahoney í farangursgeymsl-
unni. Þegar þau komu til West
Chester í Pennsylvaníu, skammt
þar frá sem David Whitted bjó áður
og þar sem hann hafði ákveðið að
grafa líkið, sá David að verið var að
byggja mikið af nýjum íbúðarhús-
um á svæðinu. David hafði haft í
hyggju að grafa líkið nálægt
svepparæktunarstöð, en frá henni
lagði mikinn fnyk sem hann taldi
að myndi yfirgnæfa nályktina. En í
stað þess héldu þau á annan stað
um það bil mflu frá fyrrum heimili
Davids og grófu líkið þar.
Þegar lögreglan athugaði erfða-
skrá Leonu Huggins kom í ljós að
hún hafði arfleitt Mahoney að öll-
um sínum eigum. Ef Mahoney
væri ekki á lífi þegar hún létist átti
annar ættingi hans að fá húsið og
enn einn ættingi hans að erfa þann
fyrri. Þeir 3000 dollarar, sem þá
voru eftir, áttu að ganga til tveggja
barna Joy og eins ættingja til.
Tæpum mánuði eftir að erfðaskrá-
in var gerð lést Leona Huggins af
hjartaslagi.
Lögfræðingur Huggins skýrði frá
því að hún hefði áður fengið nokk-
ur væg hjartaáföll og hefði verið
líkamlega veik. „En hún var and-
lega hress og vissi hvað hún var að
gera,“ sagði lögfræðingurinn. „Það
er gengið vandlega úr skugga um
slíkt áður en erfðaskrá er gerð.“
Varðandi þær ásakanir að Mahon-
ey hefði kúgað Leonu Huggins,
kvaðst lögfræðingurinn ekki hafa
séð nein merki slíks. „Samband
þeirra virtist mjög gott,“ sagði
hann. „Ef ég hefði séð að hann
hefði einhver óeðlileg áhrif á hana,
hefði ég ekki gert erfðaskrána."
Þrátt fyrir að Huggins hefði látið
vilja sinn afdráttarlaust í Ijós með
gerð erfðaskrárinnar kom nú í ljós
að ýmsir ættingjar höfðu tekið það
óstinnt upp. Lögregluskýrslur
leiddu í Ijós að oft hafði komið til
háværra rifrilda og átaka þegar
ættingjar Mahoneys komu í heim-
sókn til hans og hittu ættingja Le-
onu.
Ári áður en Huggins lést hafði
hún misst eiginmann sinn.
Skömmu síðar flutti Mahoney til
hennar.
Sökum vitnisburðar Joy voru þau
hjón nú ákærð fyrir morð, eyði-
leggingu sönnunargagna með því
að fela líkið, innbrot og bflþjófnað.
Bamshvarf
En Whitted-hjónin áttu fleiri mál
yfir höfði sér. Þegar þau voru
dæmd í gæsluvarðhald var yngstu
börnunum komið fyrir af því opin-
bera, en hvar var hin fjögurra ára
gamla Corena Taylor?
Hjónin sögðu lögreglu að þau
hefðu komið henni fyrir hjá vinum
sínum í Kaliforníu. Á meðan lög-
reglan var að kanna þetta kom fað-
ir Corenu og bað um að fá umráða-
rétt yfir henni.
Vinirnir, sem að sögn áttu að vera
að gæta barnsins, höfðu ekki búið í
Kaliforníu árum saman þegar bet-
ur var að gáð. En lögreglan hafði
uppi á þeim í Arizona. Haft var
samband við þá og þeir sögðust
ekki hafa haft samband við Joy
Whitted svo árum skipti og væru
svo sannarlega ekki með barn
hennar í gæslu.
Þegar farið var að ganga harðar
að þeim hjónum varðandi barns-
hvarfið komu óhugnanlegar stað-
reyndir í ljós.
Whitted-hjónin voru ofsatrúar-
fólk og álitu að þau þyrftu aðeins
að svara til saka fyrir æðri máttar-
völdum. Einhvern veginn hafði
þeim tekist að sannfæra sjálf sig
um að litla stúlkan væri haldin ill-
um anda og yrði að deyja.
Móðir Iitlu stúlkunnar byrjaði á
þvf að setja teppi yfir höfuð hennar
og setjast ofan á hana. En það
dugði ekki til.
„Eg hélt að Guð hefði ákveðið að
leyfa henni að Iifa, en David sagði að
við yrðum að klára verkið, þar sem
hún væri mikill syndari, ekki kristin
og frelsuð eins og við.“ Joy bætti því
við að David hefði sagt að einu fjöl-
skyldumeðlimimir, sem væru heil-
agir, væm þau hjónin og ungbarnið.
David fór síðan með litlu stúlk-
una og drekkti henni í baðkarinu
og skar síðan af henni höfuðið.
„Ég heyrði í henni þegar hún var
að drukkna, svona andköf," sagði
Joy. En hún kvaðst ekki hafa verið
viðstödd þegar hann skar höfuðið
af líki barnsins og pakkaði því inn.
„Ég sá tvo pakka," sagði Joy
skjálfrödduð. „En ég sá hana ekki
eftir að hún var tekin upp úr bað-
karinu." Hún sagði að maður
hennar hefði losað sig við annan
böggulinn í ruslið heima hjá þeim,
en hinum hefði hann hent í rusla-
gám við stórmarkað.
„Hann sagði mér að vera ekki að
gráta vegna syndara. Hún hefði
hennar. Hún hefði aðeins verið að
aðstoða eiginmann sinn þegar
hann lenti í átökum við Alphonsus
Mahoney.
Nágranni Joy gaf af henni aðra
mynd en fjölmiðlar höfðu gert, en
þar var hún talin hin versta for-
dæða. Nágranninn benti á að þegar
afi og amma Joy létust hafi hún
staðið ein uppi í heiminum. For-
eldrar hennar hefðu yfirgefið hana
í bernsku og eftir það hefði hún al-
ist upp á flækingi, þótt oftast hefði
hún verið hjá afa sínum og ömmu.
Hún hefði aldrei átt neinn að sem
raunverulega þótti vænt um hana
og annaðist hana. Nágranninn áleit
að sökum þessa hefði David átt
auðvelt með að ná óeðlilega sterk-
um tökum á henni og getað fengið
hana til að hlýða sér í einu og öllu.
Joy Lynne Whitted var ákærð fyr-
ir að hafa tekið þátt í að drepa Alp-
honsus Mahoney og fyrir að hafa
gert tilraun til að drepa dóttur
sína og meðsekt um morð hennar.
Hún hlaut samtals 80 ára fangels-
isdóm.
Nágrannar báru að hafa séð David
biðjast fyrir við krKSoiark sem var
í garðinum. HafðLflfif verið sett
ofan á moldarhaut 1
Grunsemdir vöknaðu nú um að
barnslíkið kynni að hafa verið
grafið þar. Garðurinn var allur
grafrnn upp, en engin ummerki
fundust um að þar hefði verið graf-
ið lík. A
David Whitted neitað! alfarið að
svara nokkurri spurningu, sem
fyrir hann var lögð, og allt sem frá
honum kom voru yfirlýsingar um
sérstakt samband hans við Guð og
þau forréttindi sem það veitti hon-
um.
Hann hefur verið ákærður fyrir
bæði morðin og bíður ennþá dóms
í fangelsi.
Einkaumboð á
Þekking Reynsla
SUDURLANDSBRAUT 8, SIMI814670
;vem
gírmótorar
rafmótorar
Þýsk gæðavara á góðu verði.