Tíminn - 29.06.1991, Síða 12

Tíminn - 29.06.1991, Síða 12
20 HELGIN Laugardagur 29. júní 1991 i Ungir framsóknarmenn hafa tekið flög í fóstur í samvinnu við Landgræðsluna. Hér eru þeir að störfum ofan við Galtalæk. Fjölbreytt sumarstarf framundan Sumarstarf SUF er margvíslegt. Nefndir vinna að málefnum eftir aðstæðum. Af sérstökum sumar- ferðum, sem framundan eru, má nefna að í dag, 29. júní, verður far- in vinnuferð að rofabarðinu Stein- grímsþúfu, sem í dag er grasi vaxið og mikið augnayndi fyrir þá sem áhuga hafa á umhverfisvernd. Ætl- unin er að merkja barðið samtök- unum með skilti. Þórsmerkurferð verður dagana 6. og 7. júlí í sam- vinnu við FUF-félögin á Suður- landi. Þeir, sem áhuga hafa á að fara í þessar ferðir, geta haft sam- band við Önnu Kristinsdóttur á flokksskrifstofunni í s. 624480. Um mánaðamótin ágúst-septem- ber verður haldinn á Sauðárkróki miðstjómarfundur SUF og opin ráðstefna SUF. Á ráðstefnunni verður tekið fyrir: Jöfnun atkvæð- isréttar - er það réttlátt og Tæki- færi ungs fólks á landsbyggðinni. Unnið verður í hópum eftir fram- sögu erinda. Um kvöldið munu svo ráðstefnugestir fjölmenna á sveita- ball í grenndinni. Framsóknarflokkurinn er nú í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í lengri tíma. Fyrstu spor hinnar nýju ríkisstjómar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuílokks lofa ekki góðu fyrir þá sem vilja bæta hag þeirra sem minna mega sín og vilja búa við velferðarkerfi sem sinnir ekki einungis þeim sem fjármagn- ið hafa. Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður, frjálslyndur miðjuflokkur og veitir vandaða málefnalega stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn hvetur allt ungt fólk sem vill berjast fyrir bættu mannlífi á íslandi að ganga til liðs við hann og styrkja til fram- fara. Siv Friðleifsdóttir, form. Samb. ungra framsóknarmanna ®3Sí//r Vei bera þær hattana Anna Kristinsdótiir, gjaldkeri SUF, og Siv Friðieifsdóöir formaður. m m manttssou* en hann ræddi ura óhmiur samvl&au ungrajafnaðannanna. Frunnnieiendur i þeim fdndi voru Stdngrimur Her- manmson, Jónas Krisljánsson og Þröstur uhfsson. Að kvoldl hins 1. júní var velhcppnað Hattahóf SUF haidið á Fógctanum. Hattmann ársins var valinn G. Valdimar Vaidimarsson og hlaut bann Hattaorðuna af því tiiefhi. Var hann vel að sigrinum kominn. Þann 7. jónf höt SUF sinn 4. Mjómar- fund. Þar voru samþykktar áýftanir, sem síðar hafa birst hér í Tímanum. Hattmann ársins var kjörinn G. Valdimar Valdimarsson og er hann hér i faðmí aðdáenda, Önnu Kristtnsdóttur og Margrétar Valgeirsdóttur. Broddi Broddason formaður Kjördæmisráðs Austurlands, Sigurður Sigurðsson nýkjörinn formaður FUF á Fljótsdalshér- aöi og HalldórÁsgrímsson vara- formaður Framsóknarflokksins. Tvöný FllF-félög Annasamt hefur verið hjá SUF (Sambandi ungra framsóknar- manna) að undanförnu. Tvö ný FUF-félög hafa verið stofnuð. Þann 25. apríl var stofnað FUF-Fljótsdals- héraði, formaður var kosinn Sig- urður Sigurðsson. Þann 27. maí var stofnað FUF-Austur-Skaftafells- sýslu, formaður var kosinn Björn Sigfinnsson. Þeir ungu framsóknar- menn, sem tilheyra þessum svæð- um, eru hvattir til að hafa samband við þá Sigurð eða Björn. Á myndinni má sjá formann SUF, Siv Friðleifsdóttur, ásamt stjóm hins nýstofnaða Félags ungra framsóknarmanna í Austur- Skaftafellssýslu. Talið firá vinstri: Hlynur Finnbogason, Gísli Sigurðsson, Siv Friðleifsdóttir, Bjöm Sigfinnsson formaður hins nýstofhaða félags og Friörik Ingjaldsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.