Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 16. júlí 1991 Fundur sjö helstu iðnríkja heims hófst í gær í Lundúnum: Líklegt að START-samning- urinn verði undirritaður Allar lífcur eru á því að Bush Bandarífcjaforseti og Gorbatsjov Sov- étforseti muni undirrita sögulegt samkomulag um fækkun fcjarn- orfcuvopna risaveldanna í Lundúnum síðar í þessari viku, ef marka má bandaríska embættismenn í gær. Árlegur fundur leiðtoga sjö helstu iðnrífcja heims, sá sautjándi í röðinni, hófst formlega í gær í Lundúnum. Rífcin sjö eru Band; Þýskaland, Kanada og Ítalía. Gorbatsjov hefur verið boðið að koma til fundar við leiðtogana sjö til að kynna umbótaáætlun sína í efnahagsmálum, og vonast hann eftir stuðningi leiðtoganna sjö. Sovétforsetinn mun koma til Lund- úna á miðvikudag og mun hann, auk þess að eiga viðræður við alla leiðtogana sjö, eiga tvíhliðaviðræð- ur við Bush Bandaríkjaforseta. Bandarískir embættismenn telja miklar líkur á því að þá verði undir- ritaður svokallaður START- afvopn- unarsamningur risaveldanna (Stra- tegic Arms Reduction Treaty), sem gerir m.a. ráð fyrir fækkun lang- drægra kjarnorkueldflauga um 30%. Ef af undirritun samningsins kin, Bretland, Frafckland, Japan, verður, mun fundur þeirra Bush og Gorbatsjovs, sem áætlað er að halda í Moskvu og sem fyrst stóð til að halda í febrúar, verða síðar í þessum mánuði eða í byrjun þess næsta, að sögn bandarísku embætt- ismannanna. Mikill árangur náðist í maraþon- viðræðum utanríkisráðherra land- anna, Bakers og Bessmertnykhs, í Washington um síðustu helgi, og náðist samkomulag um öll atriði samningsins nema eitt. Það var hvernig ætti að greina á milli nýrra og gamalla langdrægra eldflauga, en samningurinn tekur ekki til þeirra nýju. Bush skýrði frá árangri START- viðræðnanna þegar fundur leiðtog- Líkur eru taldar á því að Bush og Gorbatsjov undirriti START- afvopn- unarsamninginn síðar í þessari viku. anna sjö var settur í gær, en á dag- aks, umhverfismál, vopnasala og skrá fundarins eru m.a. málefni ír- ósk Sovétríkjanna um efnahagsað- stoð. Líklegt þykir að leiðtogarnir sjö styðji Bush í að gera árás á írak ef þeir eyðileggja ekki kjarnorkubún- að sinn. „Afstaða okkar allra er ljós. ... við munum leita allra leiða til að koma í veg fyrir að írak verði kjarn- orkuveldi," sagði Douglas Hurd, ut- anríkisráðherra Bretlands. Hins vegar virðist minni samstaða meðal sjöveldanna um hvort veita eigi Sovétríkjunum efnahagsaðstoð. Þjóðverjar, Frakkar og Italir eru helst fylgjandi stórfelldri efnahags- aðstoð til Sovétríkjanna. Haft var eftir Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Þýskalands, að um- bótaáætlun Gorbatsjovs væri góður grundvöllur fyrir viðræður. En tals- maður japanskra stjórnvalda, sem hafa verið hvað mest á móti efna- hagsaðstoð til Sovétríkjanna, sagði í gær að hugarfarsbreytingu þyrfti að koma til hjá sovésku þjóðinni svo hægt væri að veita henni að- stoð. Hún þyrfti að læra að hjálpa sér sjálf. Reuter- Fréttayfirlit DAMASKUS - Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, hefur fallist á friðartillögur George Bush Bandaríkjaforseta fyrir Mið- austurlönd. í bréfi, sem Bush fékk frá Assad á sunnudag, seg- ir, samkvæmt opinberu frétta- stofunni f Sýrlandi, að tillögur Bandaríkjaforseta séu , jákvæð- ar“ og „óhlutdrægar“. Aðeins nokkrum klukfcustundum áður en bréflð barst hafði Bush hót- að því að gera friðartillögur Bandaríkjamanna fyrir Miðaust- urlðnd opinberar ef ísraels- menn og Arabar sýndu engan friðarvUja. fsraelsmenn hafa ekki faliist á tfflögurnar og Yltz- hak Shamir, forsætisráðherra landsins, ítrekað) í gær að fsra- eismenn gætu ekki gengið að tillögum Bush. Ákveðið hefur verið, í kjölfar hins jákvæða skrefs Sýrlendinga, að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fari í sína flmmtu friðarferð tll Miðaust- urlanda um næstu helgi. ANKARA - Síðustu hermenn fjölþjóðaliðsins, sem var t Norð- ur- írak til að vernda Kúrda fyr- ir hersveitum Saddams Hus- sein, fóru þaðan í gær. Um 12 þúsund hermenn voru í fjöl- þjóðaliðinu í Norður-írak þegar fæst var. Um 3 þúsund manna hraðlið Bandaríkjanna og nokk- urra Vestur-Evrópurífcja, sem staðsett verður í Týrklandi, fcemur til með að taka við vernd- arhlutverki liðsins sem Íauk brottflutningi sínum frá frak í gær. NÝJA DELHÍ - Mlnnlhluta- sflótn Kongressflokksins á Ind- landi hélt veili í gær þegar van- traustsyfírlýsing á stjórnina var tekin til atkvæða á indverska þinginu. 241 þingmaður greiddu atkvæði á móti yfirlýs- ingunni, 111 með og 112 sátu hjá. Vantrausti var lýst á stjórn- ina eftir að hún hafði komið á óvlnsælum breytingum sem ætiað er að bæta bágborinn efnahag iandsins. NEW YORK - Ákveðið hefur verið að sameina tvo stóra bandaríska banka, Chemical- bankann og Manufacturers Hanover-bankann. Þetta var til- kynnt f gær. Saman munu þeir mynda næst stærsta bankann í Bandaríkjunum, en City-bank- inn er stærstur. BAGDAD - frösk stjórnvöld sögðu í gær að líkur væru á því að Bandarífcjamenn gerðu árás á landið, jafnvei þótt þau gerðu allt til þess að auðvelda eftirlits- mönnum frá Sameinuðu þjóð- unum að rannsafca fcjarnorku- búnað landsins. KÚVEIT - Emfrinn í Kúvelt veitti f gær ríkisstjórninni heimiid tii að tafca erlend lán að jafnvlrði rúmtega 2 þúsund milljarða ísl. kr. til að borga stríðsreksturinn í Fersaflóa- stríðinu og færa þjóðfélagið í fyrra horf. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem furstadæmið leitar eftir eriendri fjárhagsað- stoð. Eignir furstadæmisins er- lendis eru metnar á jafnvlrði rúmlega 6 þúsund milljarða ísl. kr. MOSKVA - Um 500 harðlínu- menn f sovéska kommúnista- fíokknum stofnuðu á sunnudag með sér samtök, sem ætlað er að koma f veg fyrir þjóðfélags- breytingar Gorbatsjovs Sovét- forseta og koma þjóðfélags- skipulaginu í það horf sem það var á tfmum Lenfns. Harðlínu- mennirnir sökuðu Gorbatsjov um að reyna að koma á kapítal- isma í landinu með efnahags- umbótum sínum og skoruðu á sovéska þingið að iýsa yfir van- trausti á forsetann. BAMAKO - Hópur manna undir forystu liðsforingjans og innanrífcisráðherrans, Lamine Diabira, gerði vaidaránstilraun f N-AfríkuríJrinu Malí í gær, en hún var brotin á bak aftur og Diabira var varpað í fangelsi. Diabira var í hópi þeirra manna sem steyptu Moussa Traore, fyrrum forseta landsins, af vaidastóll þann 26. mars síðast- flðinn. Átökin í Króatíu halda áfram: FRIÐAR VIÐRÆÐU R GANGA ERFIÐLEGA Friðarviðræður helstu stjórnmálaleiðtoga Júgóslavíu til að koma í veg fyrir að borg- arastyrjöld brjótist út í land- inu virtust ætla að fara út um þúfur í gær, þegar þrír fulltrú- ar í forsetaráði landsins sögð- ust ekki ætla að taka þátt í viðræðunum, sem til stóð að halda á eyjunni Brioni í Adría- hafi í dag. Til stóð að forsetaráðið héldi við- ræðurnar á Brioni í stað þess að halda þær í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, þar sem fulltrúi Sló- veníu í forsetaráðinu hefur neitað að mæta á fundi ráðsins í Belgrad. Fulltrúar Svartfjallalands og sjálf- stjórnarhéraðanna Kosovo og Voj- vodina í forsetaráðinu neituðu hins vegar að fara til Brioni til þess eins að þóknast fulltrúa Sló- veníu. Auk forsetaráðsins stóð til að forsætisráðherra Júgóslavíu og leiðtogar lýðveldanna sex í Júgó- slavíu kæmu til viðræðna á Bri- oni. Blóðugir bardagar héldu áfram í Króatíu í gær. Skriðdrekar Júgó- slavíuhers gerðu í fyrrinótt harða árás á króatíska þorpið Kraljevc- ani, um 50 kílómetra suður af Za- greb, höfuðborg Króatíu, og drápu einn króatískan hermann og særðu annan og eyðilögðu fimm- tán hús. Bardagarnir fylgdu f kjöl- far annarra bardaga á þessum sömu slóðum á sunnudag. Eftir bardagana á sunnudag sömdu yf- irmenn króatíska varnarliðsins og yfirhershöfðingi Júgóslavíuhers á þessu svæði um vopnahlé og um að draga herina til baka. Hins veg- ar neitaði stjórnandi herdeildar- innar, sem réðst á Kraljevcani, skipun yfirmanns síns um að draga sig til baka, á þeirri for- sendu að hann þyrfti að vernda serbneska minnihlutann á þessum slóðum. Króatískir embættis- menn tóku viðræður undirmanns- ins og yfirmannsins upp á segul- band, þar sem undirmaðurinn neitaði að hlýða skipunum yfir- mannsins, og spiluðu það fyrir fréttamenn. Þetta þykir renna stoðum undir þann grun að júgó- slavneski herinn sé að meira eða minna leyti stjórnlaus. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.