Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 16. júlí 1991 Sala aukist töluvert á vínum og brenndum drykkjum milli ára, en: Bjórsalan minnkað um 3 bjóra á mann Sala ÁTVR á áfengum bjór var nær kvartmilljón (245.000) lítrum minni á fyrri helmingi þessa árs heldur en í fyrra. Þaö er tæplega 8% samdráttur í magni, en nær 9% samdráttur mælt í lítrum hreins alkóhóls. Lætur nærri að bjórsalan hafí minnkað um einn lítra á hvert mannsbarn í landinu, eða um 3 bjóra, miðað við sama tímabil í fyrra. Sala á bjór þessa sex mánuði var rúmlega 2.880 þús- und lítrar. Þeir innihéldu 146.440 lítra hreins alkóhóls, sem er 31,6% af öllu seldu alkóhóli. Þetta hlutfall hefur lækkað úr 34,4% milli ára. Sala hefur aftur á móti aukist tölu- vert á nær öllum öðrum áfengisteg- undum nema íslensku brennivíni, genever og vermútum. Mælt í hreinu alkóhóli er heildarsala ÁTVR 0,41% minni á fyrri helmingi þessa árs heldur en á sama árshelmingi 1990. Sala léttvína virðist aftur á hraðri uppleið. Sala rósavíns hefur aukist um 27% milli ára, sala á hvítvíni tæp 10%, á rauðvíni rúmlega 6% og um 7% á kampavíni. Af sterku drykkjunum hefur salan aukist hlutfallslega langmest á rommi, eða Hreyfimyndagerðarmenn frá Norðurlöndum og Eystrasalts- rikjum þlnga i Hafnarfirðl: Fyrsta þingið hér á landi Nordic tlght, samtök þeirra sem fast við hreyfimyndagerð (ani- mation) á Norðuriöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, munu halda hið áriega þing sitt hér á landi dagana 23.-25. ágúst næstkom- andi. Leitað var tfl bæjaryfirvalda í Hafnarftrði um fyrirgreiðslu varð- andi þinghaldið. Beiðninni var vel tekið og mun þingið án efa setja svip sinn á bæjariífið meðan á því stendur. f tengslum við þingið verður haídin sýning í Hafnaiborg á teflmingum, handritum og fleiru sem tengist hreyfimynda- gerð. Auk þess verða sýndar myndir af myndböndum á fúndar- staðnum meðan á þinginu stend- ur. Samtökin voru upphaflega mynduð árið 1985, þegar nokkrir aðflar á þessu sviði komu saman í StokkhólmL Síöan þá hafa Norð- uriöndin skipst á að halda þessi þing, en þetta er í fyrsta sinn sem Islendingar eru gestgjafamir. Ár- ið 1988 slógust Eystrasaltsbúar f hópinn, en í þeim löndum stend- ur þessi listgrein á gömhim merg og hcfur þátttakendum þaðan fjiilgað mi’ð hverju ári. -SIS nær 14% milli ára. En 5-6% sölu- aukning er algeng í þessum flokki, m.a. á þjóðardrykknum vodka, sem inniheldur um fjórðung alls þess alkóhóls sem selt er hjá ÁTVR. Vin- sældir brennivínsins hafa aftur á móti verið að hrapað síðustu tvö ár- in. Sala þess svaraði t.d. til meira en þriðjungs af seldu vodka árin 1988 og 1989. í ár er þetta hlutfall komið niður undir fjórðung á við vodkasöl- una. Sala á sígarettum hefur verið að- eins meiri (0,8%) í ár heldur en í fyrra. Vindlasala hefur aftur á móti minnkað um svipað hlutfall og sala á reyktóbaki snarminnkað, eða um rúmlega 9% milli ára. Nef-/munntóbak virðist hins vegar aftur að vinna á, með um 7% sölu- aukningu m.v. síðasta ár. - HEI S. Gualano og Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, viö nýju tækin. Nýr búnaður Pósts og síma: Skiptir yfir á varaleiðir Póstur og sími hefur komið sér upp búnaði í símstöðinni í Múla. Þessi búnaður skiptir sjálfkrafa yf- ir á varaleiðir ef bilun verður ein- hvers staðar á flutningsleiðum símans í miðbænum. Nýju tækin eru frá ítalska framleiðandanum Marconi. Á næstunni verður sett- ur upp sams konar búnaður á fleiri stöðum í Reykjavfk og nágrenni. Með uppsetningu á þessum tækj- um er reynt að koma í veg fyrir að truflanir verði á símaumferð, þótt bilun verði á einhverjum einum stað í símakerfinu. Sífellt er unnið að því að koma á varaleiðum fyrir símann, til dæmis með því að tengja símastöðvar á tvær eða fleiri flutningsleiðir. Nýi búnaðurinn skiptir sjálfkrafa yfir á slíkar varaleiðir ef nauðsyn krefur og tekur skiptingin ekki nema tvær til þrjár sekúndur. Tækin í Múla geta flutt átta þús- und símtöl yfir á aðrar leiðir og ætti það að duga undir öllum venjulegum kringumstæðum. Aðalframkvæmdastjóri Marconi- íyrirtækisins á Ítalíu, S. Gualano, kom hingað til lands til að vera viðstaddur þegar búnaðurinn var formlega tekinn í notkun. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra undirbýr sparnað í ráðuneyti sínu: Sennilega koma ný lög um grunnskóla og leikskóla ekki til framkvæmda núna Ríkisstjórnin undirbýr mikinn sparnað og niðurskurð í ríkisbú- skapnum. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra situr í ráðu- neyti sem veltir miklu fé. Hann var spurður að því hvar hann ætlaði að beita hnífnum. „Við berum niður á hverjum punkti í raun, það er ekki hægt að útiloka neinn þátt ráðuneytisins. Við erum að vinna að undirbúningi fjárlagatil- lagna okkar. Að vfsu höfum við auð- vitað sent þær fyrir löngu, en þær eru nú í endurmati hér sem annars staðar. Það er ætlunin að ráðherrar skili sínum endurmetnu tillögum um mánaðamót. Það er okkar við- fangsefni nú að ná þeirri lækkun ríkisútgjalda sem hverju ráðuneyti er ætlað. Frá tillögum ráðuneytisins þarf ég að ná þeim niður um tvo milljarða. Og ég mun reyna það. Það er allt hægt, en ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir munu svo meta hvort það er hægt, í gæsalöppum skulum við segja, að koma þeim til- lögum fram þegar menn sjá hvað þarf að gera. Það kostar ýmsar laga- breytingar og þá lyrst kemur í ljós hverju menn eru tilbúnir að breyta. Það er rétt. Til þess að ná þessu markmiði þarf að koma með bæði ný grunnskólalög og ný Ieikskóla- lög. Það er enda kannski auðveldast að bera þar niður, í verkefnum sem eru ekki þegar komin til fram- kvæmda. Það dugar þó engan veg- inn. Það þarf að gera meira. Þegar hins vegar er sýnt hverju þarf að breyta, kemur fyrst í ljós hvort menn eru búnir til þess,“ segir Ólaf- ur G. Einarsson. -aá. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra hefur falið Arn- Ijóti Björassyni prófessor að semja Iagafrumvarp, sem feli í sér reglur um ákvörðun bóta fyrfar líkamstjón og önnur at- riðí á sviði skaðabótaréttar ut- an samninga sem tímabært er að lögfesta. Eins og kom fram í Tímanum sl. þriðjudag þá telja trygginga- menn að löngu sé orðið tíma- bært að setja almenn skaða- bótalög á íslandi, m.a. vegna þess að í sumum tilfellum er talið að mönnum sé ofbætt tjón sem þeir verða fyrir. —SE Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvarinnar: HLAUT VERÐLAUNIN ANNAÐ ÁRIÐ í RÖÐ Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bretlandi, Ice- landic Freezing Plants Limited, hlaut nú annað árið í röð verðlaun British Frozen Foods Federation fyrir úrvals tilbúinn sjávarrétt. í ár fékk IFPL silfurverðlaun fyrir „Cod Royales with Prawns" í veitinga- húsapakkningu, en í fyrra fengust gúllverðlaun fýrir tiibúinn fisk í neytendapakkningu. „Cod Royales with Prawns" hlaut verðlaun í ár fyrir að vera, að mati „Cod Royales with Prawns" eða Konunglegur þorskur með rækj- um, var að mati dómnefndar besti nýi aðalrétturinn fýrir veit- ingahús og mötuneyti. dómnefndar, besti nýi aðalrétturinn fyrir veitingahús og mötuneyti á breska markaðinum. f þessari pakkningu eru 12 þorskstykki í brauðmylsnu með rækjusósu og vegur hver pakkning 170 grömm. Hægt er að framleiða réttinn annað hvort ofnbakaðan eða djúpsteiktan. Á Bretlandseyjum þykir það mikil viðurkenning fyrir framleiðendur frystra matvæla að hljóta þessi verð- Iaun og það gerist ekki oft að sami framleiðandinn hljóti slík verðlaun tvö ár í röð. Öskjumar, sem notaðar eru utan um „Cod Royales with Prawns", eru framleiddar hjá Umbúðamiðstöð- inni í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.