Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 16. júlí 1991 Tfmirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriói G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoðanitstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrtfstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldslmar Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 NATO á tímamótum Manfred Wömer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sótti ísland heim í vikunni sem leið. Hann flutti fyrirlestur í Reykjavík um vamar- og öryggismál Evrópu og stöðu bandalagsins í því sambandi, hélt blaðamanna- fund og ræddi við íslenska ráðherra. Þannig var umgerðin um heimsókn framkvæmda- stjóra NATO og vakti hvorki athygli né umræður fram yf- ir það sem minnst var hægt að komast af með. Þótt svo sé var mikinn fróðleik að finna í orðum framkvæmdastjór- ans sem mætti verða íslendingum hugleiðingarefni um stöðu Atlantshafsbandalagsins almennt, þátttöku okkar í samtökum þess og vamar- og öryggismál íslands út af íyrir sig. Af ræðu Wömers mátti ljóst vera að Atlantshafsbanda- lagið stendur á tímamótum. Framkvæmdastjórinn var í því efni ekki að segja nýjar fréttir. Hann var aðeins að rifja upp það sem búið er að benda á oftar en einu sinni á leið- togafundum NATO og fleiri alþjóðafundum síðustu tvö til þrjú misseri. Heimsmálin hafa þróast þannig að það hlaut að marka tímamót í hugmyndum manna um skipulag vamar- og öryggismála þess heimshluta sem Atlantshafsbandalagið er kennt við og hefur starfað í. Meðal aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hefur heldur ekki verið beðið boðanna að taka varnar- og ör- yggismál til endurskoðunar. í hemaðarlegum og pólit- ískum stjómardeildum NATO hafa þessi tímamót verið til rækilegrar umræðu og þegar leitt til stefnubreytingar í hernaðaruppbyggingu eins og frá hefur verið skýrt í fréttum og m.a. rætt hér í Tímanum. Að vísu kemur skýrt fram í öllum umræðum og end- urskoðunarhugmyndum um NATO, að ekki kemur til greina að leggja bandalagið niður. Hitt er jafnvíst að hlut- verki þess er ætlað að breytast. Eins og Wömer vék að í máli sínu em uppi ýmsar hugmyndir um öryggis- og vamarmál Evrópu. Ein hugmyndin byggist á því sem mætti kalla „evrópska þjóðemishyggju“ og er afsprengi hugsjónarinnar um sameinaða Evrópu í efnahags- og stjórnmálum og hefur fengið byr í seglin eftir fall Varsjár- bandalagsins og vaxandi gildi Ráðstefnu um samstarf og öryggi í Evrópu. Þessar hugmyndir ganga út á það að efla vamar- og öryggishlutverk hins svo kallaða Vestur-Evr- ópusambands, sem að formi til er gömul stofnun, en hef- ur haft hægt um sig þar til nú. Verður að skilja þetta svo að ætlunin sé að þrengja starfssvið NATO á meginlandi Evrópu en halda þó tengslum á milli. En þá er komið að spumingum sem skipta íslendinga máli. Hvert stefnir um hlutverk og starfssvið Atlantshafs- bandalagsins? Hvernig verður högum íslendinga háttað í bandalaginu í framtíðinni? Er hugsanlegt að breyting- arnar á NATO eigi eftir að verða slíkar að það þjóni ekki íslenskum hagsmunum? Wömer hafði það á orði að hernaðargildi Islands hefði ekki minnkað. Það getur satt verið. En íslendingar eiga að meta slíkt sjálfir. Telja má víst að hlutleysisstefna í gömlum skilningi eigi ekki mikinn hljómgrunn á íslandi. Henni var hafnað fyrir 50 árum þegar öryggi íslands var ógnað frá Evrópu. Þá og síðan haifalslendingar verið að átta sig á því að þeir eru Atlantshafsþjóð og hljóta að haga vamar- og öryggis- málum í samræmi við það. Þá er á tvennt að líta: Aðild að NATO og varnarsamninginn við Bandaríkin. Okkur kem- ur Vestur- Evrópubandalagið ekkert við. um að fbm- svo sér* tungutaldnu og íœitir máll þelm |)á írska, «•« er þó cnsfca. menn hafl fcrafist þess að írska En nn hefur fwð gerst aft maður nokfcur ákærður í sakamáli fcrefst Svo að um þaö er fyki þætti þaó efcki knsku, enda ekfci langt í það að ía- stjómarskrá veröur þessi stóri Þessi krafa safcfoomings hefurvald- hundraðshhiti ensfcumælandi íra ið notdou irafárí í sakadómi í Dubl- að læra fotntunguna í skÓIa tíl þess in, því að þýða þarf um 100 sfihir eins að gleyma henni þegar skÓía- sem erærið verk um hásuroartö fyr- göngu Íýkur, nema þeir sem af hag- ir dómtúlka, sem efckí eru nema í 4 hemiii heldur efcki við neitt tölvuforrit aft gripur eíns styðjast eins og það sem Vélþýð- vel sioppið! utn, þar sem Litið er á það nyna, VÍTT OG BREITT Leioin til Loömundarfjaröar í kreppunni komu einstaka sinnum furðufúglar til íslands sem röltu um óbyggðir og gengu á fjöll. Þá datt engum óbrjáluðum íslendingi í hug að fara slíkar erindisleysur um fim- indi, fremur en að kasta fyrir lax. Einfaldara að veiða hann í neL Eng- lendingar stunduðu þá laxveiðisport- ið, en Þjóðverjar fjallaferðir. Aldrei vom enskir fluguveiðimenn gmnaðir um græsku, enda vom þeir yfirleitt stútfullir af viskfi þar sem þeir röltu á bökkum veiðiánna og borguðu bændum smáræði fyrir að fó að renna í ámar þeirra. Fjallaferðir Þjóðverjanna vom aftur á móti óskiljanlegar og því tortryggi- legar. Svo kom stríð og allir vissu að þýskir em illir og viðsjálsgripir hinir mestu. Þá fór mörlandinn að skilja hvað öræfaráparar voru að iðja hér á landi. Þeir vom að mæla og njósna um fjöll og fimindi. Enn í dag hefúr enginn getað gefið neina skýringu á tilgangi þessara njósna, og gerir svo- sem ekkert til. íslenskur maður, sem komst upp á að skemmta sér við fjall- göngur í Ölpunum, rölti einstaka sinnum með þýskum kunningjum sínum um fjalllendi á íslandi, og allt til þessa dags em afkomendur þess mæta flallamanns að gera tilraunir til að bera til baka sögusagnir um að hann hafi framið landráð með því að klífa fjöll og horfa á hálendið með þýskættuðum göngugörpum. Þjóðveijar á fjöllum Innfæddir em fyrir löngu teknir við að kasta fyrir lax af Englendingum og sömuleiðis þverkmssa þeir fjöll og óbyggðir, gangandi og akandi, af enn meiri elju og ferðaþrá en þýsku fjallamönnunum tókst á árunum fyrir stríð og tilkomu jeppa og fjalla- bfla. En rétt fyrir helgina fréttist af Þjóð- verjum á fjöllum og hafa fjölmiðlam- ir með Ríkisútvarpið í broddi fylking- ar stigið slíkan darraðardans með fréttaféri af Þjóðvetjum á fjöllum, að vissi maður ekki betur gætu þeir allt eins verið útsendarar Þriðja ríkisins að njósna um landslag afréttanna. Nokkrir strákar em að slæpast á milli sveita fyrir austan og sá lögregl- an ástæðu til að hefta ferðafrelsi nokkurra þeirra og eftir tveimur var leitað í útvarpinu með þúsund get- gátum um afdrif þeirra dag eftir dag. Að lokum löbbuðu þeir sér inn í bæ og höfðu verið í móunum þar í ná- grenninu. Útskýringamar á ferðalagi þýsku stráklingana hafa verið með ólíkind- um. Þeir em skátar en samt ekki skátar, en em í skátasamtökum í heimalandi sínu. Þeir em að herða sig með íslands- förinni og foreldrar þeirra hafa gefið leyfi til fararinnar. Þetta gefur Rflds- útvarpinu ástæðu til að gefa þá smekklegu skýringu að þýsku pilt- amir séu eins og Hitlersæskan og þykir háttemi þeirra benda ákveðið í þáátt. Öryggisþjónustan Lögreglumenn em yfirheyrðir um ferðir þýsku skátaæskunnar og talið er að þeir hafi ekki nóg að éta. Hins vegar séu þeir mjög dularfullir við yf- irheyrslur og botna þeir fyrir austan og fiölmiðlamenn fyrir sunnan ekk- ert í ferðum þeirra. (Strákamir tala aðeins þýsku). Ekki er örgrannt um að mann sé farið að gruna að þeir hafi verið að mæla. Foringi skátanna, sem ekki em skátar og útvarpið lætur liggja að því að sé Hitlersæskan, er 19 ára. Það er endurtekið í öllum fréttatímum á öllum rásum í nokkra sólarhringa. Kona fyrir austan, sem seldi strák- unum mat, segir þá hafa litíð út eins og tíu ára gamall sonur hennar. „Þeir voru kátir og hlógu og skríktu." Þau geðbrigði áttu sér stað á meðan fiöl- miðlar vom uppfúllir með getsakir um hvar þessir dularfúllu Þjóðverjar, sem vom að læðupokast á milli byggða Austfiarða, væru niður- komnir. Það fréttist af þeim hér og þar. Bflstjóri fann þá á fömum vegi og samtímis fréttíst af einhverjum þeirra um borð í Norröna og svo vom þeir týndir og kannski tröllum gefnir. Með fylgdu einatt lýsingar á að dularfúllu Þjóðverjamir væm að éta súkkulaði og lögreglan (les ör- yggisþjónustan) komst að því að einn stráklingana hafi spurst fyrir um hvemig hægt væri að komast til Loðmundarfiarðar. Þarf frekar vitna við? Margt er óupplýst um hið dular- fúlla ferðalag Þjóðveijanna. Eitt er til að mynda það, hvort þeir hafi nokkm sinni farið úr byggð og hvort hópur- inn allur eða einhveijir úr honum hafi nokkm sinni verið týndir. Og ef svo er hvers vegna þeir „gáfú sig fram“ eins og það heitir á frétta- mannamáli. Það kemur væntanlega í ljós þegar haft verður uppi á þýsku- mælandi túlki. Strákamir em ekki veglausari en það að þeir eiga allir farmiða með Norröna til baka. Miklar rannsóknir á enn eftir að gera til að komast að hinu sanna um þýsku strákana, ferðir þeirra, tilgang og hvort þeir em skátar, ekki skátar eða í Hitlersæskunni og gæti ferða- þjónusta Ríkisútvarpsins byrjað á því að senda leiðangur til Þýskalands til að Ieita frétta af gangi heimsstyijald- arinnar síðari þar. Fréttaflutningur- inn af þýsku æskumönnunum, sem heimsóttu ísland, ber þess ekki merki að Þriðja ríkið er liðið undir lok fyrir ærið löngu. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.