Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. júlí 1991 Tlminn 9 Trollsplittskinna íslensk uppfinning markaðssett í 22 löndum í samvinnu við danskt fyrirtæki. Kjartan Ragnarsson: Einfaldasta lausnin er oftast sú besta Málin rædd. Kjartan Ragnarsson uppfinningamaður yst til hægri. tryggja á sig í. Síðan er það undir uppfinningamanninum komið í hversu mörgum löndum hann vill eyða peningum í einkaleyfi. Menn þurfa þá að gera það upp við sig hvort varan sé þess eðlis að vitur- legt sé að fjárfesta í henni í einka- leyfum. Það er upphafstíminn sem gefur svigrúm til þess að hugsa það mál. Á meðan einkaleyfið er í gildi get- ur enginn lagt inn umsókn fyrir sömu hugmynd í öðru aðildarlandi einkaleyfa. Einkaleyfaskrifstofur vernda það að annar aðili geti nýtt sér hugmyndir annarra. -js Grjóthopparalengja í tilefni af opnun Einkaleyfastofunnar þann 1. júlí sl., var haft samband við Kjartan Ragnarsson, uppfinningamann í Grindavík, sem lagt hefur inn umsóknir um einkaleyfi fyrir þær vörur, sem hann hefur fundið upp og framleiðir hjá fyrirtæki sínu, K. Ragn- arsson hf. Meðal þeirra eru fiskilínutengi til þess að tengja troll við grjóthopparalengju. Kjartan segir fiskilínutengið sér- stakt fyrir þær sakir hversu einfalt það er. I rauninni hafi hann dreymt þessa einföldu lausn. Áður voru notaðir svokallaðir „patent- Iásar" til að festa trollið við grjót- hopparalengjuna. Það er mjög seinlegt að vinna með þessa lása, bæði að setja þá saman og eins að ná þeim sundur. Hins vegar tekur það aðeins um 10 mínútur að losa allt trollið frá grjóthopparalengj- unni með fiskilínutengjunum hans Kjartans. Salan hefur gengið mjög vel hér heima. Samvinna hefur auk þess tekist við fyrirtækið The Blue Line í Danmörku, sem framleiðir teng- in í fjöldaframleiðslu. Nú þegar hefur The Blue Line hafist handa um að markaðssetja uppfinningar Kjartans í 22 löndum. í framleiðslu er einnig það sem kallað er trollsplittskinna. Þessar skinnur eru notaðar á sitt hvorn enda grjóthopparalengjunnar sem er úr gúmmíi. Áður var notað jám sem soðið var fast og sem síðan þurfti að brenna í burtu og því hent. Trollsplittskinnuna er hins vegar hægt að taka úr og nota aft- ur og aftur. Kjartan hefur auk þess fundið upp grjóthopparapressu sem strekkir grjóthopparalengj- urnar upp í ákveðið átak. Þegar nægilegu átaki er náð er læst með trollsplittskinnunni. Yfirleitt er notað 3-5 tonna átak, en vélin get- ur náð allt að 10 tonna átaki. Menn áttu áður í mesta basli með að strekkja lengjumar og vom að nota bfia eða lyftara til þess. Grjót- hopparalengjurnar minnka vem- lega netaslit og hafa reynst útgerð- um afar hagkvæmar. Framleiðslan er búin að vera í fullum gangi að undanfömu í verksmiðjunni í Danmörku. Kjartan hefur sótt um einkaleyfi hér heima fyrir ofannefndan bún- að. Leyfið gildir í ákveðinn tíma. Þegar sá tími er útmnninn þarf hins vegar að kaupa varanlegt einkaleyfi í þeim löndum sem Grjóthopparapressa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.