Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.07.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 16. júlí 1991 ,J L ■ „ >1.—— ------------» «—--» t— C— ^.l— n-»__;_.ji i_a t_» > At ;_ Grein Julie Flint fór svo fyrir bijóstiö á ráðamönnum í Malawi að þeir heimtuðu — og fengu — afsökunarbeiðni birta í Observer, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Blaðamenn blaðsins brugðust ókvæða við þeim viðbrögðum. Afrískur harðstjóri ritskoðar hið virta breska hlað Observer Hastings Banda, hinn aldraði, ráð- ríki Englandsvinur sem hefur stjómað Malawi í þrjá áratugi, er vanur því að vilji hans ráði, hversu sérviskulegur sem hann er. í litla landinu hans, sem hvergi nær að sjó, eru stjómmálaandstæðingar fangelsaðir, rétt eins og konur sem voga sér að klæðast síðbuxum og strákar með sítt hár eða í buxum með skálmum sem víkka að neðan. Malawiska dagblaðið The Daily Tímes flaggar mynd af honum á for- síðunni flesta daga, ásamt aðdáun- arfullum greinum um nýjustu yfir- lýsingar hans. Þeir blaðamenn sem rita um það, sem honum fellur ekki í geð, em iðulega hnepptir í fang- elsi. Þar til nýverið hefur þungur valdahrammur Bandas til að þagga niður í gagnrýnendum og kúga fjöl- miðlana samt sem áður ekki náð til Bretlands þar sem hann starfaði í eina tíð sem heimilislæknir og hann heimsækir með vissu millibili, íklæddur dökkum fötum og pípu- hatti, með Ijónshársflugnaskúf í hendi. Milli heimsókna í Harley Street, þar sem læknar gera sitt besta til að halda veikbyggðum líkama hans starfhæfúm, og trúarferða norður á bóginn (hann er virkur í Church of Scotland), dveist hann í svítu á Clar- idges, á sama tíma og 5.5 milljón manna þjóð hans, sem er meðal hinna fátækustu í heimi, á fúllt í fangi með að draga fram lífið. En nú hefur Banda tekist að vinna þó nokkurt afrek, hann hefúr þaggað niður í einu aðalblaði Bretlands. Blaðamaður skrifar grein Julie Flint er gamalreyndur er- lendur fréttaritari við Observer og verðlaunahafi. Blaðið er í eigu Tiny Rowlands. Eftir ferð til Malawi fyrir nokkrum vikum skrifaði hún grein fyrir blað sitt þar sem hún sagði frá lífi þegnanna undir stjóm Bandas. Þetta var glæsileg og velskrifuð grein sem birtist undir fyrirsögn- inni „Land of the Funny Peculiar" (Land hins hlægilega skrítna). Þar var velt vöngum um aldur Bandas, sem opinberlega er gefinn upp sem 85 ára en sagður vera 93 ár, og hvers eðlis samband hans væri við fylgd- arkonu hans og opinberan gest- gjafa, Cecilia Kadzamira. En í grein- inni voru líka alvarlegri útlistanir á því hvemig Kadzamira og frændi hennar John Tembo, væntanlegur arftaki Bandas, haga daglegri stjóm landsins. í greininni er sagt frá þeirri hryllilegu grimmd sem andstæð- ingar miskunnarlausrar harðstjóm- Tiny Rowlands á bæði Observer og mikilla hagsmuna að gæta í Malawi. ar Bandas em beittir. Þrátt fyrir að mikið veður hafi verið gert út af lausn pólitískra fanga nýlega segir Flint frá því að aðrir fangar séu enn hlekkjaðir naktir í fangaklefúm og sé neitað um mat. Þó að grein Julie Flints skeri sig úr vegna þess hversu vel stíluð hún er skýrir hún frá fáu sem ekki hefúr komið fram í greinum annarra blaðamanna, þ.á m. einni sem birt- ist sama dag í The Sunday Telegraph eftir fréttamann sem hafði verið ferðafélagi Flints í Malawi, í ferð sem ýmis bresk góðgerðafélög höfðu skipulagt. Reyndar kvörtuðu margir útlægir Malawar, sem sumir höfðu orðið fyrir barðinu á stjómarfari Bandas, síðar undan því að gagnrýnin í greininni væri ekki nógu beitt. Vegna hvers var ekki sagt þar frá skólastráknum sem var tekinn fast- ur fyrir það eitt að segja embættis- manni frá Zimbabwe frá því hversu erfitt væri að verða sér úti um skóla- gjöldin? Eða því hvemig Banda hef- ur sjálfur safnað gífurlegum auði gegnum einkafyrirtæki sem stjóm- ar stómm hluta efnahags Malawi? Hvaða áhríf hafa hags- munir eigenda blaðs- ins á skrif þess? Hvað sem því líður hafði Flint óvart komið af stað miklum hávaða sem átti eftir að enduróma frá Bret- landi til Malawi og aftur tilbaka, leiða til auðmýkjandi niðurlæging- ar Observers á tveggja alda afmælis- ári blaðsins, og koma bálreiðum blaðamönnum við blaðið til að bera fram kröfú um að rannsakað yrði hvaða áhrif hagsmunir eigenda blaðsins hefðu á skrif þess. Starfsbróðir Flints lýsti því reiður yfir, að hún hefði gleymt þeirri meg- inreglu fréttaritara erlendis fyrir Observer að áður en hann eða hún ritar grein ættu þau að ganga úr skugga um hversu miklar eignir Lonrho, fyrirtæki Tiny Rowlands, ætti í landinu. Raunar á Lonrho talsverðar eign- ir í Malawi, m.a. framleiðslu á vefn- aðarvöru, te- og sykurekrur, bmgg- hús ogvélasölu, sem selur japanska, bandaríska og breska bíla og drátt- arvélar. Dagblöð, sem fó kvartanir vegna greina, gefa sér yfirleitt nokkum tíma til að kanna mótmælin. Ef þau eiga við rök að styðjast, er birt afsök- unarbeiðni, yfirleitt miklu styttri en upphaflega greinin sem mótmæl- unum olli. Oftast er þó mótmæl- andanum gefinn kostur á að koma aðfinnslum sínum á framfæri í formi aðsends bréfs. í þetta sinn braut Observer allar reglur. Innan örfárra daga frá birt- ingu greinar Flints var í undirbún- ingi einhver greinarbesta afsökun- arbeiðni á síðari tímum dagblaðaút- gáfu. Ritstjórinn, Donald TVelford, féllst á að birta bréf frá Tony Kandi- ero, æðsta embættismanni Malawi í London, og auk þess að heimila Tembo, hægri hönd Bandas, að skrifa skammargrein sem var lengri en upphaflega greinin og fengi hún pláss á sama stað og sú upphaflega. Neðanmáls við hana myndi blaðið taka fram að Observer „iðraðist hverrar þeirra villu“ sem fram kæmi í frétt Flints. Persónulegar árásir á blaðamanninn Blaðamenn Observers fengu fyrst pata af afsökunarbeiðninni þegar próförk af síðunni með grein Tem- bos kom fyrir augu fréttamanna daginn fyrir birtingardag. Undir fyr- irsögninni ,Malawi: „Vin afreka" í eyðimörk þriðja heimsins", og í út- dregnum texta sakar Tembo Flint um að bera fram „andstyggilegar" alhæfingar og rangfærslur um Malawi. Hann segir að í landinu sé „stöðugt, rólegt og blómlegt þjóðfé- lag, einstaklega laust við spillingu". Enn verra var að í greininni var að finna persónulegar árásir á skap- gerð Flints og einn af lögfræðingum Observers varaði viö því að hætta væri á að blaðið birti meiðyrði um einn af sínum eigin fréttariturum. Þar sem Flint var stödd í Mið- Austurlöndum, fóru tveir fréttarit- arar aðrir, John Merritt og John Sweeney, á fund TVelfords í frétta- salnum og báru upp kvartanir um að það væri „utan réttar" að koma á framfæri slíkri árás á fréttasíðum. Hastings Banda hefúr stjómað Malawi í 30 ár. Hann varpar í fangelsi þeim sem honum þóknast, síðhærðum strákum jafnt og stjómmála- andstæöingum. Þó að TVelford féllist á breytingam- ar, sem lögfræðingurinn lagði til, neitaði hann að breyta um skoðun. Greinin birtist í blaðinu á tilsettum degi. Svo virðist sem það hafi ekki nægt til að friða Banda. Önnur af- sökunarbeiðni birtist í blaðinu viku síðar, í þetta sinn á bls. tvö, við hlið- ina á mynd af Banda. Þar stóð: „The Observer biður hans hátign, lífstíð- arforseta Malawi, Ngwazi dr. H. Kamuzu Banda, Mama C Tcimanda Kadzamira og háttvirtan JZU Tem- bo innilega afsökunar fyrir hverja þá auðmýkingu eða sorg sem kann að mega rekja til greinar okkar „Date- line“ 16. júní sl., með fyrirsögninni Land of the Funny Peculiar, eftir Julie Flint“. Observer aðhlátursefni? Blaðamaður við blaðið segir þessa afsökunarbeiðni hafa gert Observer, blað Rowlands, að aðhlátursefhi. Hvemig gat TVeíford fengið sig til að birta svona eina afsökunarbeiðnina á fætur annarri? Hafði hann orðið að taka tillit til viðskiptahagsmuna Lonrhos í Malawi? Enginn þeirra, sem málið snertir, var tilbúinn að tjá sig um það. Tembo neitaði að tala við blaðamenn og vísaði fyrir- spumum til Kandiero, sem neitaði að svara spumingum um Lonrho. TVelford og Rowland vom í Indlandi, Flint var við vinnu í Beirút og tals- menn Lonrho neituðu að gefa yfir- lýsingu. Blaðamenn Observers vom ekki eins ófúsir að tjá sig. Þeir sögðu af- sökunarbeiðnimar birtar sam- kvæmt fyrirskipunum Rowlands eftir að Banda hefði borið fram klögumál. Einn gaf í skyn að tals- menn Malawis hefðu hótað að frysta eignir Lonrhos í landinu nema Obs- erver drægi grein Flints tilbaka. „Það er því líkast að Donald (TVel- ford) hafi fengið skipun frá Rowland um að bera fram afsakanimar,“ seg- ir einn virtur blaðamaður. „Orðið, sem hann notar um svona lagað, er að það sé „rottusamlokutími" og þá meinar hann að maður verði bara að kyngja einhverju óþægilegu ef hann vill halda starfinu". Colin Legum var áður aðstoðar- ritstjóri og það vom greinar hans um Afríku í blaðinu sem gerðu Obs- erver frægt. Hann segist hafa sagt starfinu lausu sama daginn og Lonrho náði þar eignarhaldi vegna þess að hann hefði óttast að eitthvað þessu líkt myndi gerast „Það er martröð í Malawi,“ segir hann nú. ,Með einhverjum ráðum er þaggað niður í hverjum þeim, sem segir skoðun sína þar, og nú er verið að beita klónum á breskt dag- blað. Það er svo sannarlega dapur- legt Mér er vel við Donald og hitti hann stundum, en ég held að hann hljóti að skammast sín svo mikið fyrir þetta að það væri eins og nudda salti í sárin að fara að ræða það við hann.“ Hvað Flint varðar er framtíðin óljós. Sum starfssystkin hennar segja hana eiga fárra annarra kosta völ en að segja upp. Aðrir segja að hún hafi tekið löðmngi Observers af hreysti. „Það er ekki í rauninni hún sem er auðmýkt, það er TVelford," segir einn kolleginn. Það má kannski segja að TVelford sé ekki alls óvanur að vera í þessum kringumstæðum. Á ámnum 1963 til 1966, tímabilinu þegar Malawi hlaut sjálfstæði, ritstýrði hann The Nyasaland, sem síðar nefndist Mala- wi Times. Á þeim tíma, þegar Banda var miskunnarlaust að uppræta alla andstöðu, tókst TVelford að komast hjá því að vera vísað úr landi og hélt starfi sínu. Malawí: An apotogy Tht Oburvtr wisls** to apolo- Kík to HisExíílifancy th« Ufe i'ti-iijrnt <»f Mabwi, Ngwaii DrH.K»muxuBandJ(l*ft), Matna C. T#manda JCsd**mka md ihe Honoursbte J.Z.U. Ttanbo iot aay emlut- ravtmcnt or grict they may hsvr suffered e a resuit of oar ‘Date- line’ cf 16 Jonc, hesdlincd •tjnidoítnc Funtsy PecaUat',

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.