Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. júlí 1991 ’"// ,. Tíminn 17 M, .ARGT hefur verið ritað um demanta, enda koma þeir víða við sögu. Fyrir utan það gildi, sem þeir hafa fyrir þá ríku og skart- gjömu, eru þeir mikilvægir í ýms- um iðnaði og loks er hér enn ein gagnsemin sem talin var mega hafa af þeim, en ekki mörgum er kunn- ugt um — þeir voru taldir duga vel til að eitra fyrir óvinum sínum með þeim. FVrsta dæmi þess að maður hafi dáið vegna þess að eitrað var fyrir hann með demöntum var Friðrik keisari annar (1194-1250). Muldum demöntum var stráð í mat keisar- ans. Þá eitraði sonur tyrkneska sol- dánsins Bajazet (1447-1523) fyrir föður sinn með sama móti. Árið 1532 veiktist Clement páfi VII. hastarlega og var honum gerð inntaka úr ýmsum steintegundum, þar á meðaí demöntum. En páfinn lifði ekki lengur en þar til hann hafði komið niður fjórtándu spón- fyllinni. Þá datt hann steindauður. Hvort sem demöntunum var um að kenna eða læknisreikningnum, er hljóðaði upp á 40 þúsund dúkata, skal ósagt látið. Einna kunnust per- sóna af þeim, sem höfðu eitur af þessu tagi í fórum sínum, var Katr- ín af Medici, hin volduga drottning Hinriks II. Frakkakonungs. Hún notaði eitur með demantasalla til þess að ryðja úr vegi ýmsum óæski- legum persónum við hirðina, en við hirðina gekk ekki á öðru en sam- særum og undirferli af ýmsu tagi um hennar daga. Skyldi einhver lesandi eiga sér demant, sem hann væri reiðubúinn að mylja til að gefa einhverjum inn sem hann leggur fæð á, mætti hann festa sér í minni dæmi P.C. Famese. Famese var auðugur listamaður, sem bjó í Róm á sextándu öld. Hann ætlaði að koma helsta keppinauti sínum, ítalska myndhöggvaranum Cellini, fyrir kattarnef. Hann réð fíl- efldan erfiðismann til þess að mylja demantinn, enda var það erfitt verk. En maðurinn kom demantinum undan og muldi þess í stað glerbrot, sem var öllu verðminna! Keppi- nauturinn Cellini borðaði glerduft- ið og varð ekki meint af, en erfiðis- maðurinn lifði nýju og vonandi talsvert auðveldara lífi. Hvort muldir demantar em ann- ars skaðlegir er ekki vitað. Sögunni • t :-K~$L - ssœsisi ■ ■ Hope-demanturinn fagrí. Hann er nú eign Smithsonian-stofnunarinnar og engum til bölvunar meir. Eru demantar baneitr- aðir, valda þeir bölvun? — því hafa margir trúað í aldanna rás kann vel að hafa verið komið á kreik af námueigendum, sem viljað hafa hræða námamennina, er áttu það til að gleypa demanta, er þeir fundu, og fela þá þannig fyrir eig- andanum. Gátu námamennimir svo leitað þeirra síðar — er þar að kom! Því má vel vera að sagnir um mátt demanta sem eiturefnis séu mesta bábilja. En fleiri „bábiljur" tengjast þeim og á sumum frægum demönt- um á að hvíla bölvun, eins og Hope- demantinum bláa, sem hér verður sagtfrá. Demantur þessi kom fyrst fram á sjónarsviðið á árunum eftir 1830 í London. Hann var keyptur af Henry Thomas Hope og þaðan hefur hann nafnið. Sagt var að hann hefði áður verið í eigu frönsku krúnunnar og komist á flakk í öngþveitinu eftir byltinguna. Henry Hope var sá fýrsti sem vitað er að hafi orðið fyr- ir barðinu á bölvun demantsins — að frönsku konungshjónunum auðvitað ógleymdum, sem bæði misstu höfuð sitt Næst er vitað um Hope-demant- inn í Rússlandi, en þar átti hann Kanitovski prins. Hann keypti steininn handa ástvinu sinni, en skaut hana ekki Iöngu á eftir vegna ógurlegrar sundurþykkju þeirra í milli. Tveim dögum seinna var hann sjálfur skotinn, ekki þó vegna ástamála, heldur áttu þar hlut að byltingarsinnar, sem hötuðu aðal- inn. Árið 1908 keypti demantinn Týrkjasoldán, þótt þá væri þegar farið að ræða um að á honum hvíldu ill álög. Líkt og í Frakklandi lifði þessi soldán það að ríkið hrundi til grunna undan stjóm hans og hann missti öll sín völd og auð. Næsti eigandi var Evalyn Walsh Maclean, forrík samkvæmiskona í Hollywood, sem það er haft eftir að kæmi sá dagur að hún bæri ekki demantana sína mundi hún vera fárveik. Ekki löngu eftir að hún eignaðist demantinn fórst einka- bam hennar í hryllilegu slysi, fjöl- skylda hennar flosnaði upp og ves- alings konan tapaði bæði eigum sínum og vitinu. Nú fékk bandarískur skartgripasali Hope-demantinn í hendur og gekk honum ekki auðveldlega að selja hann, því enginn þorði að hafa hönd á steininum hvað þá að kaupa hann. Ekki er samt vitað til að nein hrakföll hafi hent skartgripasalann. Loks varð Hope-demanturinn fagri eign Smithsonian- stofnunar- innar í Washington. Þar er hann nú geymdur í fimatraustri hvelfingu, óhultur fyrir þjófum og ræningjum og þeir einstaklingar, er máske hefðu viljað og getað keypt hann, með öllu óhultir fyrir bölvun hans! BÓKMENNTIR Islensk-dönsk menningarsamvinna ber ávöxt í Kaupmannahöfn og á íslandi: Ung Islandsk Lyrik—Ljóð ungra skálda „Ég heiti Jörgen Fisker og ég hef gefið út bókina Ljóð ungra skálda, Ung Islandsk lyrik," sagði ofan- nefndur bókaútgefandi í Norræna húsinu á dögunum, þar sem bókin var kynnt. Jörgen Fisker sagði hugmyndina að þessari bók hafa kviknað fyrir nokkrum ámm, þegar hann dvaldi á Grænlandi og vann að bók svipaðs eðlis. Þegar sú bók var rétt komin út var Fisker gestur í sextugsafmæli forseta ísiands og þegar Vigdís for- seti sá árangurinn, hafði hún látið þau orð falla að slík bók þyrfti einn- ig að koma út á íslensku. „Það er kannski hálf öfugsnúið, en ég verð samt að láta það fiakka, að þessi bók er hugsuð fyrir Dani. Dan- ir eru ekki vel kunnugir íslenskri ljóðlist og þekkja ekkert til ljóðlistar ungra íslenskra skálda," sagði Jörg- en Fisker. Hann gat þess að útgáfa bókarinnar hefði verið ánægjuleg, þótt hún hefði verið ýmsum erfið- leikum bundin. Hann þakkaði Guð- rúnu Jakobsdóttur sérstaklega þátt hennar í útgáfunni, en Guðrún valdi ljóðin, þýddi þau á dönsku og stað- færði þau. Höfundar ljóðanna í bókinni eru 12 talsins, allir ungir að árum, sá elsti fæddur 1955. í bókinni eru 36 Ijóð, öll ný og hafa hvergi birst áður. „Það er mér sérstök ánægja að fá tækifæri til að kynna bók þessa, Ung Islandsk Lyrik, hér í Norræna hús- inu. Okkur, sem unnum að henni, finnst það vel við hæfi að bókin sé kynnt í því húsi sem er tákn marg- víslegs samstarfs Norðurlandanna," sagði Guðrún Jakobsdóttir við kynn- J - Skáld, þýðandi, teiknari og útgefandi bókarinnar Ljóð ungra skálda/Ung Islandsk Lyrik. Frá vinstri: El- ísabet Jökulsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Gyrðir Elíasson, Sjón, Linda Vilhjálmsdóttir, Sveinbjöm I. Baldvinsson, Guðrún S. Jakobsdóttir, Magnúx Gezzon, Tryggvi Ólafsson og Jörgen Fisker. Á mynd- ina vantar Anton Helga Jónsson, Braga Ólafsson, ísak Harðarson, Margróti Lóu Jónsdóttur og Sigfús Bjartmarsson. Timamynd: Aml Bjama ingu bókarinnar í Norræna húsinu. Ljóð ungra skálda er tæpar 100 blaðsíður og er myndskreytt af TVyggva Ólafssyni listmálara. Skáld- in, sem eiga ljóð í bókinni, eru An- ton Helgi Jónsson, Bragi Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Gyrðir Elías- son, ísak Harðarson, Kristín Ómars- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Magnúx Gezzon, Margrét Lóa Jóns- dóttir, Sigfús Bjartmarsson, Sjón og Sveinbjöm I. Baldvinsson. Forseti íslands, Vigdfs Finnboga- dóttir, ritar formála, Guðrún S. Jak- obsdóttir valdi ljóðin, þýddi þau eða umorti og ritstýrði útgáfunni. Ljóð ungra skálda er gefin út af Fiskers Forlag í Kaupmannahöfn. —si

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.