Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. júlí 1991 HELGIN jT 19 \MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL bænum. Hann var á leiðinni til kennara síns. Hann hafði enga ástæðu til að vera úti við þróna,“ sagði fulltrúinn. „Gat læknirinn tilgreint dauða- stundina?" Fulltrúinn skýrði frá því að dauðastundin hefði verið tilgreind klukkan korter yfir þrjú á þriðju- deginum. „Þá hlýtur að hafa verið farið þangað með hann í bfl. Drengurinn fór að heiman klukkan hálfþrjú og morðinginn hlýtur að hafa þurft að minnsta kosti hálftíma til að nauðga og misþyrma honum svona. Þannig að það hefur ekki verið tími til að fara þangað fótgangandi,“ sagði lög- reglumaðurinn. „Ég er hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér,“ sagði fulltrúinn. „Og það merkir líklega að við getum ekki leyst þetta mál. Við höfum engar vísbendingar og ef morðinginn er ekki einu sinni frá Mola de Bari..." „Kannski við getum spurt lög- regluna í Bari hvort hún hafi ein- hverja slíka á skrá hjá sér. Kynvilltan sadista sem nauðgar drengjum og bítur af þeim kynfærin," stakk lögregiumaðurinn upp á. „Það er meira um slíkt í stærri borgum." Bari, sem er í 25 kflómetra fjar- lægð frá Mola de Bari, er borg með um hálfa milljón íbúa. Fulltrúinn var ekkert sérstaklega hrifinn af hugmyndinni en um aðrar var ekki að ræða og því var fyrirspurnin send til skýrsluskrár lögreglunnar í Bari. Tveir menn að verki Svarið kom um hæl. Það var eng- inn slíkur maður á skrá og læknar á vegum lögreglunnar voru sann- færðir um að slíkur maður væri ekki til. „Ef hann nauðgaði drengnum og hafði einnig við hann munnleg mök, þá hefur hann verið beggja vegna borðsins í kynvillunni, bæði virkur og óvirkur og læknar segja að slíkt fyrirfinnist ekki,” sagði lög- reglumaðurinn sem hringdi. “Þeir telja að þama hljóti að vera um tvo menn að ræða.“ Lögreglufulltrúinn hélt nú á fund réttarlæknisins og skýrði honum frá þeirri trú læknanna í Bari að tveir menn hefðu staðið að morðinu og spurði hann hvaða skoðun hann hefði á því. Læknirinn kvaðst ekki vera nógu vel að sér í þessum efnum til að hafa á þeim skoðun, en taldi að lækn- amir í Bari vissu hvað þeir væru að segja. Lögreglufulltrúinn var heldur ekki mjög vel að sér hvað varðaði kynferðislegan afbrigðileika. Hann vissi auðvitað að samkynhneigða menn var að finna í Mola de Bari en aldrei höfðu stafað nein vandkvæði eða hætta af þeim. Fulltrúinn ákvað nú að hafa aftur samband við Bari og fá nánari upp- lýsingar. í borg á stærð við Bari er allar tegundir manna að finna og þar fyrirfundust hópar kynvillinga með kvalalosta. Lögreglumennirnir komu sér saman um að lögreglan í Bari reyndi að komast að því hvar þeir menn hefðu verið niður komnir þegar morðið átti sér stað. „Við getum ekki ábyrgst að við getum rakið slóð þeirra allra,” sagði lögregluforinginn í Bari, “eða að við vitum einu sinni um þá alla. Þetta eru ekki menn í nánum tengslum við lögregluna. En við gerum okkar besta og látum ykkur vita." Lögreglan í Mola de Bari gat ekki gert sér vonir um meira og full- trúinn gerði sér ekki miklar vonir. Þó svo að kynferðislegar sadistar hefðu ekki fjarvistarsönnun var það engin sönnun þess að viðkomandi hefði framið morðið. Fulltrúinn ákvað því að halda rannsókninni í Mola de Bari áfram og sendi lögreglumenn til að yfirheyra félaga Giovannis í skólan- um og utan hans. Honum sjálfum til mikillar undr- unar bar þetta samstundis árangur. í ljós kom að margir félagar Gio- vannis álitu að hann hefði verið myrtur af nemanda á lokaári skól- ans, fimm árum eldri en Giovanni. Sá hét Luigi Brescatti og það var á allra vitorði að hann hafði mikinn áhuga á Giovanni. Hann kom því ósjaldan þannig fyrir að þeir borð- uðu saman og hafði beðið hans á skólagöngunum og fyrir utan að skólatíma loknum. Svo virtist sem Giovanni hefði ekki verið mótfallinn þessum félags- skap. Hann hefur að öllum líkindum verið upp með sér. Ekki bara að Brescatti var fimm árum eldri en hann, heldur var hann myndarlegur, íþróttamaður góður og af ríkum ættum. „Þetta hefur gefið sögum um að hann væri samkynhneigður byr undir báða vængi,“ sagði einn lög- reglumannanna. „Sumir drengj- anna voru ef til vill dálítið afbrýði- samir. Þeir gátu ekki skilið hvað Brescatti fannst svona áhugavert við Giovanni, sem var bláfátækur, af lágum stéttum og álíka íþrótta- mannslegur og ömmusystir hans.“ „En er Brescatti hommi?“ sagði fulltrúinn. „Mér er fjandans sama hvað strákamir halda. Ég er að leita að manni sem hægt er að gmna. Hvað með farartæki? Hafði hann aðstöðu til að fara með Giovanni út að þrónni?" „Hann á mótorhjól," var svarið. „Hann gæti hafa gert það, en ég hef ekki fundið neitt sem staðfestir það að hann sé hommi. Þótt honum hafi fallið vel við annan strák er ekki þar með sagt að hann sé hommi.“ Rannsókninni var haldið áfram en það var heldur fátt sem gerði Luigi Brescatti gmnsamlegan. í fyrsta lagi hafði Giovanni verið eini náni vinur hans og lögreglu- fulltrúinn hafði ekki gleymt því að læknarnir í Bari höfðu talið að tveir menn hefðu verið að verki. í öðm lagi var ekkert það að finna í fortíð Brescatti sem bent gæti til þess að hann væri fær um að fremja svo mddalegt ofbeldisverk. Reyndar var hann álitinn af mörgum hálf- gerður aumingi og ekki var vitað til að hann hefði svo mikið sem lent í slagsmálum. Að lokum var það að ef hann var sekur var hann ótrúlega góður leik- ari miðað við aldur. Hann syrgði vin sinn sárt og sveiflaðist á milli þunglyndis og reiðikasta þar sem hann krafðist þess að borgaraleg af- tökusveit yrði mynduð til þess að unnt yrði að afgreiða hinn seka snarlega þegar hann fyndist. Hann vissi vitanlega ekki að hann lá sjálfur undir grun og að fylgst var með honum. Fulltrúin hafði farið með ýtmstu gát. Brescatti var af ríkri og áhrifamikilli fjölskyldu og enn sem komið var var ekkert sem tengdi hann við morðið. Lögreglan í Bari hafði gert sitt besta til að rekja slóð manna sem kynnu að hafa framið morðið en ekki gengið sem best. Þeir sendu þó lista yfir menn sem þekktir vom að því ýmist að nauðga ungum drengj- um eða bíta þá í kynfærin. Ekkert nafn var á báðum listunum. „Ef leysa á þetta mál verður það að gerast hér,“ sagði fúlltrúinn. „Bari getur ekki veitt okkur Iið.“ „Ég hef gengið eins langt með Brescatti og ég get," sagði lögreglu- maður. „Ef við viljum eitthvað meira verðum við að kalla hann inn til yfirheyrslu.“ „Vera kann að við neyðumst til þess að lokum,“ sagði fulltrúinn. „En við getum lent í heilmiklum vandræðum ef við gemm það og ekkert kemur út úr því. Mundu það að margir krakkar í skólanum álíta að hann sé sekur. Ef við handtökum hann verður það álitið sönnun þess Antonio Tanzi fékk hrós fyrir góðmennsku sína þegar hann kenndi fátæka drengnum málfræði endurgjaldslaust. að hann sé morðinginn. Þó svo að hann verði ekki tekinn af lífi án dóms og laga verður nær ógerlegt fyrir hann að snúa aftur í skólann. Þú getur rétt ímyndað þér hvemig lögfræðingar fjölskyldunnar fæm með okkur ef við gætum ekki sannað neitt á hann.” Ungur en dugandi spæjari Lögreglumaðurinn átti mjög auð- velt með að ímynda sér það. Samt sem áður var ákveðið að halda rannsókninni áfram, en þar sem bærinn var lítill og lögreglumenn- imir þekkt andlit var ákveðið að fara dálítið aftan að hlutunum. Ungur frændi eins lögreglumannsins, sem vonaðist sjálfur til að verða lögreglumaður með tímanum, var fenginn til að kanna málið svo lítið bæri á. Hann var hæstánægður með þann trúnað sem honum var sýndur og stóð sig mjög vel. Eftir fáeina daga kom hann til lögreglunnar með nafnið Mario Marziale. Drengurinn hafði sjálfur enga hugmynd um að þarna var komin vísbending og ekki lögreglu- fulltrúinn heldur fyrr en hann hafði kannað feril Marziales sem sinnti herskyldu í Sarzina. Þó svo að Marziale væri aðeins 19 ára gamall var hann þegar þekktur meðal samkynhneigðra karla fyrir ruddamennsku. Hann var sadisti og vitað var til þess að hann hafði beitt nokkra elskhuga sína harðræði. „Og einn þessara elskhuga var Luigi Brescatti," sagði lögreglumað- urinn. Það var fyrir tveimur ámm og sagt var að Luigi hefði þurft á læknishjálp að halda. Fjölskyldan þaggaði málið niður, þess vegna höf- um við ekki frétt af þessu fyrr.“ „Hann kæmi vel til greina," sagði Fulltrúinn. „Eini agnúinn er að hann var í Sarzina og það er í rúmlega þrjú hundruð kflómetra fjarlægð héðan.“ Donato Giannico fékk þau ummæli að hann værí “fallegur en heimskur”. Samt ákvað lögreglan að hafa samband við herinn ef vera kynni að Marziale hefði verið í leyfi. Mario Marziane var ekki leyfi í leyfi. Hans var saknað og svo hafði verið frá því í byrjun mars. Herinn hafði gefið út handtökuskipun á hendur honum vegna liðhlaups. „Þá er það komið,“ sagði lögreglu- maðurinn ánægður. „Marziale og Brescatti. Nú þurfum við bara að bíða eftir því að herinn finni Marzi- ale og nota játningu hans til að negla Brescatti.“ „Að því tilskildu að hann náist og að hann játi,“sagði fulltrúinn. „Ég er um hvorugt viss. Hverja aðra var Marziale í tengslum við áður en hann hélt í herinn?" „Ég skal útvega þér lista,“ sagði lögreglumaðurinn. Fulltrúinn fékk þó aldrei listann í hendur. Skömmu síðar þeyttist lögreglu- maðurinn eins og eldibrandur inn á skrifstofu hans. „Við höfum fengið ótrúlegar upplýsingar. Tanzi og Giannico eru báðir þrælöfugir og hafa báðir átt í sambandi við Marz- iale.“ Fulltrúinn þurfti að velta því fyrir sér smástund um hverja væri verið að tala. „Meinarðu kennara drengsins?" sagði hann. „Og var Giannico ekki vinurinn sem fór með honum að leita að Giovanni?" „Rétt,“ sagði lögreglumaðurinn. „Og þeir eru elskendur." „Og hvað með það?,“ sagði full- trúinn. „Við vitum að Tánzi gerði það ekki því hann var heima hjá sér að bíða eftir drengnum þegar morðið var framið." „Nei,“ sagði lögreglumaðurinn. „Hann fór út að leita að honum með Giannico." „En ekki fyrr en drengurinn var látinn," sagði fulltrúinn. „Hann og Giannico fóru frá hús- inu klukkan þrjú,“ sagði lögreglu- maðurinn. „Einn nágranninn sá þá fara.“ Fulltrúinn velti þessum upplýs- ingum fyrir sér. „Og vitanlega vissi Tanzi nákvæmlega hvenær dreng- urinn færi að heiman og hvaða leið hann myndi fara. Spurningin er hvemig við förum að því að sanna þetta.“ „Við gætum reynt að hræða þá,“ sagði lögreglumaðurinn. „Látum þá vita að þeir eru grunaðir. Þeir geta orðið hræddir og gert eitthvað heimskulegt. Tanzi er klár er Giannico vinnur í sögunarverk- smiðju. Fallegur en heimskur." „Reyndu það,“ sagði fulltrúinn. „Við höfum engu að tapa.“ Féllu á eigin bragði Bragðið heppnaðist, ekki alveg eins og lögreglumaðurinn hafði hugsað sér, en það heppnaðist. Dag- inn eftir að Tanzi og Giannico fréttu að þeir lægju undir grun, fyrir ein- skæra tilviljun að þeirra áliti, fannst jakki Giovannis á veginum rétt utan við Mola de Bari. í vasanum var bréf þar sem krafist var þrjátíu þúsund dollara lausnargjalds, upphæð sem ekki var í neinu samræmi við efna- hag foreldra drengsins. Jahá,“ sagði fulltrúinn. ,Á nú að reyna að láta okkur halda að þetta hafi verið mannrán. Hvað segir tæknideildin um bréfið?" „Þeir segja að ef við finnum ritvél- ina sem bréfið var skrifað á, geti þeir sannað að um þá ritvél hafi verið að ræða,“ sagði lögreglumaðurinn. „Fáðu húsleitarheimildir og láttu rannsaka heimili þeirra beggja," sagði fulltrúinn. „Það verða meiriháttar læti ef við finnum hana ekki,“ sagði lögreglu- maðurinn. „Við finnum hana,“ sagði full- trúinn. Og það voru orð að sönnu. Rit- vélin fannst í herbergi Antonio Tcinzi. Þeir félagar voru samstundis handteknir, ákærðir fyrir morðið og hnepptir í gæsluvarðhald. Báðir neituðu þeir að vita nokkuð um morðið á Giovanni og Tánzi sagði að bréfið hefði verið skrifað vikuna áður en það var framið og hefði verið málfræðiæfing. Lögreglan kokgleypti ekki þá skýringu, yfirheyrslum var haldið áfram og innan tíðar brotnaði Gian- nico og játaði. Að hans sögn höfðu þeir aðeins ætlað að „skemmta" sér dálítið með drengnum, en sú „skemmtun" farið aðeins úr böndunum þannig að þeir sáu sig tilneydda til að drepa hann til þess að hann kæmi ekki upp um þá. Tanzi játaði líka, en hélt því fram að þeir hefðu verið undir áhrifum frá Mario Marziale. Síðar kom þó í ljós, þegar herlögreglan náði Marzi- ale mánuði síðar, að hann hafði hvergi komið nálægt Mola de Bari á umræddum tíma. Bæði Thnzi og Giannico voru fundnir sekir um óvenjulela grimmdarlegt morð. Sjö þúsund manns voru viðstadd- ir útför Giovanni Calatano og lög- reglan varð að beita táragasi til að koma í veg fyrir að múgurinn rydd- ist inn í fangelsið og sæi um aftöku morðingjanna á staðnum. Lögreglan slæðir vatnsþróna þar sem líkið fannst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.