Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 8
16 HELGIN „THE STUFF“ Alltaf er verið að skamma nútím- ann, tæknigræðgina og forfjöl- miðlunina. Þó veit ég mörg dæmi þess að þeir, sem stöðugt eru að geipa um þetta, eru síður en svo lausir við að vera veikir fyrir slíku sjálfir. Þar á meðal er ég sem oft hef þóst vera að vandlætast yfir þessum efnum í pistlunum hér. Einkum féll ég flatur fyrir mynd- bandabyltingunni. Ævinlega latur að fara í bíó uppgötvaði ég óðara hagræðið og skemmtunina af myndböndunum, þaut um að taka mér myndbandstæki á leigu úti um allan bæ til að byrja með, en kom mér svo upp eigin apparati við allra fyrstu hentugleika. Ekki var óalgengt að tækið suðaði fram á Ijósa morgna, meðan verið var að uppgötva stórvirki kvikmynda- gerðar sl. áratuga sem ég hafði far- ið á mis við. Svo tóku við minni „perlurnar". Þar staðreyndi ég það að oft getur maður fundið sitthvað íhugunarvert í kvikmynd sem í flestra augum er ekki merkileg og kannske slæm, svo lengi sem mað- ur hefur ekki aðra í kringum sig til þess að rugla sig í ríminu. En nú er svo komið að það tekur langan tíma að finna eitthvað á mynd- bandaleigú, sem maður þorir að hætta 400 krónum fyrir. Náman mikla virðist senn þorrin og til- fmningin er eitthvað svipuð og hjá síðasta gullleitarmanninum í Al- aska, er maður eigrar meðfram hinum litskrúðugu myndbanda- hillum á myndbandaleigunni. Það er söknuður að annarri eins fyrir- taksskemmtun. En eftir á að hyggja — miklu hugmyndaflugi hef ég orðið vitni að í kvikmyndagerð. Höfundarnir eru vissulega djarfir í leit að við- fangsefnum og seilast margir inn á svið þess ótrúlega og yfirskilvit- lega, en minna áhorfandann gjarna á að vel mætti þetta allt ger- ast. Stundum renna á menn tvær grímur (þeir skyldu þó ekki hafa rétt fyrir sér?). Þannig minnist ég nú kvikmynd- arinnar „The Stuff". Hún var í sem skemmstu máli á þá leið að borg- arar í amerískri smáborg tóku að ánetjast nýrri tegund af einhvers- konar súrmjólk, sem þeir fyrr en varði máttu ekki án vera. Súr- mjólkin (en hún var „The Stuff") fór sigurför um gjörvöll Bandarík- in og var framleidd í milljónum lítra, sem tankbílar geystust með út og suður. En viti menn! Súrmjólkin reynd- ist vera svona þá líka kænlega dul- búin óvættur, sem einn daginn drap menn með hryllilegum hætti og ekki nóg með það: Hún tók að stökkva á eftir lifandi fólki, eins og grimmur hundur, og tók að krauma og vella, uns Nóa- flóð virtist vera að vella yfir heims- byggðina. Þetta var hræðilegt að sjá. Mér hefur orðið hugsað til þessar- ar myndar eftir síðustu atburði á Ströndum, þar sem einhvers konar óskilgreinanlegt „stuff' hefur rek- ið að strönd. Guð gefi að enginn hafí lagt sér það til munns hvað komið er. En dularfullt er það óneitanlega. Sumir hafa getið sér þess til að það sé komið austan frá Sovét — kannske síðasta herbragð harðlínuaflanna þar í landi gegn okkur friðelskandi. Hver veit hvað þeir hafa fundið upp í einhverjum myrkrakjöllurum? Eða er hér upp- vakinn einhver eldforn óhugnaður, eins og greinir frá í Sjávarborgar- annál frá 1651? Myndbandaleig- urnar eru fullar af myndum um slíka atburði. Eða eru þetta fram- liðnar loðnur, sem þannig hefna forferða sinna og niðja á mannkyn- inu? Hugsið ykkur kvikmyndina „The Revenge of the Capelin". Ekki fráleitari efniviður í stórmynd á „horror“-línunni en margt annað. Enn heyrist af því að flekkir af „the stuff' séu á reki undan Norður- landi. Er nú ekki einsýnt að Kvik- myndasjóður og hið unga hæfi- leikafólk vort í kvikmyndagerð kasti frá sér öðrum verkefnum í bili og grípi gæsina meðan hún gefst? Allur hinn „sceniski" búnað- ur kann að verða ókeypis fyrir hendi og Eiður gæti farið með eitt af aðalhlutverkunum. Gettu nú ' *' V v' r«' . Laugardagur 20. júlí 1991 Við sáum krossinn á Ós- hlíðarvegi, sem liggur milli ísafjarðar og Bolungarvík- ur, á síðustu mynd. I Þjórsá eru ýmsir fagrir fossar. Þessi er einn þeirra og ber hann nokkuð „há- vaðasamt" nafn. Hvert er nafnið? KROSSGÁTA \ \H5 | i ír/r s£R- yuóMn £IN5 Go&6- ÍSn b'fl fbJ' Y - —— 0 K/ÍK- mynd Vfí-Afl ULU Von m 5c cypfl pr // / / ÚK(\ TfíU1 (<' \ \l' ) { flNSfí > i msfl rWN\ \ PRfl ó- /vór 5 FISK 3 ít \\ \\N sk/fldu SORS LEGT -4 ^1 / kikiW pJflLV- WN dMLRKT H ' \ ^ 1 1 k ‘ ‘ / 1 r // // &//\ ÁJ w n'umt S ItMlR r igN \\s ^ / MÍK. ÍL’flr KOS/fl * EOÐ 5 W \/L y • • I T—7 GRfllNP FYRSlS UR 0000 n B CK9A YflTTfl L 1 r/u ORKti S£ I N - fiSTDR Vj/jh .íj L -V V í rjflLi USTfl ~T ró n'n ■BÍRJfi i 7 s ~ 1N JöCT \f VoiWVtJW KlKTlD gi-óÐ- SUGDK’ ll&OR £UKT VflRP- AN'fl SIGR- UÐU K óPTfí 8 fO-RS. 3 yss^- 5o GUK PR fl' j/tR yyRRÐ F uuu- KOM- LÍG fl_. RióDl SlGLf) DE/J/1 7 /000 KíöKftK rav- j sx— TfíLD fUGL. u (0 CKR - VSTfl N STeFM flV/JR Ffl flLLT/ir ht/HUl a TR.'íNðfl U /tVTfi 1?. \tUJl Ki'AKfl MAHrí 7ÍEJÐ ISLfW /2 » VYGGT ■ DC1L V O/fR- t>&& 4 n CCSKfl OTUL pÍít L nrri [iHTWb IHCVR Soj 3 JTNT n Kmi fíflSflH fíR ur- /NG' SJ w U Af /5 fl'TT 0 s TÆ Ð1 ruflr SPíL KOK/ 0 UTAN ST£FN- kN 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.