Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.07.1991, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 20. júíí 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAK Kennslustundin endaði með morði Smábærinn Mola de Bari liggur á milli Adríahafsins og frjósamrar Pagliasléttunnar. Þar búa um þrjátíu þúsund manns sem hafa framfæri sitt aðallega af landbúnaði og fiskveiðum. Landfræðilega séð er bærinn hrein paradís, en margir íbúar þeirrar paradísar eru bláfátækir. Alfredo Catalano og Maria kona hans voru fátæk. Þau voru landbúnaðarverkamenn sem áttu ekki sinn eigin landskika og bjuggu í niðurníddri tveggja herbergja íbúð í subbulegri byggingu í miðbæ Mola de Bari. En þau bjuggu þar ekki ein. Hjónin áttu tvo syni, Giovanni, sem var þrettán ára, og Damiano sem var ellefu ára. Og Catalano-hjónin voru ákveðin í því að synir þeirra skyldu eiga betri ævi en þau höfðu sjálf átt kost á. Tilraun fátækra foreldra til að mennta drenginn sinn hafði skelfilegar afleiðingar. Kennarinn sem hafði tekið að sér að kenna honum endurgjaldslaust var ekki allur þar sem hann var séður. Giovanni Catalano. Bæjarbúar voru reiðubúnir að taka morðingja hans af lífi án dóms og laga. Það var aðeins ein leið til að ná því takmarki innan ramma laganna. Menntun. Giovanni var vel greindur og gekk vel í skólanum. Hann langaði til þess að verða læknir og kennarinn hans, dr. Fransisco Binni, sagði að hann væri fær um að láta þann draum sinn rætast. Eini annmarkinn þar á, fyrir utan þær fórnir sem foreldrarnir urðu að færa til þess að geta kostað skóla- göngu sona sinna, var sá að Gio- vanni var ekki sérlega sleipur í ítalskri málfræði. Það mátti bæta úr því og dr. Binni lagði til að Giovanni færi í aukatíma hjá frænda hans, hinum nítján ára gamla Antonio Tánzi. Kennarinn sagði að Antonio myndi ekki fara fram á háar greiðsl- ur. Fjölskylda hans var auðug og átti mikið ræktarland utan við bæinn. Heimili Tánzi-fjölskyldunnar var mjög glæsilegt og staðsett í dýrasta hverfi bæjarins. Antonio þurfti ekki að vinna fyrir sér á nokkurn hátt. Þessi ráðstöfun tókst betur en hjónin höfðu þoraö að vona. Um leið og Antonio frétti hvernig fjárhag þeirra var háttað, bauðst hann til að kenna Giovanni endurgjaldslaust. Þó svo að hlutir sem fást fyrir ekkert séu oft einskis virði, reyndist svo ekki vera í þessu tilviki. Antonio reyndist hinn ágætasti kennari og Giovanni tók örum framförum. Giovanni hverfur Þar til hann hvarf skyndilega þriðjudaginn 11. mars 1986. Foreldrar hans veittu hvarfi hans ekki athygli fyrr en um kvöldverðar- tíma, en jafnvel þá urðu þeir ekkert sérstaklega áhyggjufullir. Giovanni var alvörugefmn og skynsamur sem vissi hvað beið hans ef hann stæði sig ekki í skólanum. Hann yrði land- búnaðarverkamaður eins og for- eldrar hans eða, ef hann væri hepp- inn, þjónn eða uppvaskari á ein- hverju sumarhótelanna við strönd- ina. Catalona-hjónin gerðu því ráð fyrir að honum hefði verið boðið að borða hjá kennara og þar sem þau höfðu ekki síma var engin leið að gera þeim viðvart. En þegar klukkan var orðin tíu um kvöídið fóru þau að hafa áhyggjurogAlfredo lagði afstað fót- gangandi heim til Antonios Tánzi. Hann sneri aftur klukkustund síðar miður sín af áhyggjum. Gio- vanni hafði aldrei komið í málfræði- tímann. ÖII Tánzi-fjölskyldan var heima við og enginn hafði séð hann. Antonio hafði orðið svo undrandi þegar Giovanni lét ekki sjá sig að hann og vinur hans, Donato Gian- nico, 24 ára, höfðu haldið af stað á mótorhjóli þess síðarnefnda til að svipast um eftir Giovanni, en árang- urslaust. Antonio sagði Alfredo að þetta væri í fyrsta sinn sem Gio- vanni hefði ekki mætt í kennslu- stund, hann hefði aldrei áður svo mikið sem komið of seint. Alfredo vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs. Manni, sem hefði staðið örlítið ofar í þjóðfélagsstig- anum, hefði eflaust dottið í hug að leita til lögreglunnar, en það hvarfl- aði hvorki að honum né konu hans. Þess í stað leituðu þau á náðir ná- granna sinna sem strax buðu fram aðstoð sína við að leita að drengn- um. Brátt slógust fleiri nágrannar í hópinn og að lokum var svo komið að flestir fullorðnir íbúar Mola de Bari voru farnir að leita. íbúar ítalskra smábæja hafa sterka samfélagskennd. Sú stað- reynd að Cataloni-hjónin voru bláfá- tæk kom þessu máli ekkert við. Barns var saknað. Það yrði að finn- ast. Drengurinn kom ekki í leitirnar og að lokum datt einhverjum í hug að leita á náöir lögreglunnar. Eitt- hvað slæmt hafði greinilega átt sér stað. Það var óhugsandi að drengur í stöðu Giovannis hlypi að heiman og ekkert slys hafði átt sér stað. Svo hvar var hann? Lögreglunni varð ekkert frekar ágengt í leitinni að drengnum en hinum almennu borgurum. Menn höfðu séð drenginn skömmu eftir að hann yfirgaf heimili sitt í miðbæn- um, en enginn eftir það. Hann hafði örugglega ekki komið til Tánzi- heimilisins. Það hafði verið talsvert af fólki þar í húsinu og í garðinum þennan eftirmiödag og einhver hlyti að hafa orðið þess var ef Giovanni hefði komið þangað. Astandið var nógu alvarlegt til þess að opinber rannsókn var sett í gang daginn eftir og yfirmaður morðdeildar lögreglunnar, Dario Marconi yfirfulltrúi, stjórnaöi henni. Yfirfulltrúinn, lágvaxinn maður með blásvart hár, svört augu og olífulitaða húð hins dæmigerða Suður-ítala, gat samt sem áður ekkert aðhafst. Það var hreinlega ekkert til að rannsaka. Vatnsþróin Fimmtudaginn 13. mars var 29 ára gamall maður, Alonzo Dicarlo að nafni, að ganga eftir akri um það bil tvo kfiómetra fyrir utan bæinn. Skammt fyrir utan stíginn var stór steinsteypt vatnsþró, að stærð og lögun eins og sundlaug, sem notuð var til að vökva grænmetisakrana í kring. Fljótandi á grúfu í vatninu var nakinn líkami ungs drengs og voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak. Alonzo Dicarlo hafði fundið Giovanni. Þar sem Dicarlo efaðist ekki um það eitt augnablik að Giovanni væri látinn, gerði hann enga tilraun til að ná líkinu upp úr þrónni, heldur snerist á hæli og hljóp sem fætur toguðu að næsta húsi og hringdi þaðan í lögregluna. Marconi yfirfúlltrúi kom hálftíma síðar og með honum í för voru aðstoðarmenn hans, réttarlækn- irinn og tveir sérfræðingar frá tæknideild lögreglunnar. Það sem eftir stóð af starfsmönnum morð- deildarinnar fylgdi fast á eftir í sendiferðabfl með allan þann búnað sem tiltækur var. Morð voru fátíð í Mola de Bari og þetta var alvar- legasta mál sem upp hafði komið árum saman. Aðstoðarmaður Marconis óð út í ásamt öðrum lögreglumanni og í sameiningu færðu þeir líkið að bakkanum þar sem unnt væri að ná því upp úr. Þá fýrst varð lögreglumönnunum Ijós sá óhugnaður sem um var að ræða. Á líkinu voru greinileg og óyggjandi merki kynferðislegra mis- þyrminga. Það hafði engan tilgang að skoða líkið þar sem það var komið og rétt- arlæknirinn fýrirskipaði því að það yrði flutt beinustu leið í líkhúsið. Sjúkrabfll var kominn á staðinn og var flutningurinn því framkvæmdur umsvifalaust. Á meðan lokuðu lögreglumenn- irnir niðurfalli þróarinnar svo ekk- ert skolaðist burt. Botn þróarinnar var hulin þykkri leðju og ekki var loku fýrir það skotið að þar kynnu að finnast mikilvæg sönnunargögn. Að vísu var margt að finna í leð- junni en ekkert sem ætla mætti að tengdist morðinu. í nánasta um- hverfi þróarinnar var heldur ekkert bitastætt að finna. Lögreglumenn- irnir héldu því tómhentir aftur til lögregl ustöðvari nnar. Lögreglufulltrúinn hélt nú til líkhússins til að komast að því hvað réttarlæknirinn hafði fundið. For- eldrarnir höfðu verið látnir vita að lík sonar þeirra væri fundið. Ekki höfðu verið borin formleg kennsl á líkið, en enginn efaðist um að þetta væri lík Giovannis. Ófreskjur að verki Réttarlæknirinn hafði óskemmti- lega sögu að segja. Drengnum hafði verið nauðgað, eistu hans kramin og getnaðarlimur hans mikið skadd- aður. „Einhver hefur bitið harkalega í getnaðarlim drengsins," sagði lækn- irinn, hljómlausri, bældri röddu. „Guð minn almáttugur," sagði lögregluforinginn. „En það hefur varla verið banameinið?" „Drukknun,“ sagði læknirinn. „Hann hefur verið lifandi þegar honum var fleygt í þróna og hendur hans bundnar á bak aftur. Það var engin leið fýrir hann að geta haldið andlitinu upp úr vatninu og hann hefur drukknað hægt.“ „Við lendum í vandræðum með bæjarbúa þegar þetta verður gert heyrinkunnugt," sagði lögreglufull- trúinn. „Það verður erfitt að koma í veg fýrir að grunaðir verði teknir af lífi án dóms og laga. Hvenær hefur þetta gerst?" ,ýVð öllum líkindum daginn sem hann hvarf,“ sagði læknirinn. „Hann hefur verið í vatninu í meira en tvo sólarhringa. Ég verð þó að gera nokkur próf til þess að geta tilgreint það nánar." „Geturðu lagað andlitið á honum eitthvað?" sagði fulltrúinn. „For- eldrarnir eiga eftir að bera kennsl á líkið og þau ættu ekki að þurfa að sjá hann svona." Giovanni var ekki fögur sjón. í lif- anda lífi hafði hann verið myndar- legur drengur með reglulega and- litsdrætti og fallegt blásvart hár. Nú var munnur hans ataður froðu og uppsölu og augun voru galopin og starandi. Hárið lafði yfir andlit hans og húöin var hrukkótt og þrútin af völdum vatnsins. „Ég get lokað munninum og aug- unum," sagði læknirinn. „Þau þurfa ekki að sjá líkama hans, ég breiði yfir hann lak. Það verður skárra en það er nú. Viltu sjá böndin sem ég tók af úlnliðum hans? Ég gætti þess að skemma ekki hnútana." „Já,“ sagði lögreglufulltrúinn. „Það kann að vera eina vísbendingin sem við höfurn." Sú vísbending virtist ekki upp á marga fiska. Snærið var venjulea þvottasnúra og hnútarnir ósköp venjulegir. „Sendu böndin til tæknideild- arinnar,” sagði fulltrúinn. “Vera kann að þeir geti fundið eitthvað út úr þessu." Én tæknideildin reyndist ekki fær um það og lét vita af því strax morguninn eftir. Einnig hafði verið rannsakað allt sem fannst í vatns- þrónni en án árangurs. Svo virtist sem enga vísbendingu væri að finna í málinu. „Eitt vitum við þó,“ sagði full- trúinn við menn sína. ,>lorðinginn er öfuguggi með kvalalosta af verstu tegund og kynvilltur. Læknirinn heldur því fram að getnaðarlimur drengsins hafi nánast verið bitinn í sundur. Það getur varla verið um marga slíka að ræða hér í Mola de Bari.“ „Engan, hefði ég nú haldið," sagði einn lögreglumannanna. “En af hverju er víst að hann hafi verið héðan? Líkið fannst í tveggja kfló- metra fjarlægð frá bænum." „En drengurinn var gripinn hér í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.