Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. júlí 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: VERKEFNIN BIÐA Ég byrjaði sem blaðamaður við Tímann vorið 1931, þá 18 ára. Næstu 10 árin var ég náinn samstarfsmaður Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hann fór þá oft um helgar í stuttar ferðir í heúnsóknir til samherja sinna fyrir austan fjall eða á Suðurnesjum. Hann bauð mér oft í þessar ferðir og taldi þær víkka sjónarsvið okkar beggja og styrkja böndin við þjóðina. Ein af þessum helgarferðum með Jónasi hefur orðið mér sérstaklega eftirminnileg. Jónas heimsótti þá náinn vin sinn herra, sem var fljótur að veita hon- og fylgismann, Einar Einarsson út- gerðarmann, sem þá var Iitíð á sem einskonar einræðisherra í Grinda- vík. Kynni þeirra stóðu á gömlum grunni, en Einar hafði reynst Jónasi vel þegar hann átti í deilu við Lækna- félagið. Læknar töldu að Jónas hefði misbeitt valdi sínu þegar hann skip- aði Kristján Sveinsson í læknastöðu, yngsta umsækjandann, en nokkrír eldri læknar höfðu einnig sótt um stöðuna og töldu læknar að embætt- isaldur ætti að ráða mestu um stöðu- veitingar. Þetta vildu Iæknar tryggja með því að allar umsóknir yrðu sendar Læknafélaginu og það léti svo aðeins eina þeirra ganga tíl ráðherra. Læknisembættið í Keflavík var Iaust á þessum tíma og ætlaði Læknafé- lagið að ráða stööuveitingunni með þessum hættí. Sigvaldi Kaldalóns var þá staddur erlendis og vissi ekki um afetöðu Læknafélagsins. Hann sendi því umsókn sína beint til ráð- um stöðuna áður en Læknafélagið gat skorist í málið. Sjálfetæðismenn, sem þá voru sterkir í Keflavík, hugð- ust láta krók koma á móti bragði og koma því þannig fyrir að Kaldalóns fengi ekkert húsnæði í Keflavík. En þá reyndist Einar Einarsson Jónasi haukur í homi og bauð Kaldalóns góða íbúð í Grindavík. Grindvíkingar létu sér þetta vel lynda, því að áður urðu þeir að sækja alla læknishjálp tíl Keflavíkur. Keflvfkingar gátu hins vegar lítiö sagt, því Grindavík var innan læknisdæmisins og þeir gátu eins sótt lækni til Grindavíkur eins og Grindvíkingar til Keflavíkur. Jónas hafði undirbúið helgarferð sfna til Grindavíkur þannig að hann borðaði bæði hádegisverð og kvöld- verð hjá Einari, sem jafhframt bauð til sín Sigvalda Kaldalóns og séra Brynjólfi Magnússyni, sem var vin- sæll prestur þar og hafði verið fram- bjóðandi Framsóknarflokksins í síð- ustu kosningum. Ég sat þetta boð Einars sem fylgdar- maður Jónasar, ásamt honum, Kaldalóns og séra Brynjólfi. Segja má að samræður þeirra hafi staðið frá morgni og þar til seint um kvöld- ið og hefi ég alltaf minnst þessa dags sem eins hins eftirminnilegasta í lífi mínu. Þeir voru allir vel fróðir um hin margvíslegustu efhi og snerust umræðumar um flest milli himins og jarðar, nema innlend stjórnmál. Ég naut þess að vera áheyrandi. Mikið var rætt um bókmenntír og skáldskap. Talið barst m.a. að skáld- um á Vestfjörðum, en Kaldalóns hafði með lögum sínum gert vest- firska skáldkonu þjóðfræga. Jónas skaut því þá inn í, að Guðmundur Ingi Kristjánsson hefði ort kvæði tíl ungra framsóknarmanna, sem vafa- laust væri vel sönghæft Var það ekki frekar rætt, en vikið að öðrum efh- um. Þaðgerðistsvotveimurdögum seinna, að Jónasi barst frá Kaldalóns fallegt lag við kvæði Guðmundar Inga, sem var mikið sungið um hríð, en hvarf þó f skuggann vegna þess að ungir framsóknarmenn höfðu tekið ástfóstrí við kvæði ungmennafélag- anna: Vormenn íslands. Þó voru ungir framsóknarmenn mjög hrifnir Haraldur Guðmundsson af niðurlaginu á kvæði Guðmundar, sem mig minnir að sé á þessa leið: Hvort þið búið við sjó eða ísveitum, þarásamvhmœihlutverksitterm. Hvaða starf, hvaða veg sem þið veljið, bíðaverkefrw%lrarrtóknarmerm. Þetta var á þeim árum þegar AI- þýðuflokksmenn og frarnsóknar- menn unnu sameiginlega undir for- ystu Haralds Guðmundssonar að því að setja löggjöf um almannatrygg- ingar. Óhætt er að fullyrða, að vegna þessa verks ber Haraldur höfuð og herðar yfir alla þá menn sem verið hafa ráðherrar Alþýðuflokksins. Þó margt hafi breyst tíl batnaðar á undanfömum áratug, bíða fram- sóknarmanna samt ærin verkefni. Eitt þeirra er tengt þeim ótíðindum, að afturhaldsmenn f Alþýðuflokkn- um hafa náð stjórn flokksins í sínar hendur og gengið til samstaris við afturhaldsöfl í Sjálfstæðisflokknum um að brjóta niður almannatrygg- ingamar, sem tengdar em nafni Har- alds Guðmundssonar. Verkefni franv sóknarmanna er nú að endurreisa tryggingalöggjöf Haralds Guð- mundssonar, sem var á sfnum ti'ma sameiginlegt verkefni Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins. f stað þess að afla tekna til trygginganna er nú lagður á sérstakur veikindaskatt- ur þar sem bðm, gamalmenni og sjúklingar borga mest fyrir lyf og lækningar. Þennan veikindaskatt þarf að kveða niður og allar slíkar til- raunir afturhaldsaflanna í Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum. Vafalaust eru margir Alþýðuflokks- menn og sjálfstæðismenn sama sinnis. Hér þarf að sameina öll um- bótasinnuð öfl um þjóðvakningu gegn veikindaskatti og öðrum ófögn- uði. Það er nú eitt mikilvægasta verkefhi frarnsóknarmanna að tryggja heiðarlega framkvæmd á tryggingalöggjöf Haralds Guð- mundssonar, þannig að menn verði ekki skattlagðir eftír veikindum, heldur eftír efhum og ástæðum. UR VIÐSKIPTALIFINU Bandaríkin: (2) Hægt dregur úr atvinnulegum afturkippi Um efnahagsbatann í Bandaríkj- unum sagði Financial Times (í megingrein) 12. júru' 1991: „Einkaneysla er að venju stuðpúði og vex (híutfallslega) eftír því sem úr atvinnulegri starfsemi dregur; að þessu sinni varð samdráttur í atvinnulegri starfscmi að 70 hundraðshlutum rakhm til hennar. Að venju er lítíl stoð að versluninni við útlönd; að þessu sinni hefur (þö) hlutur útflutnings í vergri þjóðarframleiðslu vaxið um 1%, og vegið upp á mótí þróttleysi í neyslukaupum og skyggt á umfang innlends bakfaUs. Venju minna hefur gengið á birgðir sakir bættr- ar birgðastjórnar í stórfyrirtækj- um. í afturidppnum ágerðist enn viovarandi framvinda mála, sem hnígur að tilfærslu þátta frá fram- leiðslu neysluvara að framleiðslu útflutningsvara. Ósennilega verður afturbatinn ör, þvf að langt er frá því, að áskilin verðhjöðnun eftir óhóf níunda ára- tugarins sé fram gengin. Af bölsýni eru nýleg merki um bata satt að segja út lögð á þá leið, að einungis sé að baki áfall Persaflóastríðsins, þannig að fram gangi hæg verð- hjöðnun í efhahagslífinu sem áður. Áhyggjuefni er, að úr uppgangi út- flutnings hefur dregið vegna hægs bata á meginlandi Evrópu og á öðr- Hraólestarbraut lögð f Banda- ríkjunum? í Texas er í athugun cða und- irbúningi að leggja hraölestar- braut, — hina fyrstu í Banda- ríkjunum, — á milli Houston, Dallas, Fort Worth, DFW-flug- vallar, San Antonio og Austin. Umsjón með Jögn hennar mun Texas Spced Rail Authority hafa. Um samnínga um kaup á hraðlestum hefur sú stofnun snúið scr til Tcxas TGV, sam- steypu bandarískra aðila við GEC-Alsthom, franskt-brcskt fyrirtæki, sem smíðað hcfur írönsku hraðlestirnar (og selur hraðlestir til Spánar). Ef af framkvæmdum verður, munu hraðlestír væntanlega hcfja ferðir á milli Houston og Dall- as og DFW-flugvalkvr 1998. um mörkuðum, svo að fyrir hann kann að taka. í sumum landshlut- um mun niðurskurður útgjalda nær gjaldþrota fylkja og bæjar- og sveitarfélaga seinka bata. Stíg at- vinnulegs uppgangs mun þannig að miklu leyti ráðast af getu einkageir- ans til að leysa vanda sinn. Fræði- lega séð kunna að verða skilyrði til „þýsks bata" á þá Ieið, að hjaðnandi verðbólga orsaki fallandi arð af Iangtíma verðbréfum og búi í hag- inn fýrir viðvarandi atvinnulegri fjárfestingu að nýju. En til að það megi verða, þurfa atvinnufyrirtæki að horfa óvenjulega langt fram á við, því að innlend eftírspum verð- ur þróttlítil, ef að líkum lætur, og útlendar horfur óvissar. Allt of mik- ii líkindi eru tíl þess, að afturbatinn nái skammt og endist skammt" Lágmarkslaun á Bretlandi? Verkamannaflokkurinn á Bretlandi hyggst lögleiða að nýju lágmarks- laun, ef hann nær meirihluta þing- sæta í næstu kosningum. En árið 1909 settí ríkisstjórn Frjálslynda flokksins um þau lög, sem þáverandi viðskiptaráðherra, Winston Churc- hill, flutti frumvarp að. Að þeim voru sett lágmarkslaun í fjórum starfsgreinum, sem launasamning- ar giltu ekki um. Lágmarkslaunin ákvörðuðu launaráð (wage counc- ils). Þótt úr umsvifum þeirra drægi brátt, sagði allmjög til þeirra fram til 1986, er mjög var úr áhrifum þeirra dregið. Verkamanhaflokkurinn mun ekki hafa kveðið á um hæð fyrirhug- aðra lágmarkslauna sinna, en í blöö- um er því fleygt, að fyrir karlmenn verði þau skorðuð við hálf miðlungs (median) launa starfandi kari- manna. Lög um lágmarkslaun eru nú í gildi í Bandaríkjunum, Frakklandi, Hol- landi, Luxemborg, Portúgal og Spáni og fleiri löndum, en slík lög voru fyrst sett fyrir nálega hundrað árum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. A Frakklandi ná lögin til um 2 millj- óna manna eða nálega 12% starf- andi fólks, en að þeim svöruðu lág- markslaun til um 40% miðlungs (median) launa síðla á sjöunda ára- tugnum, en hafa síðustu ár svarað til um 50% þeirra. — Hagfræðinga greinir á um áhrif lágmarkslauna. Bann við námagreftri á Suöurskautslandinu? Frá alþjóðlegri samningsgerð um Suðurskautslandið sagði Nature svo frá 9. maí 1991: „Bann verður við námagreftri á Suðurskautslandinu í a.m.k. 50 ár, ef ríki, sem að Suður- skauts-sáttmálanum standa, undir- rita drög þau um umhverfisvernd, sem samin voru á fundinum í Madr- id (í fyrstu viku maí 1991). Enn er ekki ljóst, hvort ríkisstjóm Bush í Bandaríkjunum samþykkir drögin, eins og samningamenn gengu frá þeim, en ef hún hafnar þeim, kunna aðildarríki að sáttmálanum ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í (næsta mánuði). — í drögunum er bann við námagreftri og olíuleit framlengt um hálfa öld. Að henni liðinni verður banni því aðeins af létt, að til komi samþykki allra hinna 26 hlutaðeigandi aðila (cons- ultative partners) — og á því þykja litlar horfur. Samningsdrögin eru að skapi hópa umhverfisverndarmanna og þeirra ríkisstjóma, sem hin ástralska og franska fara fyrir, er æskja ævarandi banns. James Martin Jones hjá World Wide Fund for Nature (Al- heims náttúrusjóðnum) segir, að af samþykkt draganna hljótist „það, sem nefna mættí ótímabundið bann." - Fyrir fundinn var vænst, að hópur landa, sem Bretland og Bandaríkin fóru fyrir, mundi sjá til þess, að ekki yrði tekið fyrir náma- gröft á ókomnum árum. En það veikti hópinn, að Japan snerist óvænt hugur, en það hafði áður ein- dregið stutt, að ekki yrði fyrir náma- gröft tekið. í upphafi fundarins lýsti japanska sendinefndin yfir, að Japan æskti banns, sem aðeins yrði af- numið með einróma samþykki að- ila. Þeir, sem með málum hafa fylgst í Madrid, líta svo á, að Bandaríkin ein geti nú staðið í vegi fyrir samþykkt draganna. Þau eru sögð ganga mun lengra en formanni bandarísku samninganefhdarinnar, Curtis Bo- hlen, hafði verið heimilað að fallast á. Bandaríkin hafa umþóttunartíma fram til 17. júní, er næsti fundur kemur saman í Madrid. Um þau efni vörðust embættismenn í bandaríska utanríkisráðuneytinu frétta snemma í maí. — Vænst er hins vegar, að Bretland fallist á drögin. Breska utanríkisráðuneytið hefur sagt, að það álíti, að einróma sam- þykki (concensus) hljótí að vera efet á blaði í námamálum og að pólitísk vandkvæði séu á því að hafha drög- um, sem njóta stuðnings mikils meirihluta samningsaðila. Auk bannsins við námagreftri eru í drögunum um umhverfisvernd ný ákvæði um mat á fyrirhuguðum rannsóknum á Suðurskautsland- inu. Vísindamenn þar hafa óttast, að nýjar viðmiðanir á áhrif á umhverfi yrðu rannsóknum óþarfur fjötur um fót Samkvæmt drögunum þarf að meta umhverfisáhrif sumra rannsókna. En það mat hefðu yfir- völd í viðkomandi löndum með höndum, og er ekki búist við, að það muni standa rannsóknum fyrir þrif- um. Carrefour kaupir Euromarché Á Frakklandi hefur verslanakeðjan Carrefour keypt meirihluta hlutafjár annarrar, Euromarché, sem að mestu leytí var í eigu eignarhaldsfé- lags, Viniprix, fyrir 5^2 milljaröa ffr (850 milljónir $). Euromarché var einn brautryðjenda stórmarkaða, en þeir hófust hvað fyrst tíl vegs á Frakklandi. Eftir kaupin er Carrefo- ur stærsta verslanakeðjan á Frakk- landi, en samanlagður gólfflötur búða hennar er 1 milljón m3. Lecl- erc-keðjan hefur þó fleiri útsölu- staði. (ÍViniprixátti Lazard-bankinn 38,1% og Au Printemps 34,9%, en að auki áttí Au Printemps beinlínis 25% hlutafjár í Euromarché.) EBE takmarkar notk- un köfhunar- emisáburðar Með tilskipun 778 lagði EBE 1980 niður, að í hverri milljón eininga drykkjarvatns skyldu köfhunarefhis- einingar ekki vera umfram 50. Snemma íjúní 1991 gaf EBE út tíl- skipun um takmörkun á notkun körnunarefnisáburðar við 170 kg á hektara, og skal í áföngum dregið úr notkun hans á 12 árum, þannig að því marki verði náð 2003. Bændur á Bretlandi a.m.k. hafa tekið þeirri til- skipun fálega, en þarlendis eru að meðaltali nú borin 182 kg köfnunar- efnisáburðar á hektara eða 10 kg minna en 1985, er notkun köfhun- arefhisáburðar mun hafa náð há- marki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.