Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 2
-2 Tíminn •F«stUdagur26: Júlf 1991 BUBOT HANDA BÆNDUM Búnaðarfélag íslands hefur gefið út bókhaldsforritið Búbót 1.0, sem er sérstaklega sniðið að þörfum bænda og búnaðarsambanda. For- ritið er eftir Ketil A. Hannesson og Ingólf Helga Tryggvason. Forritinu er einkum ætlað að mæta aukinni þörf bænda fyrir bókhald vegna upp- töku virðisaukaskatts. Enn fremur er því ætlað að auðvelda bændum að taka ákvarðanir varðandi búrekstur- inn og gera rekstraráætlanir byggð- ar á raunverulegum forsendum. Bókhaldsforritið Búbót er gert fyrir einmenningstölvur. Mannaskipti í Alumax Allen Born, srjómarformaður hjá Amax Inc, tilkynnti á miðvikudag- inn að búið væri að útnefna fjóra framkvæmdastjóra í nýjar stöður hjá fyrirtekinu. Paul Drack, fyrrverandi formaður Alumax Inc, hefur verið valinn í stöðu stjórnarformanns og fram- kvæmdastjóra Amax Inc. Thomas A McKeever mun taka við stjórn orku- fyrirtækis Amax. Hann mun einnig verða ábyrgur fyrir framkvæmdum olíu-, kola- og lofttegundafyrirtækja Amax. V. Bond Evans, varaformaður Alumax, mun taka við störfum Pauls Dracks sem stjórnarformaður í ál- fyrirtækinu, og Richard A. Kalaher hefur verið útnefndur almennur ráðgjafi Amax. Kattholti verður starfrækt hótel fyrir ketti og tekiö veröur á móti köttum sem hafa týnst. Einnig hafa komio fram hugmyndir um það að starfrækja dýraspítala í sama húsnæði. Kattholt, hótel fyrir ketti Fyrsti áfangi Kattholts, sem er hús Kattavinafélags íslands, verður opnaður næstkomandi laugardag. Kattholt er fyrst og fremst hugs- að sem staöur þar sem tekið verður á mótí köttum, sem hafa tapast frá heimílum sínum, og reynt verður að koma þeim til eigenda sinna. Einnig verður eins konar katta- hótel starfrækt í Kattholti. Þá geta kattareigendur komið þangað með köttinn sinn og látið gæta hans þar. Að sögn Sigríðar Heiðberg, formanns Kattavinafélagsins, þá verða í Kattholti nokkuð stór búr fyrir hvern kött. í þeim verður svefnaðstaða fyrir köttinn, sand- kassi og matarílát. Jafnframt sagði hún það mjög mikilvægt að búið væri að sprauta kettina gegn katta- fári áður en komið væri með þá í gæslu. Hún sagði að kettir, sem týnst hefðu og komið yrði með í Kattholt, yrðu hafðir á öðrum stað en hinir, því ekki væri vitað hvort búið væri að sprauta þá fyrir katta- fári. Sigríður sagði að hægt yrði að taka á móti allt að 100 köttum í Kattholti. Ein nótt á hótelinu myndi kosta um 400 krónur, og þegar hefðu borist umsóknir um pláss fyrir 10 ketti. Ennfremur sagði hún að ávallt yrði starfsmað- ur í húsinu, sem sæi um kettina sem þar væru. Kattholt er staðsett að Stangarhyl 2 í Ártúnsholti. Á sunnudaginn frá klukkan 14 til 18 verður þar sýn- ing á ýmsum tegundum katta. Á mánudaginn verður svo byrjað á því að taka á móti köttum á hótel- ið, og þá verður einnig byrjað að taka á móti köttum sem hafa týnst. -UÝJ Óöryggis, óróa og ótta gætir meðal fólksins: Dagsbrúnarmenn hringja inn og ræða lyfjamálið Verkamannafélagið Dagsbrún hefur hvatt félagsmenn sína til pess að hringja í félagið og ræða um hækkum á lyfjaverði, eða láta vita um útgjöld sín vegna þessa. Leifur Guðjónsson hji Dagg- fólki vegna brcytingarinnar. brun sagftl að margir hefðu hringt inn vegna málslns og fólki þætti það hafa þurft að borga ansi mikið fyrir lyfin. Jafnframt gaetti nokkurs 6ör- yggis og ótta, þá sérstaklega hjá eldra fólki. Einnig sagðist hann vita til þess að mikið v*ri hringt í verkalýðsfélagið á Hófn f Hornaflrði og mikill órói væri í Lcifur sagði að samkvæmt út- relknlngum Alþýðusambands- bu myndu þessar breytingar á lyfjaverði hækka framfærslu- vísitöluna um 0.2 til 0.4%, og vsri þetta brot £ þjóðarsáttinni. Einnig sagði Leifur að vinnu- brðgð heilbrigðisráðherra væru alveg forkastanleg, því veríð væri að reyna að koma ástæö- unni fyrir þessum breytingum yfir á fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, vegna þéss að þær væru óvinsælar. Hann sagði að nokkur þrýsing- ur kæmi frá fólki um að eitt- hvað þyrfti að gera í þessu máli, og myndi Dagsbrún reyna að gera attt sem hægt væri. Það væri hins vegar alveg á hreinu að ekld yrði tekið við þessum breytingum sem einhverri skiptimynt í kjarasamningun- um nú í haust. V E R N D U M/N A T T U R U N / íjCSí'.I PAF'PIH SH AN KIC Merkið sem Islandsbanki lét hanna fyrir óbleiktan pappír. íslandsbanki notar umhverfisvæn umslög: i fyrir óbleiktan pappír fslandsbanki hefur frá því seint á síðastliðnu ári notað umslög, sem unnin eru úr óbleiktum (klórfríum) pappír. Með því að nota óbleiktan pappír vill íslandsbanki leggja sitt af mörkum til náttúruverndar. Á um- slögunum er sérstakt merki til þess að vekja athygli á notkun óbleikts pappírs. Merkið tengist þó íslands- banka ekki sérstaklega og er fyrir- tækjum og öðrum aðilum, sem nota óbleiktan pappír, heimilt að nota merkið að vild. Það er hugsað sem tákn pappírs án klórs og skipar nú þegar slíkan sess í hugum viðskipta- vina íslandsbanka. íslandsbanki áformar að draga enn úr notkun á bleiktum pappír í við- skiptum sínum og verða næstu skref þar að lútandi stigin á næstunni. Nefna má, að fslandsbanki gefur út þrjú mismunandi fréttabréf og verða öll næstu tölublöð prentuð á óbleiktan pappír. -js Upplýsingarit til ferðamanna: INNFLUTT MATVÆLI Markaðsnefnd landbúnaðarins hefur í samvinnu við yfirdýra- lækni gefið út upplýsingarit fyr- ir ferðamenn um innflutning matvæla til íslands. í upplýsingaritinu er greint frá því hvaða reglur eru í gildi, þegar ferða- menn flytja með sér erlend matvæli eða annað sem getur borið hættu- lega smitsjúkdóma hingað til lands. Ritið nefnist „Upplýsingar til ferða- manna um innflutning matvæla til fslands" og ber undirtitilinn „Erlend matvæli, gæludýr, veiðitæki og ann- að sem krefst sérstakra ráðstafana við komu ferðamanna til landsins". í fréttatilkynningu frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins segir að vegna legu landsins hafi íslenski bú- stofninn verið einangraður öldum saman. Einangrunin valdi því að ís- lenskt búfé hefur lítið mótstöðuafl gegn mörgum sjúkdómum sem landlægir eru annars staðar. Mest er hættan á að sjúkdómar berist með landbúnaðarafurðum og lifandi dýr- Hi, betreffend dk Einfuhr wn Lebensmitteln inlslartd £ OrienterÍBg tíl turister om innf0rsel av matvarer til Island Geislavirkur úrgangur urðaður í Sellafield: Úrgangurinn hefur verið að hlaðast upp undanfarin 30 ár um. Ritið hefur verið gefið út í þremur útgáfum og á fimm tungumálum. Leiðbeiningar eru á íslensku í einni útgáfunni, ensku og frönsku í ann- arri og í þriðju útgáfunni eru leið- beiningar á þýsku og norsku. NIREX (Nuclear Industry Radio- active Waste Executive) tilkynnti fyrir nokkrum dögum að ákveðið hafi verið að urða breskan geisla- virkan úrgang í Sellafield á Bret- landi. Áður kom helst til greina að auka starfsemi endurvinnslunnar við Dounreay eða þá að grafa kjarnorkuúrganginn undir sjávar- botni. Ákveðið hefur verið að falla frá þessum áformum að sinni, m.a. vegna þrýstings íslendinga. Á blaðamannafundi NIREX kom fram að Sellafield varð fyrir valinu í stað Dounreay, vegna greiðari samgangna og hagstæðari kostn- aðaráætlana. Samkvæmt upplýsingum frá NENIG (Northen European Nucle- ar Information Group) kemur fram, að ákvörðunin um urðun í Sellafield er ekki byggð á nægum jarðfræðilegum athugunum, og um öryggið hafi ekkert verið hugs- að. Hins vegar hafi kjarnorkuiðn- aðurinn leitað logandi ljósi að stað fyrir þennan geislavirka úrgang, sem hefur verið að hlaðast upp undanfarin 30 ár. Þeirri spurningu er jafnframt varpað fram, hvort fólk hafi trú á iðnaði, sem hefur ekki skynjað ábyrgð sína á um- hverfinu í 30 ár. -js Siglufjörður: Síldarárin rifjuð upp Á Siglufirði er fyrirhugað að rifja upp stemmningu síldaráranna um komandi verslunarmannahelgi. Mun Siglufjörður þá verða iðandi af mannlífi líkt og áður fyrr. Til að ná upp slíkri stemmningu verður lokað fyrir umferð á torginu og gömlum munum úr Sfldarminjasafninu stillt upp. Dagskráin verður margvísleg. Arftakar karlakórsins Vísis munu syngja, farið verður í gönguferð í Hvanneyrarskál, Leikfélag Siglu- fjarðar flytur leikþátt, boðið verður upp á varðeld, flugeldasýningu, dorgveiðikeppni, ferðir í Skarðið og fleira. Síðan verður brugðið upp landleguballi á Hótel Höfn. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.