Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR i Halnarhusinu v Tryggvagolu, S 28822 olckarfag! lÆRBBBÉFAVMSKlPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-676-444 Fí miiiii FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1991 Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri íslenskra aðalverktaka, segir: r^i>i'iii í*l * T «J jrEJEj 1 1 1 A 1 ' M <L* 1 l\* |ál J l VLi L? (tW* 1 í 11 E>H !T ||iHil»|| Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá íslenskum aöal- verktökum, segir fréttina um úrsðgn íslenskra aðalverktaka úr Vinnuveitendasambandi íslands vera byggða á misskilningi. Það hafi verið rætt hjá íslenskum aðalverktökum að hætta beinni að- ild að Vinnuveitendasambandi íslands og gerast meðlimur í Verktakasambandinu, en vera áfram í VSÍ í gegnum þau samtök. Þannig er málum háttað hjá öllum öðrum verktökum. Gunnar segist „ekki kunna skýr- ingu á því hvers vegna þessi úr- sögn fór inn". Hann segir íslenska aðalverktaka hafa verið einu verk- takana, sem ekki hafi verið innan Verktakasambands íslands, og hafi þeir þar af leiðandi verið beinir að- ilar að VSÍ. Það var vegna þess að vettvangur íslenskra aðalverktaka var eingöngu á Keflavíkurvelli. fs- lenskir aðalverktakar hafa ekki leitað út fyrir það svæði hingað til. Hins vegar gætu orðið breytingar á því fyrirkomulagi í framtíðinni. Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Verktakasambands íslands, segir að fréttin um að íslenskir að- alverktakar hafi sagt sig úr VSÍ hafi komið sér á óvart. Hann segir að málið hafi verið rætt óformlega við forsvarsmenn íslenskra aðalverktaka í vor, að fyrirtækið vrði aðíli að Verktaka- sambandi Islands. Eins og önnur fyrirtæki þá yrðu þeir félagar í VSÍ um leið. Það lágu þó engar ákvarð- anir formlega fyrir um það í morg- un hjá íslenskum aðalverktókum, að því er þeir hjá Verktakasam- bandinu best vissu. Þau voru svona í deiglunni hjá íslenskum aðalverktökum. Flest fyrirtæki á íslandi eru aðil- ar að einhverjum sérsamtökum í viðkomandi atvinnugreinum. Það eru um 10 félóg sem eru í þessum megin atvinnugreinum, þ.e. iðn- aði, sjávarútvegi, fiskvinnslu, verslun og verktakastarfsemi. Þau félög eru síðan öll aðilar að VSÍ og mynda Vinnuveitendasamband ís- lands. Síðan eru einstök fyrirtæki, sem eru beinir félagar að VSÍ, og það eru fyrst og fremst stór fyrir- tæki sem tengjast ekki beinlínis þessum hagsmunasamtökum at- vinnugreinanna. Væntanlega telja þau hag sínum betur borgið með þeim hætti. Þetta eru fyrirtæki eins og Flugleiðir, Eimskip, Hag- kaup og fleiri stór einkafyrirtæki. íslenskir aðalverktakar hafa verið þarna á meðal. „Við í Verktaka- sambandinu höfum lengi talið það eðlilegt að íslenskir aðalverktakar gerðust aðilar að sambandinu. Ekki síst núna, eftir þær breyting- ar sem urðu í fyrrahaust á eignar- fyrirkomulagi fyrirtækisins. Við höfum reyndar nú, eins og oft áð- ur, boðið þeim formlega að gerast aðilar að Verktakasambandinu," segir Pálmi. Pálmi segir að menn hafi verið að bendla mál íslenskra aðalverktaka við Atlantsálmálin. Hann telur ekkert samband vera þar á milli. Pálmi tekur fram að lokum að það sé auðvitað bara Thor Ó. Thors, stjórnarformaður ísl. aðal- verktaka, sjálfur sem kunni að skýra þessa úrsögn úr VSÍ. ( Lítil einkaflugvél brotlenti: Mismikiö slasaðir Lítíl fjögurrasæta einkaflugvél af geróinni PA 22, TF-Tom, brotlenti um 1/2 .sjómílu frá flugvellinum skammt frá Mývatni í gærdag. Það var kl. 15:03 að Flugstjórnarmið- stöðinni í lteykjavík barst um það til- kynning að lítil einkaflugvél hefði trúlega farist skammt frá flugvellin- um. Fékkst það svo staðfest nokkr- um mínútum seinna. í flugvélinni voru flugmaður og tveir farþegar. Allir í vélinni reyndust vera á lífi, en mismikið slasaðir. Lógreglan á Húsavík var skammt frá slysstað, þeg- ar slysið varð, og var því fljót á stað- inn. Örskömmu síðar voru læknar og hjúkrunarfólk einnig komin á stað- inn. Flugmaðurinn reyndist vera mest slasaður og var hann fluttur með flugvél á sjúkrahúsið á Akureyri. Hin- ir reyndust minna slasaðir og voru þeir fluttir á sjúkrahúsið á Húsavík. Vélin var í útsýnisflugi og lagði hún af stað frá Akureyri kl. 14, og var hún væntanleg þangað aftur.Tildrög slyss- ins voru ekki kunn seinni partinn í gær, en flugvél Flugmálastjómar var þá á leið norður með starfsmenn Loft- ferðaeftirlitsins og Flugslysanefndar til að rannsaka slysið. -UÝJ Tveir árekstrar Tveir árekstrar urðu í Iteykjavík um hádegisbilið í gær. Annar átti sér stað á mótum Dalbrautar og Sæ- brautar er tveir bílar skullu saman. Þrír hlutu minniháttar meiðsl. Hinn átti sér stað á mótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og var einn fluttur á slysadeild lítið slasaður. Var þar einn- ig um að ræða tvo bfla og eru þeir talsvert skemmdir. GS. Uggvænleg aukning umferðarslysa: Fimmtán látnir og fimm hundruð manns slasaöir Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 509 manns slasast í 343 umferö- arslysum hér á landi. Þar af hafa hundrað manns hlotið alvarleg meiðsl. Tala slasaðra í umferðar- slysum hefur aldrei veríð hærrí á sama tímabili síðustu fimmtán ár og jafnvel þótt lengra væri litíð. Það, sem af er árinu, hafa 15 manns látíst í 13 umferðarsrysum, og eru þá tvö banaslys, sem átt hafa sér stað í júlímánuði, tekin með í reikninginn. Segja má að júní í ár sé kominn á mjög svo vafasaman metorðastall. Þá slasaðist 131 maður í 81 um- ferðarslysi og hafa aldrei fleiri slas- ast á einum mánuði a.m.k. síðustu fimmtán ár. Þar af hlutu 23 alvarleg meiðsl. Sex Iétust í fimm banaslys- um, sem áttu sér stað í júní, og þarf að leita aftur í október árið 1975 til að finna hærri tölu látinná í um- ferðinni á einum mánuði. Þá létust átta manns. í fyrra slösuðust 350 manns í 234 umferðarslysum fyrstu sex mánuðina, þar af 83 al- varlega. Þá urðu 9 banaslys og lét- ust í þeim 13 manns. í júní í fyrra urðu 54 slys og 73 slösuðust, þar af 18 alvarlega. Þá urðu tvö dauðaslys, þar sem fjórir létust. Það er því ljóst, þegar þetta ár er borið saman við það síðasta, að uggvænleg aukning á umferðarslysum hefur átt sér stað. „Fólk virðist ekki vera nægilega Fyrstu sex mánuði þessa árs hafa 509 manns slasast í umferðarslysum hér á landi, og það sem af er árinu hafa 15 manns látist. Tala slasaðra í umferðinni hefur aldrei veríð hærri á sama tíma- bili a.m.k. síóustu fimmtán ár. Júnímánuður í ár skipar sér á mjög svo vafasaman metorðastall hvaö varðar fjölda slasaöra og látinna. Þá slasaðist 131 maður í umferðinni og 6 létust. með hugann við aksturinn. Menn ofmeta sjálfa sig, ofmeta vegina og ofmeta aðra vegfarendur. Það er þetta ofmat á aðstæðunum sem er svo hættulegt," sagði Sigurður Helgason hjá Umferðarráði, að- spurður um þessar tölur. Sigurður segir það sláandi staðreynd, að það fólk sem ekki notar bflbelti, sem er ekki stór hópur, lendir í óhöppum og slysum hvað eftir annað. „Og það er einnig sláandi að af þeim fimmtán, sem látist hafa í ár, voru fjórir á bifhjóli og þrír gangandi vegfarendur. Þar með er kominn um helmingur af þeirri tölu." — En hvað er til ráða? „Við erum sífellt að. Við vinnum ötullega að því að koma áróðri og upplýsingum til fólksins gegnum fjölmiðla. Það er unnið mjög mark- visst að því þessa dagana. Þetta ger- um við í þeirri von að árangur skili sér og að fólk gæti sín," segir Sig- urður. „Það er annars vegar hlut- verk okkar að koma í veg fyrir slys og hins vegar að koma í veg fyrir að slysin hafi alvarlegar afleiðingar. Þar koma til hlutir eins og bflbelti og annar öryggisbúnaður." Mikill hraði er ein meginorsök slysa. Dómsmálaráöuneytið hefur, eftir fréttir af miklum hraðakstri undanfarið, séð ástæðu til þess að beina þeim tilmælum til lögreglu- yfirvalda um allt land að auka rad- armælingar og eftirlit á vegum. Er því unnið að því hörðum höndum nú að minnka hraðann, sem von- andi hefur í för með sér færri slys. „Ég hef ástæðu til að ætla aö góða veðrið sem ríkt hefur, þá sérstak- lega í júní, leiði til þess að fólk keyri hraðar og hugsi ekki nógu vel um aksturinn," segir Sigurður. „Hins vegar vildum við alls ekki missa góða veðrið, en við viljum missa þessi slys." GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.