Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1991, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. júlí 1991 MINNING Þorsteinn Jónsson Mig langar til að minnast tengda- föður míns, Þorsteins Jónssonar á Úlfsstöðum í Hálsasveit, með nokkr- um orðum. Hann andaðist í hárri elli á heimili sínu að morgni 18 Júlí síðastliðins, saddur lífdaga. Á Ulfs- stöðum átti hann heima alla ævi, að undanteknu einu ári er hann bjó í Geirshlíðarkoti, Flókadal. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson, bóndi á Úlfsstöðum, og Guðrún Hallfríður Jónsdóttir, fyrri kona hans. Móður sína missti Þorsteinn 8 ára að aldri, og syrgði hana mjög. Vera kann að sá tregi hafi fyrst í stað torveldað honum að þýðast stjúpmóður sína, Guðbjörgu Pálsdóttur, en sjálfur sagðist hann hafa lært að meta hana því meir sem samleið þeirra varð lengri og hjá honum átti Guðbjörg skjó! sín síð- ustu ár, þá orðin ekkja. Ekki naut Þorsteinn langrar skóla- göngu í bernsku, frekar en títt var. En tvítugur að aldri settist hann í Hvítárbakkaskólann, þá nýlega stofnaðan. Þar opnaðist honum ný sýn með víðari sjónhring en áður, og lfkt og svo margir aðrir nemendur þessa skóla bjó hann að dvölinni þar alla sína ævi. Mest áhrif á líf hans mun það hafa haft er hann komst í kynni við heimspeki dr. Helga Pjeturss, Nýals- kenninguna. Sjálfur lýsti Þorsteinn því svo að það hefði verið sér eins og að ganga út úr myrkri í bjart ljós er hann fyrst las þessi rit. Þar fann hann svör við þeim spurningum, sem ákafast leituðu á hann um þetta leyti, — svör sem fyrst og fremst byggðu á rökhugsun, þar sem álykt- anir byggðar á athugunum voru undirstaðan. Þessi aðferð féll vel að eðli Þor- steins sjálfs. Engum manni hef ég kynnst með svo ríka þrá til að skilja umhverfi sitt og aðstæður, sem hon- um. Mér er í minni frásógn hans af því, að sem ungur maður við slátt á Úlfsstöðum undraðist hann að skuggi orfsins vísaði ekki fullkom- lega í gagnstæðar áttir kl. 7 að morgni og 7 að kvóldi. Þetta var andstætt því sem hann þá taldi sig best vita um snúning jarðar og gang hennar um sólu. Flest okkar hefðu eflaust yppt öxlum og sagt við sjálf okkur að svona væri þetta bara og ekki hugleitt það frekar. En það var andstætt eðli Þorsteins að sætta sig við slíkt misræmi skoð- ana sinna við fyrirliggjandi stað- reyndir. Ekki lágu honum á lausu fræðibækur um þessi efni, né gat hann þá leitað skilnings til sér fróð- ari manna. En ekki hætti hann heilabrotum fyrr en hann hafði af eigin rammleik öðlast skilning á hvernig möndulhalli jarðar orsakar tímabundna misvísun af þessu tagi. Þá hafði hann velt málinu fyrir sér fram og aftur svo mánuðum, ef ekki misserum, skipti. Sama skilningsþrá réð afstöðu hans til trúarbragða. Þar þótti hon- um gæta um of misræmis milli skoðana manna og þekktra stað- reynda. Nýalskenningin ein virtist standast það próf. Og því var það að henni fylgdi Þorsteinn alla daga síð- an af heilum og óskiptum huga. Ekki þó þannig að hann tryði í blindni, efasemdalaust, heldur velti hann fyrir sér sjálfur hverjum ein- stökum þætti og bar saman við eig- in reynslu og ályktanir. Ekki mun á neinn hallað þótt fullyrt sé að hann hafi verið allra manna handgengn- astur þeim fræðum, að dr. Helga einum frátöldum. Þannig tel ég að Þorsteini hafi auðnast að skýra bet- ur og auka við ýmsa þætti kenning- arinnar, og enda færa hana yfir á ný svið með athugunum sínum á þýð- ingu minninga fyrir framþróun lífs- ins. Fátt var Þorsteini heitnum hug- leiknara en að ræða þessi áhugamál sín. Þar naut hann rökfestu sinnar á Úlfsstöðum og skýrrar hugsunar, sem og yfir- gripsmikillar þekkingar á heimspeki og náttúrufræðum. Sama var hverj- ir í hlut áttu, háir sem lagir, sínum skoðunum hélt Þorsteinn fram af fullri einurð og festu, en þó stillingu og tillitssemi. Alltaf virti hann að fullu sannfæringu annarra manna og rétt þeirra til að halda henni fram. Sigur í kappræðu var honum ekki keppikefli, heldur hitt að fá við- mælandann til að velta þessum mál- um fyrir sér frá nýjum sjónarhorn- um. Því var það að vonum að hann skyldi hafa forgöngu um stofnun Fé- lags Nýalssinna á sínum tínia, og vera þeirra fremsti hugmyndafræð- ingur meðan heilsa og þrek entust. Um það hlutverk eru ritverk hans órækur vitnisburður, en fimm bæk- ur gaf hann út, sem allar fjalla um þessi efni. Þar er líka að finna flest kvæða Þorsteins, en hann var mjög Ijóðelskur og skáld betra en flestir vita. Það, sem að framan er talið, væri fullt ævistarf fyrir meðalmann. Því er með ólíkindum að samhliða þessu tókst honum að sinna búi sínu til jafns við aðra, rækta tún og húsa upp jörðina. Meðal annars varð hann tvívegis að reisa íbúðarhús yfir sig og sína, þar sem eldra húsið eyðilagðist í bruna á nýjársdag 1952. Án traustrar samheldni fjölskyld- unnar hefði þetta verið ómögulegt. Kona Þorsteins, Áslaug Steinsdóttir frá Litla-Hvammi í Miðfirði, og dæt- ur þeirra fjórar tóku fullan þátt í bú- skapnum og framkvæmdum öllum. Þegar svo aldurinn færðist yfir, bú- sumsvif minnkuðu og heilsu Þor- steins tók að hraka annaðist Aslaug hann af þeirri nærfærni og dugnaði sem öllum, er til þekktu, verður ógleymanleg. Orðum þessum fylgja samúðarkveðjur og þakkir til henn- ar. Andlát Þorsteins bar að með þeim hætti sem ég veit að hann sjálfur hefði helst kosið. í hvílunni, þar sem hann hafði svo oft fest blund eftir langan vinnudag, sofnaði hann vært og rólega, en nú fastari svefni en fyrr, eftir nær aldar langan starfs- dag. Og á sama hátt og hann ætíð áður hafði vaknað til nýrra starfa, var hann sannfærður um að vakna af þessum blundi til nýrra starfa, orkuríkari og þrekmeiri en fyrr. Okkur, sem eftir lifum nú um stund, er það gæfa að hafa þekkt slfkan mann. Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöðum Sláturhús Óskum eftir að ráða verkstjóra við sláturhúsið á Hólmavík. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Steingrímsfjarðar. JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU Jeppahjólbaröar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30-9,5 R15, kr. 6.950. 31-10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröö og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Roykjavík Síman 91-30501 og 91-84844 BILALEIGA AKUREYRAR MED ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIbÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUMBÍLAERLENDIS interRent Europcar * Tíminn 9 ^m i REVKJftVIK Sumarferð framsoknarmanna Fiallabaksleið nyrðri - Landmannalauöar - Eldöiá Sumarferð framsóknarmanna f Reykiavík verður farin lausardaainn 27.júlín.k. tast verður af stað frá BSÍ W. 8*00. Ekin verður Dómadalsleið. Uið Landmannahelli mun Sfeinfirímur Hermannsson ávarpa ferðalanfia um leið oa Þeir snæða nesfi siff. á Herðu- breiðarhálsi o& í Eldeiá mun Jon Jónsson iarðf ræðinfiur lýsa Því sem fyrir auáu ber. áætlað er að koma fíl Reykiavíkur aftur kl. 22.00. Faraiald er kr. 2600 fyrir fullorðna en kr. I400fyrirbörnyn£Srien 12ára. Skráiö ykkur sem alíra fyrst í síma 624480, bví sætafjöldi er bví miður takmarkaöur. Sfeinfirimur Hermantisson U JónJónsson Fudtrúaráðið Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1991 Dregið var [ Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí sl., en númerín eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 5. ágúst 1991. Vel- unnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gíróseðil, eru hvattir til að gera skil eigi slðar en 5. ágúst. Það er enn tækifærí til að vera með. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks- ins, Hafnarstræti 20, III. hæö, eða I síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn. Suöurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suöur- landi, Eyrarvegi 15, Selfossi, verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15-17. Sími 98-22547. Félagar hvattir til að lita inn. KSFS Héraðsmót framsóknarmanna, Vestur-Skaftafellssýslu verður haldið (Tunguseli laugardaginn 27. júlí og hefst kl. 23,00. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. SQómin. Stefna 91 — Sauðárkróki Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept- ember n.k. Ráðstefnan er opin öllum ungum framsóknarmönnum alls staðar af landinu og verður ráðstefnugjaldi stillt í hóf. Gist verður í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyrirlestrar munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður fjölmennt á héraösmót framsóknarmanna f Skagafírði, sem haldið verður að Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fyrir dansi. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar eru hvatt- ir til að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafn- arstræti 20, eöa I síma 624480. Framkvæmdastjórn SUF Kartöflupokar - Kálpokar Höfum fengið 25 og 50 kg poka á virkilega hag- stæðu verði. T.d. 25 kg pokar á kr. 14.50 án vsk. 50 kg pokar á kr. 26.50 án vsk. Pokagerðin Baldur, Stokkseyri. Sími 98-31310.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.