Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 27. júlí 1991 T Laugardagur 27. júlí 1991 HELGIN 17 Á skíðum á Mýrdals- jökli í sumarbyrjun var opnuð í TVyggva- skála á Selfossi Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Þar er opið daglega og fólk getur fengið allar almennar upplýsingar um ferðir og ferða- möguleika ásamt afþreyingu á Suð- urlandi. Á Kirkjubæjarklaustri, í Vík, Hvera- gerði og á Hellu og Hvolsvelli eru einnig starfræktar slíkar upplýsinga- þjónustur fyrir ferðamenn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Valgeiri Inga Ólafssyni hjá Upplýsingamið- stöð Suðurlands er margt í boði fyrir ferðamenn og nóg hægt að gera. Boðið er upp á útsýnisflug sem tek- ur eina klukkustund og er m.a. flog- ið yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Land- mannalaugar, Eldgjá, Laka og Langasjó. Hægt er að fara á hestbak, boðið er upp á stangaveiði í læk, vatnasleðar og sjóskíði fást leigð, veiðileyfi í Heiðarvatn eru seld, bátsferðir eru til Dyrhólaeyjar og Reynisdranga, auk þess sem ýmislegt fleira er hægt að gera sér til gamans. Á vegum Gesthúsa á Selfossi er hægt að fá leigð reiðhjól til lengri og skemmri ferða um landið. Hingað til hafa fáir íslendingar hjólað um land- ið sitt, en hér gefst fólki tækifæri til að bregða út af vananum, hvíla sig á bílnum og hjóla um nágrenni Sel- foss. í Úthlíð II í Biskupstungum er risin Frá Landmannaleiö. Nú er boðið upp á útsýnisflug yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Landmannalaugar, Eldgjá, Laka og Langasjó. upp ferðamannaparadís hjá Bimi Sigurðssyni bónda, en fyrr í sumar var vígð myndarleg sundlaug sem er 8xl7m að stærð. Við laugina em heitir pottar og aðstaða öll hin besta. í Úthlíð gefst fólki einnig kostur á að fara á hestbak. Jöklahestar í Mýrdal bjóða upp á fjalla- og heiðarferðir allar helgar í BÆNDUR StÐSUMARSVERÐ Best búnu vélarnar á hagstæðasta verðinu. CLAAS tekur þátt í leiknum og býður síðsumarsverð á hey- og rúllubindivélum. Til afgreiðslu nú þegar. Fyrsta greiðsla 15. nóv. 1991. ^©ií^íltMOí) TUlésúdty HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMl 91-670000 sumar. Em þetta eins dags ferðir. Fyrir stuttu var svo opnaður 9 holu golfvöllur í Vík í Mýrdal. Auk þess er einnig hægt að fara í golf í Hvera- gerði, en fyrir skömmu var opnaður 9 holu golfvöllur og 18 holu pútt- völlur við Hótel Örk. Þá hefur tenn- isaðstaða verið bætt til muna og á hverjum degi fer fram tenniskennsla og þjálfun. Nú getur fólk farið á skíði á Mýr- dalsjökul í sumar, því opnuð hefur verið skíðalyfta í Myrkadalsjökli og er hún opin um helgar í sumar. Til að komast að lyftunni er beygt af hringveginum við bæinn Sólheima í Mýrdal og ekið u.þ.b. 12 km veg sem er fær bílum með drifi á öllum hjól- um. Að sögn Valgeirs Inga gefst ferða- mönnum, sem leið eiga um Hvera- gerði, kostur á að fara í göngu eða ökuferð með kunnugum leiðsögu- manni. Lagt er af stað kl. 10:00 frá Ferðaþjónustu Suðurlands, Breiðu- mörk 10, og gengið er um hvera- svæðið í bænum, að Grýlu og til fleiri athyglisverðra staða í bænum. Fólki gefst jafnvel færi á að sjóða sér egg og brauð í hver, líkt og gert var áður fyrr og sumir gera jafnvel enn. Frá Hjarðarbóli, Hveragerði og Sel- fossi er boðið upp á dagsferðir um Árborgarsvæðið svo og fleiri staða á Suðurlandi og Suðumesjum. Þeir, sem hafa áhuga á að skoða söfn, geta t.d. bmgðið sér til Þorláks- hafnar og skoðað Egilsbúð, sem er bóka- og minjasafn. Þá er sjóminja- safn á Eyrarbakka, Rjómabúið á Baugstöðum, Þuríðarbúð á Stokks- eyri, Safnahús á Selfossi og Byggða- safnið Skógum, Hvolsvelli. Að auki em mörg fleiri söfn á Suð- urlandi sem áhugavert er að skoða. Eins og sjá má er hér af miklu að taka og hér aðeins nefnt það helsta. Til þess að fólk á ferð um Suðurland fari nú ekki á mis við eitthvað, sem það gæti gert sér til skemmtunar, er best að líta við á upplýsingaþjónust- um staðanna og fá upplýsingar um allt sem hægt er að gera á viðkom- andi stöðum. -sis Nonnahús; Davíðshús og Sigur- hæðir Þegar komið er til Akureyrar er til- valið að byrja á að skoða bæinn. Ak- ureyri er einstaklega fallegur bær og margt áhugavert sem fyrir augu ber. Undan Búðargili er Akureyrin sjálf og innan við hana Fjaran. Eftir Fjör- unni liggur Aðalstræti. Á þessu svæði er margt gamalla húsa og eru nokkur þeirra friðuð. Hafnarstræti er elsta gata bæjarins. Þar er nú göngugata frá Grófargili að Ráðhús- torgi. Við götuna er fjölþættur versl- unarrekstur og þjónustustarfsemi. Nokkur söfn em á Akureyri, sem fróðlegt og skemmtilegt er að skoða. Fyrst ber að nefna Nonnahús, sem varðveitt er til minningar um séra Jón Sveinsson, en í því átti hann heima á bernskuárum sínum á Ak- ureyri. Annað minningarsafn er Sig- urhæðir, hús séra Matthíasar Joc- humssonar. Þriðja safnið er Davíðs- hús, til minningar um Davíð Stef- ánsson. Fjórða safnhúsið er hús Friðbjarnar Steinssonar. Þar var fyrsta Góðtemplarastúkan í íslandi stofnuð. Þá er að telja Amtsbóka- safnið og Náttúmfræðistofnun Norðurlands, sem er bæði sýningar- safn og rannsóknarstofnun. Loks ber að nefna Laxdalshús, sem kennt er við Eggert Laxdal kaupmann. Það er rekið í sambandi við minjasafnið og er boðið upp á veitingar. Ekki er hægt að fara til Akureyrar án þess að skoða Lystigarðinn, en auk alls kyns skrúðjurta er þar fræðilegur grasagarður með nær öllum íslenskum háplöntum og hundmðum annarra tegunda. Akureyri liggur vel við samgöng- um. Hringvegurinn liggur í gegnum bæinn og út frá honum liggja vegir til allra nágrannasveita. Flogið er til Akureyrar 5 sinnum á dag frá Reykjavík og jafnvel oftar ef Frá Mývatni. þarf. Þá flýgur Flugfélag Norður- lands til Egilsstaða, Grímseyjar, Húsavíkur, ísafjarðar, Keflavíkur, Kópaskers, Ólafsfjarðar, Raufarhafn- ar, Reykjavíkur, Siglufjarðar, Vopna- fjarðar, og Þórshafnar. Daglega er boðið er upp á leiðsagn- arferðir frá Akureyri til Mývatns. Sýnt er nákvæmlega það sem er á Mývatni og stöðum þar í kring. Far- ið er frá Akureyri kl. 08:15 að morgni og komið til baka um kvöld- matarleytið. Á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum er farið í Asbyrgi, Dettifoss, Hljóðakletta og íTjörnes. Á laugardögum og miðvikudögum er farið yfir Kjöl til Reykjavíkur. Leiðsögn og matur er innifalið í verði. Þá fer rúta úr Reykjavík yfir Sprengisand og norður. Flogið er kvöldflug út í Grímsey þrisvar í viku. Þangað siglir líka ferja. í Hrísey er eina veitingahúsið á landinu sem býður upp á nauta- kjöt af Gallowaynauti. Það þykir afar ljúffengt og vel þess virði að bregða sér út í eyju til að borða. Þangað eru ferðir með ferju nokkrum sinnum á dag og er farið frá Litla-Árskógss- andi. Margar hestaleigur eru í kringum Akureyri og þá helst í sambandi við ferðaþjónustu bænda. Ein hesta- leiga er á Akureyri. Golfvöllurinn þykir góður og hafa verið haldin stórmót á honum. Sundlaugin er alltaf opin. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn. -sis Allt hægt Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er eitt af náttúruundrum Suðaustur- lands. Gríðarlegar ísblokkir brotna stöðugt úr jöklinum og berast til sjávar með Jökulsánni. Hægt er að fylgjast með því í návígi. Sandbreið- urnar í kring eru aðal varpsvæði skúmsins á norðurhveli jarðar. Jöklaferðir hf. eru með starfsemi sína á Skálafellsjökli, sem er skrið- jökull úr Vatnajökli, um 55 km frá Höfn. Það eru 16 km frá Smyrla- bjargarvirkjun að Þormóðshnútu sem er í 840 m hæð. Á Þormóðs- hnútu hafa Jöklaferðir lítinn skála, en verið er að byggja nýtt hús sem mun þjóna mun betur bæði gestum og starfsfólki. Ferðir eru alla daga. Austurleið er með daglegar ferðir frá Höfn til Skálafellsjökuls, í Jök- ulsárlón og aftur til Hafnar. Farið er snemma morguns og komið aftur til Hafnar síðdegis. Hefðbundin ferð á jökul tekur um 2 klst. í snjóbfl. Þá er farið upp á Mið- fellsegg, sem er í 1128 m hæð inn að Birnudalstindum og að Grjótbotni. Jafnframt er boðið upp á vélsleða- ferðir sömu leið. Einnig er farið í lengri ferðir á sleðum, t.d. á Brókar- jökui, á Breiðubungu, í Kverkfjöll og að Hafrafelli. í lengri ferðir þarf að panta með fyrirvara og er lágmarks- fjöldi í hverja ferð 4. Auk þessa hafa Jöklaferðir hf. í samvinnu við nokkra aðila boðið upp á ýmsar pakkaferðir. Einnig er fyrir hópa boðið upp á veislur á jökl- inum. Á Höfn er byggðasafn. í safninu eru ýmis verkfæri og munir frá fyrri tíð, sem bregða ljósi á þær aðstæður - i Jökullónið á Breiðamerkursandi er tignarleg náttúruperla, sem ferðafólki gefst kost- ur á að skoða á ferð sinni um Austurland. sem fólk í héraðinu bjó við fyrr á tímum. Niðri á fjörðum er landslagið afar fallegt og víða margt skemmtilegt borðaður og íslenskt brennivín drukkið með. Á Egilsstöðum er nýlegá búið að stórbæta aðstöðu fyrir ferðamenn. Búið er að taka í notkun upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir ferða- menn. Þar er öll snyrtiaðstaða fyrir hendi, þvottavélar eru á staðnum og fleira. Ekki er hægt að koma á Austurland nema koma við á Hallormsstað. Skógurinn á Hallormsstað er hinn víðáttumesti á landinu. Kunnir staðir í skóginum eru Gatnaskogur, Hólatjörn og Mörkin. Atlavík er inn- arlega í skóginum og um verslunar- mannahelgina verður þar sitthvað á seyði. Þegar sólin skín og veðrið er gott er hvergi betra að vera en ein- mitt í Atlavík. Veðursældin er ótrú- leg og ekki spillir umhverfið fyrir. Á Seyðisfjörð kemur Norræna einu sinni í viku. Óhætt er að segja að bærinn breyti um svip í hvert sinn sem ferjan kemur að landi og fær á sig erlendan brag. Víða á Austurlandi eru tjaldstæði og sundlaugar og ýmis þjónusta fyr- ir ferðamenn. Þeir, sem hafa áhuga á, geta auðveldlega fengið allar upp- lýsingar um hestaleigur, golfvelli og fleira í þjónustumiðstöð ferða- manna á Egilsstöðum. -SIS £ fc SUMARTILBOÐ * Á HÓTEL ÖRK Tilboð sem vert er að veita athygli INNIFALIÐ: Gisting, morgunverður. kvöldverður. VERÐ KR. 4.950,- á dag fyrir manninn í 2ja m. herbergi. EITTHVAÐ VIÐ ALLRA HÆFI! ... Umhverfisvœnt hótel með vistvænt verð ^3 HÓTEL ÖÐK Sími 98-34700 Skútuvogi 10a - Sími 686700 sem fyrir augu ber. Helstu eyjar eru Seley, Skrúður, Andey og Papey. Frá Egilsstöðum er farið í skoðun- arferðir með leiðsögumanni um Fljótsdalshéraðið. Á hverjum degi eru skipulagðar ferðir í Snæfell og Borgarfjörð. Það er hægt að fara í heilsdagsferðir í Borgarfjörð eystri með leiðsögumanni. Þar er m.a. Kjarvalssýning í gangi núna. Boðið er upp á tveggja daga ferð frá Norðfirði til Mjóafjarðar. Siglt er til Mjóaíjarðar og farið með rútu til baka. Ef farið er Fljótsdalshringinn er farið upp að Hengifossi og að Skriðuklaustri þar sem Gunnar Gunnarsson skáld bjó. í hverri viku er haldið Ormsteiti á Egilsstöðum. Það er nokkurs konar þorrablót fyrir ferðamenn, þjóð- dansar eru dansaðir, þorramatur er ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐIBORGARNES VIÐ BOR GARFJARÐARBR U Komið VÍð í einni ghesilegustu Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - þjónustumiðstöð landsins. Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Onið frá kl K-21 V) nlln Haaít Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Urvals upw ira KI. Ö-ZJ.JU aua aaga. snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA - OLÍUFÉLAGIÐ HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.