Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 16
24 HELGIN Laugardagur 27. júlí 1991 mundar Valtýssonar og Eyjólfur Kristjánsson, Ný Dönsk, GCD og fleiri. Boðið er upp á ýmislegt fyrir bömin, svo sem Möguleikhúsið, barnaball og knattspyrnu. Þá verður flugeldasýning eitt kvöldið. Ýmislegt er þó hægt að gera í Vest- mannaeyjum, þrátt fyrir að þjóðhá- tíð standi ekki yfir. Rafn Pálsson hótelstjóri sagði að boðið væri upp á skoðunarferðir með rútum alla daga, sem taka um tvo klukkutíma. í beinu framhaldi af því eru bátsferðir þar sem siglt er inn í Klettahelli og í kringum Heimaey. Golfarar fá sitt líka, þvf að í Vest- mannaeyjum er golfvöllur. Gott og mikið fiskasafn er í Eyjum og sagðist Rafn ráðleggja öllum að kíkja þangað. Tjaldstæði eru að sjálfsögðu á staðnum og aðstaða þar hin besta. -SIS Vestmannaeyjar: Þjóðhátíð í nánd Að venju munu Vestmannaeyingar halda sína þjóðhátíð um verslunar- mannahelgina í Herjólfsdal. Tvær vikur eru síðan undirbúningur hófst og gengur hann vel. Búist er við að fjöldinn á þjóðhátíð verði svipaður og undanfarin ár, en þá hafa komið allt að tíu þúsund manns. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er elsta útihátíð á ís- Iandi, en hún var fyrst haldin árið 1874. Þjóðhátíðin á sögu, sem er ná- tengd sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar, þegar íslendingar fengu stjórnarskrána 1874. Eyja- menn komust ekki til lands til þess að halda upp á þennan stórviðburð í sögu þjóðarinnar og söfnuðust því saman í Herjólfsdal og minntust tímamótanna. Það gera þeir enn ár- ið 1991 og hafa gert nánast samfellt frá árinu 1901. í tengslum við þjóðhátíð munu Flugleiðir bjóða í fyrsta skipti pakkaferðir á Þjóðhátíð frá öllum áætlunarstöðum innanlands. Hag- stætt verð er í boði og er fólki bent á að kynna sér það nánar hjá Flugleið- um. Herjólhir verður einnig með ferðir á milli lands og eyjar. Meðal skemmtiatriða eru Ómar Ragnarsson, Sverrir Stormsker, Bubbi Morthens, Hljómsveit Geir- Vímulaus verslunarmannahelgi meö fjölskyldunni í Galtalækjar- skóg. kaupfélag Austur-Skaftfellinga HÖFN í HORNAFIRÐI býður ferðafólki þjónustu sína í verslunum og söluskálum að: Höfn, Hornafirði - Fagurhólsmýri Skaftafelli - Djúpavogi Höfum ávallt á boðstólum alls konar nauðsynjar fyrir ferðafólk. Velkomin 1 Austur- Skaftafellssýslu kaupfélag Austu r-Skaftf ellinga HÖFN, HORNAFIRÐI - FAGURHÓLSMÝRI - SKAFTAFELLI - DJÚPAVOGI Bindindismótið í Galtalækjarskógi: Spaugstof- an sér um fjörið Sigurður B. Stefánsson, fjármála- stjóri Bindindismótsins í Galtalækj- arskógi, sagðist búast við að 6-9000 manns myndu eyða verslunar- mannahelginni í skóginum. Fyrir 16 ára og eldri kostar 5000 krónur inn á svæðið, 4500 fyrir 13-15 ára, og fyr- ir 12 ára og yngri er aðgangur ókeypis. Að sögn Sigurðar eru rútuferðir frá BSÍ á föstudag og laugardag og til baka á mánudaginn. Undirbúningur fyrir mótið hófst í febrúar og stend- ur hann nú sem hæst. Nýlega var gengið frá samningum við þær hljómsveitir og skemmtikrafta sem koma fram í viðamestu dagskrá sem verið hefur frá upphafi mótanna. Á síðasta mót komu fleiri gestir en nokkru sinni fyrr. Af þeim mikla fjölda var rúmlega helmingurinn börn og unglingar og eins og alltaf þá er fjölskyldan sá kjarnahópur sem setur mestan svip á bindindismótin í Galtalækjarskógi. Því er ekki að ástæðulausu að allur undirbúningur fyrir mótin, topp- dagskrá og aukin og bætt aðstaða sé miðuð við áhuga, þarfir og kröfur fjölskyldunnar. Góð gæsla og áfeng- islaust mót setur punktinn yfir i-ið á fjölskylduhátíð sumarsins. Eins og á síðasta móti er það hljómsveit Ingimars Eydal sem sér um dansleiki á palli fýrir alla fjöl- skylduna. Auk þess sér hljómsveitin um Galtalækjarkeppnina, söngvara- keppni fyrir yngri mótsgesti. í kúluhúsinu Heklu eru það hljóm- sveitirnar Busarnir frá Stykkis- hólmi, Sororicide (Infusoria), Sjá- umst í sundi (SÍS) og Timburmenn (drekka ekki) sem sjá um að hrella og trylla unglingana á dansleikjum mótsins. Auk þess verða tvær ung- lingahljómsveitir með tónleika að degi til í Heklu. Spaugstofan er það atriði sem hæst rís í skemmtidagskrá mótsins að þessu sinni. Af öðrum dagskráratriðum má nefna Bjössa bollu, Raddbandið, ökuleikni, hjólreiðakeppni, tívolí, gönguferðir, minigolf og flugelda- sýningu. Sigurður B. Stefánsson sagði að búið væri að koma up 21 nýjum vatnssalernum og þjónustumiðstöð og aðstaða fyrir skemmtikrafta hefur verið lagfærð og endurnýjuð. Þótt gæslan á svæðinu sé hert á hverju ári og ítrekuð fyrirmælin um að skilja áfengið eftir heima, þegar farið er á bindindismót, þá eru það gestirnir sjálfir sem ráða mestu um það hvernig til tekst, fólkið sem heldur tryggð við staðinn og fjöl- skyldurnar sem vilja skemmta sér í áfengislausu umhverfí. -SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.