Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 1
JJ Þríhryggbrotinn verinn var U Samkomulag búenda á Skarðsströnd var í meira lagi stirt snemma á fyrri öld. Sveit- arbragnum er snillilega lýst í minningum Friðriks prest Eggerz, sem hvergi sparar háð og níð um sveitungana Séð heim að Skarði á Skarðsströnd. Á söguöld var æði agasamt á Skarðsströnd og áttust þar við menn er miklir voru fyrir sér og engir vei- fiskatar. En í upphafi 19. aldar geis- aði þar á ströndinni mikil ófriðaröld að nýju, þótt ekki fari sögur af tiltak- anlegum blóðsúthellingum. Þar átt- ust við veraldlegir valdsmenn ann- ars vegar og svo geistlegrar stéttar menn og voru hvorugir þess sinnis að þeir létu hlut sinn. Sveitarbragn- um er vel lýst í miklu minningariti Friðriks prests Eggerz, er hann rit- aði á áttunda áratug fyrri aldar, þá háaldraður orðinn. Minningar þess- ar eru afburðavel stflaðar, þótt hinu sé ekki að neita að illmælgi, háð og hverskyns níð um grannana — svo skylda sem óskylda — er mikið að vöxtum í bókunum. Minningar séra Friðriks gaf Jón Guðnason fræði- maður út árið 1950 undir nafninu „Úr fylgsnum fyrri aldar“ og er hér birtur stuttur þáttur úr þeim. Segir Friðrik hér af viðskiptum föður síns, séra Eggerts Jónssonar á Ballará, við mág sinn Skúla sýslumann Magnús- son á Skarði, svo og nokkra sveit- unga fleiri. Reglusemi Skúla sýslumanns „Skúli var átmaður heima, sem áð- ur er sagt, en ekki annars staðar. Var hann þá hófsamur og kurteis, væri hann ekki við öl. Hann svaf manna mest og furðu sætti að hann hélt þar við heilsu sinni, því ætlandi er að mikið át, svefn, iðjuleysi og brenni- vínsdrykkja, allt í sambrúkun, sé manni ógott. Sjaldan mátti heita að hann liti í bók utan Randers Amts- og Avert- issements-Tidende. Þau fékk hann sér árlega send af Einari Thoroddsen og þá kostaði árgangurinn fjóra rík- isdali. En verst var að hann gat aldr- ei fengið þau fvrr en árið eftir að þau voru samin. Á helgum eftir messu sagði hann fréttir úr þeim, það sem hann þá mundi af vikulesningunni. Að því brostu margir er hann var fréttafróður úr öðrum löndum um hávetur. Séra Eggert heyrði fréttirnar sem aðrir. Fannst honum fátt um og tal- aði stundum fram í „að sig minnti það hefði heyrst í fyrra.“ Þá varð það einhverju sinni við öl eftir messu er margt bar á góma að séra Eggert mælti: „Ég dáist að þér, Skúli minn, og þekki nú engan sem bera aldur sinn með jafn mikilli um- sjón og umsvifum sem þú verður að hafa.“ Skúla þótti þetta talað að sannindum og sagði: „Veistu hvað, séra Eggert, vittu, ég segi mér, gamla Skúla var ekki fisjað saman." Séra Eggert: „Ég furða mig líka oft á því að þú skulir þola svo stöðuga reglu að sofa sextán tíma í hverjum sólarhring, éta í sex tíma, lesa vit- lausa avísa og prédika út af sjálfum þér í tvo tírna." Ræðan endaði með rifrildi og Skúli hrökk að vanda úr stofunni, en séra Eggert reið burt þaðan. Reikningslist Eitt sinn var það að séra Eggert og Skúli ræddust við, þá mælti séra Eggert: „Um hvað ertu að lesa núna?“ Skúli svaraði: „Um forn- menn. Súlla hefur verið mesti mað- ur og honum hefði ég helst viljað líkjast." Séra Eggert: „Og verða blóðtökumaður. Eg skil það.“ Skúli: „Já, hann var maður eftir mínu skapi og hefði ég verið á Sturlunga- tíð væri ég fyrir löngu búinn að brenna þig inni.“ Séra Eggert: „Því trúi ég, hefði ekkert orðið mér til hlífðar." Skúli var óslyngur við allt leikfang og kunni ekki til þess og þó hafði hann helst gaman að „Forkjæring", er Þorvaldur kenndi honum og tefldi hann við kerlingu sína. Það mátti varla heita að hann kynni neitt í reikningi. Það var einhverju sinni að séra Eggert kom þangað á sumardegi. Sat þá Skúli í stofu sinni og var borð, allt út krítað í tölum, hjá hon- um. Prestur spurði hvað hann væri að reikna. Skúli kvaðst skipta litlu dánarbúi úr Dölum, sem yrði þó ekki alllítill vandi, að taka frá því skuldir og prósentur og skipta svo jafnt á milli erfingjanna og kvaðst lengi hafa brotið heilann yfir því. Séra Eggert hló og sagðist skyldi gefa honum ráð er duga mundi, en það væri að taka kvarnir og telja þær í sundur í skuldirnar, hundraðs- gjaldið og arfalóðin, og þá gæti hann best séð hvað hverjum bæri. Merin Múta Það var eitt sinn er Skúli var í góðu skapi að hann þóttist vilja gera skemmtiför til ^systur sinnar, Guð- rúnar, á Baliará og urðu þeir séra Eggert samferða frá Skarði, og var þá sem í bróðerni væri á milli þeirra, og voru þeir báðir hóflega kenndir af víni. Skúli reið Ijósri hryssu er amt- maður Stefán á Hvítárvöllum hafði gefið honum. Var hún lipur og nokkurn veginn skeiðgeng. En sem þeir komu út fyrir Grástein fór Skúli að hrósa hryssu sinni og kvað að enginn hestur skyldi jafnast til skeiðs og flýtis við hana í sýslunni, hún væri svoleiðis vel riðin á Suður- landi. Ekki hélt séra Eggert að svo mundi reynast og kom þá í nokkura keppni með þeim. Skúli lést albúinn að reyna við hans hest og kvaðst séra Eggert ekki undan því mælast og að Skúli skyldi ríða götuna og bíða sín við skeiðsenda, ef hann yrði fljótari. „En verði ég fljótari," mælti hann, „mun ég taka götuna hvar sem ég næ henni og staldra við, yrð- ir þú á eftir." Gerðu þeir þetta statt og stöðugt. Skúli var engi reiðmaður og fór þá götuna sem mest mátti hann. Séra Eggert hafði sagt Skúla að hann mundi kalla til hans nær hann byrj- aði sprettinn og nú varð það að hann kallaði: „Hana!“ og lagði Ýr- ung á skeið. Dró saman milli þeirra, reið hann merina um koll á götunni og hrökk riddarinn af henni, orgaði og var reiður, en ekki hafði hann meiðst. Séra Eggert sneri til baka og voru þau þá bæði upp staðin. Hann mælti til Skúla: „Þar féllstu með henni Mútu. Ég sagði þér að illt væri að trúa á merarbeinin, þó þér þætti góður að henni nauturinn.“ Var merin síðan kölluð Múta. Vildi þá Skúli snúa til baka, en séra Eggert frýði honum hugar að hann þyrði ekki að finna systur sína að Ballará, sem hann hefði upphaflega ætlað sér og vildi heldur svíkjast um það. Skúli kvaðst ekki vilja verða honum samferða, hann kannske dræpi sig. Reið þá Skúli út með sjó og lét séra Eggert son sinn, Stefán, er var í ferðinni, fylgja honum. Er þar óveg- ur einn, bleyta og flæðilækir og urðu föt Skúla öll ötuð leirblettum, áður hann kæmist að Ballará. Var þá séra Eggert þangað fyrir nokkru kominn og uppi í rúmi. Guðrún tók á móti bróður sínum, hressti hann og þurrkaði föt hans og að því búnu fór hann af stað. Varð honum það lítil skemmtiför og ætla ég hann kveddi ekki séra Eggert að því sinni og að þeir sæjust ekki. Mikið orð lék á því að Skúli drægi af tíund sinni eins og sonur hans, Kristján, er bjó eftir hann á Skarði. Var það þá á einu hausti að Skúli hafði sent skriflegt framtal sitt að vanda á hreppaskilin og stungu nokkrir nefjum saman um það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.