Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. júlí 1991 HELGIN 19 ÍGULKERAHROGN — með Eyjaferðum — Hörpuskelfiskur veiddur og snœddur í réttu umhverfi. Komið og sannfœrist! ERU KYNÖRVANDI!? Blönduós er viö þjóöveg 1 og þaöan er stutt upp á hálendið. Fjölbreyttir möguleikar eru fyrir ferðafólk á Norðurlandi vestra. Veiöi, hálendið og fleira skemmtilegt Austur-Húnavatnssýsla er þekkt fyr- ir að vera, héraðið sem ekið er í gegnum á leið suður eða norður. En þar sem annarsstaðar er ýmislegt hægt að gera til að stytta sér stund- ir. Ferðaþjónusta bænda er orðin rót- gróin, en nokkrir bæir í sýslunni eru með slíka starfsemi og fer vax- andi. Fyrst ber að nefna Geitaskarð sem er um 11 km norður frá Blönduósi. Þar er gisting og veiði, en einnig er falleg gönguleið fyrir ofan bæinn (Skarðskarð). Næst er Stóra-Giljá, um 10 km suður frá bænum. Þar er gisting í séríbúð á bænum og að auki sumar- hús fyrir ofan bæinn í fallegum hvammi. Þar er líka ein fallegasta gönguleiðin í sýslunni (Giljárgil). Þá er komið að Hnausum, en sá bær er um 18 km frá bænum, fyrir miðjum Vatnsdal við veg nr. 1. Á bænum er gisting auk tveggja sum- arhúsa. Hægt er að veiða í Hnausa- vatni og er einnig hægt að fá leigða hesta. Þaðan er stutt í Þingeyrar- kirkju sem er afar falleg. Þar eru geymdir margir hlutir frá því um 1600. Akstur um hringveginn í Vatnsdal er líka eitt af því sem ekki má láta fram hjá sér fara. Þar eru nokkrir staðir sem vert er að skoða, t.d. Kattaraugu, Álkugil, Forsæludalur og Vatnsdalshólar. Skammt sunnan (vestan) við af- leggjarann út á Þingeyrar er aftöku- staðurinn Þrístapar, en þar voru Ag- nes og Friðrik tekin af lífi fyrir morð. Á Skaga eru mörg veiðivötn. Hægt er að fá leyfi til að veiði í þeim flest- um, en til þess þarf að hafa samband við Tjöm. Veiði er einnig í Svína- vatni og Laxárvatni. Leyfi í Laxár- vatni eru seld á bæjunum Röðli og Sauðanesi. Veiðileyfi í Svínavatni eu fáanleg á bæjunum Mosfelli og Reykjum. Á Mosfelli eru tjaldstæði. Stutt er í sund á Húnavöllum, en það er Edduhótel við Svínavatn. Þar er hægt að fá venjulega gistingu auk svefnpokapláss. Á Húnavöllum er mjög gott að vera og njóta góðra veitinga í mjög rólegu og afslapp- andi umhverfi. Frá Blönduósi er stutt upp á há- lendið, t.d. eru ekki nema um 120 km á Hveravelli. Þegar farið er i Hveravelli er ekið um virkjunar- svæði Blöndu, en virkjunin tekur til starfa í haust. Þar er nú að myndast eitt af stærri vötnum landsins. Á Blönduósi er lítið en gott safn, Heimilisiðnaðarsafnið, en það er við hlið gamla kvennaskólans á staðn- um. Einnig er mjög falleg eyja í Blöndu, sem heitir Hrútey. Hún er friðlýst sem fólkvangur, göngubrú er út í eyjuna og er hún öllum opin. Útivistarsvæði Blönduóss er í Vatnahverfi. Þar er líka Golfklúbbur- inn Ós með 9 holu golfvöll. Frábærir gistimöquleikar á nýju, glæsilegu 14 herbergja HOTELIEYJAFERÐA eða í gistiheimilinu Egilshúsi. Láttu Hólminn heilla þig Eyjaferöir, Sími 93-81450 GARÐSLATTUR Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðurrí og gerum verðtilboð. i Upplýsingar í sfma 41224, eftir kl. 18.00. kaupfélag Skagfirðinga VARMAHLÍÐ selur allar almennar neysluvörur ésamtýmsum feröavörum og smáréttum þjónusta -; . ‘t i Í,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.