Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 27. júlí 1991 HELGIN Borgarfjörður og Mýrar hafa upp á mikið að bjóða fyrir ferðamann sem vill skoða og ferðast um landið. Ef byrjað er í Hvalfirði má nefna fossinn Glanna í Botnsdal, Saurbæ, Vatnaskóg og vötnin í Svínadal. Bæði í Svínadalnum og Skorradal er mikil sumarbústaðabyggð og veiði seld í vötnum. í Skorradal er mikil skóg- rækt og eru þar merktar gönguleiðir. En ef haldið er áfram úr Hvalfirði þjóðveg nr 1 liggur leiðin um Skil- mannahrepp, en þar er t.d. Jám- blendiverksmiðjan á Grundartanga. í Leirár- og Melahreppi má nefna hið foma höfúðból Leirá. Gönguferðir á Hafnarfjall hafa notið mikilla vin- sælda og er um ýmsar leiðir að velja, t.d. frá Ölveri eða á TUngukoll frá Gijóteyri. Eins má ganga á Heiðar- hom í Skarðsheiði, en það er erfiðari leið. Hafnarskógur er vinsæll ferða- mannastaður og útivistarsvæði. Ef farið er í uppsveitir kemur maður fyrst í Andakflshrepp. Þar er Andakfls- árvirkjun og Bændaskólinn á Hvann- eyri. í Reykholtsdal er sjálft Reykholt með Snorralaug og Snorrastofu. Þar er líka Deildartunguhver, einhver sá stærsti í heimi og liggur hitaveitu- lögn þaðan að Hvanneyri, Borgamesi og allt suður á Akranes. Úr Reykholtsdal í Hálsasveit er Húsafell, löngu landkunnur ferða- mannastaður. Vesturland í Hvítársíðu em frægir hellar, Surts- hellir, Hallmundarhellir og Víðgelm- ir. Þegar komið er í Norðurárdal nefn- um við Hreðavatn, Grábrók, Baulu, fossinn Glanna í Norðurá, Bifröst og fleiri staði. Mjög víða er töluverð þjónusta við ferðamenn. Veitinga- og gististaðir, bæði í skólastofnunum og bænda- gisting, að ógleymdum Hreðavatns- skála og fleiri minni veitingastöðum. Borgames hefur lengi verið þjón- ustubær, bæði fyrir sveitimar og svo ferðamenn. Hótel Borgames stendur alltaf fyrir sínu og tvær þjónustu- stöðvar hafa risið við Brúartorg. Tjaldstæði bæjarins er þama alveg við. Þaðan er því stutt í flesta þjón- ustu. Þegar komið er vestur fyrir Borgar- nes er Borg á Mýmm, og þaðan ligg- ur leiðin vestur Mýrar. Þar er bæði hægt að fara hinar ýmsu leiðir með sjónum. Ferðamönnum, sem koma til Stykk- ishólms, gefst kostur á að fara með Eyjaferðum í skemmtisiglingu um suðureyjar Breiðafjarðar. Sigldur er hringur um eyjamar og þær skoðaðar í nálægð. Fuglalífið er mjög fjöl- skrúðugt á eyjunum. Þar em einnig mjög fallegar og sérkennilegar berg- myndanir, s.s. stuðlaberg. Siglt er inn í Hvammsfjarðarröst í sjávarfalla- straumana þar. Það, sem hefúr vakið mesta athygli í ferðinni, er þegar farið er á skelveiðar. Farþegum er gefinn kostur á að bragða á ferskum skelfiski og ígul- kerahrognum. Mikil og vaxandi að- sókn hefúr verið í þessar ferðir og er oft uppselt og er því gott að láta bóka sig fyrirfram. Þess má geta að á Akranesi er boðið upp á gönguferð fyrir alla fjölskyld- una á Akrafjall. Óvíða er eins víðsýnt og af Akrafjalli. Göngufólk ætti að vera í ömggum höndum, því Hjálpar- sveitir skáta annast fararstjómina. Annar skemmtilegur möguleiki er að fara á skak og veiða í matinn. Að lok-—‘ inni veiðiferð er hægt að grilla í skóg- rækt bæjarins sem er skammt frá Byggðasafninu að Görðum. Góður golfvöllur er á Akranesi. Með- an áhugasamir golfarar em að reyna við holu í höggi geta aðrir leigt sér hjól og hjólað um bæinn eða um- hverfis Akrafjall. Auðvelt er að komast til Akraness, því Akraborgin siglir 4-5 sinnum á dag milli Akraness og Reykjavíkur. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er rekin á Akranesi allt árið. Á Snæfellsnesi er hægt að leigja sér bát, fara í golf, sjóstangaveiði, sund eða skoða söfn. Bátaleiga er hjá Silf- urlaxi hf. í Hraunsfjarðarlóni við Hraunsfiörð. Þar em einnig seld veiðileyfi. Hildibrandur Bjamason í Bjamar- höfn, Helgafellssveit, verkar hákarl og geta gestir og gangandi kynnst því hvemig verkunin fer fram. Skoðunarferðir fyrir Jökul em alla virka daga. Lagt er af stað frá Helliss- andi um hádegið og komið til baka síðdegis. Þá hefúr Gistiheimilið Höfði í Ólafsvík milligöngu um ferðir á vél- sleðum á Snæfellsjökul. Einnig sér Félagsheimilið Snæfell á Amarstapa um ferðir upp að jökulrönd og ferðir á vélsleðum á jökulinn. -SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.