Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 27 júlf 1991 Litið á breska blaðaheim- inn, en þar hefur er- lendum fjár- málamönn- um tekist að hafa enda- skipti á flestu á til- tölulega fá- um árum Eftir aö Sun komst í hendur Ruperts Murdoch sló blaðið öllum keppinautum sínum við á fáum árum. Blað handa hverri hvaða augum þeir líta á sig innan samfélagsins. í Bretlandi veitir blað- ið samskonar upplýsingar. Menn geta skemmt sér við það á hótelum að fylgjast með hvaða blöð aðrir gestir velja sér og reyna að ráða í persónu þeirra samkvæmt því. Hér eru fáeinar vísbendingar. Stærðin á blaðinu skiptir afar miklu máli. Eng- inn góður miðstéttar-Breti léti sér detta í hug að lesa blað í smáu broti. En verkamanni eða fólki af lægri miðstétt fyndist þau gera sig að hálf- gerðu athlægi með því að taka sér stóra brotið í hendur. Þau mundu telja að grannarnir álitu þau vera að gerast eitthvað fín með sig! En svo eru ýmis stig innan þessara tveggja flokka. Þeir sem lesa Guardi- an (sem er eitt „heldri" blaðanna) eru gjarna háskólamenntaðir og létt- vinstrisinnaðir. Lesendur Indepen- dent hafa oft einhverja sérþekkingu og leggja metnað sinn í að fylgjast með málefnum líðandi stundar, án þess að vera bundnir af einhverjum stjórnmálalegum kennisetningum. Þeir eru yfirleitt ánægðir með óbreytt ástand. Sagt var um Times að það væri heimilisblað breskrar form- festu. En það er varla rétt lengur, vegna þess hve hallað hefur undan fæti hjá blaðinu síðari árin, þótt Simon Jenkins kunni að hafa snúið þróuninni við að nokkru. Margir hinna formfastari lesenda hafa snúið sér að Independent, sem nú er álitið vera sannbreskasta blaðið af betra taginu. Sem vænta má hafa lesendur Financial Times mestan áhuga á fréttum úr fjármálaheiminum. Askrifendur Daily Telegraph eru að langmestum hluta íhaldsmenn, svo í háttum sem stjórnmálaskoðunum. Þeir eru flestir komnir nokkuð til ára sinna og veldur það útgefendum áhyggjum. Einn þeirra sagði að mesti vandi blaðsins væri flótti les- enda „yfir landamærin miklu". Meðal lesenda blaða í minna brot- inu hafa lesendur Daily Mail og Daily Express þá sérstöðu að þeir telja sig all ábyrga borgara, þótt ekki kunni þeir við að láta sjá sig með blað í stóru broti. Þeir eru nokkuð íhalds- samir og sýna þeim fúslega lotningu er þeir telja standa sér ofar. Kaup- endur Today eru „stéttlaust" ungt hjónafólk á uppleið — fólk er býr í nýtískulegum íbúðum og á tvö börn í litskærum fötum og er víst til að safna sér fyrir gervihnattaskermi, eins og einhver komst að orði. þióöfélagsstétt Það mundu vera ýkjur að segja að Bretar ættu bæði bestu og verstu dagblöð í heimi, en ekki mikiar ýkjur. Vafalaust eru Die Zeit og New York Times betri blöð en Times, Guardian og Independent. Og vafalaust fínnast verri biöð en Daily Star eða Sunday Sport, þótt erfítt mundi að fínna eitthvað lágkúrulegra en það síðarnefnda með hálfklámi þess, auglýsingum um sérstaka „persónulega" þjónustu og risavöxnum íþróttadálkum, svo ekki sé minnst á fyrirsagnir eins og „Geimverur breyttu syni mínum í olífu og drukku hann síðan í martini". Þannig hljóðaði fyrirsögn á „uppslætti" í blaðinu fyrir nokkru. Þá hefur það verið meö bollaleggingar um að Hitler sé á Iífí og fuliyrt að Elvis Presley hafí sést á tunglinu. SITT AF HVORU TAGI Þó eru það ekki misjöfn gæði bresku blaðanna, sem eru hið at- hyglisverðasta, heldur fjölbreytileik- inn og magnið. „Bresku blöðin eru ólík blöðum í öðrum vestrænum löndum í a.m.k. einu tilliti," segir Simon Jenkins, sem nýlega var skip- aður ritstjóri Times. „Hvergi sjást jafn ólíkar umfjallanir um stjórn- mál, fjármál og menningarmál og í þeim má lfta á einum og sama morgninum." Bretar eru líka miklir dagblaða- neytendur og hvergi eru fleiri blöð gefin út miðað við mannfjölda — þótt ekki höfum við handbærar tölur um ísland. Þótt þeir lesi mikið af blöðum, sem gefin eru út í þeirra eigin borg eða byggð, er það athygl- isverðast hve Lundúnablöðin eru mikið lesin um allt Iand. Á hverjum morgni getur breskur blaðalesandi valið í milli fimm „breiðsíðu" blaða (blöð í stóru broti), en þau eru Tim- es, Daily Telegraph, Guardian, Inde- pendent og Financial Times. Auk þeirra eru svo sexdálka-blöðin (þau í minna brotinu), sem eru Daily Mail, Daily Express, Daily Mirror, Sun, Star og Today. Á sunnudögum er úr- valið ekki minna, en þá má velja um Observer, Sunday Times, Sunday Telegraph, Independent on Sunday og Correspondent. Þetta eru virðu- legu blöðin. Utan við hóp þeirra standa Mail on Sunday, Sunday Ex- press, Sunday Mirror, People, News of the World og Sunday Sport, sem rekur lestina. STÉTTASKIPTING LESENDA Þegar menn hafa í huga hina marg- frægu stéttaskiptingu á Englandi er ekki að undra að hún endurspeglast líka í dagblöðunum. Til dæmis er sagt að Financial Times sé blað þeirra sem eiga landið, Times blað þeirra sem stjórna landinu, Guardi- an blað þeirra sem eru andvígir stjórnendunum, Daily Mail blað þeirra er þjóna stjórnendunum, Da- ily Telegraph blað þeirra sem gleymt hafa hvernig á að stjórna — og Sun blað þeirra sem stendur á sama hvort er stjórnað eða hverjir stjórna, svo lengi sem brjóstmálið er í lagi. Þótt blaðaútgáfan hafi breyst nokk- uð í Bretlandi síðasta áratuginn eru tengslin á milli blaðsins er menn kaupa og þjóðfélagsstöðu þeirra gleggri þar en annars staðar. í Bandaríkjunum má nokkuð meta það af því hvernig bíl menn aka „TOPPLAUS" EÐA EKKI Þá er eftir fólk, sem er af verkalýðs- stétt og skammast sín hreint ekki fyrir það — og það les Daily Mirror, Daily Star og Sun. Ekki er sennilegt að menn rekist á marga lesendur þessara blaða á hótelum, nema þeir séu farþegar í pakkaferðum til Beni- dorm. En í strætisvögnunum og í neðanjarðarlestunum verður ekki þverfótað fyrir þessum lesendahópi, svo og á kaffistofum verksmiðja. ÖIl þessi þrjú blöð eru rituð sam- kvæmt sömu formúlunni: frétta- Þrátt fyrir úrvalið eru bresku blöðin flest aö nokkru háð einhverjum stjórnmálaflokkanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.