Tíminn - 27.07.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. júlí 1991
23
MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
skorist. Hann vafði lík Yanes inn í
röndótt teppi og dró það út í bflskúr-
inn.
Rhodes sótti Datsun-bifreið Yanes
og ók henni inn í bflskúrinn og lok-
aði á eftir sér. Þá hafði hann næði til
að troða máttvana og blóði drifnum
manninum í farangursrými bifreið-
arinnar.
Linda sagðist hafa aðstoðað hann
við þessar framkvæmdir, þvert gegn
vilja sínum. Síðan héldu þau til veit-
ingahúss í grenndinni. Rhodes skip-
aði henni að bíða þar á meðan hann
færi með bflinn og legði honum ein-
hvers staðar. Linda var enn skelfingu
lostin vegna þeirra atburða, sem hún
hafði orðið vitni að, og hlýddi því
sem henni var sagt að gera, orða-
laust. Hún hafði séð það ofbeldi, sem
Rhodes var fær um að beita, og ótt-
aðist hvað kynni að verða um hana ef
hún stæði uppi í hárinu á honum.
Nokkrum mínútum síðar sneri
Jorge Paul Rhodes aftur til veitinga-
hússins þar sem Linda beið viti sínu
íjær af skelfingu. Saman héldu þau
aftur til hússins þar sem Yanes hafði
verið drepinn á svo ruddalegan hátt
skömmu áður. í sameiningu þrifu
þau upp blóðið, tóku ísstinginn, kylf-
una og blóðugu sængurfötin, sem
Lögreglumenn flytja lík Yanes til krufningar.
þurrkuðu rykið af skýrslunni um Ya-
nes og hófust handa við það mál að
nýju.
Samkvæmt frásögn lögreglunnar í
New Orleans bjó vitnið þar yfir upp-
lýsingum, sem engum áttu að vera
kunnar nema morðingjanum eða
þeim sem viðstaddir höfðu verið
þegar morðið var framið.
Þetta var vísbendingin sem lögregl-
an hafði beðið eftir, og strax daginn
eftir héldu tveir lögreglumenn til
New Orleans þar sem þeir voru
kynntir fyrir vitninu, sem reyndist
vera frænka morðingjans.
Vitnið, sem hér verður kallað Linda,
sagði óhugnanlega sögu af því sem
átt hafði sér stað þann 8. mars 1982.
Linda sagði að morðinginn, Jorge
Paul Rhodes, hefði lengi keypt kóka-
ín af Jorge Yanes. Yanes seldi Rhodes
efnið og Rhodes flutti það síðan til
New Orleans þar sem hann seldi það
með talsverðum hagnaði.
Eitt sinn þegar þau höfðu átt við-
skipti, hafði Yanes reynt að fá Lindu
til við sig. Hún vísaði honum á bug,
sárreið. Síðan velti hún því fyrir sér
hvort hún ætti að segja Rhodes frá
því sem gerst hafði.
Eftir að hafa íhugað málið vel og
vandlega sagði hún að lokum Rho-
des frá því sem Yanes hafði gerL Hún
sagði að Rhodes hefði orðið ösku-
reiður yfir því virðingarleysi sem Ya-
nes hefði sýnt. Hvemig gat Yanes,
sem var einn af hans bestu vinum,
leyft sér að gera hosur sínar grænar
fyrir frænku hans? Rhodes sagði
Lindu að hann ætlaði sér að drepa
Yanes fyrir vikið, en hún trúði hon-
um ekki.
Um það bil mánuði síðar þurftu
mennimir tveir að eiga viðskipti
heima hjá ættingjum Rhodes á Mi-
ami. Þeir höfðu ákveöið og skilvirkt
skipulag á viðskiptaháttum sínum.
Yanes afhenti Rhodes kókaínið og
síðan borgaði Rhodes honum næst
þegar þeir hittust. Rhodes skuldaði
Yanes alltaf eina afhendingu í hvert
skipti sem þeir hittust.
Rhodes notaði Lindu frænku sína
til þess að lokka Yanes inn í svefn-
herbergið þar sem hann gæti drepið
hann. Grunlaus konan hélt að Rho-
des væri bara að grínast og ætlaði
aðeins að framkvæma enn ein við-
skiptin á sinn venjulega hátt.
Linda hélt áfram frásögn sinni og
skýrði frá því að Rhodes hefði virst
taugaóstyrkur þegar þau sátu þrjú
saman í svefnherberginu. Hún sat á
rúmstokknum við hliðina á Yanes,
sem var að telja peningana sem Rho-
des hafði afhent honum. Þegar hann
var búinn að telja peningana, sagði
Yanes að hann hefði ekki fengið
nægilega mikið greitt. Rhodes baðst
afsökunar og sagði að vera kynni að
hann hefði skilið eitt peningabúnt
eftir í skúffunni þar sem hann hefði
geymt peningana. Linda sagði að
Rhodes hefði gengið um gólf í her-
berginu og farið út úr því nokkmm
sinnum.
Hefndin framkvæmd
Hún kvaðst þá hafa verið farin að ró-
ast og verið orðin sannfærð um að
Rhodes hefði ekki verið alvara þegar
hann talaði um að drepa Yanes.
Skyndilega veittist Rhodes að Yanes
og stakk hann hvað eftir annað f
brjóstið með íssting.
Kröftugar stungumar ráku vopnið
á kaf í bringu fórnarlambsins. Rho-
Tæknimenn lögreglunnar rannsökuöu bifreiöina, sem líkið fannst í,
í krók og kring.
des rak stinginn hvað eftir annað í
manninn. Linda kvaðst hafa farið al-
veg úr sambandi og staðið höggdofa
á meðan mennimir tveir áttust við í
litlu og snyrtilegu svefnherberginu.
Blóðið byrjaði að fossa úr sárum Ya-
nes á meðan hann og árásarmaður-
inn tókust á og veltust um gólfið. Ya-
nes bölvaði Rhodes og spurði hann
hvers vegna hann gerði sér þetta.
Rhodes var einnig orðinn löðrandi í
blóði.
Þó svo að Yanes væri mikið særður
og hefði misst mikið blóð, barðist
hann hetjulega fyrir lífi sínu og gerði
Rhodes erfitt fyrir.
Þá kallaði Rhodes til Lindu og skip-
aði henni að færa sér homabolta-
kylfu. Hún var ráðþrota og vissi ekki
hvernig hún ætti að bregðast við.
Þrátt fyrir að Yanes væri stór maður
og kröftugur vom sárin og blóðmiss-
irinn farin að hafa sín áhrif. Hann
barðist eins og tígrisdýr með sein-
ustu kröftunum sem líkami hans bjó
yfir. Adrenalínið, sem dældist út í
líkama hans, virtist vega á móti blóð-
missinum og veita honum kraft.
Aftur öskraði Rhodes á Lindu um að
færa sér kylfuna. í þetta skipti hlýddi
hún. Rhodes reif sig frá Yanes, greip
kylfuna og barði hann hvað eftir
annað í höfuðið. Helsærður féll Ya-
nes á bióðugt gólfið.
Linda sagðist hafa staðið sem steini
lostin þegar Rhodes veitti Yanes
seinasta höggið. Svitinn rann niður
andlit hans þar sem hann stóð móð-
ur og horfði á látinn manninn —
manninn sem til skamms tíma hafði
verið einn hans nánasti vinur. Rho-
des var alþakinn blóði fómarlambs
síns.
Linda var skelfingu lostin og magn-
vana þegar Rhodes skýrði henni frá
því hvernig hann hefði hugsað sér að
losna við líkið. Hann sagði að hann
ætlaði að setja líkið af Yanes aftur í
bfl hans og leggja honum einhvers
staðar. Síðan skyldu þau snúa aftur
til New Orleans eins og ekkert hefði í
þau höfðu notað til að þurrka upp
blóðið. Síðan stigu þau upp í bifreið
sína og héldu til New Orleans.
Á leiðinni losaði Rliodes sig við
sönnunargögnin á mismunandi
stöðum, svo lögreglan gæti ekki
tengt þau saman ef þau fyndust.
Á leiðinni rifjaði Linda upp atburði
þar sem hún sat við hliðina á Rho-
des. Þegar til New Orleans kom
héldu þau aftur til sinna daglegu
starfa.
Eftir því sem tíminn leið, sagði
Linda, breyttist Rhodes smám sam-
an. Nokkrum mánuðum síðar hót-
aði Rhodes að drepa hana og aðra
frænku þeirra. Þar sem Linda vissi
manna best að Rhodes var fullfær
um að fremja morð, tók hún hótan-
ir hans alvarlega og ákvað að hafa
samband við lögregluna í New Orle-
ans.
Þegar Linda hafði lokið frásögn
sinni héldu lögreglumennirnir inn í
annað herbergi til skrafs og ráða-
gerða. Þeir komust að þeirri niður-
stöðu að frásögn hennar nægði til
þess að ákæra Rhodes fyrir morðið á
Jorge Yanes. Haft var samband við
ríkissaksóknara og skömmu síðar
var gefin út handtökuskipun á Rho-
des.
Þegar handtökuskipunin var feng-
in, var hafist handa við að Ieita að
morðingjanum. Hann fannst á götu
síðdegis daginn eftir, var handtek-
inn og fluttur til höfuðstöðva lög-
reglunnar í New Orleans.
Samhent fjölskylda
Gerðar voru ítrekaðar tilraunir til
að yfirheyra Rhodes, en hann bar
fyrir sig ákvæði stjórnarskrárinnar
um að segja ekki orð og steinþagði.
Þó svo að hinn grunaði væri nú í
gæsluvarðhaldi, gerði lögreglan sér
grein fýrir að mikil vinna var eftir
áður en málið yrði til lykta leitt.
Nægilegar lagalegar ástæður og
líkur voru fyrir því að ákæra Rho-
des, en málið var ekki nægilega
traust til að fara með það fyrir rétt.
Nokkrum vikum sfðar hafði Iögregl-
an samband við Lindu að nýju og
bað hana að gangast undir lygamæl-
ispróf til að sannreyna frásögn
hennar. Linda varð fúslega við þeirri
beiðni og á meðan á prófinu stóð
bætti hún fleiri atriðum við fyrri frá-
sögn, sem urðu til þess að fleiri vitni
fengust að hinum hryllilega atburði.
Linda sagði að fleiri ættingjar Rho-
des hefðu aðstoðað við að koma Iíki
fórnarlambsins fyrir í farangursrými
bifreiðarinnar og einnig veitt hon-
um lið við að losa sig við sönnunar-
gögn. Ennfremur skýrði hún frá því
að þegar Yanes lá á gólfinu í blóði
sínu, hefði hann gripið um ökklann
á Rhodes. Honum dauðbrá og greip
kafarahjálm úr málmi og slengdi
honum af öllu afli á milli fóta Yanes.
Ættingjar Rhodes komu síðan með
hjálminn til Los Angeles. Rhodes gaf
vinum sínum hjálminn. Vinirnir
héldu hjálminum um hríð, en þegar
þeir komust að því að hann hafði
verið notaður við að fremja morð,
bræddu þeir hann og hentu honum
síðan.
Lygamælirinn gaf til kynna að
Linda segði sannleikann. Henni var
því skilað til síns heima. Þar sem
frásögn hennar var sannleikanum
samkvæm og fyrir samvinnu þá,
sem hún hafði veitt lögreglunni,
ákvað saksóknari að sækja hana ekki
til saka vegna þess þáttar sem hún
hafði átt í morðinu á Jorge Yanes, en
hún varð að bera vitni við réttar-
höldin yfir Rhodes.
Lögreglumennimir frá Miami
héldu nú aftur til New Orleans þar
sem þeir höfðu samband við þá vini,
sem Rhodes hafði gefið hjálminn, og
einnig við aðra, sem að sögn Lindu
hafði verið sagt frá morðinu. Lög-
reglumennirnir voru nokkra daga í
New Orleans og tókst að fá eiðsvar-
inn framburð nokkurra þessara
vitna.
Lögreglumennirnir sneru aftur til
Miami og færðu saksóknara þau
gögn, sem þeim hafði tekist að afla.
Nú var fengin húsleitarheimild til að
rannsaka húsið þar sem morðið
hafði verið framið. Þegar lögreglan
kom inn í húsið var þar allt tandur-
hreint og í röð og reglu. Lögreglan
hafði því litla trú á því að nokkuð
það fyndist, sem bent gæti til þess að
þessir atburðir hefðu átt sér þar
stað.
Samt sem áður var þetta nauðsyn-
legur þáttur í rannsókn málsins og
með í för vom nokkrir starfsmenn
tæknideildar með sín nákvæmu og
háþróuðu rannsóknartæki. Þeir
rannsökuðu herbergið, sem morðið
hafði að sögn verið framið í, og þá
staði sem farið hafði verið með líkið.
Ekki fannst minnsti blóðblettur eða
nokkur önnur vísbending, sem nota
mætti til að tengja húsið við morð-
ið.
Samið við
morðingjann
Samningaviðræður fóru nú í gang
milli Jorge Paul Rhodes og saksókn-
ara. Rhodes samþykkti að játa sig
sekan um manndráp og afþlána 12
ára fangelsisdóm. I staðinn skyldi
hann skýra frá öllum atriðum máls-
ins.
í yfirlýsingu sinni játaði Rhodes að
hafa orðið Jorge Yanes að bana,
vegna þess að Yanes hafði stigið í
vænginn við Lindu, frænku hans.
Rhodes sagði ennfremur að þáttur
Lindu í morðinu væri mun stærri
en hún vildi vera láta, en hann væri
reiðubúinn til að taka á sig alla sök í
málinu. Hann skýrði frá þessu öllu
sallarólegur og lét þess getið að
honum þætti enn vænt um Lindu,
þrátt fyrir að hún hefði brugðist
honum og leitað til lögreglu.
Þegar Rhodes hafði gefið yfirlýs-
ingu sína gat lögreglan í Miami
loksins lokað þessu erfiða morð-
máli. Það hafði tekið nærri því tvö
ár, en nú hafði morðingi Jorge Yanes
loks verið dreginn fyrir lög og rétt
og hafið afplánun dómsins.