Tíminn - 30.07.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 30. júlí 1991 Menntamálaráðherra synjar námsmönnum um fulltrúa í nefnd um lánasjóðlnn. Stúdentar mótmæla: Vill Ólafur ekkert með námsmenn hafa? „Okkur finnst þaö í alla staði óeðlilegt að það skuli ekki vera haft samráð við þá aðila, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í þessu málL Það eru námsmenn, fyrst og síðast Við mótmælum þess- um vinnubrögðum, það er algerlega verið að ganga fram hjá okk- ur,“ sagði Elsa B. Valsdóttir, formaður Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, um þá ákvörðun Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra að synja námsmönnum um fulltrúa í nefed, sem fjalla á um breytingar á iögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Nefndín er fimm manna og eiga í hennl sæti þrír fulltrúar frf Sjálfstæöisflokki og tveir frf Al- þýðuflokki. Nefndin á aft skfla rfðherra hugmyndum fyrir 1. septembcr um hreytingar á lána- sjóftinum. Námsmenn fóru fram á það fyrír tveimur vikum, að fá fuUtrúa f nefndinni tfl aft taka þátt í þessari hugmyndamótun. Þaft er ljóst aft þaft er mikil óánaegja ríkjandi meðal háskóla- nema út af þessari ákvörftun rfð- herra. „Vaka mótmæUr þelm vinnu- brögöum aft ekkert samstarf sé haft vift námsmenn, þegar þeirra hagsmunir eru í húfi. Þaft er óeðlilegt aft námsmenn og fufl- trúar þeirra frétti fyrst af tillögum og hugmyndum ríkisvaldsins varftandi LIN í gegnum flölmiftla, eins og raunin hefur verift,“ segir í áfyktun, sem Vaka sendi frá sér í gær. „Þegar skerðingamar á náms- lánunum voru gerftar í vor, þá fréttu námsmenn af innihaidi tíl- lagnanna i útvarpinu. Þaft sama gerist núna. Vift vorum t.d. aft frétta þaft í útvarpinu aft tfl stæfti aft setja vextí á námslán. Þetta er hugmynd sem hefur aldrei verift rædd vift 0)00»,“ segtr Elsa. „Menntamálaráftherra vfll ekki við okkur tala.“ GS. Akureyri: Norrænt þing um slys Dagana 7.-9. ágúst verður haldið á Hótel KEA á Akureyri Norrænt þing um umferftarlækningar, en slík þing eru haldin annað hvert ár. Þingið er einkum ætlað skipuleggj- endum umferðarmála, flugmála og sjóferða, starfsfólki heilbrigðisstétta, vísindamönnum, björgunarsveitar- mönnum, sjúkraflutningamönnum og öðrum þeim er áhuga hafa á um- ferðarmálum. Þingið sækja um 70 manns frá öllum Norðurlöndunum, þar af um helmingur frá íslandi. Slys í Iofti, láði og legi verða meginmál þingsins, og munu 30 fyrirlesarar miðla þekkingu sinni á slíkum slys- um og björgunaraðgerðum þeim tengdum. Fjallað verður um slys á og utan vega á vélknúnum farartækjum, svo sem vélhjólum, bílum, vélsleðum og fjórhjólum. Einnig verður fjallað um slys á sjó og vötnum, en þeim hef- ur fjölgað verulega á undanförum misserum. Bátur fannst á Glámuhálendinu: Markaðskönnun Neytendasamtakanna á þvottavélum og þurrkurum: Lítill bátur fannst fyrir nokkru við Djúpavatn á Glámuhálendinu á Vestfjörftum. Það voru Gísli Hjart- arson og félagar hans, þeir Arnald- ur Sævarsson og Ari Sigurjónsson, sem fundu bátínn. í samtali við Tímann sagði Gísli að þeir hefðu verið að leita að gömlum leiðum yfir Glámuhálendið, þegar Leyft að veiða 1200 hreindýr Talið er að hreindýrastofninn á ís- iandi telji nú um 4000 dýr. Það er talið of mikið, miðað vift aðstæftur, og er nú stefnt að því að fækka dýr- unum á næstu árum. Þetta árið verftur leyfílegt að veifta um 1200 dýr, en það er aukning um 400 dýr frá því í fyrra. Veiftitímabilift stend- ur frf 10. ágúst tíl 15. september. Hinn 24. þessa mánaðar voru stað- festar í Umhverfisráðuneytinu regl- ur um hreindýraveiðar og eru þær í tveimur meginatriðum frábrugðnar reglum þeim, sem gilt hafa frá 1955. Fyrri breytingin er sú, að í stað þess að tiigreina einungis hvernig heild- arfjöldi þeirra dýra, sem heimilt er að veiða, skiptist milii sveitarfélaga, er nú kveðið á um hve marga tarfa, kýr og kálfa megi veiða í hverju sveitarfélagi. Hin meginbreytingin er sú að nú er ákveðið, að sveitarfé- lögin greiði tiltekið gjald fyrir hvert dýr, sem fellt er og gangi það til rannsókna, sem embætti veiðistjóra annast, á vistfræði hreindýrastofns- ins, nýtingu hans og verndun. Tekjur af veiðunum renna til sveit- arfélaga til ráðstöfunar. Sveitarfélög hafa yfirumsjón með veiðunum. — En hverjir fá að veiða hreindýr? „Eftirlitsmenn og aðstoðarmenn þeirra á vegum sveitarfélaga mega veiða hreindýr. En það verður að við- urkennast að það hefur verið allur gangur á framkvæmdinni. Það var reynt að setja þetta í fastara form í reglugerð sem sett var í vor um hreindýraráð. Það átti að fara með tiltekna framkvæmd. En hún mætti nokkurri andstöðu og var ákveðið að endurskoða þær reglur," sagði Páll Líndal, ráðuneytisstjóri Umhverfis- ráðuneytis, í samtali við Tímann. Páll sagði það vera í skoðun hvort og þá hvernig hægt væri að gefa al- menningi kost á hreindýraveiðum. Er veiðileyfasala t.d. ekki útilokuð. GS. þeir rákust á bátinn og lá hann þá á hvolfi. Hann sagði að báturinn væri úr áli og búinn til úr flothoiti af sjóflug- vél. Gat hefði verið gert á flotholtið þannig að hægt væri að sitja í hon- um og því liti báturinn út eins og kajak. Nokkurs konar jafnvægisflot- holt hefðu síðan verið fest sitt hvoru megin við flotholt sjóflugvélarinnar. Greinilegt væri að báturinn hefði legið þarna í 30 til 40 ár, því árar hans, sem iágu við hliðina á honum, hefðu verið mjög morknar. Jafn- framt væri ailt járn á bátnum að ryðga í burtu, en álið væri þó í lagi. Gísli sagði að engin skýring hefði fundist á því hversvegna báturinn væri þarna. Þó væri trúlegt að þessi bátur hefði einhverntímann verið notaður við vatnamælingar í Djúpa- vatni. —UÝJ Yfir 60 þvottavélategundir á boðstólum.............. Markaðskönnun Neytendasamtak- anna á þvottavélum og þurrkurum var gerft dagana 6.-13. júní sl. Könn- unin sýnir aft úrvalið er gríðarlegt, en verft og eiginleikar mjög mismun- andi. Samkvæmt könnuninni eru 61 tegund þvottavéla fáanlegar hérlend- is, 43 tegundir þurrkara og 9 teg- undir þvottavéla með sambyggðum þurrkara. Ódýrasta þvottavélin kostar rúmar 46 þúsund krónur, en sú dýrasta rúmar 133 þúsund 'krónur, miðað við staðgreiðslu. Eitt af því, sem vekur athygli varð- andi greiðslukjör, er að neytendur á landsbyggðinni þurfa yfirleitt sjálfir að greiða fyrir flutningskostnað og tryggingu. Véiamar verða neytend- um á landsbyggðinni þannig dýrari en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem heimkeyrsla er alltaf innifalin í verð- inu. Þegar velja á þvottavél eða þurrkara verður hver og einn að átta sig á þörf- um sínum. Hve stór þarf vélin að vera? Á hún að opnast að ofanverðu eða að framanverðu? Þannig má lengi telja. Samkvæmt lögum er eins árs ábyrgð á öllu, en sumir bjóða lengri ábyrgð. Neytendasamtökin túlka lögín þann- ig að eins árs ábyrgð eigi einnig að vera á varahlutum og viðgerðum. Þannig er þessu yfirleitt farið hjá seljendum, en verslunin Heimilis- tæki veitti þær upplýsingar að ábyrgð á viðgerðum sé matsatriði. Þetta telja Neytendasamtökin ekki geta staðist. I næsta tölublaði Neytendablaðsins er ráðgert að birta eriendar gæða- kannanir á þvottavélum. -js Kort or. 5 Gellð út 25. ]úlf 1901 voröur goftð úl 8. Map no. 5 Pubtíshed 2SlhofJuly 1991 NaxtmapwlibiputilhtMethalAugust vm 'A Vegagerö ríkisins imW91-21000 Public Roads Administration Timabundnar tafir Temporary deiays Slltlagslögn * laohkun umforBahraöa SvrfacJng ■ kjwerspeed Nýbygglng / Styrklng, grófur vegur Road constivctlon. coarso svrtace Lokaður vegur, önnur ielö merkt ó korti y Road ctosed, dh/erston on map A O □ A Vita ekki hvaftan báturinn kemur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.