Tíminn - 30.07.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300
RlKISSKIP
NtTTIMA FLUTNINGAR
Hatnarhusinu v Tryggvagotu
S 28822
Bármále^olclcarfa9!
UBWBREFAVWSKIPn
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstaklinga
SIMI
91-676-444
TVÖFALDUR1. vinningur
Jjniioix
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1991
Akvörðun bandarískra yfirvalda:
Islendingar þurfa ekki
lengur vegabréfsáritun
Frá og með l.október 1991 munu bandarísk yfirvöld ekki krefj-
ast visa-vegabréfsárítunar af íslenskum ferðamönnum sem
hyggja á dvöl í Bandaríkjunum í skemmrí tíma en 90 daga. Skip-
ar Island sér þá í hóp með um tólf öðrum löndum, sem einnig fá
þessa undanþágu.
luaaaBi fi ? r l ;i
„Margir ánægjulegir atburðir hafa
átt sér stað á þeim 50 árum sem
þjóðimar hafa starfað saman, og
þetta er einn í viðbót,“ sagði Charl-
es E. Cobb, sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi, á fundi með blaða-
mönnum í gær af þessu tilefni.
Þessi nýja skipan mála kemur til
með að auðvelda mjög afgreiðslu á
íslenskum ferðamönnum til
Bandaríkjanna.
Á síðasta ári sóttu 8300 íslending-
ar um vegabréfsáritun til Banda-
ríkjanna. Að sögn Cobbs hefur
fjöldi íslenskra ferðamanna til
Bandaríkjanna aukist á síðustu ár-
um. Cobb gerir ráð fyrir að yfir
90% landsmanna geti ferðast til
Bandaríkjanna án visa-áritunar.
Uppfylla þarf ýmis almenn skilyrði
til þess að njóta þessarar undan-
þágu, s.s. að eiga vegabréf. Fíkni-
efnaneytendur, nasistar, glæpa-
menn, menn sem af sjúkdóms-
ástæðum eru hættulegir öðrum
eða menn sem einhvem tímann
hafa komist upp á kant við banda-
rísk yfirvöld geta ekki notið þessar-
ar undanþágu og verða að sækja
um visa- áritun. Kommúnistar, sem
uppfýlla öll skilyrði, geta ferðast
óhindrað til Bandaríkjanna. Cobb
segir að á undanfömum ámm hafi
innan við 1% af íslenskum umsækj-
endum um vegabréfsáritun verið
hafnað. Það er skilyrði fyrir því að
land geti fengið þessa undanþágu.
Það er einnig skilyrði af hálfú
Charles E. Cobb sendiherra f ræðustóli á fundi í Menningarstofnun Bandaríkjanna. Aðrir á mynd-
inni eru f.v. Michael Maley, Andy Key, forstöðumaður Menningarstofnunarinnar, og Þorsteinn
Geirsson ráðuneytisstjóri. Tímamynd: Pjetur.
Bandaríkjamanna að tölvurák verði
sett á öll íslensk vegabréf til þess að
auðvelda afgreiðslu. Að sögn Þor-
steins Geirssonar, ráðuneytisstjóra í
dómsmálaráðuneytinu, er það í bí-
gerð. GS.
Meint kvótamisferli á Hofsósi til rannsóknar
hjá sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu:
Afla umskipað
á laun á hafi úti
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
óskað eftir því að sýslumaðurinn í
Skagafjarðarsýslu taki tii rann-
sóknar meint kvótamisferli tveggja
báta frá Hosósi vegna gruns um að
þeir hafi á laun skipað afla um borð
í bát með krókaleyfi á hafi úti.
Halldór Þ. Jónsson sýslumaður
sagði í samtali við Tímann að rann-
sókn þessi færi nú fram og gengi
þokkalega. Hann gat ekki sagt um
hvenær henni yrði lokið. „Taka þarf
skýrslur af nokkuð mörgum til að
hægt verði að sanna málið. Það eru
sumarleyfi hjá mönnum og alltaf
erfiðleikar á þessum tíma. En það
verður reynt að hraða þessu eftir
bestu getu,“ sagði Halldór.
Grunur leikur á að eigendur bát-
anna hafi haft með sér náið samstarf
enda gætu þeir báðir hagnast veru-
lega á því.
Annar báturinn er með króka-
veiðileyfi, sem þýðir að í þrjú ár má
hann stunda handfæra- og línu-
veiðar eins og hann getur. Leyfi
þetta tók gildi síðastliðið haust,
þannig að eftir tvö ár verður afla-
reynsla hans metin og hann fær
kvóta í samræmi við það. Hinn bát-
urinn er með kvóta sem ætti að
duga í hálft ár, og er þá miðað við
stöðuga sókn.
Grunur beinist að því að sá sem á
kvótann hafi skipað afla á laun út í
krókaleyfisbátinn á hafi úti.
Ef málið reynist ótvírætt brot verð-
ur það sent ríkissaksóknara til með-
ferðar.
Ægir Ólafsson hjá Sjávarútvegs-
ráðuneytinu sagði að ekki væru
fleiri slík mál til athugunar hjá
ráðuneytinu. Hann sagði að það
hefði verið vegna ábendinga frá fólki
að þess var óskað að hálfu ráðuneyt-
isins að þetta mál á Hofsósi yrði
rannsakað.
-SIS
Reglugerö um lyfjakostnad:
Vegna athugasemda almenn- lyfjahóps heiibrígðisráðuneyt-
ings ætlar heilbrigðisráðherra isins, skai hlutur almennings
að breyta nýútgefinni reglu- þannig aftur minnkaður, en
gerð sinni um þátttöku hins hlutur ríkisins aukinn að
opinbera í lyfjakostnaði. sama skapi. Vlð það minnkar
Ekki hefur fengist uppgefíð ( vitaskuld sá sparnaður sem
hverju breytingarnar felast ná- ráðherr* ætlaði sér að ná.
kvæmiega. Einhver lyf verða Ekki er hægt að segja um hver
væntaniega færð miili flokka, áhrif þetta hefur á þann sparn-
þannig að ríkið takí aftur þátt í að sem ríkisstjómin hefur
kaupum á þeim. gert ráðherra að ná í ráðuneyti
Að sögn Jóns Sæmundar sínu öllu.
Siguijónssonar, formanns -aá.
Viðskiptin við
Lóndranga skoðuð
Rannsóknin á Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur:
Opinber rannsókn á viðskipta-
háttum stjómenda Hraðfrysti-
húss Ólafsvíkur skömmu fyrir
gjaldþrot félagsins beinist nú að
skuldabréfaviðskiptum Hrað-
frystihússins og Lóndranga hf.
til viðbótar fyrri rannsóknarþátt-
um.
Eftir því sem komist verður næst
mun málið snúast að mestu leyti
um óeðlilegar greiðslur á leigu til
Lóndranga hf sem greiddar voru
með skuldabréfum í eigu Hrað-
frystihúss Ólafsvfkur sem gefin
voru út þegar frystihúsið gekk úr
S.H. Eins og kunnugt er af frétt-
um fór Landsbankinn fram á op-
inbera rannsókn á athöfnum
stjórnarmanna Hraðfrystihúss Ól-
afsvíkur í byrjun júlí.
Ólafur Gunnarsson var forstjóri
Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Hann
situr og í stjórn Lóndranga hf.
ásamt nánum aðstandendum og
er fyrirtækið í eign fjölskyldu
hans.
Fulltrúi bæjarfógetans í Ólafsvík
varðist allra frétta af málinu og
vildi ekkert láta hafa eftir sér. Það
sama gildir um fulltrúa Lands-
bankans sem vörðust allra frétta
og vísuðu á bæjarfógeta Ólafsvík-
ur.
Vlnningstolur 27. jÚIÍ 1991
(5)^8)®) ú 22)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5a!5 0 2.252.263
2. 4al5< m 2 195.713
3. 4a!5 105 6.430
4. 3a!5 3.828 411
Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 4.892.147
/Sm 5
upplysingar simsvari91 -681511 lukkulina991 002