Tíminn - 30.07.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.07.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 30. júlí 1991 í fímm nætur hafði hún hang- ið eins og könguló í svefnpok- anum sínum á lóðréttum klettaveggnum, og var vakin af hagléljum til að halda áfram klifrinu inn í sögubækur. Þeg- ar hún missti fótanna, gapti 400 metra hyldýpið við þessari 50 kílóa konu með 75 kflóa út- búnaðinn á bakinu. Eftir að vinsældir Edith Cresson, hins hreinskilna forsætisráðherra Frakklands, hafa dvínað er franska þjóðin búin að finna sér nýja kven- hetju sem hefur með afrekum sín- um og útliti gert jafnvel mestu kvenhatara meðal Frakka lina í hnjánum og hrært í umræðunni um hvort konur kunni einn góðan veðurdag að veröa jafnokar karla í íþróttum. Mikið afrek fjalla- konu undir eftirliti myndavéla Catherine Destivelle er 31 árs Parísardama og hún ritaði nafn sitt í fjallaprílssöguna þegar hún klifr- aði nýlega fýrst manna upp suð- vesturhlið Dru-tindsins í Alpafjöll- um, sem þangað til hafði verið freisting öllum fjallaklifrurum en enginn lagt til atlögu við. Nú gengur Catherine undir nafn- inu Katrín mikla eftir að hafa varið 10 dögum á nöktum og ísilögðum granítfjallsveggnum meðan hún fikraði sig áfram upp 1000 metra háan klettavegginn. Þó að hún félli niður um 10 metra þegar allar festingarnar hennar, utan ein, hrukku út úr klettaveggnum, tókst henni að dragast aftur upp vegginn með blæðandi höndum undir mis- kunnarlausu eftirliti aðdráttar- linsa myndavélanna, sem jafnvel gáfu henni ekki grið þegar hún varð að hlýða kalli náttúrunnar. Nú eru myndir teknar af Desti- velle í tískuklæðnaði fyrir glæsi- blöð og hún er orðin nýjasta tákn- ið um frönsku ofurkonuna sem leggur til atlögu við karlavirkin. Árangur hennar er litinn enn hýr- ara auga vegna þeirrar staðreyndar að klettaklifur nýtur alþýðuhylli í Frakklandi og þar ríkir gífurleg samkeppni. En það, sem vekur hvað mesta at- hygli í sambandi við afrek Cather- ine, er að franskir karlmenn, sem eru álitnir mestu karlrembur Evr- ópu, eru ekki bara að sýna þver- stæðukennda tilhneigingu sína til að stilla konum á fótstall, heldur virðast þeir líka fúsir til að láta þeim eftir gamalgróna yfirburði. Stjórnmálamenn bíða nú í biðröð eftir því að fá teknar af sér myndir með nýjum „vedettes", stjörnum. Geta konur borið sigurorð af körlum í íþróttum? Fyrirbærið hefur hrint af stað umræðum í Frakklandi um hversu Bandaríska spretthlaupakon- an Florence Griffith Joyner náði frábærum árangri á Ólympíuleikunum í Seúl. langt íþróttakonur þar í landi kunna að ná. „Þegar þörf er á vöðvakröftum eiga konur aldrei í fullu tré við karla," fullyrðir ráð- gefandi íþróttalæknir. Hann segir að karlhormóninn testosterone, sem gefur körlum færi á að safna 40% meiri vöðvum en konur, gefi þeim alltaf forskot. En hvað varðar þol býst hann við að konur skari fram úr. „Þegar spurningin er um að berjast gegn skorti á súrefni, standa karlar og konur jafnt að vígi,“ segir þessi læknir. Hann segir konur þar að auki hafa hormóna sem framleiði fitu, sem gerir þær betur í stakk búnar til að standast kulda og áreynslu. Iskaldur sjórinn var sú höfuð- skepna, sem færði aðra glæsilega Parísardömu inn í sviðsljósið í fyrra, þegar Florence Arthaud, 33ja ára, vann með yfirburðum í hinni erfiðu Atlantshafssiglingu „du Ruhm" sem hún tók þátt í ein á báti. Tími hennar, níu dagar, 21 klst. og 42 mín. var næstum tveim dögum skemmri en fyrra met. Táknræn mynd af Arthaud í glímu við Michel Rocard, fyrrum forsæt- isráðherra sem hefur sett sér það markmið að verða forseti, prýddi forsíðu Vogue Hommes. í fyrra náði kafarinn Angela Band- ini því marki að halda niðri í sér andanum niður á 128 metra dýpi og sló þar með við fyrra meti um heilan metra. Útreikningar banda- rísks doktors um ár- angur kvenna á kom- andi árum Það er árangur franskra kvenna sem þessi, sem hefur blásið nýju lífi í áhuga á umdeilanlegum út- reikningum dr. Kenneth F. Dyer, bandarísks höfundar bókarinnar „Running Out of Tirne", sem eru grundvallaðir á tiltölulega hraðari framförum íþróttakvenna, sé mið- að við karla á nýliðnum árum. Hann spáði því að konur næðu sama árangri og karlar í 400 metra hlaupi á árinu 2020, í 800 metra hlaupi árið 2021, í 100 metrunum 2054 og 200 metrunum árið 2066. Það eru margir sem draga út- reikninga doktorsins í efa, þrátt fýrir árangur kvenna eins og Flor- ence Griffith Joyner, bandaríska spretthlauparans sem sló heldur betur við heimsmetinu í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleiknum í Seúl 1988 og komst þar sem næst á hæla karlanna. Destivelle er í hópi þessara efa- semdamanna. Hún segist hafa ver- ið sjúkraþjálfari og sé því vel kunn- ugt um að piltar séu sterkari en stúlkur, þó að stúlka kunni að hafa meira úthald. „Það var auðveldara fýrir konur að ná framförum á umliðnum ár- um. Áður sagði fólk að það væri ekki kvenlegt að keppa að slíkum árangri. En árangur kvenna verður alltaf slakari en karla, vegna þess að körlunum er alltaf að fara fram líka.“ Sálfræði aðalatríðið til að ná árangrí? í huga Destivelle er aðalatriðið sálfræði. Hún segir mestu máli skipta hvað gerist í heilabúinu. Það séu til strákar, sem dreymi um Siglingakonan Florence Arthau að gera það sem henni tókst, en andlega búi þeir ekki yfir þeim eig- inleikum sem til þurfi. „Eg brynja sjálfa mig til að hugsa eingöngu um hvernig ég eigi að halda áfram. Ég segi sjálffi mér að ég sé klifur- vél.“ Félagi hennar í klifrinu lýsti henni svo að hún sé eins og „skepna með tryllt hár, frumstæð, lætur hugboðið ráða og er dýrs- leg“. Þegar hún var yngri naut hún Myndavélar fylgdust náið með fjallapríli Catherine Destivelle og virtist hún hætt komin á tímabili. hafi smollið eins og spark í kviðinn þegar hún féll eins langt og kaðall- inn leyfði. Hún kenndi tapi á tæki til að festa bolta sem gildna í klett- inum um atvikið, en það varð til þess að hún varð að notast við grennri festingar. Hún segir þó að andartakið hafi verið nokkuð skelfilegt, en hún hafi verið vel út- búin og vel varin. Einfarar líklegri til afreka? Á síðasta degi klifursins festust þungu pokarnir þrír sem hún dró á eftir sér margoft. Hún varð að fara til baka hvað eftir annað til að losa þá, og gleymdi þá að vinir hennar höfðu komið fýrir varabirgðum á fjallstindinum. Þegar ekki voru nema 45 mínútur til myrkurs og hún var orðin uppgefin, hrópaði hún: „Ég get ekki meir. Ég er búin að vera.“ En varakraftamir, sem hún greip til, eiga uppsprettu sína í einfara- persónuleikanum hennar. Hún segist ekki hafa minnstu löngun til að taka þátt í þessum stóru leið- öngrum sem séu eins og fjölleika- hús, þar sem séu faxtæki í höfuð- bækistöðvunum. Hún vill ekki heldur láta draga sig inn í metameting, eða nota sig sem dæmi um að hún geti slegið körl- um við. „Ég get alltaf tekið fram- förum, en ég sækist ekki sífellt eft- ir að ná betri árangri. Það, sem skiptir máli fýrir mig, er að gera hluti sem fullnægja löngunum mínum betur," segir fjallakonan Catherine Destivelle. d var hetja Frakka í fyrra. þess að fara fram úr körlum í erfið- um fjallahlíðum. Og það mátti heyra öfundsjúkt taut þegar nýj- asta sigri hennar var fagnað. „Við skulum bara leyfa þeim að spreyta sig,“ voru viðbrögð hennar. „Fólk var ofurlítið afbrýðisamt, en það er eðlilegt." Hún gerði lítið úr því þegar hún féll niður klettavegginn og sagði fallið ekki hafa verið mjög alvar- legt, þó að öryggisbrynjan hennar mr Eru franskar konur að slá körlunum við? Iþróttakonur njóta nú mestr- ar aðdáunar 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.