Tíminn - 13.08.1991, Síða 3

Tíminn - 13.08.1991, Síða 3
Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Tíminn 3 Hlaupið í Skaftá: Eldsumbrot hafa ekki áður valdið hlaupi Hlaupið í Skaftá er nú í rénum og má búast við að það fari hraðminnkandi næstu daga. í fyrsta skipti er orsök hlaupsins rakin til eldsumbrota. Hlaupið í Skaftá fór minnkandi í gær eftir að hafa náð hámarki á sunnudaginn var og var meðal- rennsli árinnar þá nálægt þreföldu rennsli Þjórsár eða um 1140 rúm- metrar á sek. Snorri Sophaníasson, jarðfræðingur Orkustofnunar, var við mælingar á svæðinu í gær. Hann áleit að gígketillinn undir jöklinum hefði þegar tæmt sig en þar safnast fyrir vatn vegna eldvirkni undir jökl- inum. Vart varð við jarðhræringar í gær og segir Snorri að þetta sé í fyrsta skipti sem eldsumbrot hafa orðið undir jöklinum því áður hafa menn álitið að jarðhiti bræddi ísinn. Þrátt fyrir þetta segir Snorri að hlaupið líkist öðrum fyrirrennurum sínum og megi búast við að því Ijúki fljótlega. Hann segir að þessi hlaup vari vanalega í um 5 til 6 daga. Þó álítur Snorri að hámarksrennslið hafi nú staðið óvenju lengi yfir eða frá hádegi á sunnudaginn og fram á miðnætti þann sama dag. Snorri álítur að engin mannvirki séu í hættu, hvorki vegamannvirki né bæir í grenndinni þvi menn hafi reynslu af þessum hlaupum sem verða á tveggja ára fresti. í máli Snorra kemur þó fram að brúin yfir Eldvatn hafi farið í hlaupi sem varð árið 1967. Þá segir hann menn hafa byggt nýja brú sem sé örugg. Ekki var mannmargt í kringum Snorra og rannsóknarfélaga hans þar sem þeir voru nálægt upptökum hlaupsins. Hafði Snorri orð á því að einungis hefði sést til tveggja hrafna sem voru á höttunum eftir nesti þeirra félaga. -HÞ Nýtt Mennta- málaráð Fyrsti fundur nýkjörins menntamálaráðs íslands, sem Alþingi kýs hverju sinni að lokn- um alþingiskosningum, var haldinn 18. júlí sl. Samkvæmt lögum ber mennta- málaráði að skipta með sér verk- um. Á fundinum var Bessí Jó- hannsdóttir, framkvæmdastjóri, kjörin formaður, Helga K. Möll- er, kennari, varaformaður, og Helga Kress, dósent, ritari. Aðrir meðlimir ráðsins eru Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, og Sigurður Björnsson, söngvari. Fráfarandi formaður er Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri, og fráfarandi varaformaður Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri. Framkvæmdastjóri mennta- málaráðs og menningarsjóðs er Einar Laxness. Lottó hækkar I gær hækkaði verð fyrir hveija röð í lottói úr 35 krónum upp í 40 krónur samkvæmt reglugerð sem tók þá gildi. Heimild til hækkunar hefur verið fyr- ir hendi frá 8. febrúar 1990 en hækk- unin hefur ekki komið til fram- kvæmda fyrr en nú. í fréttatilkynningu frá íslenskri get- spá segir að verðhækkun þessi sé gerð til að halda í við verðlagsþróun, en síð- asta verðbreyting var gerð í ágúst 1989. Þetta mun að sjálfsögðu hafa í för með sér hækkun á vinningsupp- hæðum, til dæmis mun heildarvinn- ingsupphæð sem fyrir hækkun var 6 milljónir króna verða tæpar 7 milljón- ir eftir hækkun. Þá yrði fyrsti vinning- ur 3.220.000 í stað 2.760.000 áður. Samhiiða þessu hefur sú breyting ver- ið gerð að nú fást allir vinningar undir 15.000 krónum greiddir út á sölustöð- um í staðinn fyrir 12.000 krónur áður. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því fyrirtækið íslensk getspá var stofnað og þá kostaði hver röð í lottó- inu 25 krónur. Á laugardaginn gengu Samtök herstöðvaandstæðinga sína árlegu Keflarvíkurgöngu frá Keflavík til Reykjavíkur „í átt til afvopnun- ar“. Ingibjörg Haraldsdóttir hjá herstöðvaandstæðingum segir: „Þetta var ágætis ganga. Það byrjuðu rúmlega 200 manns og síð- an fjölgaöi þegar við nálguðumst bæinn og var orðið ansi margt í Hafnarfirðinum. Ég gæti trúað að á fundinum í Reykjavík hafi ver- ið 1.000 manns. Við erum ánægð með það. Það kom í Ijós að baráttuliðið er að yngjast upp. Af þeim sem gengu alla leið var margt ungt fólk frá 16 til 20 ára. Miklu fleiri en verið hafa. Það er einhvers konar vakning hjá ungu fólki fyrir fríðar- og umhverfismálum. Og mér sýnist að menn séu frekar búnir til þess nú en áður að tengja það við herinn. Menn sjá það að vera hersins og heræfingar hér eiga ekki samleið með fríðar- og umhverfishugsjónínni." Tímamynd: Ari Stígamót og Kvennaathvarfið höfðu afskipti af 20 nauðgunarmálum, aðeins eitt kært: ERFITT FYRIR HIÐ OPINBERA AÐ TAKA UPP MÁL ÁN KÆRU Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum höfðu Stígamót, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöð um kynferðis- legt ofbeldi, og Kvennaathvarfið af- skipti af 20 nauðgunarmálum um verslunarmannahelgina. Aðeins ein kæra hefur verið lögð fram. Bogi Nflsson, hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, var spurður að því hvort hið opinbera gæti tekið upp nauðgunarmál ef viðkomandi ákveður að kæra ekki? Hann segir að það sé mjög sjaldan sem slíkt gæti átt við. Bogi segir að eftir því sem hann viti best, þá er t.d. í Svíþjóð bannað að fara af stað með svona mál, nema að kærand- inn vilji það. Þar er það réttur þol- andans sem er virtur með þessum hætti. Sjónarmiðið í Svíþjóð virðist vera það að sá réttur sé æðri öðru, það er t.d. hugsanlegur réttur ann- arra að taka á slíkum málum. Bogi segir enn fremur að þetta sé ekki endilega sjónarmiðið hér, en við- horfið almennt sé í þessa átt í slík- um málum. Þolandinn er sá sem ræður að verulegu leyti ferðinni. Viðkomandi er aðalvitnið í málinu og það er yfirleitt ekki hægt að koma málum áfram ef aðalvitnið vill ekki skipta sér af því eða taka þátt í því. Menn sjá það því í hendi sér að þetta hlýtur að vera afar erf- itt. Bogi segir að lokum að nauðgun flokkist undir brot gegn lífi og lík- ama, þ.e. ofbeldisbrot. Hins vegar telur hann nánast óeðlilegt að taka upp slík mál gegn vilja viðkomandi kvenna. Jónína Gunnlaugsdóttir, hjá Stíga- mótum, segir það sorglegt hversu fáar stúlkur treysti sér til að kæra. „Karlmennirnir komast þá upp með þetta áfram og þeir halda áfram því þeir vita að þeir sleppa," segir Jón- ína. Aðalatriðið er að þær stúlkur sem verða fyrir þessu þori að kæra. Hún segist bjartsýn á að sú verði raunin með aukinni umræðu um þessi mál. Jónína kveður starfsfólk Stígamóta algjörlega bundið trúnaði og það segi aldrei frá neinum málum. Starfsemi Stígamóta byggir á þeirri grundvallarreglu. Hins vegar er stúlkunum alltaf sagt frá þeim rétti sem þær hafa og hvernig málin ganga fyrir sig. Starfsfólkið fer með stúlkunum ef þær vilja kæra. Jónína ítrekar „að þetta sé rosalega niðurlægjandi og mikið mál. Það þarf að fara út í öll smáatriði sem eru svo ógnvekjandi.“ Jónína telur enn fremur lækna illa undir það búna að taka svona kærur og skoð- anir. Hún segir að t.d. sé aðeins um einn lækni að ræða sem Stígamót geti snúið sér til og það hafi undan- farið oft þurft að kalla hann út, þrátt fyrir að hann sé í sumarfríi. Það er ekki hvaða læknir sem er sem vill taka þetta að sér. Jónína telur það skipta meginmáli að rétt sé tekið á málunum, að það séu skýrar reglur um málsmeðferð og hvernig er spurt. Jónína segir það vera alvarlegt mál og umhugs- unarvert, að fólk Iíti oft ekki á það sem nauðgun, ef stúlkur eru mis- notaðar drukknar eða dauðar. Stúlka í slíku ástandi er jafnvel mis- notuð af mörgum úti á túni á þess- um útihátíðum og það vita allir af þessu, segir Jónína að lokum. -js Vinnueftirlitið telur klaufalega að sprengingunni í Grafarvogi staðið: Sprengiefnið í Grafarvogi óáreiðanlegt Vinnueftirlit ríkisins hefur haft að blanda kjarnann. Það er miidl- með höndum rannsókn á spreng- vægt að hann „lagerist“ rétt og ingunni sem oll) gijótregni í fái að standa. Þetta kallar á mikla Grafarvogi si. fimmtudagskvöld. aðgæsiu og fæmi í starfi. Maður- Jens Andrésson, tæknifulitrúi inn sem á að stjóma þessu er Vinnueftirlits rfldslns, segir að með sprengjuréttindi frf Vinnu- starfsmenn hafi verið að eftirliti rfldsins, en það var eldd sprengja þama sjö holur með rétt að vertrinu staðiö. Það gerð- kjama sem sprengiefni. Kjarai er ist áður, þaraa í skotinu fyrir ekki sprenglefni eitt sér. Spreng- framan, að þar sprakk ekid heid- ing með kjarna er sett af stað ur. Þannlg að það átti nú að vera með dýnamíti. Það sem gerist i vísbending. umræddu tilviki er að kjaminn er Vinnueftirilt ríldsins stöðvaði væntanlega ilia biandaður. Gail- vinnu í Grafarvoglnum. Jens tei- inn við kjaraa er sá að hann er ur ekld ósenniiegt að það verði óáreiðanlegt sprengiefni ef ekki einhverjar vangaveitur um tak- er rétt að biönduninni staðið, markanir á notkun kjarna í þétt- segir Jens. býli. í Grafarvoginum virkuðu Hann segir að ailir sprengju- sprengjuraar ekki í tveim holum stjórar eigi að gera fyrirfram af sjö. Þessar tvær holur sem sprengjuáætlun sem þeir get) ekki sprungu mynda þá ákveðinn lagt fram og þá jafnframt sannað vegg, gasið ieitar stystu leið út sltt mál, en siík áætlun var ekki og þá gefa motturaar sig. fyrir hend) f Grafarvoginum. Jens segir það vera vandaverk -js

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.