Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Tíminn 15 FH-ingar bikarmeistarar í frjálsum íþróttum í annað sinn: íl RFÉLLí r I AÐRA DEILD FH-ingar uröu bikarmeistarar í ann- að sinn í 1. deild bikarkeppni Fijáls- íþróttasambands íslands, sem haldin var á Varmárvelli í Mosfellsbæ um helgina. HSK varö í öðru sæti en þeir unnu titilinn í fyrra. ÍR-ingar, frjáls- íþróttastórveldiö sjálft, féll í aðra deild í fyrsta sinn, en liðið hafði árið 1989, þegar FH vann titilinn í fyrsta skipti, verið áskrifandi að bikarmeist- aratitlinum í næstum tvo áratugi. Keppnin í fyrstu og annarri deild var ótrúlega spennandi og úrslitin réðust á síðustu stundu. FH-ingar sigruðu í fyrstu deild með 139 stigum, HSK varð í öðru sæti með 127 stig, KR lenti í þriðja sæti öllum að óvörum með 120 stig. Ungmennasamband Eyja- Qarðar fékk 111 stig og hafnaði í fjórða sæti, einu stigi meira en ÍR sem hafh- aði í fimmta sæti og féll þar með í aðra deild. Annað fyrrum frjálsíþróttaveldi, Ármann, fékk 107 stig í 1. deild og hafnaði í sjötta og neðsta sæti. í annarri deild vann Ungmennasam- band Skagafjarðar nokkuð öruggan sigur og fékk 144 stig. Slagurinn um annað sætið var öllu harðari og þegar upp var staðið skildi aðeins hálft stig liðin í öðru og þriðja sæti. Héraðssam- band Þingeyinga fékk 125,5 stig, en Ungmennasamband Kjalamesþings fékk 125 stig. Það eru því UMSS og HSÞ sem taka sæti ÍR og Ármanns í fyrstu deild. Ungmennasamband Áustur- Húnvetninga varð í fjórða sæti í annarri deild með 117 stig. Ung- mennasamband Borgarfjarðar fékk einu stigi minna og féll því í þriðju deild ásamt Ungmennasambandi Dalamanna sem fékk 88 stig. Sæti UMSB og UDN í annarri deild taka HSH og USÚ sem urðu í fyrsta og öðru sæti í þriðjudeildarkeppninni sem fram fór á Akureyri um helgina. —SE Pétur Guðmundsson kúluvarp- ari varpaði kúlunni tæpa tutt- ugu metra á Varmárvelli í Mos- fellsbæ um helgina og virðist vera í fínu formi um þessar mundir. Tímamynd: Pjetur 13. umferð Samskipadeildarinnar leikin í gær og um helgina: Risarnir sýndu rislítinn leik Leikur Reykjavíkurrisanna KR og Vals á sunnudagskvöldið var held- ur rislítiil og lítið fyrir augað. Einkenndist hann af miðjuþófí og fáum sem engum marktækifær- um. Valsmenn sigruðu með einu marki gegn engu og var sigurinn mikilvægur fyrir liðið, enda hefur það verið í botnbaráttu að undan- fömu. KR-ingar töpuðu sínum fjórða leik í röð. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik og var ótrúlega klaufalegt. Sævar Jónsson tók aukaspyrnu við hliðarlínu langt fyrir utan teig. Hann gaf háan bolta inn í teiginn og á einhvern óskiljanlegan hátt skoppaði boltinn í markið framhjá markverði KR-inga og án þess að nokkur kæmi við hann. Um leik- inn er annars lítið að segja. Hann var fyrst og fremst leiðinlegur og lítið fyrir augað, marktækifærin hægt að telja á fingrum annarrar handar. Sigur Valsmanna var hvorki sannfærandi né sanngjarn, leikurinn bauð ekki upp á neitt annað en að úrslit hans yrðu steindautt jafntefli. KR-ingar, sem nú hafa tapað fjór- um leikjum í röð, gerðu aðeins eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn á sunnudagskvöldið. Ung- ur leikmaður, Óskar Þorvaldsson, kom inn í byrjunarliðið og skilaði hlutverki sínu ágætlega. Framan af var hann eini leikmaður KR sem eitthvað var ógnandi. Gamlir jaxlar í KR liðinu, eins og Ragnar, Pétur og Atli, náðu ekki að rísa upp úr meðalmennskunni, og Ragnari Margeirssyni virðist alveg vera fyrirmunað að skora úr upp- lögðum færum. Hilmar Björnsson og áðurnefndur Óskar voru ásamt Þormóði Egilssyni bestir KR-inga. Valsmenn leika með eindæmum leiðinlega knattspymu þessa dag- ana, enda hafa þeir varla skorað mark í venjulegum leiktíma síðast- liðinn mánuð eða lengur. Vömin hjá þeim er sterk en gróf og sóknin bitlítil. Bjami Sigurðsson var bestur að vanda hjá Valsmönnum og Einar Páll Tómasson sýndi ágætan leik. Jafntefli á Akureyri Fram og KA gerðu 1-1 jafntefli á Akureyri á sunnudagskvöldið. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og vom sérlega glæsileg. Pétur Ormslev skoraði mark á 19. mfn- útu úr aukaspyrnu og Pavel Vand- as jafnaði sex mínútum síðar með firnaföstu skoti í þverslá og inn. Loks lágu Hafnfirðingar Breiðablik sigraði FH í Kapla- krika á sunnudaginn með þremur mörkum gegn einu. Steindór Elís- son skoraði tvö af mörkum Blik- anna og Valur Valsson eitt. Mark- amaskínan Hörður Magnússon skoraði mark FH úr vítaspyrnu. Breiðablik stöðvaði þar með sigur- göngu Hafnfirðinga, en þeir höfðu unnið sjö leiki í röð. Víðismönnum rúllaö upp Stjaman rúllaði Víðismönnum upp í Garði á sunnudagskvöldið. Leikurinn endaði með fimm mörkum Stjörnunnar gegn engu og var staðan í hálfleik 4-0. Svein- björn Hákonarson skoraði þrennu, þar af eitt úr vítaspymu og Ingólfiir Ingólfsson skoraði tvö mörk. Markasúpa í Stjömugróf í gærkvöldi áttust svo við lið Vík- inga og ÍBV í Fossvoginum og gerðu heimamenn sér lítið fyrir og unnu Eyjamenn með 6 mörkum gegn engu. Lengst af var þessi leikur f þokkalegu jafnvægi og staðan var 1-0 þegar rúmar 20 mínútur vom eftir. Þá hófst stór- skotaliðsárás Víkinga sem skor- uðu 5 mörk til viðbótar og tryggðu sér annað sætið í deild- inni á eftir Fram og löguðu um leið markahlutfallið hjá sér svo um munaði. —SE Opin hjóna- og parakeppni á Hellu: Kristín og Haukurunnu Á sunnudaginn fór fram opin hjóna- og parakeppni á Strandarvelli á veg- um golfklúbbs Hellu. Leiknar vom 18 holur með forgjöf og verðlaun veitt fyrir 6 fyrstu sætin. Ffyrsta sæti urðu Haukur Gíslason og Kristín Pétursdóttir, GOS, á 65 höggum. í öðru sæti Kristján Ágústsson GKJ og Anna J. Sigurbergsdóttir GK, á 69 höggum. f þriðja sæti Sigurður Héð- insson og Lóa Sigurbjörnsdóttir GK, á 69 höggum. I fjórða sæti Ómar Kristjánsson og Hjördís Ingvadóttir GR, á 70 höggum. í fimmta sæti Rík- harður Pálsson og Selma Hannes- dóttir, GR á 70 höggum og í sjötta sæti lentu Hilmar Björnsson og Sig- rún Gunnarsdóttir GR, á 72 höggum. AIls tóku 26 pör þátt í mótinu. . —SE BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK JEPPA HJÓLBARÐ ARNIR VINSÆLU 3? HANKOOK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Látum bíla ekki ganga að óþörffu! verst á börnum . . . Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavík I Símar: 91-30501 og 91-84844 Grímur E. Thorarensen frá Sigtúnum er andaðist laugardaginn 3. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Bryndís Guðlaugsdóttir Kristín D. Thorarensen Kristín Thorarensen Örn Vigfússon Guðríður M. Thorarensen Þórður Ásgeirsson Egill Thorarensen Þórunn Gestsdóttir Guölaugur Thorarensen Laila Thorarensen Daníel Thorarensen Þórey Hilmarsdóttir Siguröur Thorarensen Áslaug Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.