Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: HVAÐ ER HEIMSPEKI? Heimspeki og heimspekingar eru þýðingar á grísku orðunum fíló- sófía og fílósóf. Þau eru dregin af grískri sögn, fílósófein, sem merkir „að elska vísdóm“. Fflósóf var sá kallaður sem elskaði Sóf- íu, grísku viskugyðjuna. Höfundur þessara orða og stofnandi fyrsta heimspekiskóla Vesturlanda var Pýþagóras. Þegar Pýþagóras talaði um að hann elskaði Sófíu, þá átti hann aðeins við að hann hefði löngun til að leita þekkingar. Nú leita menn ekki að því sem þeir eiga. Menn leita að því sem þá vantar. í orði Pýþagórasar, fflósóf, felst að heimspekingur sé sá, sem viðurkennir að hann sé fáfróður, en leiti skilnings og beri virðingu fyrir allri þekkingu. Heimspeki og heimspekingar eru þýðingar á grísku orðunum fflósóf- ía og fflósóf. Þau eru dregin af grískri sögn, fflósófein, sem merkir „að elska vísdóm“. Fflósóf var sá kallaður sem elskaði Sófíu, grísku viskugyðjuna. Höfundur þessara orða og stofnandi fyrsta heimspeki- skóla Vesturlanda var Pýþagóras. Þegar Pýþagóras talaði um að hann elskaði Sófíu, þá átti hann aðeins við að hann hefði löngun til að leita þekkingar. Nú leita menn ekki að því sem þeir eiga. Menn leita að því sem þá vantar. í orði Pýþagórasar, fflósóf, felst að heimspekingur sé sá, sem viðurkennir að hann sé fá- fróður, en leiti skilnings og beri virðingu fyrir allri þekkingu. Þegar Pýþagóras býr til þetta orð þá vill hann með því greina sig frá þeim mönnum sem kölluðu sig vitringa eða sófísta. Sumir kalla safn minnisatriða þekkingu. Aðrir kretjast skilnings sem nær dýpra en til yfirborðs vit- undarinnar. Þeir krefjast þess að þekkingin verði eðlislæg og geri manninn að göfugri, hógværari og betri manni. Enginn þekkir í raun og veru nema lítið brot, jafnvel af nálæg- asta umhverfi. Það situr enginn uppi með endanleg svör. Aristóte- les segir að maðurinn verði heim- spekingur þegar hann sé orðinn nægilega skynsamur til að undrast. Hann segir líka að það sé eðli allra manna að vilja vita. Eins og vikið verður að hér á eftir þá hefur heim- speki mörg andlit og skilgreining- amar em margar. Og þessar skil- greiningar sýna að hægt væri að svara þeirri spurningu á ótal vegu, hvað það sé að vera heimspekingur. En við skulum um sinn láta orðið halda sinni fornu merkingu. Heim- spekingur er hógvær maður sem veit að hann er fáfróður og leitar. Hann reynir án fordóma að komast að hinu sanna um eðli manns og heims. Á þessa einföldu skilgreiningu Pý- þagórasar gætu sennilega allir þeir heimspekingar fallist sem saga heimspekinnar fjallar um. En hverju erum við nær? Er ekki hægt að skilgreina „hið sanna" á ótal vegu? Og geta menn ekki leitað „hins sanna" eftir ótal leiðum? Hvers eðlis er veruleiki heimspek- ingsins? Og hvaða aðferð notar heimspekingur til að finna þennan vemleika sinn? Höfum við svör við þessum spumingum? Já, en ekki eitt svar, heldur mörg og sundur- leit eins og saga heimspekinnar sýnir. Margir heimspekingar okkar tíma telja það höfuðviðfangsefni heim- spekinnar að rannsaka tungumál og skilgreina orð: Heimspekihug- takið er þrengt. Heimspeki verður fyrst og fremst gagnrýnin rann- sókn á máli leikra og lærðra. Með þessu hyggjast menn nema burt allt hið merkingarlausa, óljósa og tvíræða, en þetta telja talsmenn þessarar heimspeki rót flestra heimspekilegra vandamála. Þessi skilningur eða misskilningur var ríkjandi í ensk- amerískri heim- speki í nokkra áratugi, en virðist nú á undanhaldi. Heimspeki er flatarmálsfræðileg hugsun eins og rökfræði. Hún er öguð hugsun, þar sem föstum leik- reglum er fylgt. En heimspeki er líka skapandi hugsun sem leitar út fyrir og upp fyrir fyrri þekkingu og reynslu. Grundvallareðli allrar þekktrar tilveru og um leið mann- Fyrri grein legrar hugsunar er það að vera sí- fellt að breytast, þótt breytingarnar séu hægfara og menn taki ekki eft- ir þeim fyrr en síðar. Mannleg hugsun er í vexti. Sé heimspeki í forystuhlutverki, þá nær hún að sjáifsögðu líka yfir þetta stóra gráa svæði, þar sem ný hugsun er í mót- un og orð og hugtök hafa ekki eins afmarkaðar útlínur og í flatarmáls- fræðilegri hugsun. Hvað er heimspeki? Vitrir menn svara ekki þessari spurningu. Þeir útskýra aðeins hvers vegna henni verður ekki svarað nema með óljósum orðum. En mönnum finnst eigi að síður að skýr svör séu nauðsynleg. Það liggur beinast við að segja að Gunnar Dal: heimspeki sé verk heimspekinga. En hverjir eru þá heimspekingar? Og hvað er það f bókum þeirra sem gerir þær heimspekirit? Þessi af- mörkun er erfið. Heimspeki er vel skipulögð hugsun sem nær til allra fræðigreina, lista, bókmennta, stjórnmála og trúarbragða. Skil- greiningar á þessum grunni verða jafnmargar og ólíkar og heimspek- ingarnir í sögu heimspekinnar. Og hver skilgreining mótast hverju sinni af heimsmynd þess sem hugs- ar, þjálfun hans og ögun í hugsun. Þær geta líka mótast af menningar- legum fordómum og þrönghyggju. Engin skilgreining á heimspeki nýtur almennrar viðurkenningar þegar yfir lengra tímabil er litið. Lfffræðingur getur auðveldlega svarað því hvað líffræði er. Og hann getur nokkurn veginn sagt til um hvar takmörk hennar liggja. Og um þessi svör næst nokkuð góð samstaða hjá líffræðingum. Allir heimspekingar hafa, þrátt fyrir það sem sagt var um vitra menn, svarað spurningunum: Hvað er heimspeki og hvert er um- fang hennar? En um svör þeirra næst engin samstaða. Það er stund- um sagt að það að vera heimspek- ingur sé að vera ósammála. Allir sjá að nútíma líffræðingur veit helm- ingi meira í sinni fræðigrein en menn gerðu fyrr á öldum. En vita nútímamenn miklu meira nú um heimspekilegar spurningar heldur en gert var fyrir árþúsundum? Seg- ir ekki sjálfúr Alfred North White- head að saga vestrænnar heimspeki síðustu árþúsund sé ekki annað en neðanmálsskýringar við heimspeki Platós? Skilgreining Aristótelesar á heim- speki er árþúsunda gömul. Hún er nægjanlega víðtæk til að innan hennar rúmast nánast allar skil- greiningar um hlutverk heimspek- innar. Skilgreining hans átti að rúma ekki aðeins þann veruleika sem mannshugurinn kallar veru- leika, heldur allan veruleika. Síðar greindu menn vísindi og trú frá hinni upphaflegu rót sinni. En hef- ur þessi skilnaður farið fram að fullu? Er ekki enn æðsti og þróað- asti hluti hverrar fræðigreinar heimspeki hennar? Verður ekki vís- indamaður sem fer lengst út í jaðra fræðigreinar sinnar orðinn að heimspekingi — jafnvel dul- hyggjumanni áður en lýkur? Allt er þetta að sjálfsögðu undir skilgrein- ingum manna komið. En tilhneig- ing nútímamanna sýnist vera sú að nálgast aftur hina víðfeðmu skil- greiningu sem menn hurfu frá upp úr miðöldum. Og af einhverjum ástæðum hafa menn aldrei hætt að kalla lærða menn í vísindum Dr. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU EBE: Stöðvun aðflutnings (flótta)fólks Aðildarlönd EBE hafa komið sér saman um tvær samkomulagsgerð- ir um aðflutning fólks frá öðrum löndum: Dublin-samkomulagið um griðastað fyrir flóttafólk, en að því geta flóttamenn aðeins sótt um dvalarleyfi í einu aðildarlandanna. Og samkomulagið um komuleyfi útlendinga, en að því setja öll aðild- arlöndin sams konar visa- skilmala. Endanlega staðfestingu hafa sam- komulagsgerðimar tvær enn ekki hlotið en vænst er að þær gangi í gildi í árslok 1992. Nokkur EFTA lönd æskja að verða aðilar að sam- komulagsgerðunum. Á árunum 1973-1990 fluttust að jafnaði 700.000-900.000 manna til í Vestur-Evrópu nam neysla alkó- hóls liðlega 10 1 á mann (1990?) Hún minnkaði þó á níunda áratugn- um í flestum löndum hennar, á ítal- íu um 27%, í Frakklandi um 10,1%, en jókst á Bretlandi um 3,9% (og drekka Bretar nú 70% meira en 1960). Þá hefur orðið breyting á neysluvenjum. Frá 1970 hefur neysla léttra vína minnkað um 25% á Spáni, um liðlega 33% í Frakk- landi og um 40% á Ítaiíu, en aukist um, 67.% j jfyskalandi, .2.00%. í Hol-. Vestur-Evrópu. En fjöldi þeirra sem kváðust vera flóttamenn óx úr 14.000 árið 1973 upp í 71.000 árið 1983 og loks upp í 500.000 árið 1990. Aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar bárust um- sóknir um griðastað frá 2,2 milljón- um manna 1983-1990. (Samkvæmt Finandal Times 23. júlí 1991) andi og 322% í Bretlandi. Af léttum vínum drekka Bretar þó aðeins sjöt- tung á við Frakka og ítala. Neysla bjórs og léttra vína í Vest- ur-Evrópu (1990). Lítrar á mann. Land Bjór Létt vín Þýskaland 289 38 Danmörk 127 19 Luxemborg 119 61 Belgía 115 26 Bretland 110 12 .írland, , - . . . . . . ,90. . - 4 Neysla áfengis í Vestur-Evrópu Land Bjór Létt vín Holland 88 15 Spánn 71 47 Portúgal 64 53 Frakkland 41 Land Bjór Létt vín Grikkland 38 30 Ítalía 22 70 Heimild: The European 19.-21. júh' 1991 eft- ir Worid Trink Trends 1991.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.