Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Vonbrigði með bréf mannræningjanna til aðalritara Sameinuðu þjóðanna: ÍSRAELAR OG KANAR ERU EKKI BJARTSÝNIR Líbönsku mannræningjarnir sem slepptu breska blaðamanninum John McCarty úr gíslingu í síð- ustu viku segja að þeir séu tilbúnir til allsherjar skipta á föngum. Þeir segjast vera tilbúnir til að skipta á þeim vestrænu gíslum sem þeir hafa í haldi, í staðinn fyrir félaga sína sem eru í haldi í ísrael og í Evrópu. McCarty afhenti Javier Perez de Cuellar bréf frá mannræningjun- um á sunnudaginn. Sagt er að innihald bréfsins hafi vakið von- brigði bæði hjá ísraelum og hjá Bandaríkjamönnum. Þó eru ekki allar vonir úti um að samningar náist þarna á milli, sérstaklega vegna lausnar þriggja gísla undan- farið. íslamskir strangtrúarmenn í Líb- anon segja að samningar um lausn gíslanna hafi verið tilbúnir í stór- um dráttum áður en aðalsamn- ingamaður ísraela, Uri Lubrani, hitti Perez de Cuellar á sunnudags- kvöld. Öryggismálaráðherra ísraels sagði að innihald bréfsins frá mannræningjum innihéldi ekkert annað en vonbrigði. George Bush, forseti Bandaríkjanna, var ráðþrota yfir efni bréfsins. Hann sagði að óljóst væri hvað átt væri með að leysa alla fanga heims úr haldi. „Það eru engar nákvæmar upplýsing- ar í þessu bréfi. Við erum aftur komin í spumingaleik við þessa menn.“ ísraelar hafa lýst sig reiðubúna til að sleppa rúmlega 400 Líbönum sem þeir hafa í haldi, með því skil- yrði að 7 ísraelskir hermenn sem talið er að séu í haldi í Líbanon, verði látnir lausir, eða þá að þeim ísraelum sem eru í haldi verði sleppt. „Við verðum að fá að vita hvað hefur orðið um þá,“ er haft eftir ísraelskum heimildarmanni. Breskir embættismenn telja að bréfið sem de Cuellar fékk í hendur veki hjá þeim nokkrar vonir og segja að ef ísraelar láti líbanska gísla sína lausa gæti það orðið til að liðka fyrir áframhaldandi samn- ingaumleitunum. Edward Tracy, sextugur Banda- ríkjamaður sem haldið var í gísl- ingu í fimm ár, var látinn laus á sunnudag. Einnig er búið að láta lausan úr gíslingu Jerome Le- yraud, franska hjálparstarfsmann- inn sem rænt var til að mótmæla lausn McCartys. Tracy er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem látinn er laus í 15 mánuði. Tíu vestrænir gíslar eru enn í haldi strangtrúarmanna. Líbanskir strangtrúarmenn segja að lausn MaCartys og Tracys sé merki um að von sé til þess að gíslaskipti geti farið fram. Reuter-SIS Vonbrigði eru yfir bréfinu sem Perez de Cuellar fékk frá mannræningjunum á sunnu- dag. Arabi ákærður fyrir að kaupa 10 ára stúlku í Indlandi: Giftist henni og smyglaði úr landi Um helgina var sextugur karlmað- ur frá Saudi Arabíu ákærður fyrír að hafa keypt 10 ára indverska stúlku og þvingað hana til að gift- ast sér. Að sögn þingmanna á Indlandi er líklegt að þetta mál eigi eftir að valda milum deilum í landinu. Sá ákærði, Yashiya Mohammad al- Sagir, verður dreginn fyrir dóm- stóla í Delhí í dag, ákærður fyrir að hafa keypt 10 ára stúlku, Amina Begum, af foreldrum hennar fyrir 240 dollara. Þau búa skammt frá Hyderabad á Indlandi. Lögreglan segir að stúlkan hafi verið giftingunni mótfallin. Jafn- framt segir lögreglan að al- Sagir hafi reynt að smygla henni úr landi. Madan Lal Khurana, þingmaður Janataflokksins, segir þetta mál vera tengt umfangsmikilli verslun- arstarfsemi, þar sem ungar ind- verskar stúlkur eru seldar til út- landa, í afar vafasömum tilgangi. Þetta mál komst upp þegar starfs- maður Indian Airlines varð var við stúlkuna, sem grét stanslaust á leiðinni frá Hyderaban til Nýju Delhí. Þegar gengið var á al-Sagir sagði hann að hún væri 32 ára eig- inkona sín. Flugfélagið lét lögregl- una í Delhí vita um þetta, sem tók á móti þeim á flugvellinum. Lög- reglan í Delhí segir að maðurinn hafi haft á sér vegabréf og gifting- arvottorð fyrir aðra unga stúlku og myndir af fjórum öðrum stúlkum. Lögreglan hefur farið fram á að stúlkan sæti læknisrannsókn og niðurstöður hennar verða notaðar sem sönnunargögn fyrir rétti. Þingmaður Framfaraflokksins, Manoranjan Bhakta, segir að kaup Margar ungar stúlkur á Indlandi eru seldar til útlanda í vafasömum tilgangi. á brúðum sé ekki einskorðað við Hyderabad, heldur teygi arma sína víða um landið. Hann sagði að fleiri mál af svipuðum toga hefðu komið upp annað slagið, en hingað til hefur ríkisstjórn landsins ekkert aðhafst vegna þessa. Malini Bhattacharya sagði að mjög öflug samtök stæðu að versl- un með ungar stúlkur. Hann sagði einnig að þessar líf þessara stúlkna líktist helst algjöru þrælahaldi. Barnagiftingar voru algengar á Indlandi áður en landið fékk sjálf- stæði árið 1947. Lög, sem sett voru á árið 1978 til að halda bamagiftingum í skefjum, kveða á um að stúlkur verði að vera 18 ára þegar þær giftast, en piltar 21 árs. Tálið er að þessi lög séu snið- gengin að mestum hluta. Reuter-SIS Pólskur kaupsýslumaður tengist bankahneyksli: ER FLÚINN TIL ÍSRAEL Saksóknarinn, sem rannsakar mesta fjármálahneyksli sem upp hefur komið í Póllandi, sagði í gær að til standi að handtaka Boguslaw Bagsik, en hann er einn af helstu kaupsýslumönn- um landsins. Hann er m.a. grun- aður um mútur. Grazyna Taladaj, talsmaður sak- sóknarans í Varsjá, segir að grun- ur leiki á að mál Basik tengist bankastjórunum sjö sem hand- teknir voru fyrr í þessum mán- uði. Táladaj segir jafnframt að búið sé að dreifa mynd af Basik til pólsku lögreglunnar, svo og Interpol. Einnig er búið að gefa út tilskipun um handtöku hans. Basik fór til ísraels skömmu áð- ur en fjármálahneykslið dundi yf- ir. Hann hefur lýst því yfir í pólsk- um blöðum að hann ætli sér ekki að snúa aftur til Póllands. Óvíst er hvort Pólland fari fram á framsal Basik. Boguslaw Bagsik var forstjóri Art- B, sem er eitt stærsta einka- (yrirtæki í Póllandi. Fullyrt er að hann hafi fundið smugu í pólska bankakerfinu, til að flytja upp- hæðir á milli reikninga, og safna með því hærri vöxtum. Saksóknarar hafa ekki fengist til að gefa neinar yfirlýsingar vegna þessa, en blöð segja að um sé að ræöa a.m.k. 130 milljónir dollara. Alþjóðabankinn og stærsti banki landsins, PKO BP, hafa verið und- ir smásjánni síðan í júní. Stjórn- endur bankanna hafa verið hand- teknir, og eru ákærðir fyrir að hafa farið gáleysislega með þjóð- arfé. Reuter-SIS Fréttayfirlit Nýja Delhí - Utanrfklsráðherra Indlands segir aö stjómmála- samband á milii Indlands og fsraels sé f delglunni. Bari - ftalir reyna nú að lelta dl- plómatískra leiða til að stemma stigu við þeim fjölda flótta- manna frá Aibaníu sem streymir til landsins. Utanríkisráöherra ftata, Gianni De Michelis, er kom- inn tíl Tlrana tll að hitta forsætis- ráðherra Albaníu, Ylli Buffi og Muhamet Kapianf, utanrfkisráð- herra Aibanfu. Zagreb - Lögreglan f Júgóslav- fu segir að tveir serbneskir skæruliðar og 10 ára gamall drengur hafi látið Iffið þegar júgóslavneski herinn gerði árás á sfnar eigin stöðvar í Króatfu vegna mistaka. Manila - Imelda Marcos hefur sagt Corazon Aquino, forsæt- isráöherra Filippseyja, að hún þurfi ekkl að hafa áhyggjur þó að komið verði með Ifkams- leifar eiginmanns hennar, Ferdlnand Marcos, til eyjanna. Hún sagði að hún ætlaði sér ekki að marsera um götur Manila með Ifk elginmannsins. Islamabad - Afgangaskir upp- reisnarmenn hafa leyst sovésk- an striðsfanga úr haidi f skiptum fyrír 25 félaga sfna. Karachi • Stigamenn myrtu 20 manns f Suður-Pakistan um helgina og rændu þremur mann- eskjum, að sögn lögreglunnar. Bejing - Kfnverskur maður um sjötugt drap 16 manneskjur og særði 80 þegar hann reyndi að pakka inn sprengiefni sem nota áttl tll að skjóta fugla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.