Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 13. ágúst 1991 __AÐ UTAN ___________________ „Villta austrið" í Berlín Janinu Luciah var lofaö gulli og grænum skógum. Hún var að- eins 11 ára gömul. Áður en ferðin Ianga frá þorpinu hennar í Rúmeníu yfír til Þýskalands áttu foreldrar hennar naumast orð yfír allar þær dásemdir sem biðu þeirra í vestri. Þegar fjölskyldan kom að ánni Niesse, sem myndar hluta pólsk/þýsku landamæranna, var Janina ekki lengur hrædd. Rúmenskir flóttamenn bíða þess í Póllandi að færí gefist á að laumast yfir landamærín til Þýskalands. Breytingarnar í Austur-Evrópu hafa haft ýmsa erfiðleika í för með sér. Olöglegir innflytjendur flykkjast nú til Þýskalands og sovéskir glæpamenn hafa séð sér leik á borði og hraðað sér vestur yfir og látið greipar sópa. Enginn í fjölskyldunni hafði vegabréf eða áritun til að komast inn í Þýskaland á löglegan hátt, en þeim hafði verið sagt að hægur vandi væri að komast yfir ána. Hún væri grunn og lítt vöktuð um nætur. Þau vissu að þúsundir Rúmena höfðu farið þessa leið á undan þeim. Þetta var auðveldasta leiðin til að hefja nýtt líf í Þýska- landi. Tunglskinslausa nótt í júlí Ieiddi Constantin Luciah eiginkonu sína og fimm ung börn varfærnislega út í ána. Vatnið var dýpra en þau höfðu vænst, en þau komust yfir án þess að þurfa að synda. það var ekki fyrr en þau voru komin upp á bakkann Þýskalands- megin að þau uppgötvuðu að Jan- ina var ekki lengur með. Lík henn- ar fannst daginn eftir. Janina var ein af þeim óheppnu. Þúsundir ólöglegra austur-evr- ópskra innflytjenda hafa komist inn í Þýskaland og baka þar stjórn- völdum mikinn vanda. Þýsk yfir- völd hafa sýnt flóttamönnum mik- inn skilning og aðstoð en verða nú að stemma stigu við þeim þar sem önnur vestræn ríki hafa vaxandi áhyggjur af flóttamannastraumi frá Austur-Evrópu frá því að Berl- ínarmúrinn hrundi fyrir 18 mán- uðum. Rio Grande Evrópu Landamæraverðir við Frankfurt- on- Oder, þar sem venjulega er far- ið milli Póllands og Þýskalands, hafa tilkynnt að fyrstu þrjár vik- urnar í júlí hafi 958 manns — að- allega Rúmenar og Búlgarir, en einnig Rússar, Pakistanar og Ind- verjar — verið handteknir fyrir að reyna að komast ólöglega yfir landamærin. Yfirvöld telja að fyrir hvern flótta- mann sem sé handtekinn komist tveir til tíu yfir. Fljótin Oder og Neisse sem liggja frá suðri til norðurs frá tékknesku landamærunum til Balkanland- anna hafi breyst við sameiningu Þýskalands í óörugg landamæri og eru sumir Þjóðverjar farnir að líkja þeim við Rio Grande fljótið í Texas þar sem vopnaðir bandarísk- ir verðir reyna að hindra stöðugan straum Mexíkómanna inn í landið. Rétt eins og Berlínarmúrinn táknaði áður mörkin milli komm- únisma og kapitalisma eru Oder- Neisse landamærin að verða tákn efnahagslegra hindrana milli hins frjálsa markaðar í vestri og hins hrjáða efnahags í austri. En þar sem Berlínarmúrinn var traustur með jarðsprengjum, varðstöðvum og gaddavírsgirðing- um eru Oder-Neisse landamærin lek eins og sigti. Þýska landa- mæralögreglan hefur aðeins 770 menn til að vakta 520 mflna löng landamæri. Starf þeirra er heldur ekki gert auðveldara með tilkomu nýrrar tegundar glæpamanna sem Þjóð- verjar kalla Schlepper, prangara. Þetta eru menn sem bjóðast til að fylgja ólöglegum innflytjendum yfir ána til tyrirheitna landsins. Margir prangaranna eru pólskir og hreykja sér af því að vera kunn- ugir staðháttum í skógunum sem eru meðfram stórum hluta ánna. Sumir eru Þjóðverjar sem kveðast vita allt um það hvernig eigi að blekkja verðina. Enn aðrir eru rúmenskir sígaunar sem hafa farið sjálfir yfir og síðan snúið til baka til að aðstoða aðra sígauna við að komast yfir. Það sem einkennir þá alla er að þeir neita að tryggja ár- angur. Peningar fást ekki endur- greiddir þótt flóttinn mistakist. Lögin gera yfírvöld- um erfítt fyrir Tilraunir þýskra yfirvalda til að stemma stigu við straumi ólög- legra innflytjenda eru erfiðar vegna laga sem segja að allir ólög- legir innflytjendur eigi rétt á að sækja um pólitískt hæli ef þeir eru á annað borð komnir til landsins. Þetta tryggir þeim flutning til flóttamannabúða sem ríkið rekur og að mál þeirra verði tekið til at- hugunar, ferli sem oft getur tekið marga mánuði. í flóttamannabúðum í austur- þýska bænum Eisenshuttenstadt voru í júlí 957 manns sem biðu þess að umsókn þeirra um pólit- ískt hæli yrði afgreidd, þar af voru 755 Rúmenar. En, þótt ótrúlegt megi virðast, eru margir sem koma án þess að vita um þessi lög. Ef þeim láist að biðja um pólitískt hæli eru þeir samstundis sendir aftur til sinna heimaslóða. En það er oft til lítils, því reynslan er sú að þeir sem eru fluttir heim reyna fljótlega aftur - - og eru þá kannski betur upplýstir en áður. En þýsk yfirvöld eru farin að íhuga að breyta lögunum um að Austur-Evrópumenn geti fengið þar pólitískt hæli. Þess sé ekki lengur þörf þar sem nú eru stjórn- ir þessara landa kosnar á lýðræðis- legan hátt og ofsóknum ætti því að linna. Sovéska mafían En það eru ekki einungis fátækar fjölskyldur sem sækja í gósenland- ið í vestri. Rússneskir glæpamenn hafa séð sér leik á borði og láta greipar sópa. Nýlega kom til skotbardaga í virðulegu hverfi í Berlín. Þrír menn voru skotnir þar sem þeir sátu, ásamt (jölda annarra, á úti- veitingahúsi. Skyndilega bar þar að bifreið og út steig maður, hóf skothríð og særði mennina, sem létu ekki sitt eftir liggja og skutu á móti og særðu árásarmanninn. Þegar lögreglan fór að kanna málið kom í ljós að allt voru þetta Rússar. Tálið er að árásin tengist nýju fyrirbæri í Berlín — rúss- nesku mafíunni. Rússneskir glæpamenn hafa notfært sér það að landamæragæsla milli land- anna hefúr linast verulega sökum þess að 300.000 rússneskir her- menn eru enn í landinu. Að sögn saksóknarans í Berlín smygla glæpamennirnir dýrmæt- um helgimyndum til Iandsins og fara þaðan síðan aftur á stolnum bflum. Sumir þeirra koma til landsins undir því yfirskini að ætla að sækja um hæli sem pólitískir flóttamenn en aðrir sem ferða- menn. Svo eru enn aðrir sem slást í hóp ólöglegu innflytjendanna. Yfirvöld telja að þeir sláist fljótlega í hóp Rússa sem reka spilatækjasali. Salimir eru að vísu löglegir en tal- ið er nær öruggt að þeir séu yfir- skin fyrir aðra og skuggalegri starfsemi. Rússneskir flóttamenn ollu vandræðum í Þýskalandi áður en múrinn féll, en það ofbeldi sem nú er að verða áberandi er nýtt af nálinni. Svo virðist sem um fleiri en eitt gengi sé að ræða sem berj- ast innbyrðis. Enn er ekki hægt að tala um skipulagða glæpastarf- semi í svipuðum mæli og ítalska mafían stundar, en menn hljóta að óttast að að því kunni að koma. Úrræðagóðir her- menn Tollayfirvöld eiga líka í harðri baráttu gegn smygli sem tengist rússneskum hersveitum í landinu. Að vísu er verið að flytja hermenn- ina til sinna heima en margir verða í landinu til að minnsta kosti 1994. Hermennirnir standa aðallega í að smygla sígarettum og rafmagnsvörum.Yfirvöld telja að ein af hverjum þremur sígarettum sem reyktar eru í austurhluta Þýskalands sé smygluð. Tapið sem ríkið verður fyrir vegna þessa nemur 100 milljónum marka, vægt áætlað. Smyglið er í það miklum mæli að yfirvöld telja nær útilokað að það sé gert án vitneskju yfirmanna hersins. En yfirvöld vita sem er að heima bíða hermannanna lítið annað en erfiðleikar og hafa því vissan skilning á því að þeir reyni að afla sér aukatekna áður en heim er haldið. Vopnaburður hefur líka stórauk- ist, því rússnesku hermennirnir vfla ekki fyrir sér að selja vopn sín og það eru ekki góðborgararnir sem kaupa þau. Magn léttra vopna hefur aukist gífurlega, en einnig hafa fundist þyngri vopn. Berlínarbúar eru farnir að efast um að það sé eintóm sæla að búa í hinni nýju höfuðborg sameinaðs Þýskalands. FRIMERKI AÐ STIMPLA EÐA EKKI? Það gerist nokkuð oft að ég póstlegg bréf og svona vildi til um daginn, nán- ar tiltekið þann 23. júlí núna í ár. Þá póstlagði ég bréf til Kópavogs og frí- merkti það með kr. 26,00 samkvæmt gildandi burðargjaldi. Það sem ef til vill var afbrigðilegt var að ég notaði bæði eitt frímerki og tvo Frama frí- merkingarmiða úr sjálfsala. Þegar nú bréfið kemur í Kópavog er það hins vegar þannig frágengið að aðeins frí- merkið er stimplað en ekki Frama miðamir. Nú má ekki afhenda þetta bréf óstimplað, meðal annars af því að það gefur auga leið að þá er hægt að leysa af óstimplaða burðargjaldið og nota það aftur. Þess má geta hér, eins og á milli sviga, að mikil sala er nú f norskri kílóavöru, sökum þess að þar er svo mikið af óstimpluðum frímerkjum, að þeir sem kaupa fá oftast endurgreitt verðið í burðargjaldi. Þetta er tap norska póstsins. Látum það ekki ger- ast hér. Því verður nú pósthúsið í Kópavogi að stimpla Framamiðana, sem sumir vilja kalla frímerkla, svo að öllum regl- um sé fylgt. Ef til vill er þama um misskilning að ræða hjá póstmönnum. Þeir álíta (ef til vill) að þama sé um frímerkingar- vélar að ræða, en svo er alls ekki. Þess- ir frímerkingarmiðar eru sams konar burðargjald og frímerki. Því verður að ógilda þá eins og frímerki. Ástimplanir frímerkingarvéla þarf hins vegar ekki að ógilda, þar sem þær eru prentaðar á póstsendinguna, eins er um Burðar- gjald greitt áprentanir. Frama miðam- ir eru hins vegar límdir á póstsending- una eins og frímerkin. Það er ef til vill ekki úr vei að minn- ast um leið á erlendan póst sem berst hingað oft óstimplaður. Þessi frímerki ber að ógilda samkvæmt alþjóðasamn- ingum. Þá er það gert með því að blek- ógilda frímerkin, sem kallað er, yfir óstimplað merki eru dregnar þrjár lín- ur með penna. Hins vegar setur póst- húsið, sem blekógildi, dagstimpil sinn á póstsendinguna, ekki á frímerkin, til að sjá megi hvar og hvenær ógildingin fór fram. Ekki ætla ég mér að reyna að segja neitt til um hvar bilun er í þvf að miðla fræðslu til póststarfsmana um þessi mál. Hvort þá er f Póstskólanum eða þá f þeim tilkynningum sem sendar eru út til póststöðvanna. Þá má nefna annað dæmi. Póstafgreiðslum hafði verið tilkynnt að öll frímerki sem á stóð krónur og aurar eða slíkt væru orðin ógild. Var þetta um það bil sem Nordia 84 var að fara í gang. Þá voru einmitt í gildi tvær smárkir sem burð- argjald, en þær voru gefnar út af tilefni sýningarinnar. Var mér neitað um stimplun þessara frímerkja á fleiri pósthúsum og eyðilögð fyrir mér bréf með ákrotunum sem ég hafði límt þessi merki á. Svona lagað á ekki að geta komið fyrir. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.