Tíminn - 17.08.1991, Side 2

Tíminn - 17.08.1991, Side 2
10 HELGIN Laugardagur 17. ágúst 1991 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Stöðupróf í fram- haldsskólum Stöðupróf (framhaldsskólum á haustönn 1991 eru haldln sem hér segir: Þriöjud. 20. ágúst kl. 18.00 Enska Miðvikud. 21. águst kl. 18.00 Franska, spænska Fimmtud. 22. ágúst kl. 18.00 Þýska Föstud. 23. ágúst kl. 18.00 Stæröfræði, norska, sænska Prófin eru haldin I Menntaskólanum við Hamrahlfö og eru op- in nemendum úr öllum framhaldsskólum. Þeir sem ætla að gangast undir þessi próf eru beðnir um að tilkynna þátttöku slna á skrifstofu Menntaskólans viö Hamrahllð. Skráning er hafin. HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK auglýsir eftir Hjúkrunarfræðingi í hluta- eða fullt starf við Heilsugæslustöðina í Hlíðum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 622320. Hjúkrunarfræðingi í hlutastarf við Heilsugæslustöðina í Efra- Breiðholti. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 670200. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur við Barónstíg 47. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síöumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Fax 686270 Félagsráðgjafi Laus er 75% staða félagsráðgjafa á félagsráðgjafasviði öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39. Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldraða, mati á hús- næðis- og þjónustuþörf og meðferð umsókna um húsnæði og fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunarþjónustudeild- ar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, og forstöðumaður félags- ráðgjafasviðs, Ásta Þórðardóttir, í síma 678500. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Þroskaþjálfi — meðferðarfulltrúi Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og/eða meðferðarfulltrúa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötl- uðum börnum. Um er að ræða dag, kvöld og helgarvaktir. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingar- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í jarð- vinnu vegna fyrirhugaðrar frjálsíþróttaaðstöðu í Laug- ardal. Helstu magntölur eru: Gröftur 8.500 m3. Fylling 12.100 m3. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 10.000,-skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. september 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði. Fyrsta bindi ævisögu hans kom út 1913. Bindin urðu þrjú og þykir sagan merkileg jafnt fyrir efni sem stil. Nótt á Þyr- ilsbrún... „Það hefði ég gert hefði ég vitað það í tíma. En á ég að svíkja aðra sem ég er búinn að lofa til þess að geta tek- ið af yður?" segi ég. Ég spurði svona til að vita hvað hann segði, því ekki datt mér í hug að svíkja aðra til þess að taka af honum, þó hann vaeri biskup. En hann segir: „Ekki er það nú gott. Ég get nú komið þessu með pósti." „Það vil ég helst," segi ég. „En það gæti komist heim í hlað með það sama ef þér tækjuð það,“ og heyri ég að honum er það mikið áhugamál að ég taki þetta, svo ég bið hann að lofa mér að sjá hvað það sé og hann kemur með það og sé ég að það fer ekki mikið fyrir því, en það var fislétt eftir stærð og var vaxdúk- ur utan um bögglana. Ég bið hann að vigta þá og voru þeir báðir fjögur pund. Hann sagði að þetta væri dýr- indis tau. Ég segi: „Ef þér viljið hætta á að senda þetta með mér, þá held ég að ég verði að reyna að taka það,“ og varð hann mjög glaður og spyr mig hvað ég viiji hafa fyrir það. En ég segi að hann viti hvað póstur taki. Kemur hann nú með ríkisdal og segist gefa mér fyrir þrjú bréf og sendinguna og var það miklu meira en póstur tók. Ég þakka honum fyr- ir borgunina, en hann þakkar mér fyrir að ég gerði þetta. Svo var kom- ið með kaffi með brauði og þegar ég er búinn að drekka þakka ég honum fyrir og kveð Eirík Briem, sem var þarna inni, en biskup fór út með mér og hélt þar fyrir mér hjart- næma og nokkuð langa ræðu og bað guð að leiða mig og blessa í þessari ferð og alla mína ævi að vera minn leiðtogi og vemdari á allri minni ófarinni lífsleið og taka mig svo til sín þegar honum þóknaðist. Eg varð óumræðilega glaður af þessu og fannst ég hefði verið ánægður þó hann hefði ekki borgað mér neitt fyrir það sem ég gerði fyr- ir hann. Ræða hans var ekki munnflapur, það heyrði ég, því hann var mjög hrærður og lika varð ég hræðrður og kvaddi hann mig með alúðarþakklæti fyrir þessa blessun sem hann lagði yfir mig. Nú fór ég í búð og keypti mér flösku af rommi til að hafa mér til hressingar, því byrðin var orðin svo mikii, nær 40 pund, að ég gat ekkert nesti haft. Nótt á Þyrilsbrún Nú hélt ég af stað þessa löngu leið til baka. Var nú komin jólafasta og var því ekki langt milli birtu og rökkurs. Þegar ég var kominn út úr bænum hélt ég bæn eins og ég ætíð gerði. Ég kom að Mosfelli um kvöld- ið og gisti þar og átti góða nótt. Tók ég bréf af Helgu til móður hennar og bað hún mig að útvega sér fríheitin sín hjá Eggert Briem sýslumanni. Ég fór á stað fyrir dag, því ég vildi hafa sem lengstar dagleiðir og komst að Þrándarstöðum í Brynju- dal og er það löng dagleið. Þar bjuggu heldur ung hjón og var ekki fleira fólk. Ég bað að selja mér mat kvölds og morgun sem fyrr og átti ég þarna góða nótt. Ég fór á fætur fyrir dag og þegar ég er búinn að borða segi ég við bóndann að ég hafi orðið að fara töluvert úr leið til að gista þar og spyr ég hann hvort ekki sé hægt að fá styttri leið yfir á þjóð- veginn, svo ég þurfi ekki að fara þennan krók til baka aftur. Segir bóndi að það megi með því að fara hér nokkuð upp í dalinn og þar yfir fjallið og komi maður þá í endann á Botnsdalnum og verði maður þá að fara ofan í dalinn og alla leið þangað til maður komi að veginum sem liggi upp á heiðina, annað geti mað- ur ekki farið. Það var farið að ljóma af degi og sagði hann að þar sem ég sæi bjarmann ætti ég að fara yfir fjallið og komi maður þá í endann á Botnsdalnum. En þegar ég er kom- inn upp á brúnina og sé ofan í dalinn sýnist mér óbærilegur krókur að fara ofan í dalinn og þangað sem ég kom af heiðinni. En ég sé dal rétt á móti mér, sem mér sýnist liggja út á heiðina og hugsa með mér að þetta sé ekki nema vitleysa að vera að fara ofan dal, hér sé miklu skemmri leið út á heiðina og skuli ég fara hana. Svo fer ég í þennan óþekkta dal. Það var allgott að ganga, þótt nokk- uð væri af nýjum snjó, því hjarn var undir. Hélt ég nú áfram glaður yfir að hafa tekið þetta til bragðs. En þegar ég er búinn að ganga nokkra stund kol- dimmir ailt í einu og skellur á með svo þétta skæðadrífu að ég sá ekkert. Ég skildi ekkert í þessu því veðrið hafði verið ágætt og leit vel út þang- að til þetta allt í einu. Ég sá ekkert til vegar en hélt áfram óhræddur, hélt að mundi birta aftur en það varð ekki. Þegar ég er búinn að ganga lengi kom ég að vatni. Mér þótti þetta undarlegt. Það var svo mikið stór- grýti meðfram þessu vatni að ég átti bágt með að ganga. Samt held ég með því þangað til ég finn að ég er farinn að ganga í kring um það, datt mér þá í hug að þetta væri Hvalvatn, sem ég hafði heyrt að væri nálægt Botnsúlum. Ég hlaut því að vera kominn annað en ég átti að fara. Ég fór nú frá vatninu en það var úr vöndu að ráða því ég sá ekkert fyrir dimmviðrinu og dreif niður fönn. Ég hélt nú áfram lengi að mér fannst og fer að koma bratti á hægri hönd. Ég sé að það dugar ekki að halda svona áfram, ég komi aldrei til byggða með þessu lagi. Svo ég hugsa mér að snúa til sjóar, þóttist vita í hvaða átt hann væri og sný í þá átt og held nú áfram svo vel sem ég get.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.