Tíminn - 17.08.1991, Side 4

Tíminn - 17.08.1991, Side 4
12 HELGIN Laugardagur 17. ágúst 1991 Hin hörkulega fímtn ára áætlun í átt til iðnvæðingar nægði ekki til. Árið 1930 kom Stalin þvi í gegn að samyrkjuvæða 25 milljónir venjulegra bænda í 600.000 þorpum í Rússlandi - ekki á fimm ár- um eða tíu, heldur á einu eða í mesta lagi tveimur árum. Áður en tókst að fá hann til að slaka á klónni hafði þessi tilraun hans kost- að 11 milljónir manna lífið. Þetta var stríðsaðgerð stjórnvalda gegn eigin þegnum sem átti sér ekkert fordæmi. Sex milljónir án atvinnu Árið 1930 skipti líka sköpum fyrir Hitler. Fram að þeim tíma hafði honum tekist að safna að sér fylgi sem síðar átti eftir að verða kjarn- inn í Nasistaflokknum, en honum hafði ekki tekist að ná því fjöldafylgi sem hann þurfti. Gæfan snerist honum í vil þegar kreppan skall á og sex milljónir Þjóðverja urðu at- vinnulausar og þjóðin í miklum vanda. Nú hafði skapast það and- rúmsloft sem var móttækilegt fyrir ofsafengnar árásir Hitlers á kerfið — hægri róttækni, andlýðræðisleg- ur andsósíalismi og andi ofstækis- fullrar þjóðernishyggju vann loks fylgi fjöldans. Ádeilumaðurinn Tuc- holsky afgreiddi Hitler með þessum orðum: „Maðurinn er ekki til. Hann er bara hávaðinn sem hann skapar." En hávaðinn var, samt sem áður, það sem máli skipti. í kosningunum 1928 fékk Hitler 800.000 atkvæði, en árið 1930 voru þau orðin 6,5 milljónir, og hann tvöfaldaði fylgi sitt í kosningunum 1932. Hann var ekki bara einstakur lýð- skrumari. Það sem keppinautar hans flöskuðu á var að hann var líka slægasti stjórnmálamaður Þýska- lands. Eftir að honum mistókst að steypa stjórninni árið 1923 komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri vonlaust verk að komast til valda með byltingu gegn ríkinu, hann yrði að halda sig innan ramma laganna og komast til valda eftir pólitískum leiðum. Hann gæti þá komið á byltingu sinni með aðstoð ríkisvaldsins. Líkt og Stalín græddi Hitler á mis- tökum þeirra sem vanmátu hann. Hinir hægri flokkarnir álitu að þeir gætu neglt hann niður í samsteypu- stjórn þar sem hann yrði kanslari en nasistar hefðu aðeins tvö önnur atkvæði í stjórninni. Von Papen, pólitískur hrossakaupmaður sem gekk frá samningnuum, gerði ein mestu mistök aldarinnar þegar hann fullvissaði félaga sín um að „það er enginn hætta. Við höfum ráðið hann í hlutverk í okkar leik.“ Þeir urðu gjörsamlega ráðvilltir, þegar Hitler var kominn í embætti og er saman blandaðist ofbeldi nas- ista á götunum og taumlaus notkun Hitlers á neyðartilskipunum. Eftir hálft ár höfðu þeir verið reknir og allar hinir stjórnmálaflokkarnir ásamt verkalýðshreyfingunni bann- aðir. Hitler kom lögum í gegnum þingið sem færðu honum alger yfir- ráð og nú var hann kominn í þá að- stöðu að geta hrint áformum sínum í framkvæmd með ríkið á bak við sig. Blekkingameistarinn Magnaður persónuleiki Hitlers greiddi leiðina fyrir „Hitlersgoð- sögnina". Hún var mynduð af al- mennri trú á Hitler sem bjargvætt og studd var af háþróuðum áróðri Goebbels og áróðursráðuneytisins. Hitler tók sig mjög alvarlega og með árangri sem Nietsche hafði einnig séð fyrir. „í öllum miklum blekkingameisturum," skrifaði hann árið 1878, „er merkilegt ferli að verki sem þeir eiga vald sitt að þakka. í blekkingunni sjálfri, með öllum sínum undirbúningi, hræði- legri röddinni, framsögn og lát- bragði, eru þeir undirlagðir trúnni á sjáfa sig. Það er þessi trú sem talar, svo sannfærandi, líkust kraftaverki, til mannfjöldans." Þar sem Stalin skorti hæfileika Hitlers til að halda tryggð stuðn- ingsmanna sinna, reiddi hann sig á óttann. Haft var eftir honum að hann tæki ótta fram yfir sannfær- ingu. „Sannfæringar taka breyting- um, óttinn endist.“ En óttinn er líka tvíeggjað sverð. Hitler leyfði liðs- oddum sínum — Göring, Goebbels, Himmler — að ráða miklu án þess að óttast svik, Stalín gat engum treyst og sá óvini í hverju horni. Svetlana, dóttir hans, skrifaði síðar: „Þegar „staðreyndir" sannfærðu föður minn um að einhver sem hann þekkti vel hefði reynst „illa“ tók hann andlegum hamskiptum. Á því stigi varð allt sem hafði áður gerst að engu. Það var eins og ára- löng vinátta og sameiginleg barátta fyrir sama málstað hefði aldrei verið neitt. „Svo þú hefur svikið mig," hvíslaði einhver djöfull í huga hans. „Ég þekki þig ekki einu sinni leng- ur.“ Stalín þjáðist af innra óöryggi sem skapaði sívaxandi þörf fyrir viður- kenningu. Rót þessa óöryggis virð- Persónleiki Hitlers styrkti trú þjóöarínnar á aö hann væri bjargvættur Þýskalands. Hitler og Stalin neyttu allra bragða til þess að koma áætl- unum sínum fram og tryggja völd sín. Mannslíf voru lítils metin í þeim hild- arleik. Tvær hliðar harðstjórnar ist hafa verið sú gremja sem Hitler fann fyrir í garð annarra í hópnum umhverfis Lenín, svo sem Trotskys og Bukharins, sem höfðu búið er- lendis, voru kunnugir öðrum þjóð- um og töluðu erlend tungumál og voru hagvanir í samræðum um flokksfræðin er léku svo stórt hlut- verk í marxískri pólitík. Stalín reyndi að tileinka sér það síðast- nefnda, gekk jafnvel svo langt að sækja sér kennslu í rökþróunar- kenningum Hegels hjá Jan Stern, heimspekingi sem hann lét hand- taka og skjóta tíu árum síðar. Áróðursvél sett í gang Stalín fékk ekki ósjálfrátt þá frels- araímynd sem Hitler hafði öðlast. Mótleikurinn var áróðursvél sú er hann kom í gang og hóf hálfhikandi að snúast þegar haldið var upp á fimmtugsafmæli hans í desember 1929. Fyrirsagnir í blöðum voru t.d.: Undir viturlegri stjórn hins mikla, ofursnjalla leiðtoga okkar og kennara..." o.s. frv. og Stalín var nú stöðugt lagður að jöfnu við hinn mikla forvera sinn. Ljóðræn hylling í Pravda lýsti yfir að: „Nú er við töl- um um Lenin erum við í reynd að tala um Stalín.“ Stalín vissi fullvel hvernig þessar lofræður voru til orðnar, en neitaði allri ábyrgð á þeim og mótmælti þeim endrum og eins og sagði þær vandræðalegar. Lítillætið, sem Len- ín hafði verið eðlislægt, var hluti af þeirri ímynd sem hann vildi skapa. Undir lok fjórða áratugarins varð hver skóli, verksmiðja og samyrkju- bú að senda heillaóskir á afmælis- degi Stalins. Enginn var undanskil- inn, ef menn mátu líf sitt einhvers. Allir urðu að sanna hollustu sína við opinber tækifæri. Áróðursvélin var komin á óhugnanlegan skrið á sjö- tugsafmæli hans árið 1949 þegar kommúnistaleiðtogar alls staðar að úr heiminum, þar með talinn Mao Tse- tung, sameinuðust í lofsöng um þennan alheimssnilling. Stalín var of vel gefinn til að gleypa þetta hrátt, en hann krafðist — og þarfn- aðist sálfræðilega — þessarar hyll- ingar, eins og zarinn hafði hlotið áður fyrr. Samstæður Það eru greinileg sammerki með aðferðunum sem Hitler og Stalín notuðu til ná völdum: flokksræðið, öryggislögreglan, samblanda áróð- urs og ógnar. Báðir höfðu mikið vantraust á öllum sjálfstæðum at- höfnum einstaklinga og hópa, öll- um athöfnum varð að vera stjórnað af flokknum eða ríkinu. Robert Ley, foringi verkamannafélags nasista sagði að „eina einkaathöfn fólks væri að sofa.“ Það varð þjóðarósiður í báðum ríkjunum að Ijóstra upp um ná- granna sína og samstarfsmanna og stjórnin náði til hugsana manna ekki síður en athafna. Blöð, útvarp og kvikmyndir voru undir ná- kvæmu eftirliti og listum og bók- menntum var ætlað að styðja stjórnarfyrirkomulagið. Hitler og Stalín sýndu sömu andúð gagnvart allri tilraunastarfsemi í þeim efn- um, svo sem nýbylgjunni í listum sem blómstraði í Sovét- Rússlandi og Weimar-Þýskalandi á þriðja ára- tugnum. Hitler fordæmdi Kultur Bolshewismus, Stalín réðst gegn „formstefnu" og „borgaralegri ein- staklingshyggju“. Þýskalands nasismans bar þó eng- in merki ósveigjanlegrar heildar- uppbyggingar. Hitler var jafnmikið á móti skrifræði og hann var á móti lýðræði. Þegar hann var útnefndur „hinn mikli leiðtogi þýska ríkisins" 1934 samþykktu lögfræðingar stjórnvalda að völd hans byggðust ekki einungis á stöðu hans, heldur einstæðum hæfileikum hans sem persónu. Leiðtoginn Adolf Hitler kom í stað ópersónulegra stjórn- valda. Þegar Hitler hafði komið sér í þessa aðstöðu var hann ákveðinn í að ríkið skyldi ekki verða stofnana- vætt. Hann kom í veg fyrir áform um að semja nýja stjórnarskrá. Hann kaus að halda hinni gömlu ásamt ríkjandi lögum, sem hann braut og breytti að vild með neyðar- ráðstöfunum. En um leið kom hann á fót kontórum sem voru algerlega undir hans stjórn og voru reknir af mönnum sem hann vissi að létu sig reglur og viðtekna starfshætti engu skipta. Hann leyfði Himmler og Reinhard Heinrich hershöfðingja að hafa sína hentisemi og innlima Ge- stapo og sakamálalögregluna í SS- veldi sitt. Hann útnefndi Göring forsvarsmann fjögurra ára áætlun- arinnar um að búa fjárhag ríkisins undir styrjöld. Hann studdi Fritz Todt, (sem stóð fyrir Todt áætlun- inni er hófst á byggingu þýsku hrað- brautanna) í embætti yfirmanns hergagnaframleiðslunar. Arkitekt Hitlers, Albert Speer, settist í þá stöðu að Todt látnum. Þannig myndaðist stjórnkerfi utan hins al- menna stjórnkerfis sem var alveg á valdi Hitlers og til urðu lög sem giltu jafnhliða þeim sem ríktu inn- an hins hefðbundna og opinbera kerfis. Hitler gerði ekki minnstu tilraun til að draga úr þeirri ringulreið sem þetta skapaði eða til að leysa þær heiftúðugu deilur sem tóku upp mikinn tíma æðstu manna nasista- flokksins. Hann hafði engan áhuga á stjórnsýslu og hélt sig því frá henni. Hann leit á sjálfan sig sem upphafinn Ieiðtoga hvers hlutverk væri að móta hugarfar þjóðarinnar og sýna henni fram á mikilleik sinn. Ekki mátti falla blettur á foringja- ímyndina með því að blanda sér í stjórnunardeilur eða taka umdeild- ar ákvarðanir sem yfirleitt teljast til daglegra starfa ríkisstjórna. Þetta gaf honum frjálsar hendur til að einbeita sér að utanríkismálum og undirbúningi fyrir stríð án þess þó að afsala sér rétti til að blanda sér í öll mál sem vöktu á einhvern hátt áhuga hans. Vald hans var persónu- legt og gerræðislegt. Árið 1939 gilti þetta um Stalin engu síður en Hitler, þó svo að að- ferðir þeirra væru ólíkar og þeir hefðu komist til valda eftir mis- munandi leiðum. Báðir byrjuðu ár- ið 1934 með fjöldamorðum. Það voru enn margir innan Nas- istahreyfmgarinnar sem vildu sjá hina póiitísku byltingu Hitlers frá því 1933 teygja sig yfir í þjóðfélags- og efnahagskerfið, brjóta upp stóru samsteypurnar og útvega atvinnu og þá reisn sem nasistarnir höfðu sóst eftir. Krafan um nýja byltingu var háværust með SA, „brúnstakk- anna“, í þeim geira nasistaflokksins sem var hálfgerður her, en þeim hafði verið gefið laus taumurinn til að fremja ofbeldisverk á götum úti eftir að flokkurinn komst formlega til valda. Draumur stjórnanda þeirra, Röhm, fyrrverandi majórs, var að koma mönnum úr SA í flest- ar yfirmannastöður innan þýska hersins. Hitler var alveg ákveðinn í að önn- ur bylting yrði framkvæmd, en ekki með marxiskum formerkjum þar stétt væri att gegn stétt, heídur með því að sameina þjóðina í að fram- kvæma draum hans um hreint ger- manskt stórveldi í Rússlandi. Þessi Seinnl hluti greinar eftir Alan Bullock

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.