Tíminn - 17.08.1991, Side 5

Tíminn - 17.08.1991, Side 5
Laugardagur 17. ágúst 1991 áætlun krafðist samvinnu hersins og mikils átaks við að endurvopna Þýskaland. Á fyrsta fundi sam- steypustjórnarinnar árið 1933 lýsti hann því yfir að það væri algert for- gangsverkefni næstu fimm ár að gera þýsku þjóðinni kleift að bera vopn að nýju. Allt, þar á meðal kröf- ur SA-manna, skyldi víkja fyrir þessu markmiði. Þegar Röhm neit- aði að láta undan skipaði Hitler svo fyrir að hann yrði skotinn ásamt öðrum yfirmönnum SA í júní 1934. Herforingjarnir og íhaldssamir vinir þeirra, álitu þessar aðgerðir merki þess að Hitler væri farinn að róast. En þeir fögnuðu of snemma. Áður en fimm ár voru liðin hafði Hitler komið áætlunum sínum það langt áleiðis að hann áræddi að taka næsta skref og taka meiri áhættu. Hann taldi ekki lengur þörf á sam- vinnunni við gömlu valdamennina sem hann hafði viðhaldið frá 1934. Veturinn 1937-38 skipaði hann Göring í starf fjármálastjóra í stað Hjalmars Schacht, Joachim von Ribbentrop í utanríkisráðuneytið í stað Konstantins von Neurath og sjálfan sig sem yfirmann hersins í stað Werners von Blomberg hers- höfðingja. Innlimun Austurríkis í mars 1938 markaði upphaf nýrrar og árásargjarnari utanríkistefnu og í kjölfarið kom svo sundurlimun Tékkóslóvakíu, sáttmáli nasista og sovétmanna og innrásin í Pólland 1939. Morðið á Kirov Bylting Stalíns var hið efnahags- lega og þjóðfélagslega umrót á ár- unum 1929 til 1933 sem lagði grunninn að iðnvæðingu Sovétríkj- anna en veitti landbúnaðinum högg sem hann hefur aldrei náð sér eftir. Mannlegu fórnirnar voru skelfilegar og margir innan kommúnista- flokksins — þar á meðal Sergei Kirov, flokksleiðtoginn í Leningrad sem almennt var talinn líklegasti arftaki Stalins — töldu að nú skyldi koma tímabil slökunar og sátta. Stalin var andsnúinn öllum slíkum hugmyndum. Árangurslaus tilraun til að telja honum hughvarf og jafn- vel til að ýta honum úr stöðu aðal- ritara upp í einhverja hærri urðu til þess að fjandskapur myndaðist milli hans og meirihluta flokksstjórnar- innar. Þó svo að til opinbers klofn- ings kæmi ekki varð tortryggni Sta- lins að bjargfastri ákvörðun um að tortíma þeim sem hann taldi óvini sína. Morðið á Kirov þann 1. desember 1934 var síðar talið hafa verið vendipunkturinn. Hitler hafði opin- berlega tilkynnt að hann hefði fyrir- skipað aftöku Röhms og tekið sér hlutverk æðsta dómara þýsku þjóð- arinnar, en Stalín leyndi íhlutun sinni og fyrirskipaði opinbera útför Kirovs og var fremstur í flokki syrgjenda við útförina. Morðið á Kirov var gert að fyrstu vísbendingu er leiddi til þeirrar „uppgötvunar" öryggislögreglunn- ar (NKVD) að feiknalegt samsæri væri í gangi. Hefðu sumir æðstu meðlimir kommúnistaflokksins, miðstjórnin, herinn, ríkisrekni iðn- aðurinn og menntamennirnir hefðu tekið höndum saman við er- lendar ríkisstjórnir um að steypa sovéska ríkinu. Ákærumar sem settar voru fram voru oft á tíðum af- káralegum og engin sönnun fyrir slíku samsæri kom nokkru sinni fram. Dómar voru byggðir á sönn- unum sem NKVD-menn fjöldafram- leiddu og kölluðu smásögur sín á milli. Menn sem höfðu helgað líf sitt uppbyggingu sovéska ríkisins voru neyddir til að undirskrifa þess- ar játningar með pyndingum, kúg- unum eða fölskum loforðum áður en þeir voru teknir af lífi eða sendir í þrælabúðir í Síberíu. Skipun um aftöku 3176 manna sama dag Þó svo að Stalín hafi gætt þess að halda sig baksviðs hefur hlutdeild hans í þessu síðar verið viðurkennd í Sovétríkjunum. Vitað er að hann undirritaði fyrirskipanir um aftöku 40.000 manna. Á einum degi, 12. desember 1938, staðfestu Stalín og Molotov aftöku 3.167 manna. Tor- tryggni Stalíns var orðin að slíkri þráhyggju að hann var reiðubúinn til að veikja varnir Sovétrfkjanna með því hreinlega að þurrka út alla yfirstjóm hersins fremur en að eiga á hættu að þeir sætu á svikráðum sem aldrei höfðu verið sönnuð. Skelfingarbylgja reið yfir landið. Kvótum fyrir handtökur og aftökur var dreift um allt land og flokksfor- mönnum gert að framkvæma þær í samvinnu við NKVD. Tvisvar sinn- um hreinsaði Stalin sjálfur til innan NKVD og bitnaði það ekki síst á yfir- mönnum öryggislögreglunnar. Ein áætlun, sem kann að vera of lág, gerir ráð fyrir að á árunum 1937- 1938 hafi 8 milljónir manna verið handteknar og að á sama tíma hafi ein milljón verið líflátin og tvær milljónir dáið í fangabúðum. Það þrætir enginn fyrir að ofsókn- arbrjálæði Stalins hafi verið algert, en eitt af einkennum ofsóknarbrjál- aðra manna er að þeir halda óbrjál- aðri hugsun á öðmm sviðum Það mun svo sannarlega erfitt að finna einhvern sem var í návist Stalíns á árunum 1936 til 1939 og er tilbúinn til að halda því fram að hann hafi verið geðveikur. Jafnvel þegar spennan og óttinn í Moskvu voru orðin nánast óbærileg og enginn var óhultur, virtist hann hafa full- komna stjórn á æði sínu og athöfn- um. Sálfræðilegar þarfír Reyndar fóm sálfræðilegar og stjórnmálalegar þarfir Stalíns sam- an. Hann trúði því að ef eitthvað yrði létt á þeim þrýstingi sem nauð- synlegur hafði verið til að knýja byltingu hans í gegn yrði það til þess að hann ætti á hættu að glata öllu sem áunnist hafði. Hann taldi að rót þeirrar gagnrýni sem fram hafði komið væri að finna í stjórn flokksins og umræðum innan hans sem vom leifar frá stjórnartíð Len- íns. Þetta gaf ástæðu til að uppræta það sem eftir var af flokki Leníns, mennina sem hann áleit að hefðu aldrei viðurkennt hann sem arftaka byltingarfrömuðarins. Þeim hafði láðst að gera sér það ljóst að þetta var ekki lengur flokkur Leníns og að Stalín leit ekki á sig sem fremst- an meðal jafningja — hann áleit að um jafningja sína væri alls ekki að ræða. Menn þessir vom bugaðir með linnulausum ofsóknum og undirritaðar játningar þeirra full- nægðu þörf Stalíns fyrir viðurkenn- ingu á því að þeir hefðu haft á röngu að standa og að hann sjálfur hefði haft rétt fyrir sér. Hinn viðurkenndi Foringi Hitler hafði enga þörf á að dylja stöðu sína en slíkt var enn nauðsynlegt fyrir Stalín, ekki síst vegna ákveðinnar andstöðu erlendis. Þó að áhangend- ur hans gerðu sífellt meira úr hon- um sem ofurmannlegum leiðtoga hafði þessi arftaki Péturs mikla ekki formlega stöðu sem leiðtogi ríkis eða ríkisstjórnar. Hann hafði ekki merkilegra embætti en að heita að- alritari flokks sem hann hafði skor- ið niður við trog um 10% Opinber- lega vom allar mikilvægar ákvarð- anir teknar af hæstu stjórnvöldum Sovétríkjanna, en allir innbúðar- menn þar vissu að ákvörðunin var ávallt Stalíns. Vald Stalíns var eins og vald Hitl- ers, persónulegt og gerræðislegt. Mistökin em að gera ráð fyrir að Hitler og Stalín hafi ákveðið allt — það er útilokað í stóru nútímaríki. Það sem meint er með persónulegu valdi er að þeir réðu því sem þeir vildu ráða, að afskipti þeirra vom ófyrirsjáanleg og það var engin samkeppni eða andstaða við völd þeirra. Skýrasta dæmi þar um er ákvörð- un er þeir tóku sameiginlega, þýsk- sovéski sáttmálinn og leynilega klásúlan um skiptingu Austur-Evr- ópu. Enginn nema Hitler og Stalín hefðu getað tekið ákvörðun um að umsnúa fyrirvaralaust því hlutverki sem þeir höfðu leikið opinberlega fram til þess tíma— Hitler sem HELGIN 13 varðengill Evrópu gegn kommún- ismanum og Stalin sem leiðtogi krossfararinnar gegn fasismanum. Frá því í maí 1939 og fram í ágúst sama ár fóm fram leynilegar við- ræður um möguleika á samningum án þess að endaleg ákvörðun væri tekin. Það vom bréfaskipti sem leystu málið: Hitler skrifaði Stalín og tjáði honum að leynilega klásúl- an sem Stalín óskaði eftir, að skipta yfirráðum í Austur-Evrópu á milli þeirra, gæti strax gengið í gegn ef utanríkisráðherra hans, von Ribb- entrop, fengi að koma til Moskvu. Stalín svaraði að „sovéska ríkis- stjómin hefur veitt mér heimild til að tilkynna yður að hún samþykkir komu von Ribbentrops." Bréf Hitl- ers var sent þann 21. ágúst, Stalín svaraði 22. og von Ribbentrop kom til Moskvu þann 23. Samningurinn og klásúlan um fjórðu skiptingu Póllands var undirritaður sama kvöld, án þess að einu skoti hefði verið hleypt af. Hann var undra- verðasta diplómatiska ákvörðunin sem tekin hefur verið á þessari öld. Vitanlega sagði Hitler við hers- höfðingja sína að þetta væri allt honum að þakka og pólitískum hæfileikum hans. Stalín hefði getað sagt nákvæmlega það sama. BÆNDUR PZ HEYVINNUVÉLAR í HÁNA Fengum aukasendingu af hinum margreyndu PZ stjörnumúga- vélum á sérstöku SÍÐSUMARSVERÐI PZ Andex 331. Vinnslubr. 3,30 m. Kr. 134.000,- án vask. PZ-Andex 381. Vinnslubr. 3,80 m. Kr. 163.000,- án vask. PZ-CZ 340. Vinnslubr. 3,30 m. Kr. 161.000,- án vask. PZ-CZ 450. Vinnslubr. 4,50 m. Kr. 231.000,- án vask. Notið þetta einstaka tækifæri Aðeins er um fáar vélar að ræða af hverri gerð 77/ afgreiöslu strax HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-670000

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.