Tíminn - 17.08.1991, Síða 12

Tíminn - 17.08.1991, Síða 12
20 HELGIN Laugardagur 17. ágúst 1991 FLUGMÁLASTJÓRN Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkurflugvelli Útboð — jarðvinna Flugmálastjóm óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti vegna nýrrar flugstjórnarmiðstöðvar í Reykjavík. Helstu magntölur: Gröftur 18.000 rúmmetrar Fylling 16.000 rúmmetrar Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, frá og með miðvikudeg- inum 21. ágúst 1991 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26, Reykjavík, mánudaginn 2. september að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flugmálastjórn Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru lóðir við Smárarima, Stararima og Viðar- rima í Rimahverfi fyrir 126 einbýlishús, þar af 26 með aukaíbúðum, og 6 keðjuhúsalóðir með samtals 32 íbúð- um. Gert er ráð fyrir að hluti lóðanna verði byggingarhæfur í nóvember og desember 1991, en aðrar síðari hluta árs 1992. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þarfást einnig afhent umsóknareyðublöð, skipulagsskilmálar og upp- drættir. Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með föstudeginum 23. ágúst nk. á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðn- um 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir van- goldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1991, skv. 98. gr. laga nr. 75/1981, sbr. lög nr. 68/1962 og 109 gr. lagaa nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreidd- an tekjuskatt, eignarskattur, útflutningsráðsgjald, slysatryggingagjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðs- gjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðu- gjald, iðnlánasjóðsgjald og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunarhúsn., slysatrygginga- gjald v. heimilisstarfa, sérstakur eignarskattur, gjald I framkvæmdasjóð aldraðra og ógreidd staðgreiðsla. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers konar gjald- hækkana og til skatta sem innheimta ber skv. Norður- landasamningi sbr. lög nr. 46/1990 og auglýsingu nr. 16/1990. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavík, 16. ágúst 1991 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Dráttarvél til sölu Zetor 70 ha 6911, árgerð 1981, með festingu fyrir ámoksturstæki og tvívirkum rofa. Keyrð 2840 vinnu- stundir. Upplýsingar í síma 98- 74639. „Hannibal mannæta" að iðju sinni. Skrímsli þetta er að öðru leyti heillandi og djúpvitur maður! Eftirsóknin í „raunsæjan" óhugnað, sem þó er færður í ósannan búning, er orðin að verulegu áhyggjuefni: Er verið að gera fjöldamorðingja að elskulegum þrjótum? Það er ekki að verða neinn leikur að forðast fjöldamorð og annan ámóta óhugnað. Nú síðast er það myndin „Þögn lambanna", sem slegið hefur eftirminnilega í gegn og hún bauð upp á tvo (jöldamorðingja — dr. Hannibal Lechter, djöfulóðan snilling sem drepur fólk og étur og undirförul- an einfeldning sem slátrar fólki og notar húðina af því til sauma. í kjölfar þessarar myndar er nú komin mynd- in „Henry: saga fjöldamorðingja", óhugnanlega raunsæ. Hið kvíðvænlega við svona fram- leiðslu er það að hún byggir á fyrir- bæri úr raunveruleikanum sem er óhugnanlega algengt í Ameríku og fyrirfinnst auðvitað miklu víðar. Kvik- myndin Henry og ýmsar fleiri byggja á staðreyndum og svo er um sögu Thomas Harris ,T>ögn lambanna" - - hún er ekki einvörðungu byggð á hugmyndafluginu. En atburðimir eru gjama færðir í stílinn á þann hátt sem síst skyidi. Lít- um til dæmis á hlutverk Anthony Hopkins í „Þögn lambanna". Af ásettu ráði er Lechter gerður mögnuð og á sinn hátt heillandi persóna. Nýlegt viðtal við Hopkins í tímariti undir fyr- irsögninni „Mér væri ánægja að éta yður“, er dæmi um ógagnrýna afstöðu kvikmyndaáhorfenda. Þar er dregin upp mynd af skrímslinu Lechter sem öll hnígur að því að gera hann að „and-hetju“ okkar tíma. Nýjar goð- sagnir em þanning í deiglunni. Hannibal mannæta, hinn djúpvitri földamorðingi mun skipa sess í kvik- myndasögunni við hliðina á Freddie, annarri fáránlegri „and- hetju“ úr slátmnarmyndum Holiywoodiðnað- arins. Freddie var fyrsti fjöldamorð- inginn sem notaður var sem efni í kvikmynd til þess að skemmta æsku- lýðnum á Vesturlöndum. Hrottaskapur En raunvemleikinn er ekki jafh- skemmtilegur. Fjöldamorðingjar myrða ókunnugt fólk út og suður og verða morðin þeim táknræn athöfn. Morðin einkennast oft af hrottaskap, nauðgunum, pyndingum og limlest- ingum. Liftiaðarhættir morðingjanna að frátöldum glæpaverkum þeirra em hinir afkáralegustu. Fáum er gefið það andríki og sú greind, sem finna má í skáldsögunum. Þeir nást ekki aðeins vegna þess hve erfitt er að hafa uppi á glæpamönnum sem bera niður á svo stómm svæðum. Henry Lee Lucas, sem fjallað er um í myndinni um fjöldamorðingjann Henry, var auðnuleysingi og smá- glæpamaður. Hann er nú á dauðadeild í fangelsi í Texas og hefur hann sagst hafa myrt 360 manns á flækingi sín- um um Ameríku. Ted Bundy, en um hann hefúr verið gerð sjónvarpskvik- mynd, er talinn hafa nauðgað og drep- ið tugi ungra kvenna í Seattle, Utah og Flórída. Ed Gein, en hann var hafður að fyrirmynd í kvikmynd Hitchcocks, „Psycho“, drap fimmtán manns á ár- unum eftir 1950. Hann fláði fólkið og bjó til lampaskerma og stóláklæði úr húðinni. í Bandaríkjunum vom framin meira en 20.000 morð árið 1987. Hlutfallið er 8,3 í samfélagi eitt hundrað þúsund manna. Til samanburðar má nefha að í Bretlandi er hlutfallið 1 í jafnstóm samfélagi. Skýrsiur FBI segja að meirihluti morðanna hafi verið fram- inn þannig að ókunnur drap ókunn- an, en ekki er vitað hve oft fjöldamorð- ingjar vom að verki. Hnignun „enska morðsins“ Athyglivert er að árið 1946 skrifeði George Orwell fræga ritgerð um hnignun „enska morðsins". Astæðuna kvað hann vera ópersónulegt and- rúmsloft danshúsanna og þau innan- tómu gildi sem haldið væri fram í am- erísku kvikmyndunum. Hann lofaði hið „virðulega tímabil morðsins" í Englandi, sem hann taldi vera tíma- bilið frá 1850-1925. Hann harmaði endlok gömlu góðu eiturmorðanna í heimahúsum, sem endurspegluðu gróna þjóðfélagshætti. En þótt allt væri kyrrt á yfiborðinu loguðu þó heitar ástríður undir niðri, sem meira að segja gátu stundum leitt til morðs. Á dögum Orwells vom það aðeins stuttar fréttamyndir á undan sýning- um í kvikmyndahúsum sem kynntu áhorfendur fyrir frægum morðingj- um. Nú verða meira að segja virðuleg- ustu dagblöðin í Englandi að gera þessu efni skil til þess að friða þá mörgu sem smjatta vilja á slíku. Þau grípa gjama tii safaríkra lýsinga, eins og sunnudagsblað Guardians sem fyr- ir skömmu birti frasögn af morðingja í heimavistarskóla í Flórída er drap fjórar ungar konur. Vom þama mynd- ir af afskræmdum líkum fómarlamb- anna og lýsingar þeirra er fúndu þau. Blaðamaðurinn segir að morðinginn hafi haft „ógnþmngið skopskyn" og „veikleika fyrir dökkhærðum, lagleg- um stúdínum." Við eitt tækifæri kom hann upp speglum á morðstaðnum svo þeir er fýndu fólkið myndu sjá af- skorin höfðuð þess ásamt eigin spegil- mynd. Þetta heföi sómt sér í „drauga- húsi í skemmtigarði", bætir hann við. Hann getur um annan fjöidamorð- inga, Bundy, er hafði svipaðar aðferðir og segir hann hafa verið þann „greind- asta og mest aðlaðandi" af fjöldamorð- ingjum. Hann er svo gagntekinn af kvikmyndatískunni að hann segir um eitt fómarlambanna: „Ungfrú Grace svarar fullkomlega til fómarlambs í hryllingsmynd." En hryllingurinn er satt að segja of nærri raunveruleikanum sjálfum. Það sem fram kemur í skrifum blaða- mannsins er aðeins það að honum hefur ekki tekist að lifa sig inn í and- styggð verknaðarins sem hann lýsir og sársaukann og þjáninguna er hlýt- ur að hafa fylgt Það er einmitt þetta sem er svo uggvænlegt í nútíma þjóð- félagsþróun, þegar ftöldamorðingjar verða að goðsagnakenndum verum. En vitanlega eru slíkar athafnir lítt skiljanlegar heilbrigðu fólki og þján- ingamar getur enginn lifað upp til fulis í ímyndun sinni. Það er líka for- sendan fýrir morðdýrkunaröldinni í amerískum kvikmyndum, sem aldrei hefur verið meiri. En menn verða að fylgjast með því sem fram fer opnum augum og gera sér grein fyrir grimmdinni, svo þeir ekki geri of lítið úr þjáningunum. Haldi menn áfram að blekkja sjálfa sig er hætta á að myndunum takist ekki aðeins að líkja eftir staðreyndunum, heldur muni þær hvetja til að eftirlíkingamar snú- ist upp í staðreyndir. Ekki skal því haidið fram að fjölmiðl- ar eða skáldskapur sé undirrótin að því að fjöldamorð eru framin. En alit hefur þetta mótandi áhrif og sú hætta er fyrir hendi að það hvetji geðsjúkar persónur til athafha. En ekki leikur vafi á að mikið af þeim óhugnaðarbókmenntum og kvikmyndum sem framleiddar em f Bandaríkjunum menga þjóðfélögin. Þær endurspegla þjóðfélag þar sem of- beldið og skeytingarleysið um líf ann- arra er slíkt að ekki finnst annað eins meðal þjóða er heita eiga siðaðar. Rétt eins og farið er að beijast gegn meng- un umhverfisins virðist mál komið til að berjast gegn menguninni í mann- lífinu sjálfu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.