Tíminn - 21.08.1991, Page 1

Tíminn - 21.08.1991, Page 1
Svikasamsæri landráðamanna Búist var við árás hersveita sovésku valdaræningjanna á þinghús Rússlands í gærkvöldi og nótt. Boris Jeltsin býður þeim birginn og segir valdaránið vera: Atburðir gerðust hratt í Sovétríkjunum í gær og þegar blaðið fór í prentun var jafnvel búist við árás þess hluta Rauða hersins sem hliðhollur er valdaræningjunum á þinghús Rússlands í Moskvu, þar sem Boris Jeltsin, stuðningsmenn hans og hersveitir hafa búið um sig. Almenning- ur í Moskvu hafði þá hópast umhverfis þinghús- ið því til varnar og götuvígi höfðu verið reist. Ekkert hafði enn heyrst um hver væru afdrif Gor- batsjovs forseta Sovétríkjanna, en búist við því að hann væri í haldi valdaræningjanna suður á Krímskaga. Forsetar flestra stærstu lýðvelda Sovétríkjanna lýstu í gær yfir andstöðu sinni við „neyðarráð" valdaræningjanna og stuðningi við Jeltsin og baráttu hans við að steypa þeim úr stólunum og setja Gorbatsjov og stjórn hans aftur í embætti. Valdaránshópurinn er talinn hafa gert reginmistök að byrja ekki aðgerðir sín- ar á mánudagmorgun sl. á því að taka Jeltsin úr umferð. • Blaðsíða 4 og 5 Risafley Athygli vegfarenda í miöbæ Reykjavíkur beinist nú að gríö- arstóru skemmtiferðaskipi sem liggur í Sundahöfn. Þaö er svo stórt aö ber viö hærri hús á þessum slóðum. Skipið heitir „The Royal Viking Sun“ og er gert út af Norðmönnum en skráö á Bahamaeyjum. Hin konunglega víkingasól, sem hér er í annað sinn í sumar, dvelur hér skamma hríö. Tímamynd: Aml Bjama - ^~~~.7KTrrrr~.7z~— ----—■ —- m- Atvinnuleysinu út- rýmt í Rangárþingi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.