Tíminn - 21.08.1991, Side 2

Tíminn - 21.08.1991, Side 2
2 Tíminn Miðvikudagur21. ágúst 1991 Frá vinnslu í verksmiðju Fínullar. Beðið niðurstöðu Framkvæmdasjóðs: FRAMTÍÐ FÍNULLAR HF. RÆÐST í DAG Framtíð Fínullar hf. ræðst í dag. Unnið hefur verið að endurskipu- lagningu og nýtt hlutafé er á leið inn í íyrirtækið. Það sem ræður úrslitum um framtíð þess er meðferð stjórnar Framkvæmdasjóðs á skuldum fyrirtækisins viö hann. Stjórnin fundar einmitt í dag og þá er einnig framhaldsaðalfundur Fínullar hf. Þing Sambands ungra sjálfstæðismanna: Innheimtur verði auðlindaskattur af sjávarútveginum Að sögn Bjarna Einarssonar, stjórnarformanns Fínullar hf., er brýnt að málum verði komið á hreint hið fyrsta. Pantanir streyma Hagsýsla ríkisins sendi dómsmála- ráðuneytinu í júlí sl., samkvæmt beiðni, tillögur um það hvemig heppilegast væri að skipa umsjón og framkvæmd ökuprófa og öku- kennslu til frambúðar. Meðal ann- ars var lagt til að umsjón, þróun og dagleg framkvæmd málaflokksins verði í höndum Umferðarráðs og ökukennslan falli inn í starfsemi þess. Sigurður Helgason, upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs, segir í sam- tali við Tímann að það sé verið að færa yfirstjórn ökukennslu og öku- kennslumála yfir til Umferðarráðs. tiann segir að starfið sé á byrjunar- stigi, en í raun og veru hafi undan- farin ár vantað ákveðinn aðila sem var með yfirsýn yfir allan mála- flokkinn. Sigurður segist aðspurður reikna með því að Umferðarráð taki við ökukennslunni á næsta hálfa ári. Það hefur dregist árum saman að eitthvað væri gert í þessum málum. inn og ekki seinna vænna að setja starfsemina í fullan gang. Það verð- ur enda gert ef niðurstaða stjórnar Framkvæmdasjóðs verður jákvæð. Hann segist hafa heyrt að nú eigi hins vegar að taka á málinu af tölu- verðum myndarskap. Ökukennarar gagnrýndu á dögun- um þá tillögu Hagsýslu ríkisins að, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, verði möguleikar þeirra sem eldri eru, einkum foreldra og for- ráðamanna, til að annast ökuþjálf- un ökunema, auknir. Sigurður telur þetta ekki vera aðalmálið núna, að- alatriðið er að ná tökum á öku- kennslunni í heild. Síðan er mögu- leiki á að huga að því hvort taka eigi foreldra inn í ökuþjálfunina. Sig- urður telur að slík kennsla geti tæp- ast komið í stað kennslu ökukenn- ara, ef af yrði væri um hreina viðbót að ræða. í nokkrum löndum er það t.d. þannig að ungir ökumenn mega ekki aka fyrstu mánuðina eða jafn- vel fyrsta árið, án þess að hafa ein- hvern ábyrgan með. Þar með er ver- ið að draga úr þessari spennu sem fylgir því að setjast einn undir stýri. Halldór Jónsson ökukennari segir Bjami segist þá líka bjartsýnn á framtíð Fínullar. Samkvæmt ýms- um áætlunum sem gerðar hafa verið á væntanlegum rekstri hennar, út frá ýmsum forsendum, ætti hann að geta orðið góður, ef niðurstaða Framkvæmdasjóðs verður jákvæð. Annars verður Fínull hf. gjald- þrota. að ökukennslan hafi verið allt of handahófskennd á undanförnum árum. Hann segir að fljótlega sé von á nýrri reglugerð varðandi öku- kennsluna. Hann segist hafa á sín- um tíma lesið drögin að þessari reglugerð. Þar gleymdist t.d. alveg að setja inn í drögin verksvið próf- dómara. Hann bendir á að það sé af- ar mikilvægt að samræmdar séu kröfur sem gerðar eru til kennara og prófdómara. Það er útilokað að samræma ökukennsluna nema að kröfurnar ofan frá breytist. Halldór kveðst hafa kynnt sér ökukennslu í Danmörku á síðast- liðnu ári og hann þekkir auk þess vel til þeirra mála í Noregi og Sví- þjóð. Það eru nokkur ár síðan Danir breyttu tilhögun ökukennslu í Dan- mörku. Nú er metnaður ökuskól- anna þar í landi sá að hafa fallpró- sentuna sem hæsta og það eru þá taldir bestu skólarnir, þar sem þeir gera strangari kröfur til nemenda. 31. þing ungra sjálfstæðismanna var haldið um helgina. Það sóttu á þriðja hundrað manns. Davíð Stefánsson var endurkjörinn formaður. Á þing- inu var samþykkt almenn stjóm- málaályktun og sérstakar ályktanir um einstaka málaflokka. Hæst ber ályktun um að heimta beri auðlinda- skatt af fyrirtækjum í sjávarútvegi, ályktun um að taka skuli upp skóla- gjöld, ályktun um að færa skuli Lánasjóð íslenskra námsmanna í bankakerfið, og tillaga um umsókn um aðild að Evrópubandalaginu var feUd naumlega. í stjómmálaályktun SUS segir m.a.: „Ungir sjálfstæðismenn fagna falli kommúnismans í Mið- og Austur- Evrópu. Hmn alræðiskerfisins hefur breytt heimsmyndinni. Ríkisafskipti og miðstýring hafa endanlega afsann- að ágæti sitt. Möguleikar á meiri samskiptum þjóða og friðsamlegri sambúð em miklir. Engu að síður hvetja ungir sjálfstæðismenn íslensk stjómvöld til að halda vöku sinni og fórna ekki vamarhagsmunum lands- ins í fljótræði. Atlantshafsbandalagið gegndi stóm hlutverki í falli alræðis- ins. Samstaða Vesturlanda var aflið sem felldi járntjaldið. Nýrrar ríkisstjómar bíður erfitt verkefni. Viðskilnaður vinstri stjóm- ar Steingríms Hermannssonar er með ólíkindum í ljósi yfirlýsinga ráð- herra hennar fyrir síðustu kosningar. Tugmilljarða uppsafnaður halli er á ríkissjóði. Heilir atvinnuvegir em nánast gjaldþrota án þess að nokkuð hafi verið að gert til að taka á vanda þeirra annað en dæla fé úr sameigin- legum sjóðum í endalausan taprekst- ur. Fyrstu aðgerðir rikisstjómar Dav- íðs Oddssonar hljóta að taka mið af köldum raunveruleikanum og því ófremdarástandi, sem hún tók við.“ Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atkvæðisréttur verði jafti og þingmönnum verði fækkað. Að halli á rekstri ríkissjóðs verði réttur af með niðurskurði og einkavæðingu Það þarf einmitt að breyta kröfun- um til próftakanna hérlendis. Þá hljóta ökukennarar að fara að miða starf sitt, ökukennsluna, við þær kröfur sem gerðar eru til próftaka. Þá kemur það af sjálfu sér að nauð- synlegt er að bæta og auka kennsl- una, annars þýðir ekkert að senda nemendur í próf. Slík samræming þarf að koma að ofan, þ.e. í skýrri reglugerð sem er þá vinnuplaggið sem ökukennarar og prófdómarar fara eftir, segir Halldór að lokum. Sigurður segir það gamlan draum Umferðarráðs að fá æfingarsvæði fyrir ökunema. Hann segir það geysilega mikilvægt að ökunemar kynnist sem fjölbreytilegustum akstursaðstæðum í ökunáminu. Hann trúir því og vonar að það líði ekki mörg misseri þar til að það verði fastur liður í ökukennslu hér- lendis að fara á slíkt svæði. Ef slíkt æfingarsvæði skilaði sér í 2% fækk- un slysa í umferðinni, þá væri það orðið arðbært á hálfu ári. -js og að skattar verði jafnframt lækkað- ir. Þeir vilja tengja íslensku krónuna við ECU til að stuðla að trúverðugri fastgengisstefnu. Að rfldsútvarpinu verði breytt í almenningshlutafélag og það selt. Að Byggðastofnun reki ráðgjafarþjónustu en veiti ekki lán eða styrki. Þá telja ungir sjálfstæðis- menn augljóst að hagræða megi í heilbrigðisþjónustunni og eðlilegt sé að sjúklingar greiði sjálfir vissan kostnað af uppihaldi. Ungir sjálfstæð- ismenn telja að hófleg skólagjöld í framhaldsskólum og háskólum auki kröfur námsmanna til þeirrar þjón- ustu sem þar er veitt. Ungir sjálfstæð- ismenn vilja að Lánasjóður íslenskra námsmanna verði fluttur í banka- kerfið. í ályktun um sjávarútvegsmál, sem vekur athygli og nokkrar deilur urðu um á þinginu, segir: ,JVleð úthlutun veiðiheimilda er verið að veita að- gang að takmarkaðri auðlind. Telur Samband ungra sjálfstæðismanna eðlilegt að innheimt verði hlunn- indagjald sem látið verði standa straum af kostnaði við þá þjónustu sem sjávarútvegurinn notar, s.s. rekstri Hafrannsóknastofnunar." Tillaga um að ísland ætti að sækja um aðild að Evrópubandalaginu var felld naumlega. í staðinn var eftirfar- andi samþykkt: „Ungir sjálfstæðis- menn telja að reyna beri til þrautar að ná samkomulagi EB og EFTA um Evrópskt efnahagssvæði. Fari þær út um þúfur telja ungir sjálfstæðismenn að leita beri hófanna um tvíhliða við- ræður íslands og EB. Samband ungra sjálfstæðismanna telur mikilvægt að ísland skipi sér á bekk með ríkjum Evrópu á efnahagssviðinu, en útilok- ar aðildarumsókn áð EB að svo stöddu.“ -aá Norrænu bændasamtök* In standa fyrir umfangs- mikilll samnorrænni nútímalistasýningu: Hvað gefur náttúran? Fyrir rúmu ári kom fram sú hugmynd hjá Norrænu bænda- samtökunum að efna til sýning- ar á norrænni samtímalist, þar sem þemað yrði „Hvað gefur náttúran?" Norrænu bænda- samtökin fengu til liðs við sig sérfræðinga frá nokkrum helstu listasöfnum á NorðuriÖndum, til að koma með tillögur um val listamanna og úrvinnslu á sýn- ingunni. Sýningin var opnuð sl fímmtudag í Vadstena í Svíþjóð, í tengslum við aðalfund Nor- rænu bændasamtakanna. Á sýn- Ingunnl gefur að líta 63 verk eftir 10 norræna listamenn. Þeir eru frá íslandi Jóhann Ey- feUs myndhöggvari og Gunnar Öm málari, frá Danmörku An- ette Holdensen myndhöggvari og John Olsen málari, frá Finn- landh Jukka Makela málari og Kaín Thpper myndhöggvari, frá Noregi Kjell Nypen útskurður og Baard Breivik myndhöggvari, og frá Svíþjóð Hans Wigert mál- ari og Laris Strunke máíari. Sýningin „Hvað gefur náttúr- an?“ mun verða sett upp víðs- vegar um Norðurlönd. Fyrst f Vadstena í Svíþjóð og síðan í Finnlandi, Noregi og Dan- mÖrku. Ráðgert er að sýningín verðl í Reykjavík í byrjun ársins 1993. -js Sigurður Helgason um breytt fyrirkomulag ökukennslu: UMFERDARRÁÐ TAKIYFIR ÖKUKENNSLU Á HÁLFU ÁRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.