Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.08.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. ágúst 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Kvöldstund með Einari 01- geirssyni og Jónasi frá Hriflu Einar Olgeirsson lét af þing- mennsku 1967 eftir þijátíu ára setu á þingi. Hann sagði mér all- miklu áður að hann vildi ekki standa lengur í vegi Magnúsar Kjartansonar, sem ætti fyrir löngu að vera orðinn þingmaður. Við þetta tækifæri spurði hann mig hvort ég gæti átt þátt í því að hann gæti rætt við Jónas Jónsson frá Hriflu í góðu tómi. í fyrstu kom þetta mér dálítið á óvart, því að ég vissi að lítíl vinátta var milli Jónas- ar og Einars Ég fagnaði því hins vegar að hafa tækifæri til að láta þá menn hittast sem á þessari öld höfðu verið snjöllustu áróðurs- menn landsins og áhrifamiklir að sama skapi. Jónas hafði byggt upp flokkakerfl sem hafði ráðið mestu hériendis í nær fjórðung aldar. Einari hafði hins vegar tekist að gera það meira og minna óstarf- hæft með stofnun Kommúnista- flokksins, síðar Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins. Ég hafði gerst blaðamaður við Tímann um það leyti sem Komm- únistaflokkurinn var að koma til sögunnar. Eitt fyrsta verk mitt þar var að aðstoða Jónas við dreifingu á svarriti til Einars. Einar hafði skrif- að bækling sem hét Efling komm- únismans og andóf Jónasar frá Hriflu. Jónas svaraði með öðrum bæklingi sem hét: Þróun og bylt- ing, svar til Einars Olgeirssonar. Þetta gerðist 1933. Mér varð þá ljóst að Jónas óttaðist Einar mest and- stæðinga sinna og að gengi komm- únismans gæti orðið Alþýðuflokkn- um til falls og þar með valdakerfinu sem Jónas hafði byggt upp. Einar var þá nýfluttur til Reykjavíkur frá Akureyri þar sem hann kenndi við Menntaskólann en hafði jafhframt byggt upp öflugar deildir í Komm- únistaflokknum á Siglufirði og Ak- ureyri. Það mátti búast við meira gengi flokksins eftir að Einar var kominn suður. Nafnið á bæklingi Jónasar skýrði vel muninn á Fram- sóknarflokknum og Kommúnista- flokknum. Framsóknarflokkurinn vildi koma sinni stefnu fram með þróun, en Kommúnistaflokkurinn með byltingu. Byltingin etur jafnan börnin sín, hafði Jónas að orðtaki. Suðurkoman reyndist Einari í fyrstu ekki eins æskileg og ætla mátti. Veturinn 1934 hófst mikil hreinsun innan Kommúnista- flokksins. Ungir menn, sem voru þá nýkomnir frá Moskvu, gagnrýndu mjög gömlu félagana og töldu þá fyígja slælega ályktun þings Ai- þjóðasambands kommúnista 1928, Einar Olgeirsson. en samkvæmt henni voru sósíal- demókratar aðalþröskuldurinn gegn valdatöku kommúnista. Þeir væru í raun stoð og stytta auðvalds- ins. Því átti að beina árásum gegn þeim fyrst og fremst Að mati nýlið- anna frá Moskvu var þessu ekki framfylgt nægilega af flokknum, en auk þess væri orðinn yfirfullur af óæskilegu fólki. Þeir voru því kosn- ir í nefnd, sem átti að hreinsa til í flokknum. Samkvæmt því voru fyrstu Moskvufaramir, Hendrik Ottósson og Haukur Björnsson, reknir úr flokknum veturinn 1934. Vorið 1934 komu enn meiri brott- rekstrar, en þá var Stefáni Ög- mundssyni ásamt mörgum prent- urum vikið úr flokknum. Flokkurinn var því í hálfgerðri rúst þegar gengið var til þingkosn- inga 1934 og voru úrslitin í sam- ræmi við það. Litlu hafði munað að Einar og Brynjólfúr Bjamason væru einnig reknir, en þeir fengu harða áminningu í Verkalýðsblað- inu fyrir tækifærisstefnu. Það bjargaði flokknum, að ný lína barst frá þingi Alþjóðasambands kommúnista sumarið 1935. Þingið hafði dregið þá ályktun af sigri nas- ismans í Þýskalandi að það hefði verið röng stefna að reyna að eyði- leggja flokk sósíaldemókrata. Að vísu hefði tekist að eyðleggja hann, en þjóðin hefði fenið nasismann í staðinn. Nú var því boðað að lögð skyldi áhersla á að samfylkja með sósíaldemókrötum, samfylkingar- stefnan varð boðorð dagsins. Þessi boðskapur féll Einari vel í geð og hann beitti sér ötullega fyrir hon- um. í þingkosningunum 1937 var hann frambjóðandi kommúnista í Reykjavík og náði kosningu. Það skipti ekki minnstu máli að áhrifa- mesti verkalýðsleiðtogi Alþýðu- flokksins, Héðinn Valdimarsson, hafði gengið til liðs við kommún- ista og stofnað með þeim nýjan flokk, Sósíalistaflokkinn. Þetta samstarf stóð að vísu stutt, því að Héðinn rauf það þegar kommún- istar vildu ekki mótmæla árás Rússa á Finnland. En Einar hélt samt áfram baráttu sinni fyrir sam- fylkingu sem að lokum bar þann árangur að áhrifamesti verkalýðs- Jónas Jónsson frá Hriflu. leiðtogi Alþýðuflokksins þá, Hanni- bal Valdimarsson, gekk til liðs við kommúnista og varð Alþýðubanda- lagið þá til. En svo aftur sé vikið að Jónasi, þá tók hann því með ánægju að hitta Einar og varð niðurstaðan sú að þeir komu heim til mín og eyddu þar einni kvöldstund saman. Jónas var í góðu skapi, eins og yfirleitt á efri árum sínum, ogbar ekkert vott um að þar mættust hörðustu and- stæðingar íslenskra stjómmála á sínum tíma. Jónas átti þann eigin- leika að hann gat í samræðum látið öllum líka vel við sig, ef hann vildi, eins og Bemharð Stefánsson segir um hann í ævisögu sinni. Hann gat komið víða við og hafði alltaf eitt- hvað á takteinum, sem féll vel að því sem um var rætt og skýrði það betur. Þetta einkenndi bestu kennslustundir hans í Samvinnu- skólanum. Minni hans var alveg ótrúlegt og minnti á tölvur. En hann hitti jafningja sinn að þessu leyti þar sem Einar var. í persónu- legum samræðum áttu þeir fáa eða enga sér líka, þannig unnu þeir sér marga aðdáendur. Ég mun enga tilraun gera til þess að rifja upp samræður þeirra, sem vom í senn fjörlegar, fróðlegar og skemmtilegar. Það sem ég man helst eftir er skilningur þeirra á þeim gamla málshætti að byltingin étur bömin sín. Um það virtust þeir í stómm dráttum vera sam- mála. Einar vitnaði þar til þeirra ummæla Lenins að ekkert afl í ver- öldinni gæti sigrað kommúnis- mann nema kommúnistar sjálfir, en þar átti hann við mistök þeirra. „En að fara út í öfgar, þótt í litlu sé, er að hindra sigurinn," sagði Len- in. Þetta skýrði Lenin nánar í sér- stöku riti: Barnasjúkdómar komm- únismans. Þessi spádómur Lenins hefur nú ræst. Mistök kommúnista á liðinni tíð hafa lagt hann að velli og það vara kommúnistinn Gorbatsjov sem stjómaði verkinu vegna synda fyrirrennara sinna. Athugasemd: Eins og sést á nið- uriagi greinarinnar var hún skrif- uð fyrir helgi. Jón Dan skrifar: Tegundin: Gangandi maður Þetta grufl er um minnihlutahóp í útrýmingarhættu. Fúsi frændi kemur oft í heimsókn. Stundum er þá ungviði statt hjá mér og starir úr sér augun af undrun. Þegar ég sé viðbrögð barnanna geri ég mér grein fyrir því að í raun er Fúsi frændi sérstakur. Hann er eitt af síðustu eintökunum af nær horf- inni tegund. Til skýringar er ágætt að segja frá því þegar Fúsa bar að garði einn dag í vetur sem leið. Hann hringdi dyrabjöllunni og ég lauk upp fyrir honum. Tvö böm eltu mig, bæði svo ung að ennþá veröld- in þeim sífellt furðuefni. Fúsi heils- ar og hristir af sér snjóinn áður en hann stígur inn yfir þröskuldinn. Svo togar hann af sér hanskana og treður þeim í úlpuvasana til að gleyma þeim ekki þegar hann fer, tekur ofan kuldahúfuna, færir sig úr skinnfóðraðri yfirhöfninni og heng- ir á herðatré, vefur treflinum utan af hálsinum og dregur síðast kulda- skóna af hosuklæddum fótum sér. Kemur svo inn úr anddyrinu, hárið úfið undan húfunni og kuldarjóður í kinnum. Börnin taka eftir því að hann er öðmvísi en aðrir gestir. Þau em vön að sjá frændfólkið koma að utan léttklætt, strákana jafnvel á skyrt- unni einni þó um hávetur sé, húfu- lausir og berhentir á stígvélaskóm, fótabúnaður stúlknanna er engu hlýlegri þrátt fyrir klofdjúpan snjó á ómddum götum. Þetta fólk tilheyrir annarri manngerð en Fúsi frændi. Hann er tegundin: Gangandi maður, það er tegundin: Akandi maður. Ég færi þetta í tal við Fúsa. Hann kinkar kolli. Þarna er greinarmunurinn, segir hann. Ég geng á milli staða og þarf þess vegna að klæða af mér veður. Hinir koma úr upphituðu litlu húsi á hjólum, þeir atei í hlað og stökkva inn, ennþá ' íætur sem bera þá skamman Jg ef til vill endast þeim fæturnir er.n í nokkra áratugi, eða þar til ekki þarf lengur að stíga á hemla eða bensíngjafa. Um leið og þeir hverfa visna líka lappirnar und- an eklinum, þá þarf hann ekki leng- ur á þeim að halda nema til að stikla um stofugólfið heima hjá sér og tölvusalinn á vinnustað. Ef hann notast þá ekki við rafknúinn hjóla- stól. En þú ert á rölti og heldur þess vegna ganglimunum, segi ég. Og hvernig sérð þá framtíðina fyrir þér sjálfum? Bjarta? Nei. Svarta. Ég er af tegund sem er að deyja út. Senn verður mér ekki vært á götum úti. Bflmennið ryðst um allt og leggur undir sig hvena gangstétt og hvern grasgeira. Ég hrekst af hverri götunni á fætur annarri. Ég á hvergi friðland. Þess er raunar ekki að vænta. Varla fara bæjaryfirvöld að gera ráð fyrir sér- vitringi sem þrjóskast við og notar útlimi löngu úr tísku. Horfi ég eftir endilangri götu, til að mynda Grens- ásveginum eða Háaleitisbrautinni, er hvergi hræðu að sjá svo langt sem augað eygir. Bara ökutæki sem spúa í mig og á mig og yfir mig eitruðum andskota. Sem stendur hef ég leitað uppi hitaveitustokkinn þar sem hann skýst inn f borgina austan- verða og þræðir beina leið að brunn- um sínum á Öskjuhlíðinni. En loftið mengast þar líka svo mér verður hvergi vært. Ég er í þann veginn að bíða algeran ósigur. Þetta er nú meira svartagallsrausið, segi ég. Og hvað þá um bflmennið sjálft? Andar það ekki líka að sér eitraða loftinu? Síður en svo. Það sér við því. Það fær sér súrefniskút og lofthreinsi- tæki í bflinn og híbýlin. Það fer aldr- ei undir bert loft. Hann dæsti. Ömurleg framtíð, frændi sæll. Jón Dan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.